Morgunblaðið - 11.08.2006, Síða 44

Morgunblaðið - 11.08.2006, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sumir tala um þá RogerHodgson og Rick Davies,öxulveldið í Supertramp,sem McCartney og Lennon áttunda áratugarins. Þetta er ekki svo vitlaus söguskýring, því að bæði höfðu lög Supertramp yfir sér ósvik- inn Bítlaanda jafnframt sem vin- sældir Supertramp við enda þess áratugar voru gríðarlegar. Spilar þar mesta rullu platan Breakfast in America sem út kom 1979. Sló hún bylmingsfast í gegn, hefur selst í um átján milljónum eintaka í dag og inniheldur sígilda smelli á borð við titillagið, „Take the long way home“, „Goodbye Stranger“ og ekki síst „The Logical Song“ sem glumdi linnulítið í viðtækjum hins vestræna heims allt það ár. Roger Hodgson hætti í sveitinni árið 1983, en platan … Famous Last Word … hafði komið út nokkrum mánuðum áður, í október 1982. Hodgson hefur gefið út fjórar sóló- plötur eftir það en hefur haldið sig að mestu utan sviðsljóssins – þar til nú þ.e.a.s. Árið 1987 lenti Hodgson í því óhappi að úlnliðsbrotna á báðum höndum og datt því ósjálfrátt úr um- ferð í þónokkurn tíma. Hodgson nýtti tímann vel og hóf að endur- hugsa líf sitt og gjörðir. Hodgson sneri svo aftur til tónleikahalds árið 1997 og gaf út nýja hljóðversplötu þremur árum síðar, Open the Door. Í nóvember í fyrra hélt hann svo tón- leika í London, en hann hafði ekki spilað í heimalandi sínu í tuttugu og tvö ár. Tónleikarnir virðast hafa blásið nýju lífi í Hodgson sem túrar nú fremur reglubundið og er mynd- diskur væntanlegur í enda mánaðar- ins, með upptökum frá liðnum júní, en þá hélt Hodgson tónleika í Mont- real. Á tónleikum leikur hann eigin lög, bæði af sólóplötum sínum en einnig lögin sem hann gerði ódauð- leg með Supertramp. Í jafnvægi Hvað kemur til að þú ert á leiðinni hingað? „Ég hef unun af því að koma til staða sem ég hef aldrei heimsótt áð- ur. Ég hef alltaf verið nokkuð forvit- inn um Ísland þannig að mig langaði til að koma hingað, dvelja í nokkra stund á landinu, hitta fólk og fá að kynnast menningunni örlítið.“ Hversu mikilvægt er það fyrir þig að koma fram á tónleikum, samanborið við hljóðversvinnu? „Nú um stundir fæ ég mikið út úr því að spila á tónleikum fyrir aðdá- endur mína. Það má segja að ég sé orðinn ástfanginn af lögunum mín- um á nýjan leik.“ Nú hættir þú í Supertramp árið 1983. Einhver sérstök ástæða? „Þá átti ég tvö lítil börn og mig langaði til að vera eins góður pabbi og hægt væri. Þannig að ég tók mér átján ára hlé frá hljómleika- ferðalögum til að geta einbeitt mér að uppeldinu og þeim andlegu gild- um sem standa mér næst.“ Er nokkuð von á nýrri plötu frá þér? „Ég hef aldrei hætt að semja og ætli ég eigi ekki um sextíu lög á lag- er núna. Það getur vel verið að ég hljóðriti þau einhvern daginn. Það er eitt nýtt lag á nýja mynd disknum, sem kallast „Oh brother“. Gætir þú útskýrt fyrir mér þessa andlegu endurfæðingu sem þú átt að hafa gengið í gegnum? „Ég held mér í jafnvægi með bæn- um og hugleiðslu. Og ég er þakk- látur fyrir það að röddin mín er betri en nokkru sinni fyrr – allir segja mér að röddin sé betri nú en fyrir tuttugu og fimm árum og það er vegna þess að ég hef virkilega passað upp á mig. Auk þess er ég að syngja af meiri sannfæringu en nokkru sinni áður. Textarnir hafa meiri og dýpri merk- ingu fyrir mér. Ég er nú, á sextugs- aldri, farinn að fá svör við þessum spurningum sem ég var að spyrja mig að þegar ég var nýskriðinn yfir tvítugt. Mér finnst eins og líf mitt sé í meira jafnvægi nú. Það er jafnvægi á milli vinnunnar, frístunda og vinnu minnar að mannúðarmálum. Ég er að sönnu þakklátur fyrir allt sem líf- ið hefur gefið mér.“ Frelsið Nú býrðu í Kaliforníu. Hvernig er að vera Englendingur í Ameríku? „Er ég var yngri dreymdi mig um að fara til Ameríku til að sjá allar stelpurnar í Kaliforníu. Eigi vissi ég þá að ég ætti eftir að eyða hálfri æv- inni þar. Frelsið í Kaliforníu höfðar sterkt til mín og ég lít á fylkið sem heimahagana.“ Tónleikar þínir eru fremur lág- stemmdir en á öðrum tónleikum tefl- ir þú fram sinfóníuhljómsveit. Af hverju ertu að beita þessum tveimur aðferðum ef hægt er að orða það svo? „Nándin á þessum „minni“ tón- leikum heillar. Ég get tekið við óska- lögum og leyft mér að rekast með þeim anda sem einkennir hverja tón- leika. Með sinfóníuhljómsveit verða lögin eðlilega fyllri og lag eins og „Fool’s Overture“ [af Even in the Quietest Moments …] fær þá af- greiðslu sem það á skilið.“ Einhver skilaboð að lokum til aðdáenda þinna á Íslandi? „Mig hefur lengi langað að heim- sækja þetta einstaka, töfrum slegna land ykkar. Vonandi mun tónlistin mín falla ykkur í geð og ég býð ykk- ur öllum að slást í hópinn og syngja með!“. Tónleikar | Roger Hodgson á Broadway Roger Hodgson virðist hafa fundið hinn eina sanna tilgang lífsins. Hann ljóstrar e.t.v. upp leyndarmálinu í kvöld á Broadway. Ein af megindriffjöðrum Supertramp, Roger Hodgson, heldur tónleika á Broadway í kvöld. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við tónlistar- manninn í tilefni af því. Það er KK sem hitar upp og hefur hann leik klukkan 21. Miðasala er á midi.is, í Skífuverslunum í Reykja- vik og í BT verslunum úti á landi. Kostar miðinn kr. 5.400. Eins verður hægt að fá kvöldverð á Broadway fyrir tónleika sem hefst kl. 19. Kvöldverðinn þarf að bóka sérstaklega á Broadway en þar er opið á milli kl 13 og 17 alla virka daga. Síminn er 533 1100. Leiðin er lengri … arnart@mbl.is SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON JOHNNY DEPP ORLANDO BLOOM KIERA KNIGHTLEY H.J. MBL. eee S.U.S. XFM 91,9 PIRATES OF CARIBBEAN: DEAD MAN'S CHEST kl. 5:30 - 6 - 8:30 - 9 - 10:30 B.I. 12.ÁRA. HALF LIGHT kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.I. 16.ÁRA. SUPERMAN kl. 5:30 - 8:30 B.I. 10.ÁRA. THE BREAK UP kl. 5:30 - 8 Leyfð 47.000 MANNS Á 14 DÖGUM V.J.V. TOPP5.IS eeee eeee “ARR...SANNKÖLLUÐ BÍÓVEISLA FYRIR ALLA, DEPP SJALDAN BETRI, ÞESSI TRÍLOGÍA ENDAR Í SÖMU HILLU OG HINAR ÓDAUÐLE- GU INDIANA JONES MYNDIR.” S.U.S. XFM 91,9. “MAÐUR HREINLEGA GARGAR AF GLEÐI VIÐ ALLT ÞETTA SJÓNARSPIL! POTTÞÉTT SUMARMYNDIN Í ÁR SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR.” eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS B.J. BLAÐIÐ TVEIR BRÆÐUR. EIN HELGI. ENGIN SKÖMM. HANN HEFUR EINA LANGA HELGI TIL AÐ KENNA LÍTLA BRÓÐUR SÍNUM HVERNIG EIGI AÐ HÚKKA Í DÖMURNAR. eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. P.B.B. DV. eeee DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÞAU ÆTLA AÐ NÁ AFTUR HVERFINU... ....EINN BITA Í EINU ! PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 6 - 9 B.I.12 ÁRA THE LONG WEEKEND kl. 8 - 10 B.I.14 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL TALI kl. 6 Leyfð SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA MEÐ CHRIS KLEIN ÚR “AMERICAN PIE” MYNDUNUM. Miami Vice kl. 5 - 8 - 11 B.i. 1 Ástríkur og Víkingarnir kl. 6 Leyfð Pirates of the Caribbean: 2 kl. 8 - 11 B.i. 1 TRÚÐU Á HIÐ ÓKUNNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.