Morgunblaðið - 11.08.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 11.08.2006, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eins og fram hefur kom-ið er Magni Ásgeirs-son nú kominn í átta manna úrslit í raunveru- leikaþættinum Rock Star: Supernova, en í síðasta þætti söng hann lagið „When Dolphins Cry“ með hljóm- sveitinni Live. Magni söng lagið einn og óstuddur, vopn- aður forláta kassagítar, og hlaut mikið lof fyrir flutning- inn. Áhorfendur í sal studdu Magna dyggilega, en á meðal þeirra voru nánir ættingjar og vinir hans. Unnusta hans, Ey- rún Huld Haraldsdóttir, og sonur þeirra, Marínó Bjarni Magnason, flugu alla leið til Los Angeles til að styðja við bakið á sínum manni, en með þeim í för voru Áskell Heiðar Ásgeirsson, bróðir Magna, og kona hans, Vala Bára Vals- dóttir. Að sögn Áskels, sem er sviðsstjóri hjá sveitarfélaginu Skagafirði, var um mikið æv- intýri að ræða. „Það kom nú ekki upp fyrr en á mánudags- kvöldinu að við færum út á miðvikudegi þannig að það var ekki mikill tími til þess að pæla í þessu. Eyrún bað okk- ur nefnilega að koma með sér til þess að aðstoða sig með strákinn og við slógum til,“ segir Áskell og bætir því við að um frábæra upplifun hafi verið að ræða. „Þetta var eins og að vera á fyrsta flokks rokktónleikum. En ég og kon- an mín fórum reyndar ekkert inn í þetta setur og við upp- lifðum því í rauninni ekki það sem þeir kalla raunveru- leikaþátt, sem ég held reynd- ar að sé eins langt frá raun- veruleikanum og hægt er að vera. En sjónvarpsupptakan rann vel og var vel skipulögð, þarna er mikið af starfsfólki og margt um að vera,“ segir Áskell. Fátt kom honum hins vegar á óvart við upptöku á þættinum sjálfum. „Það eina sem er frábrugðið því sem við sjáum í sjónvarpi er að viðtöl hljómsveitarmeðlima við keppendur eru klippt til, þau eru miklu lengri í raun og veru.“ Gæti vel unnið Áskell segir að hljómsveit- armeðlimirnir sjálfir, þeir Tommy Lee, Jason Newsted og Gilby Clarke, hafi komið sér frekar eðlilega fyrir sjón- ir. „Þetta er nú allt saman ró- legheitafólk held ég, það er allavega það sem Magni hefur sagt okkur. Það er kannski Tommy Lee sem gerir mest af því að láta á sér bera, hann er kannski mesti rokkarinn af þeim,“ segir hann. „Svo eru þeir keppendur sem við hitt- um allt saman yndislegt fólk og þetta virðist vera mjög samhentur hópur,“ segir Ás- kell og bætir því við að ekki virðist vera mikið um blóðuga baráttu og rifrildi á milli keppenda. „Magna virðist allavega hafa tekist að stýra hjá öllu slíku, þau láta öll vel af honum og hann virðist bakka þau svolítið upp líka. Hann fer yfir texta með þeim og kennir þeim jafnvel lögin, og svo spilaði hann líka undir með einni stelpunni þarna í þættinum. Þannig að þetta virðist vera góður hópur og skemmtilegir krakkar.“ Aðspurður segir Áskell að hann sé búinn að velja sér sína uppáhalds keppendur, að Magna undanskildum. „Já, þær Dilana og Storm eru nú í uppáhaldi hjá mér persónu- lega. En í þessum þætti sem við vorum viðstödd voru þau reyndar öll að syngja sitt besta. En það er annars mikið talað um hana Zayru, hún er líklega mest umtalaði kepp- andinn. Mér finnst hún reynd- ar mega fara að missa sín, þótt hún sé mikill performer.“ Áskell hefur hins vegar fulla trú á því að litli bróðir nái langt. „Ég er viss um að hann verði á meðal fimm efstu og mér þykir mjög líklegt að hann verði á meðal fjögurra efstu. Mér finnst hann, Dil- ana, Storm og Lukas líkleg- ust. Það kæmi mér svo ekkert á óvart þótt hann verði á með- al þriggja efstu og komist þannig í lokaþáttinn,“ segir Áskell og bætir því við að hann hafi trú á því að Magni geti unnið og orðið söngvari Supernovu. „Mér finnst hann allavega alveg eiga erindi í það. Hann hefur sýnt að hann getur sungið allar þær teg- undir tónlistar sem bornar hafa verið á borð fyrir þau. Svo hefur hann náttúrulega heilmikla reynslu úr rokkinu, þótt hann sé ekki gamall.“ Skrítin veröld Eins og dæmin sanna er það ekki alltaf tekið út með sældinni að vera rokkstjarna og þegar Áskell er spurður að því hvort hann haldi að Magna langi í raun og veru til þess að sigra segist hann ekki alveg viss. „Þetta er nú spurning sem ég hef spurt mig að líka. Hann fór nú ekki með það að mark- miði, hann ætlaði bara að gera sitt besta. Við töluðum um að það væri frábært ef hann kæmist á meðal tíu efstu. Nú er hann á meðal þeirra átta bestu og öruggt að hann er ekki á leiðinni heim alveg á næstunni. Ég held hins vegar að hann sé alveg nógu þrosk- aður til að takast á við það. En hann verður auðvitað ekkert spurður ef hann vinnur, hann er náttúrulega búinn að skrifa undir samninga og verður bara að gjöra svo vel að gera það sem þar segir. Ég held að hann og hans fjölskylda muni þá bara laga sig að því,“ segir Áskell, sem segist hins vegar ekkert sérstaklega vilja standa í sporum litla bróður síns. „Nei, veistu ég held ekki, ég ætla að vera alveg hreinskil- inn með það. Hann hefur ýmsa eiginleika í þetta sem ég hef ekki. Hann hefur nátt- úrulega fyrst og fremst hæfi- leikana sem ég hef ekki. En ég öfunda hann alls ekki af þessu, ég er mjög ánægður fyrir hans hönd og er virki- lega stoltur af því hvernig hann er að klára þetta.“ En ætlar Áskell aftur út til þess að styðja enn frekar við bakið á Magna? „Hugsanlega, ef hann fer í úrslitaþáttinn þá er aldrei að vita. En þetta er náttúrlega gríðarlega langt ferðalag, það tekur svona 20 tíma að fara frá Sauðárkróki til Los Angeles. En það er mikið ævintýri að upplifa þetta og gaman að fá að kíkja aðeins inn í þessa veröld – þótt hún sé svolítið skrítin.“ Fólk | Stóri bróðir Magna heimsótti hann til Los Angeles ásamt fríðu föruneyti Öfundar ekki litla bróður Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Fimmmenningarnir í Los Angeles: Magni, Marinó Bjarni Magnason, Eyrún Huld Haralds- dóttir, Vala Bára Valsdóttir og Áskell Heiðar Ásgeirsson. Sími - 564 0000Sími - 462 3500 SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl.eeeeP.B.B. DV S.U.S XFM 91.9 Miami Vice kl. 5, 8 og 10.50 B.i. 16 ára Miami Vice LÚXUS kl. 5, 8 og 10.50 The Sentinel kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Ástríkur og Víkingarnir kl. 4 og 6 Silent Hill kl. 10 B.i. 16 ára Over the Hedge m. ensku.tali kl. 4 og 8 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 4 og 6 Stick It kl. 8 og 10.20 Miami Vice kl. 8 og 10.40 B.i. 16.ára. The Sentinel kl. 8 og 10 B.i. 14.ára. Ástríkur og Víkingarnir kl.6. Stormbreaker kl.6. Það hefur ekki verið svikari í leyniþjónustunni í 141 ár... þangað til núna! Mögnuð spennu mynd í anda „ 24“ eeee „Einfaldlega frábær spennu- mynd með toppleikurum“ K.M. - Sena COLIN FARRELL JAMIE FOXX ACADEMY AWARD WINNER FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS eeeee H.J. Mbl 3,75 af 4 Ó.T. Rás 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.