Morgunblaðið - 24.08.2006, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 9
FRÉTTIR
www.feminin.is
Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Str. 36-56
Vorum að
taka upp
nýja sendingu
af kápum
og jökkum
NÝTT FRÁ
NATURALIZER
iðunn
tískuverslun
Kringlunni, s. 588 1680 • Laugavegi 40, s. 561 1690
STÆRÐIR 37 - 42
FÁST Í TVEIMUR BREIDDUM
Laugavegi 53, s. 552 1555
TÍSKUVAL
Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16
Útsölulok á laugardag
75% afsláttur
ÚTSÖLULOK
Útsölu lýkur
föstudaginn 25. ágúst
Miklar lækkanir í 4 daga!
Minnst 50% afsláttur.
Laugavegi 82, sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Haust 2006
Kjólar við buxur
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Finnurðu ekki stærðina þína?
Eiðistorgi 13, 2. hæð á torginu Sími 552 3970
Saumum buxur eftir pöntun
Tilbúnar stærðir 38-50 eða sérpöntun
Opið:
mán.-fös.
kl. 14-18.
buxur.is
Laugavegi 63 • s: 551 4422
Skoðið úrvalið á laxdal.is
Haustlínan
ÞEIM nemendum framhaldsskóla
sem vinna meira en þrjátíu klukku-
stundir á mánuði með námi gengur
að jafnaði betur í skólanum en þeim
nemendum sem vinna lítið eða ekk-
ert. Þeir nemendur sem vinna meira
en þrjátíu klukkustundir á mánuði
nota hins vegar minni tíma til heima-
vinnu en aðrir nemendur, þeir fara
seinna að sofa og eru meira fjarver-
andi í skólanum. Þetta kemur fram í
könnun þriggja félagsfræðinga á
vinnu framhaldsskólanema í þremur
framhaldsskólum á höfuðborg-
arsvæðinu sem unnin var vorið 2005.
Skólarnir sem um ræðir eru Fjöl-
brautaskólinn við Ármúla, Mennta-
skólinn í Kópavogi og Kvennaskólinn
í Reykjavík.
Niðurstöður könnunarinnar sýna
að 65% nemenda vinna með námi en
könnunin sýnir jafnframt að þeir
nemendur sem vinna með námi hafa
minni tengsl við skólaumhverfi sitt en
þeir nemendur sem ekki vinna með
námi en almennt finnst nemendum
sem vinna ekki með námi skemmti-
legra í skólanum en þeim nemendum
sem vinna með náminu. Þar skiptir
litlu hvort nemendur vinni lítið eða
mikið en að öðru leyti er hópurinn
sem vinnur lítið með skóla líkur hópn-
um sem vinnur ekki með skóla.
Kyn og aldur ásamt menntun for-
eldra hafa áhrif á vinnu með skóla og
stúlkur vinna mun frekar með námi
en piltar samkvæmt könnuninni. Þá
vinna eldri nemendur fremur en
yngri nemendur og vinna eykst í
samræmi við hversu langt nemendur
eru komnir í náminu.
Alls svöruðu 825 nemendur könn-
uninni sem var styrkt af Þróunarsjóði
framhaldsskóla.
Nemendum sem vinna
með námi gengur að
jafnaði betur í skólanum
ÍSLENDINGAR töpuðu óvænt fyrir
Eistlandi, 5:25, í 26. umferð Evr-
ópumótsins í brids í gær og duttu
við það úr 4. sætinu í það 6. Liðið
vann San Marínó, 25:3, í 27. umferð
í gærkvöldi og er nú í 5.–6. sæti
ásamt Svíum með 471 stig. Ítalir
eru langefstir með 550 stig eftir 27
umferðir, Norðmenn eru með 497
stig, Írar 487 og Hollendingar 474
stig. Í kvennaflokki tapaði Ísland
fyrir Tyrkjum, 1:25, og Króötum,
8:22 í gær og er liðið í 22. sæti.
Í opnum flokki spila Íslendingar
við Rúmena, Serba og Letta í dag
en í kvennaflokki við Englendinga,
Finna og Svía.
Óvænt tap
fyrir Eistlandi