Morgunblaðið - 24.08.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 19
MINNSTAÐUR
AUSTURLAND
LANDIÐ
Hallormsstaður | 20 sérfræðingar og vísindamenn frá 7 lönd-
um hafa undanfarna daga þingað á Hallormsstað um orku-
notkun og orkuframleiðslu með viðarafurðum, um gróður-
húsaáhrifin og möguleika grænnar orku á næstu árum og
áratugum. Margir kynnu að ætla að eldiviðarkynding ætti lít-
ið erindi inn á íslenskan orkumarkað. Hins vegar hefur verið
sýnt fram á að hún er raunhæfur kostur á köldum svæðum og
með henni skapast markaður fyrir sívaxandi afurðir skóg-
arbænda. Þetta segir Loftur Jónsson, skógfræðingur hjá
Skógráðum ehf., en fyrirtækið stóð að hinni alþjóðlegu eldi-
viðarráðstefnu ásamt Héraðsskógum og Skógrækt ríkisins á
Hallormsstað.
„Það hefur margt gott komið út úr þessari ráðstefnu,“
sagði Loftur í samtali við Morgunblaðið. „Menn fóru til dæmis
í gagngera umræðu um kolefnisbindingu, m.a. út frá þeirri
skógrækt sem er í gangi hérlendis. Búið er að setja upp í
Vallanesi á Fljótsdalshéraði mjög þróuð tæki sem mæla flæði
kolefnis í andrúmsloftinu. Ef það minnkar er kolefnið að bind-
ast í gróðri eða jarðvegi og ef kolefnið eykst er það að losa.
Tækin mæla kolefnisflæðið nettó yfir árið og hvað flatarein-
ing af lerkiskógi bindur mikið.“ Loftur segir veðurfarslíkan
fyrir Skandinavíu gefa til kynna að skógarnir þar muni binda
um 20% meiri koltvísýring eftir 70 ár en nú. „Við ljóstillífun
er sólarljósið að binda koltvísýring í andrúmslofti í sykrur í
plöntum og við að hann eykst í andrúmslofti hækkar hitastig-
ið og það eykur vöxtinn. Um leið er hærra hlutfall af koltví-
sýringi til að binda. Þetta gerir að verkum að skógarnir í
Skandinavíu eiga skv. veðurlíkaninu eftir að binda 20% meira
eftir 70 ár en þeir gera í dag. Þetta er vopn í baráttu við gróð-
urhúsaáhrifin og gerir auðveldara um vik að snúa þróuninni
við ef það er á annað borð hægt. Og fyrir bændur og rækt-
endur hefur þetta heilmikla praktíska þýðingu því reikna má
með 20% meiri vexti og arðsemi á því sem þeir eru að fram-
leiða.“
Umhverfisvæn viðarorka kyndi byggð á Hallormsstað
„Okkar þátttaka í þessu verkefni tengist köldum svæðum,
t.d. fyrir austan þar sem ekki er hitaveita, t.d. á Hallormsstað
þar sem er hráefni fyrir hendi og ekki önnur einföld eða hag-
kvæm orkulausn í sjónmáli. Menn eru byrjaðir í litlum mæli
að nota við til heimilisnota og það sem við erum að hugsa um
er fyrir skólann, íþróttahúsið og gistiálmuna, það væri fyrsti
áfangi og vonandi síðan allur staðurinn. Við höfum þannig
áhuga á að gera Hallormsstað að módeli fyrir viðarkyndingu
og það er ekki betri staður til á Íslandi til þess.
Í erindi frá Orkusetri kom m.a. fram að rafkynding er að
stórum hluta niðurgreidd af ríkinu og er því í raun ekki eins
hagstæð fjárhagslega og reikningar neytenda benda til, m.v.
aðra kyndingarkosti. Ef við berum okkur saman við rauntölur
lítur viðarkynding því ekki illa út.“
Eldiviðarverkefnið hefur verið í gangi í tvö ár og lýkur á
því næsta. Loftur segist vilja að þá verði komin upp kyndistöð
á Hallormsstað. „Ég held að það sé alveg sama hversu margar
ráðstefnur eru haldnar og margir sérfræðingar kvaddir til.
Það skilar miklu meiru að sjá eina kyndistöð sem virkar og
nýtist samfélaginu. Þar er umhverfisvæn orka úr sjálfu sam-
félaginu og fjárfesting í vinnuafli í byggðinni (t.d. af því að
nágranni þinn vinnur við að grisja skóginn). Það á eftir að
hafa úrslitaþýðingu fyrir skógræktarverkefnin að skapa
markað fyrir skógarafurðir.“
Kolefnisflæði mælt með háþróuðum tækjum á Héraði til að meta bindingu lerkis á kolefni
Viðarkynding og kolefnisbinding í brennidepli
Morgunblaðið/Jim Smart
Skógnytjar Skógræktarmenn líta á viðarkyndingu kaldra
svæða sem raunhæfa, hagkvæma afurðanýtingu.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Húsavík | Það vakti athygli í Reykjavík-
urmaraþoninu um síðustu helgi að 10 ára
gutti frá Húsavík tók þátt í hálfmaraþoninu
sem alla jafna er aðeins fyrir hlaupara 16
ára og eldri. Patrekur heitir hlauparinn og
er Gunnlaugsson en með honum fór í hlaup-
ið 15 ára bróðir hans, Ármann Gunn-
laugsson. Hálft maraþon er 21 km og sagði
Patrekur að það hefði verið svolítið erfitt en
þó ekki meira en svo að hann stefnir á að
fara aftur að ári.
Patrekur, sem verður 11 ára síðar á
árinu, sagðist ekki hafa æft hlaup fram að
því að hann ákvað að taka þátt í Reykjavík-
urmaraþoninu en æft vel fyrir það. Hann
æfði sig á því að hlaupa hringinn í kringum
Botnsvatn, sem er rétt ofan Húsavíkur, og
þegar nær dró hljóp hann fjóra hringi í
kringum það en það er svipuð vegalengd og
hálfmaraþonið. Patrekur sagðist hafa
hlaupið hringina fjóra á 2 klst. og 30 mín. en
bætt um betur og farið hálfmaraþonið á 2
klst. og 17 mín. „Ég er að hugsa um að fara
æfa hlaup en ég hef hingað til verið í hand-
bolta og fótbolta,“ sagði þessi magnaði
hlaupagikkur.
Ljósmynd/Ómar Friðriksson
Patrekur Gunnlaugsson, tíu ára gamall, var yngstur þeirra sem hlupu hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni.
Tíu ára
gamall gutti
hljóp hálft
maraþon