Morgunblaðið - 24.08.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.08.2006, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HANDRITIN heim er heiti verk- efnis sem Vestmannaeyjabær und- irbýr nú í samvinnu við Kára Bjarnason íslenskufræðing og ReykjavíkurAkademíuna. Verkefnið er fólgið í skrán- ingu handrita frá síðari öldum. Að sögn Elliða Vign- issonar, bæj- arstjóra í Vest- mannaeyjum, er þar um ein tíu þúsund handrit að ræða sem eru samtals um ein milljón síðna. Talið er að uppbygging verkefn- isins geti tekið allt að fjögur ár. „Handritin á að skrá og lykla eft- ir uppruna og innihaldi, það er skrá lykilorð og setja í gagnagrunn,“ sagði Elliði. Þannig verður hægt að leita í handritasafninu eftir stað- arheitum, nöfnum, ártölum og öðr- um lykilorðum. Elliði taldi að verk- efnið mundi koma menningartengdri ferðaþjónustu einkar vel, því hægt yrði að fletta upp í miklum heimildum sem tengdust einstökum byggðarlögum landsins. Þannig fengju byggðir landsins greiðari aðgang að menn- ingararfi sínum og gætu betur markað sérstöðu sína. Verkefnið sé því atvinnuskapandi bæði í lengd og bráð. Hann sagði tiltölulega lítið vitað um innihald þessa hand- ritasafns, en þó væri víst að þar leyndist margt forvitnilegt. „Þau handrit sem snúa að Vest- mannaeyjum verða skráð að fullu, frá orði til orðs, og komið á tölvu- tækt form. Vafalaust leynist þar mikill og merkilegur menningar- arfur. Um er að ræða sóknarlýs- ingar, manntöl, jarðalýsingar, sálma og ýmislegt fleira,“ sagði El- liði. Skjölin eru nú m.a. í vörslu Þjóð- skjalasafns og Þjóðarbókhlöðu að einhverju leyti. Hugmyndin er að teknar verði myndir af handrit- unum og unnið eftir þeim úti í Vestmannaeyjum. „Hugmyndin er að skila byggðum landsins handrit- unum á tölvutæku formi í stað skrifaðra handrita sem tekin voru frá þeim,“ sagði Elliði. Þegar er búið að fjármagna upp- haf verkefnisins. Umfang þess mun síðan ráðast af því hvernig gengur að fjármagna framhaldið. „Við stefnum að því að þetta verði hluti af Vaxtarsamningi Suðurlands sem vonandi verður undirritaður í næsta mánuði. Sömuleiðis hafa jafnt einkafyrirtæki sem opinberir aðilar sýnt þessu áhuga,“ sagði El- liði. Gangi áætlanir eftir verður á næstu dögum gerður samstarfs- samningur milli Vestmannaeyja- bæjar, Rannsókna- og fræðaseturs Vestmannaeyja og Reykjavík- urAkademíunnar, um samstarf að verkefninu næstu fjögur árin. Vest- mannaeyjar verða miðstöð verkefn- isins og um leið sýningargluggi fyr- ir þá möguleika sem þar leynast. Að sögn Elliða er stefnt að því að þegar gagnagrunnurinn verði kom- inn í notkun verði til að minnsta kosti tvö þjónustustörf í Vest- mannaeyjum til að sjá um áfram- haldandi framkvæmdir og úr- vinnslu. Ætlunin er að verkefnið heyri undir Fræða- og rann- sóknasetrið í Vestmannaeyjum. Að sögn Elliða er Kári Bjarnason verkefnisstjóri þegar fluttur til Eyja ásamt fjölskyldu sinni vegna verkefnisins. Handritin í byggðir landsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Fróðleikur um byggðir landsins er talinn leynast í gömlum handritum. Elliði Vignisson ÞAÐ ER ekki oft sem lög- reglan þarf að hafa afskipti af ökumönnum sem keyra hægt en það gerðist þó hjá lögregl- unni í Reykjavík á þriðjudag- inn. Þá stöðvaði lögreglan ökumann á Vesturlandsvegi en sá var með hjólhýsi í eft- irdragi. Viðkomandi ók tölu- vert undir 50 km hraða og á eftir honum myndaðist löng röð bíla. Við þetta skapaðist hætta að mati lögreglunnar sem sagði ökumanninn með hjól- hýsið jafnframt ekkert hafa aðhafst til þess að liðka fyrir þeirri umferð sem á eftir hon- um kom. Þannig gaf hann hvorki öðrum bílum merki um að komast framhjá né ók til hliðar til þess að hleypa þeim framhjá en á umræddum vegi er einmitt svigrúm til að gera slíkt. Lögregla segir að ökumað- urinn geti búist við tíu þús- und króna sekt og tveimur punktum í ökuferilsskrá fyrir aksturslag sem þetta. Stöðvaður fyrir að aka of hægt ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í gærkvöldi fulltrúa Kýpur í orkumálum verðlaun fyrir hlutfallslega mesta aukningu í notk- un endurnýjanlegra orkugjafa á síð- ustu tveimur árum við hátíðlega at- höfn í Palazzo Pitti-höllinni í Flórens. Verðlaunin voru veitt í tengslum við níunda Heimsþing um endurnýj- anlega orkugjafa (WREC) í borginni. Í ávarpi sínu þakkaði Ólafur þeim Þorsteini I. Sigfússyni, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, og prófessor Ralph Sims frá Nýja- Sjálandi fyrir frumkvæði að verð- laununum. Sjálfur verðlaunagrip- urinn, skip sem táknar endurnýj- anlega orkugjafa, var hannaður af Grími Marínó Steindórssyni, fyrrver- andi bæjarlistamanni í Kópavogi. Um 800 fulltrúar frá 107 löndum sitja þingið. Aðspurður um aðkomu sína að þinginu sagði Ólafur Ragnar tvær megin ástæður fyrir heimsókn sinni til Flórens. „Í fyrsta lagi er Ísland í fararbroddi í framleiðslu endurnýj- anlegrar orku. Ekkert land hefur jafn hátt hlutfall slíkrar orku og Ís- land. Þegar forysta þingsins ákvað að stofna til þessara merku verðlauna þá fannst mér það við hæfi að af- henda þau nú í fyrsta sinn. Í öðru lagi hef ég á síðustu árum lagt áherslu á umræður um loftslags- breytingar og þörfina fyrir nýja stefnu í orkumálum.“ Stórkostleg viðskiptatækifæri Inntur eftir þeim fjárhagslega ávinningi sem gæti falist í útflutningi Íslendinga á tæknikunnáttu í orku- geiranum sagðist Ólafur Ragnar hafa notað forsetaembættið til að leiða saman fjárfesta, vísindamenn og ráðamenn. „Staða þjóða á okkar tím- um í veröldinni mótast fyrst og fremst af því hvað þær hafa fram að færa, ekki af efnahagslegum styrk eða herafla. Á þessu sviði í orkumál- unum, sérstaklega á sviði jarðhitans og endurnýjanlegrar orku, hafa Ís- lendingar meira fram að færa en flestar aðrar þjóðir. Það forskot get- ur ekki aðeins skilað okkur orðspori heldur einnig skapað stórkostleg fjárhagsleg tækifæri. Spár um aukn- ingu í orkunotkun á heimsvísu á þess- ari öld eru nánast ógnvekjandi. Á sama tíma fjölgar þeim fyrirtækjum sem telja nauðsynlegt að geta fullyrt að vörur þeirra hafi orðið til á ábyrg- an hátt með hreinni orku.“ Fulltrúar Google áhugasamir Spurður um áhuga einstakra aðila á íslenskum orkuiðnaði segir Ólafur fulltrúa stórfyrirtækisins Google hafa komið á sinn fund fyrir þremur mánuðum. „Fulltrúar Google voru að leita að hentugum stað fyrir öfluga þróunar- og tæknimiðstöð fyrir nýj- ungar á netinu á komandi árum. Þeir vilja geta sagt við alla notendur Go- ogle í heiminum – og þeir eru ekki fá- ir – að stöðin sé knúin af hreinni orku. Þeir voru því komnir til Íslands með það að markmiði að kanna hvort hægt væri að nota jarðvarma á Ís- landi til að knýja slíka miðstöð. Hvort sú stöð rís á eftir að koma í ljós.“ Ólafur segir fleiri aðila hafa horft til Íslands. „Það er í vaxandi mæli verið að horfa til jarðvarmans sem mögulegrar leiðar til að knýja fyr- irtæki. Þess vegna er sú þekking sem Íslendingar hafa aflað sér á þessu sviði að verða að verðmætri útflutn- ingsvöru. Sú vara getur á komandi árum skilað þjóðarbúinu tekjum sem eru til jafns við burðarstoðir í okkar efnahagslífi. Ef við höldum rétt á okkar málum og nýtum okkur það forskot sem við höfum byggt upp á undanförnum 50 til 60 árum, og hefur skipað okkur í fremstu röð í nýtingu jarðhitans, þá höfum við einstaka markaðsstöðu í heiminum til að skapa okkur arð af þessari þekkingu. Dæmi er að á undanförnum tólf mán- uðum hafa þrír indverskir ráðherrar, auk forseta landsins, komið til Ís- lands til að ræða möguleikann á sam- starfi. Þá erum við búnir að stofna til samstarfs við Kínverja, auk þess sem að íslenska fyrirtækið ENEX hefur þegar haslað sér völl í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í nýtingu jarðvarm- ans. Þetta er bara byrjunin.“ Mikil viðhorfsbreyting Aðspurður um áhuga ríkja heims á þessum málaflokki segir Ólafur að mikil breyting hafi orðið á afstöðu ráðamanna á þessum áratug. Hann segir afstöðu almennings líka hafa breyst. „Viðhorfsbreytingin gagn- vart loftslagsbreytingum og því sem er hægt að gera til að stemma stigu við þeim er nánast byltingarkennd. Þegar Alþjóðlegu samráðsþingi um loftslagsbreytingar (GROCC) var ýtt úr vör fyrr á þessum áratug var talið að það myndi taka mörg ár að ná þeirri viðurkenningu á vandanum, og sameiginlegri viðleitni til að leita lausna, sem nú er búið að ná. Á þessu þingi hafa verið settar fram hug- myndir sem fela í sér að á næstu 40 til 50 árum sé hægt að gjörbreyta vægi endurnýjanlegrar orku. Ef okk- ur mistekst þetta verður það nánast ofurmannlegt verkefni fyrir mann- kynið að breyta háttum sínum í sam- ræmi við áhrif loftslagsbreytinga.“ „Getur skapað stórkostleg fjárhagsleg tækifæri“ Ljósmynd/ Zoë Robert Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Solon Kassinis, fulltrúi Kýp- verja í orkumálum, á þinginu í Flórens í gær. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði með formlegum hætti vefinn www.fram- hald.is við hátíðlega athöfn í gær. Að baki framhaldi.is standa Auðbergur Daníel Hálfdánarson, Elvar Örn Þormar, Hanus Jacobsen og Jón Davíð Davíðsson, sem allir eru á lokaári á hagfræðibraut í Versl- unarskóla Íslands. Að sögn þeirra félaga er Fram- hald.is kynningarvefur hannaður af ungu fólki fyrir ungt fólk, en vefnum er ætlað að auðvelda námsfólki að finna og velja bæði rétta skólann og námsbrautina. Segir Auðbergur að í fyrstu verði hægt að finna upplýs- ingar um alla framhaldsskóla sem og háskóla landsins, auk þess sem félagslífi skólanna og aðstöðu þeirra verði gerð skil. Í framhaldinu segir hann stefnt að því að koma upp bæði glósubanka og opnu spjalli á vefnum þar sem umræða um skólamál sé í forgrunni. Segist Auðbergur því eiga von á því að vefurinn Fram- hald.is verði notaður af nemendum allan ársins hring. Aðspurður segir Auðbergur hug- myndina að vefnum Framhald.is hafa kviknað snemma þessa árs, en að farið hafi verið að vinna að upp- setningu vefjarins af krafti nú í sum- ar. Að sögn Auðbergs leituðu þeir félagar sem að vefnum standa eftir samstarfi við KB banka, Office 1 og Opin kerfi. „Forsvarsmenn þessara fyrirtækja höfðu trú á þessu verk- efni og ákváðu því að gerast sam- starfsaðilar.“ Nýr vefur um framhaldsnám Morgunblaðið/Ásdís Elvar Örn Þormar, Auðbergur Daníel Hálfdánarson, Hanus Jacobsen og Jón Davíð Davíðsson, nemar á lokaári hagfræðibrautar VÍ, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við opnun vefjarins www.framhald.is í gær. BÍLVELTA varð á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði á þriðjudagskvöldið þegar fólksbifreið valt eina veltu út af veginum í átt að fjallinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Ísafirði var tvennt í bílnum og voru bæði ökumaður og farþegi fluttir á Fjórðungssjúkra- húsið á Ísafirði til skoðunar en meiðsli þeirra reyndust ekki alvar- leg. Lögreglan segir það mikla mildi að ekki fór verr en bifreiðin fór yf- ir á öfugan vegarhelming og út af veginum í stað þess að velta niður í fjöru þar sem mikið er um stór- grýti. Bestu mögulegu aðstæður voru til aksturs á þessum tíma sam- kvæmt upplýsingum lögreglu en á þessum vegarkafla er bundið slit- lag. Tildrög slyssins eru óljós. Mildi að ekki fór verr í bílveltu í Skutulsfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.