Morgunblaðið - 24.08.2006, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞINGFLOKKUR Framsóknar-
flokksins ákvað á fundi sínum í
fyrradag að leggja til nýja skipun í
þingnefndir. Birkir J. Jónsson
verður formaður fjárlaganefndar,
Dagný Jónsdóttir verður áfram
formaður félagsmálanefndar,
Guðjón Ólafur Jónsson tekur við
formennsku í heilbrigðis- og
trygginganefnd og Hjálmar Árna-
son verður nýr formaður iðnaðar-
nefndar.
Enn er um einn og hálfur mán-
uður þar til Alþingi kemur saman.
Hjálmar Árnason, formaður þing-
flokksins, sagði að mönnum hefði
þótt rétt að ákveða þessar breyt-
ingar nú vegna breytinga í ráð-
herra- og þingliði flokksins, m.a.
til að eyða óvissu. Einnig sé mik-
ilvægt fyrir Birki að geta einbeitt
sér að formennsku í fjárlaganefnd
enda nefndin á fullri ferð við að af-
greiða fjárlögin.
Kristinn var erlendis
Kristinn H. Gunnarsson tekur
sæti í einni nefnd til viðbótar og
verður hann varaformaður land-
búnaðarnefndar. Hann situr
áfram í sjávarútvegsnefnd og um-
hverfisnefnd en hann gegnir vara-
formennsku í þeim báðum. Að-
spurður sagði Hjálmar að
einhugur hefði ríkt um nefnda-
skipan. „Kristinn var reyndar ekki
á fundinum, hann var erlendis en
það var ekki vitað þegar boðað var
til fundarins. Þetta var afgreitt
samhljóma en ég geri ráð fyrir að
Kristinn hafi viljað sinn veg meiri,
en það geta ekki allir verið for-
menn í nefndum, það segir sig
sjálft þar sem við eigum bara for-
mennsku í fjórum nefndum,“ sagði
Hjálmar. Haustið 2004 var Krist-
inn ekki valinn í neina þingnefnd
en hann hafði fram að því m.a.
gegnt formennsku í iðnaðarnefnd í
eitt ár auk þess sem hann átti sæti
í efnahags- og viðskiptanefnd og
samgöngunefnd.
Í flestum tilvikum verða breyt-
ingarnar ekki að veruleika fyrr en
Alþingi kemur saman í haust. Í
þeim tilvikum sem þingmenn eiga
þegar sæti í nefndum munu breyt-
ingarnar hins vegar væntanlega
eiga sér stað strax á næstu fund-
um nefndanna. Þetta á m.a. við um
Birki J. Jónsson í fjárlaganefnd og
Guðjón Ólaf Jónsson en þeir eiga
nú þegar sæti í þeim nefndum sem
þeir taka við formennsku í.
Engir ráðherrar sitja í fasta-
nefndum Alþingis og því skipta sjö
þingmenn Framsóknarflokksins
með sér nefndarstörfum en alls
eru fastanefndirnar 12 talsins.
Guðjón Ólafur Jónsson tekur
við formennsku í heilbrigðis- og
trygginganefnd af Jónínu Bjart-
marz, Birkir Jón Jónsson tekur
við af Magnúsi Stefánssyni sem
formaður fjárlaganefndar og
Hjálmar Árnason tekur við for-
mennsku í iðnaðarnefnd af Birki
Jóni.
Guðjón Ólafur tók sæti á Al-
þingi þegar Árni Magnússon lét af
starfi félagsmálaráðherra og sagði
af sér þingmennsku og Sæunn
Stefánsdóttir tekur sæti á Alþingi
í haust í stað Halldórs Ásgríms-
sonar.
Þingmenn Framsóknarflokksins sitja yfirleitt í 3–4 nefndum
Þrír nýir
formenn
fastanefnda
!
"
#
$
%
&
"
'
"
##
(
)
* +
(
%
## "#
+
*
,-
,
"
#
$
"
'
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
BIRKIR J. Jónsson er
yngsti formaður fjár-
laganefndar Alþingis
frá upphafi eða frá því
slíkar nefndir voru sett-
ar á laggirnar árið
1916.
Áður hétu þær reynd-
ar fjárveitinganefndir
og störfuðu í báðum
deildum þingsins frá
1916–1934 en eftir það starfaði ein fjár-
veitinganefnd í sameinuðu þingi.
Samkvæmt upplýsingum sem skrifstofa
Alþingis tók saman um formenn fjárveit-
inganefndar frá 1934 er algengast að þeir
séu um eða yfir fimmtugu þegar þeir taka
við formennsku í nefndinni. Yngsti for-
maður nefndarinnar fram til nú er Karl
Guðjónsson sem var 39 ára þegar hann tók
við formennsku árið 1956.
Birkir J. Jónsson slær því metið svo um
munar en hann er 27 ára, fæddur 24. júlí
1979. Hann hefur setið í fjárlaganefnd frá
árinu 2003 og tók við formennsku í iðn-
aðarnefnd árið 2004. Þá hefur hann setið í
félagsmálanefnd, samgöngunefnd og sjáv-
arútvegsnefnd.
Það er þó ekki algjör nýlunda að ungum
þingmönnum Framsóknarflokksins séu fal-
in ábyrgðarstörf og má t.d. benda á að Ey-
steinn Jónsson var 27 ára þegar hann var
skipaður fjármálaráðherra árið 1934 og er
hann yngsti maður til að verða ráðherra,
fyrr og síðar.
Yngsti formaður
fjárlaganefndar
frá upphafi
Birkir J. Jónsson
LÖGREGLUEMBÆTTI lands-
ins ætla að hafa öflugt eftirlit við
grunnskóla í upphafi skólaárs,
þar sem ungir vegfarendur eru á
ferð. Lögreglubílum verður kom-
ið fyrir við skólana og hraðamæl-
ingar gerðar í nágrenni þeirra.
Foreldrar hvattir
til að fylgjast með
Þá hefur verið ákveðið að lög-
reglan muni fylgjast náið með
útivistartíma barna og ungmenna
en um næstu mánaðamót breyt-
ast reglurnar úr sumartíma yfir í
vetrartíma og þá mega börn
yngri en 12 ára ekki vera á al-
mannafæri eftir kl. 20 og börn 13
til 16 ára ekki vera á almanna-
færi eftir kl. 22 nema um sé að
ræða beina heimferð frá viður-
kenndri skóla-, íþrótta- eða
æskulýðssamkomu.
Foreldrar eru hvattir til að sjá
til þess að börn þeirra virði úti-
vistarreglurnar.
Eftirlit lögreglu við skóla
og með útivistartíma
MATFUGL ehf. áformar að stækka kjúklingabú sitt að
Melavöllum á Kjalarnesi úr 28 þúsund stæðum í allt að
84 þúsund stæði. Hvert stæði merkir einn fugl. Skipu-
lagsstofnun hefur metið stækkunina svo að hún sé ekki
matsskyld vegna umhverfisáhrifa. Ráðgert er að byrja á
stækkuninni í haust. Einnig hafa verið áform um að
stækka kjúklingabú fyrirtækisins á Móum á Kjalarnesi,
en það mál er í biðstöðu, að sögn Friðriks Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Matfugls. Hann sagði að
stækkunaráformin byggðust á mjög aukinni spurn eftir
kjúklingakjöti.
„Það er veruleg aukning á kjúklinganeyslu og við
þurfum að anna aukinni eftirspurn. Við þurfum að hugsa
fram í tímann því það tekur svolítinn tíma að bregðast
við aukinni neyslu,“ sagði Friðrik. „Kjúklingakjöt er
langódýrasta kjöt sem framleitt er á Íslandi. Við erum að
hugsa um að tryggja neytendum áfram eðlilegt framboð
á kjúklingum og áframhaldandi lágt verð.“
Sala á alifuglakjöti hafði aukist hér innanlands um
11,7% á einu ári til maí síðastliðins og nam hlutdeild þess
27,1% í kjötsölu innanlands á sama tíma.
Matfugl ehf. er stærsti framleiðandi kjúklingakjöts
hér á landi. Auk búanna á Móum og Melavöllum á Kjal-
arnesi er Matfugl með kjúklingabú á Dalvík, að Hurð-
arbaki í Svínadal, á Miðfelli nálægt Flúðum, í Eskiholti
og Svartagili í Borgarfirði.
Stækka kjúklingabú
vegna aukinnar neyslu
Morgunblaðið/Þorkell
FULLTRÚUM Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna og Félags
íslenskra bifreiðaeigenda tókst í
gær að ljúka hringferð sinni um
landið á einum eldsneytistanki. Með
því tryggði SKB sér afnot af nýrri
Skodabifreið frá Heklu í eitt ár.
Ferðin var farin á nýjum Skoda Oc-
tavia með TDI® dísilhreyfli og voru
55 lítrar af eldsneyti á tönkum bíls-
ins þegar lagt var af stað.
Ökumaður í ferðinni var Stefán
Ásgrímsson, ritstjóri hjá Félagi ís-
lenskra bifreiðaeigenda, en honum
til aðstoðar þau Óskar Örn Guð-
brandsson, framkvæmdastjóri
Styrktarfélags krabbameinssjúkra
barna, og Þuríður Arna, fjögurra
ára dóttir Óskars, en hún greindist
með góðkynja æxli í höfði fyrir
tveimur árum.
Tekið var á móti ferðalöngunum
af starfsmönnum Heklu við höf-
uðstöðvar félagsins og þeim afhent
blóm og lyklar að bifreiðinni. Við
opnun nýs sýningarsalar Skoda á
Laugavegi 172 sl. laugardag fengu
samtökin einnig 500 þúsund kr. fjár-
styrk frá Heklu.
Lagt var af stað í ferðina frá
Reykjavík á mánudag og þegar
hringnum lauk rúmum tveimur sól-
arhringum síðar var ennþá nægilegt
eldsneyti á tanki bílsins. Var því
ákveðið að halda áfram og sjá hvert
bifreiðin kæmist. Bifreiðin varð olíu-
laus í Víðidal í Húnavatnssýslu á sjö-
unda tímanum í gærkvöldi og komst
hún því 208 km til viðbótar hring-
ferðinni. Þegar haft var samband
við víðförulan bílstjórann, sagði
Stefán að ferðin hefði gengið mjög
vel og ekkert komið á óvart, nema
þá helst hversu Þuríður Arna stóð
sig vel. Hópurinn var staddur í Stað-
arskála í kvöldmat og hafði í hyggju
að snúa heim á leið um áttaleytið í
gær. Meðaleyðsla í ferðinni var 3,63
lítrar á hundraðið en á síðasta
leggnum var eyðslan þó ennþá
minni eða 3,4 lítrar.
Nóg eldsneyti eftir þegar hringnum lauk
Óskar Örn, Þuríður Arna og Stefán við bílinn góða þegar þau höfðu lokið
við að aka hringveginn á einum dísiltanki.