Morgunblaðið - 24.08.2006, Page 8

Morgunblaðið - 24.08.2006, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fimm stórar útgerðireiga nú rúmlega78% aflaheimilda í norsk-íslenska síldar- stofninum, og eru nú síð- ustu einyrkjarnir að hverfa úr veiðum á upp- sjávartegundum hér á landi. Í gær var sagt frá því að Skinney Þinganes á Hornafirði hafi gengið frá kaupum á Langanesi frá Húsavík, en Langanes hafði verið í eigu Bjarna Aðalgeirssonar og fjöl- skyldu. Með kaupunum fækkar enn þeim sem reka útgerð utan um eitt skip, en sú þróun hef- ur verið áberandi á undanförnum árum. „Þetta er þróun sem er búin að vera í gangi mjög lengi,“ segir Ari Arason, starfsmaður Fiskistofu. „Það var mjög mikið af einstak- lingsútgerðum sem gerðu út skip sem voru með kvóta í síld, loðnu og þvílíku. Ég held að þau séu mest- megnis að hverfa.“ Á vef Fiskistofu má finna upp- lýsingar um fjölda skipa sem eiga kvóta í uppsjávartegundum á borð við loðnu, síld og kolmunna. Að- eins 35 skip skipta nú með sér kvótanum úr norsk-íslenska síld- arstofninum, og eru þau í eigu tíu útgerðarfélaga. Langstærsta út- gerðarfélagið í þessari tegund fiskveiða er Síldarvinnslan, sem á um 30% kvótans úr þessum stofni. Aðrar stórar útgerðir eru HB Grandi, Ísfélag Vestmannaeyja, Samherji og Skinney Þinganes, en þessi fimm útgerðarfélög eru sam- tals með 78,2% veiðiheimilda úr norsk-íslenska síldarstofninum. Ástandið er svipað þegar kemur að loðnu, þar sem 32 skip deila með sér aflaheimildunum, og ís- lensku sumargotssíldinni, þar sem aflaheimildirnar deilast niður á 32 skip. „Ég held að þetta sé eins og annað í kringum sjávarútveginn, hann kemur til með að færast inn í fá félög, það hef ég sagt lengi,“ segir Bjarni Bjarnason, skipstjóri og einn eigenda Súlunnar EA-300, en hann hefur selt Síldarvinnsl- unni skipið og ætlar að afhenda það næsta vor. Spurður um ástæður þessarar þróunar segir Bjarni: „Það er fyrst og fremst þessi rosalega óvissa um hvað hægt er að gera. Við vitum aldrei frá ári til árs hvað við getum veitt, kvóta er aldrei út- hlutað fyrr en langt er komið fram á vertíð. Þessir stærri aðilar sem eiga bæði verksmiðjurnar og skip- in í þetta, þeir geta svo miklu bet- ur snúið sér að því sem gefur pen- inga. Það var eins og í vetur þegar lítil loðnuveiði var þá frystu þeir loðnuna og komu henni í hærra verð þannig. Þetta er eitthvað sem við getum ekki staðið í á nokkurn máta.“ „Skarfarnir“ komnir á aldur „Ég held að þetta sé ekki óeðli- leg þróun miðað við það ástand sem er á fiskimiðunum í kringum okkur,“ segir Bjarni, sem segist hreinlega ekki vita til þess að nokkur eiginlegur einyrki sé eftir í veiði á uppsjávarfiski. Bjarni segir óvissuna þreytandi til lengdar, og ekki til þess fallin að nýir aðilar freistist til að taka við rekstrinum þegar einyrkjarnir komist á aldur. „Þegar ég byrjaði á þessu fyrir að verða 40 árum var obbinn af þessu einyrkjar sem áttu þetta allt saman. Þróunin hef- ur orðið sú síðan að það endurnýj- ast ekki. Ungt fólk fer ekki í þetta, og þeir eru bara komnir á aldur þessir skarfar sem voru í þessu og eru að draga sig í hlé.“ Undir þetta tekur Ari, sem bendir á að fyrirtækin safni að sér aflaheimildum en selji ekki, á með- an einyrkjarnir verða eldri, hætta störfum og afkomendurnir selja útgerðina. Einnig skýrist þetta af því að stóru fyrirtækin nái ákveð- inni hagkvæmni með því að eiga og reka eigin bræðslur og vinnslur. „Svo er kannski ein skýringin sú að þetta er einfaldlega orðið fjár- magnsfrekara en áður var. Þessi gríðarlega stóru vinnsluskip eru kannski illa á færi einstaklinga,“ segir Ari. „Oft hefur stækkun á skipum knúið aðila út í samstarf við stærri fyrirtæki sem síðan hafa gleypt þá.“ Með allt á sömu hendi Björn Jónsson, kvótaráðgjafi hjá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna (LÍÚ), segir að aukn- ar aflaheimildir fyrirtækja og auk- in hagkvæmni haldist í hendur. Hann bendir á að ekki sé alltaf vit- að hversu mikið litlar útgerðir séu búnar að skuldsetja sig. Ef skuld- setningin sé mikil sé engin furða að eigendur noti tækifærið og selji þegar möguleikinn býðst til að komast út úr erfiðri skuldastöðu. Þar sem aflaheimildir í uppsjáv- arafla eins og loðnu og síld eru ekki taldar í tonnum, heldur sem hlutfall af heildarkvóta, geta sveiflurnar orðið miklar milli ára, eins og glöggt hefur komið í ljós á undanförnum árum. „Þessi uppsjávarveiði er mjög áhættusamur atvinnurekstur. Það eru minni sveiflur í botnfiskinum, þó auðvitað séu alltaf sveiflur. Fólk þarf ekki að vera hissa þó fjölskyldufyrirtæki hætti, þó menn vilji kannski ekki hætta,“ segir Björn. Fréttaskýring | Einyrkjarnir að hverfa Fimm útgerðir eiga 78% kvóta Síðustu fjölskyldufyrirtækin í uppsjávar- fiski að komast í eigu stórra útgerða Nýju vinnsluskipin skila verðmætari afla að landi  Risavaxin vinnsluskip eru e.t.v. ekki á færi einyrkja í út- gerð, en það er engin tilviljun að þau hafa orðið ofaná. Eins og Ari Arason, starfsmaður Fiskistofu, bendir á skapa nýjustu skipin mun meiri verðmæti úr aflanum. Afli sem áður fyrr hefði endað beint í bræðslu sé nú allur flak- aður og frystur um borð, og fyrir vikið fáist að sjálfsögðu mun hærra verð. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Auka má verðmæti aflans með nýrri skipum. ÁSTAND hvalbátsins Hvals 9, sem tekinn var í slipp í vikunni, reyndist betra en reiknað var með. Mikill gróður hafði fest sig við skipskrokk og skrúfu á þeim 17 árum sem hval- bátarnir hafa legið við bryggju. Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvals hf., segir að með öfl- ugum háþrýstidælum hverfi gróð- urinn eins og dögg fyrir sólu, sem og málingin undir honum. Ekki hefur fundist tæring í skip- inu við yfirhalninguna, og segir Kristján að þegar þrifum ljúki þurfi að mála þrefalt lag af nautsterkri skipamálingu á skrokkinn. Hann segir engar áætlanir um að taka hina hvalbátana í samskonar yf- irhalningu eins og staðan sé í dag, menn hafi viljað sjá ástand eins af bátunum og það sé nú orðið ljóst. Morgunblaðið/RAX Hvalbáturinn í góðu standi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.