Morgunblaðið - 24.08.2006, Side 18

Morgunblaðið - 24.08.2006, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Garðabær | Umferð verður um miðjan næsta mánuð hleypt á nýja brú yfir Reykjanesbraut þar sem brautin liggur í grennd við nýja verslun Ikea í Urriðaholti í Garða- bæ. Til stendur að opna verslunina fimmtánda september og sama dag er áætlað að vígja brúna. Skrauta ehf. hefur steypt brúna og er það nýjasti áfanginn í bygg- ingu hennar. „Vinnu við að steypa brúna er lokið, rétt rúmum tveimur mán- uðum eftir að fyrir lá hvar undir- staðan átti að vera. Þetta er al- vöru umferðarmannvirki, sambærilegt við brýr yfir Vest- urlandsveg, Víkurveg og Stekkjarbakkabrýrnar. Það hefur gengið alveg skínandi og þessi tími verður seint jafnaður,“ segir Halldór Ingólfsson, sem er stað- arstjóri verkefnisins. Glaumur ehf. og Klæðning ehf. sjá um verk- ið. Brúin er ekki tilbúin og rétt rúmar þrjár vikur þangað til að hún verður opnuð. „Það er eftir að strekkja hana og svo förum við að færa umferð- ina til og frá. Mikil föndurvinna er fram undan á mjög skömmum tíma,“ segir Halldór. Morgunblaðið/Eggert Steypuvinnu brúar í Urriðaholti lokið Reykjavík | Mikill meirihluti foreldra barna hjá dagfor- eldrum í Reykjavík er ánægður með þjónustu dagforeldra. Hlutfallið er yfir níutíu af hundraði skv. niðurstöðum við- horfskönnunar sem gerð var í júní sl. af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og kynnt hefur verið menntaráði. Náði könn- unin til á sjötta hundrað for- eldra barna hjá dagforeldrum. Könnunin leiddi í ljós að rúm- ur þriðjungur foreldra hafði barn sitt hjá dagforeldri í öðru hverfi en þeir bjuggu og störf- uðu. Meirihluti svarenda var þeirrar skoðunar að ekki hefði verið úr nógu mörgum dagfor- eldrum að velja þegar leitað var eftir vistun fyrir börnin og 50,7% svarenda sögðust fremur hefðu kosið vistun fyrir barnið í leikskóla en hjá dagforeldri. Töldu foreldrar að í leikskóla væri starfið skipulagðara og engin hætta væri á óvæntum fríum eða veikindum. Aðspurðir hvers vegna for- eldrar veldu dagforeldra fram yfir leikskóla sögðust rúm 80% foreldra hefðu valið dagforeldra vegna þess að þeim fannst barnið of ungt til að fara á leik- skóla, en 75% barnanna voru yngri en ársgömul. Meðalstarfsaldur 11 ár Gagnadeild menntasviðs hef- ur jafnframt unnið könnun með- al 130 dagforeldra í Reykjavík. Meðal niðurstaðna könnunar- innar er að meðalstarfsaldur starfandi dagforeldra í Reykja- vík er ellefu ár. Þriðjungur dagforeldra hefur leitað til þjónustumiðstöðva í sínu hverfi til að fá ráðgjöf eða stuðning í starfi og eru 93% dagforeldra þeirra sem ráðgjöf- ina þáðu mjög eða frekar ánægðir með þá ráðgjöf sem þeir fengu. Er meirihluti dagforeldra jafnframt þeirrar skoðunar að breyting sú sem fólst í því að aðskilja ráðgjöf með daggæslu, annars vegar, og eftirlit með henni, hins vegar, hafi verið já- kvæð. Ánægja með dagforeldra SAMÚEL Jóhannsson sem stóð í marki knattspyrnuliða ÍBA og Þórs í gamla daga stendur nú á sextugu. Og er enn í marki – flutti nefnilega „yfrum“ fyrir tveimur árum ásamt eiginkonunni Rögnu, þau byggðu hús í Vaðlaheiðinni með glæsilegu útsýni yfir Akureyri og fram í fjörð. Og húsið heitir Mark. Börn og unglingar norðan Glerár á Akureyri þekkja Samma sem for- stöðumann íþróttamiðstöðvar Gler- árskóla en þeir sem eldri eru þekkja líka myndlistarmanninn Samúel; myndverkamanninn eins og hann kýs reyndar að nefna það. Sammi á sama afmælisdag og Ak- ureyri og verður sextugur á þriðju- daginn. „Bærinn er yfirleitt skemmtilega skreyttur þennan dag á 25 ára fresti, það hefur oft verið gríðarlega skemmtilegt – en ég reyndar aldrei tengdur því sér- staklega!“ sagði Samúel er Morg- unblaðið heimsótti hann í Markið í góða veðrinu. Í sumar hefur hann sýnt málverk í gamla barnaskól- anum, Rósenborg, í tilefni afmæl- isársins og þær verða til sýnis fram eftir sumri. Sammi hefur lengi haft þörf fyrir að mála og „unnið stöðugt í málverki frá 1980 með hinni vinnunni. Frelsi mitt liggur í því að stunda vinnu og hafa þau laun að geta staðið í skilum, borgað reikn- inga og annað slíkt, og ég get því gert það sem mér sýnist í málverk- inu. Ég er engum háður og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort eitt- hvað selst eða ekki.“ Samúel hefur á orði að íþróttalíf og myndverkalíf séu ótrúlega ólíkir heimar. „Í íþróttum skiptir gerand- inn öllu máli; ef hann er ekki sjáan- legur er ekkert gaman, en mér finnst að gerandinn í myndverki eiga að vera nær ósýnilegur. Ef fólki finnst listaverk fallegt skiptir ekki máli hver gerði það eða hvað hann er lærður. Listin snýst stundum of mikið um umbúðir og hávaða; feg- urð felst oft í lítillæti og feimni. Það gleymist stundum að listaverkið sjálft er það eina sem skiptir máli.“ Byggð hefur aukist mjög í Vaðla- heiðinni síðustu ár enda staðurinn góður og útsýnið með eindæmum fallegt. Þegar Sammi er spurður hvers vegna þau Ragna ákváðu að flytja frá Akureyri og þarna yfir segir hann þau lengi hafa velt þessu fyrir sér. „Við vildum ekki fara í elliblokk,“ kallar Ragna allt í einu úr fjarska og Sammi botnar með því að segja að tímabært hafi verið að minnka við sig íbúðarhúsnæði og þau því farið úr 240 fermetrum í 300!“ Til þess að þetta komi heim og saman verður að nefna að á neðri hæð hússins er Sammi með vinnustofu og sýning- arsal í 100 fermetrum. „Ég velti því lengi fyrir mér að flytja í sveit ef ég fyndi fallegan stað, keyrði mikið í nágrenni Ak- ureyrar og hér fann ég þetta frá- bæra útsýni, í landi Syðri-Varð- gjár.“ Hann segir marga stórhneykslaða á þeim hjónum að standa í svona brasi, komin á þennan aldur. „En ég er ekki orðinn gamall ennþá, er bara sextugur og hér er óskaplega gott að vera.“Alveg æðislegt! segir hann svo brosandi og horfir yfir fjörðinn. Segist í góðri aðstöðu til þess að fylgjast með flugi og skemmti- ferðaskipum. Samúel nefnir að líklega sé ekki heppilegt að búa á þessum stað með börn á þeim aldri sem þarf að skutla mikið á íþróttaæfingar eða í álíka ferðalög, en að öðru leyti sé það al- gjör draumur. „Það er mjög þrosk- andi að fara reglulega yfrum og vera fyrir handan,“ segir Samúel og mælir eins og ekta Akureyringur, sem hann vitaskuld er. Þau voru lengi að finna nafn á húsið og þótti skipta miklu máli að vanda valið.„Mörg nöfn komu til greina, mér fannst Mark dálítið per- sónulegt og efaðist, en Ragna var ákveðnari. Orðið hefur margvíslega merkingu og sumir flissa auðvitað og segja: Sammi, bara alltaf í marki!“ En allir eru hrifnir af staðnum: Kona kom í Mark um daginn og sagði við heimilisfólkið: Það ætti að banna fólki að vera hérna! Stað- urinn er svo yndislegur að maður getur ekki annað en verið hamingju- samur allan sólarhringinn, en það er samt ekki hægt að vera þannig! „Ég skil vel bændurna sem hafa verið í svona fallegri sveit lengi og ekki viljað fara,“ segir Samúel. Markvörðurinn sem býr í Marki Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Frábært útsýni Samúel Jóhannsson á svölunum í Marki: Ég skil vel bænd- urna sem hafa verið í svona fallegri sveit lengi og ekki viljað fara!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.