Morgunblaðið - 24.08.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.08.2006, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 500 MILLJÓNA VIÐBÓT Kostnaður við breytingar sem ráðist var í á Kárahnjúkastíflu vegna nýrra upplýsinga um misgengi á svæðinu og vegna frétta af brestum í steypukápu Campos Novos- stíflunnar í Brasilíu nam um 500 milljónum króna. Ógiltu íslenskt vegabréf Íslendingurinn Abraham Shwaiki kom til landsins eftir hremmingar í Tel Aviv. Við komuna til Ísraels í gærmorgun tók flugvallarlögreglan á móti honum, færði hann til yf- irheyrslu og ógilti síðan íslenskt vegabréf hans áður en hún sendi hann úr landi með því fororði að hann mætti ekki snúa aftur til Ísr- aels. Vill afnám stimpilgjalda Samkeppniseftirlitið leggur til af- nám stimpilgjalda sem og upp- greiðslugjalda af lánum. Að mati for- stjóra eftirlitsins er samþjöppun mikil á íslenskum bankamarkaði og þarf að leita leiða til að draga úr að- gangshindrunum á markaðinum. Hafna tilboði Íranar virðast hafna tilboði Vest- urveldanna um margvíslega umbun á sviði efnahagsmála og tæknilegrar aðstoðar gegn því að þeir hætti að auðga úran. Kínverjar og Rússar leggja mikla áherslu á að ná fram lausn með samningum. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 26/28 Úr verinu 11 Bréf 28 Erlent 12/14 Minningar 30/32 Minn staður 16 Myndasögur 36 Akureyri 18 Dagbók 36/39 Höfuðborgin 18 Staður og stund 38 Austurland 19 Leikhús 40 Landið 19 Bíó 42/45 Daglegt líf 20/22 Ljósvakamiðlar 46 Menning 23 Veður 47 Forystugrein 24 Staksteinar 47 * * * Kynningar - Morgunblaðinu í dag fylgja Víkurfréttir. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                    Magnús H. Magnús- son, fyrrum ráðherra og bæjarstjóri, lést í gær á Landakoti á 84. aldursári. Hann var fæddur í Vestmanna- eyjum 30. sept. 1922, sonur hjónanna Magnúsar Helgason- ar gjaldkera og Magnínu Jónu Sveins- dóttur húsmóður. Magnús lauk gagn- fræðaprófi frá MR ár- ið 1938, prófi frá Loft- skeytaskólanum 1946, símvirkjaprófi með radíótækni sem sérgrein 1948 og fór síðan í framhaldsnám hjá Pósti og síma. Magnús var sjómaður á árunum 1937–42, m.a. á norsku fragtskipi á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Hann var bifreiðastjóri á árunum 1942–45, loftskeytamaður á togara 1946 og síðar í afleysingum. Hann starfaði í radíótæknideild Pósts og síma 1946–56 og var verkstjóri þar 1950–53, og yfirverkstjóri 1953–56. Magnús gegndi stöðu stöðvarstjóra Pósts og síma í Vestmannaeyjum á árunum 1956–66, 1975–78 og 1983– 87. Hann var bæjarfulltrúi í Vest- mannaeyjum 1962–82, þar af bæj- arstjóri árin 1966–75. Hann sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn árin 1978–83. Hann var fé- lags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra 1978–80 og jafn- framt samgönguráð- herra frá 1979. Magnús var varafor- maður Byggingarsam- vinnufélags síma- manna 1951–54 og formaður þess 1954– 56. Hann sat í yfir- skattanefnd Vest- mannaeyja 1957–62 og í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja 1957– 78. Hann sat í fram- kvæmdastjórn Brunabótafélags Ís- lands frá 1966 og var stjórnarfor- maður 1980. Magnús var varaformaður Alþýðuflokksins 1980–84. Magnús var sæmdur stór- riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu vegna framgöngu sinnar í eld- gosinu í Vestmannaeyjum og uppbyggingarstarfinu sem á eftir fylgdi. Fyrsta eiginkona Magnúsar var Guðbjörg Guðlaugsdóttir veitinga- kona og eignuðust þau tvo syni. Þau skildu. Önnur eiginkona hans var Filippía Marta Guðrún Björns- dóttir talsímakona og eignuðust þau fjögur börn. Eftirlifandi eig- inkona Magnúsar er Guðbjörg Jónsdóttir. Andlát MAGNÚS H. MAGNÚSSON „ÞETTA var erfitt. Ég er þreyttur og ég hlakka til að komast heim,“ segir Abraham Shwaiki, íslenskur ríkisborgari, sem stöðvaður var við komuna til Tel Aviv í Ísrael aðfara- nótt miðvikudags og snúið aftur heim til Íslands eftir tíu tíma yf- irheyrslur. Morgunblaðið náði tali af Abraham þegar hann var ný- lentur með vél British Airways á flugvellinum í Lundúnum og var á leið um borð í vél Icelandair sem væntanleg var til landsins seint á tólfta tímanum í gærkvöldi. Abraham, sem er Íslendingur af palestínskum ættum, var á leið til Palestínu í því skyni að heimsækja fjölskyldu sína þegar hann var stöðvaður af ísraelsku lögreglunni á flugvellinum og tekinn til yf- irheyrslu og fékk hvorki vott né þurrt meðan á þeim stóð. Að sögn Abrahams gerði lögreglan at- hugasemd við nafnið hans, en því var breytt úr Ibrahim í Abra- ham til að laga það að íslenskum nafnareglum þegar hann varð íslenskur rík- isborgari. Þá gerðu þeir at- hugasemd við fæðingarstað hans, en í vegabréfinu stendur að hann sé fæddur í Jerúsalem. „Þeir tóku vegabréfið mitt af mér og ógiltu það með stimpli,“ segir Abraham, sem sendur var úr landi án farangurs síns og fékk að- eins að halda fötunum sem hann klæddist og farsíma sínum. Sökum þess að vegabréfið hafði verið ógilt og ekki var vitað hvort hann fengi það afhent aftur hafði Díana All- ansdóttir, eiginkona hans, sam- band við utanríkisráðuneytið sem gerði ráðstafanir og sendi fulltrúa frá sendiráðinu í Lundúnum til þess að taka á móti Abraham í því skyni að aðstoða hann. Abraham fékk íslenska vegabréfið afhent við komuna til Lundúna og breskir embættismenn flugvallarins tóku það gott og gilt. „Ég lenti því ekki í neinum vandræðum hér,“ segir Abraham. Spurður hvort það hafi ekki ver- ið vonbrigði að geta ekki heimsótt fjölskyldu sína úti svarar Abraham því játandi og segir að sér hafi ver- ið tjáð að hann mætti aldrei nokk- urn tíma snúa aftur til Ísraels. Hann segist hafa ferðast til Ísraels með þetta sama vegabréf a.m.k. þrisvar sinnum, seinast fyrir tveim- ur árum og að engar athugasemdir hafi verið gerðar hvorki við nafnið hans né fæðingarstað fyrr en nú. Spurður hvort hann kunni ein- hverja skýringu á því hvers vegna það hafi valdið vandræðum núna svarar Abraham því neitandi og segist ekki skilja þessa uppákomu. Ísraelska flugvallarlögreglan í Tel Aviv ógilti íslenskt vegabréf „Hlakka til að komast heim“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Abraham Shwaiki MIKIL mildi þykir að ekki fór verr þegar lítil fólksbifreið og vörubifreið skullu harkalega saman við Varmárbrú í Mosfellsbæ. Að sögn lögreglu var áreksturinn geysiharður og fólksbifreiðin nánast óþekkjanleg í kjölfarið. Tveir farþegar voru í fólksbifreiðinni sem kenndu báðir meiðsla eftir áreksturinn. Voru þeir fluttir á slysadeild Landspítalans til frekari skoð- unar. Morgunblaðið/Eyþór Skullu harkalega saman við Varmárbrú ÁL sem rann í gærkvöldi úr keri ál- vers Norðuráls á Grundartanga í rafmagnsleiðslustokka brenndi lág- spennu- og stýrilínur með þeim af- leiðingum að mikill reykur mynd- aðist á svæðinu. Slökkvilið Akraness var kallað út til að reyk- ræsta svæðið sem og Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins. Gengu slökkvi- störf vel. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, segir að viðgerðarhópur hafi verið sendur á staðinn í gærkvöldi og vonir standi til þess að viðgerðum ljúki í dag. „Ef allt gengur að óskum og við- gerðir takast í nótt, verður tjónið einungis minni háttar.“ Ragnar segir að það komi fyrir nokkrum sinnum á ári að ker leki þegar fóðr- ingin brestur. „Undir venjulegum kringumstæðum hlýst ekki tjón af því, en nú vildi svo óheppilega til að álið barst í rafmagnsleiðslustokka og bræddi lágspennustrengi,“ segir Ragnar. Ál brenndi rafmagnslínur FYRRI umferð í 8 manna úrslitum á Íslandsmótinu í skák fór fram í gær. Alþjóðameistarinn Arnar Gunnarsson lagði stórmeistarann Henrik Danielsen. Arnari nægir jafntefli á morgun til að fella stór- meistarann úr keppni. Þá sigraði Héðinn Steingrímsson alþjóða- meistarann Jón Viktor Gunnarsson í glæsilegri skák sem aðeins tók 20 leiki. Stórmeistarinn Þröstur Þór- hallsson gerði jafntefli með hvítu gegn alþjóðameistaranum Braga Þorfinnssyni, en Bragi lagði Hjörv- ar Stein Grétarsson í 16 manna úr- slitum. Tómas Björnsson laut í lægra haldi fyrir Hannesi Hlífari Stefánssyni, en sá fyrrnefndi hefur vakið athygli fyrir vasklega fram- göngu á mótinu. Í dag etja þeir hinir sömu kappi og í kjölfarið mun það ráðast hverj- ir komast í undanúrslit. Skákirnar hefjast kl. 17 í Skákhöllinni, Faxa- feni 12. Hitnar undir stórmeisturum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.