Morgunblaðið - 24.08.2006, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LEITAÐ AÐ
DRAUMAVIRKJUNINNI
Í umræðum undanfarinna ára umorkumál og virkjunarkosti hafaýmsir, þar á meðal Morgunblað-
ið, bent á þann möguleika að sátt gæti
náðst milli umhverfisverndarsinna og
virkjunarsinna um jarðvarmavirkjan-
ir, fremur en vatnsaflsvirkjanir. Það
hefur byggzt á þeirri forsendu, að
jarðvarmavirkjanir valdi minni rösk-
un á náttúru og landslagi en vatnsafls-
virkjanirnar með sínum stóru stíflum,
skurðum, uppistöðulónum og breytt-
um farvegi stórfljóta.
Hins vegar virðist sem ekki ríki full
sátt um jarðvarmavirkjanir, sem risið
hafa á allra seinustu árum. Vaxandi
gagnrýni er þannig á virkjanafram-
kvæmdir Orkuveitu Reykjavíkur á
Hellisheiði, sem voru ekki mjög um-
deildar þegar þær voru kynntar al-
menningi. Nú blasa mannvirkin hins
vegar við og sitt sýnist hverjum.
Stefán Erlendsson, leiðsögumaður
hjá Eldhestum, sem gjörþekkir
Hellisheiðina og Hengilssvæðið, skrif-
aði þannig grein í Morgunblaðið í
fyrradag og andmælti áformum OR
um fleiri virkjanir á Hellisheiðinni.
„Með því að sjá í gegnum fingur sér er
vel hægt að lifa með Hellisheiðarvirkj-
un og þeim breytingum sem verða á
umhverfi og náttúru Hengilssvæðisins
með tilkomu hennar. Frekari fram-
kvæmdir á svæðinu munu hins vegar
valda meiri umhverfisspjöllum en
ásættanlegt er,“ skrifar Stefán.
Hann bætir við: „Jarðgufuvirkjanir
sem reistar verða til að mæta eftir-
spurn eftir raforku til stóriðju munu
gerbreyta ásýnd landsins með meiri
sjónmengun en flesta órar fyrir.“
Í fréttaskýringu Rúnars Pálmason-
ar í Morgunblaðinu í gær var fjallað
um frekari virkjunaráform á Hellis-
heiði. Þar er haft eftir Eiríki Braga-
syni, staðarverkfræðingi Hellisheið-
arvirkjunar, að lagnir vegna hinna
nýju virkjana, sem áformaðar eru,
verði mun torsýnilegri en lagnir vegna
núverandi Hellisheiðarvirkjunar; ým-
ist niðurgrafnar eða faldar á bak við
manir þannig að þær sjáist ekki frá
þjóðveginum eða þeim svæðum, sem
fólk fer mest um. Jafnframt kemur
fram í máli Eiríks að hönnunarvinna
vegna nýrra virkjana á Ölkelduhálsi
og í Hverahlíð miðist við að virkjan-
irnar verði sem torsýnilegastar og að
hluta til neðanjarðar. „Þar með væri
draumavirkjunin líklega komin, virkj-
un sem hefði óveruleg umhverfisáhrif
og væri ekki sýnileg,“ segir í endur-
sögn á orðum Eiríks.
Þessi viðleitni OR er að sjálfsögðu
afar jákvæð, en vekur engu að síður þá
spurningu, hvort Hellisheiðarvirkjun,
sem nú er risin, hefði getað fallið bet-
ur inn í landslagið og valdið minni
sjónmengun en raun ber vitni og nú er
gagnrýnt. Eiríkur svarar því játandi,
þegar blaðamaður Morgunblaðsins
spyr hann hvort hægt hefði verið að
grafa lögnina, sem liggur undir Suður-
landsveg, rétt fyrir neðan Hveradala-
brekku, í jörð. Rekstrarsjónarmið,
þ.e. viðhald og kostnaður, hafi hins
vegar vegið þyngra.
Af þessu má draga þá ályktun, að
það er ekki sama jarðvarmavirkjun og
jarðvarmavirkjun. Með því að beita
öðrum aðferðum og læra af reynslunni
af þeim virkjunum, sem þegar hafa
verið reistar, má líkast til draga veru-
lega úr umhverfisáhrifum slíkra virkj-
ana. Umræður um mismunandi að-
ferðir og kosti í þessum efnum eru
nauðsynlegar þegar leitazt er við að
skapa sátt um „draumavirkjunina“.
NÝTT STÓRÁTAK Í VEGAMÁLUM
Að undanförnu hafa farið frammiklar umræður um umferðar-
slys. Ástæðan er sú, að hér verða of
mörg dauðaslys í umferðinni og of
mörg alvarleg slys á fólki. Í þessum
umræðum hefur verið bent á þær
hættur, sem stafa af mikilli og óvar-
legri umferð flutningabíla um vega-
kerfi, umferð fólksbíla með önnur
tæki aftan í sér svo sem hjólhýsi eða
fellihýsi. Athyglin hefur líka beinzt að
miklum hraðakstri.
Það blasir við að vegakerfi okkar
ræður ekki við þessa umferð. Þótt
stórstígar framfarir hafi orðið í vega-
gerð á síðustu áratugum eru þjóðvegir
tiltölulega mjóir og bera ekki auðveld-
lega þá umferð, sem um þá fer.
Þess vegna er nú tímabært að efna
til nýs stórátaks í vegamálum. Átak,
sem er í sjálfu sér jafnstórt og hin
upphaflega lagning malarvega um
land allt, sem var að sjálfsögðu meiri
háttar afrek hjá fátækri þjóð. Átak,
sem er jafnviðamikið og það átak, sem
lagt var í að leggja vegi með varanlegu
slitlagi um allt land, sem raunar er
ekki alveg lokið.
Nú er tímabært að hefja stórátak
við að byggja aðra akrein við þjóð-
vegakerfið.
Til lengdar getum við ekki búið við
það ástand að byggja á tiltölulega
mjóum vegum, þar sem bílar geta tæp-
lega mætzt. Við verðum að byggja
aðra akrein við þjóðvegakerfið allt til
þess að ástandið verði viðunandi. Það
er eina leiðin til þess að koma í veg fyr-
ir að vegfarendur um þessa vegi verði
nánast í stöðugri lífshættu úti á veg-
um.
Ástandið á vegunum kallar á svona
stóra framkvæmd. Og við höfum efni á
því að byggja upp aðra akrein á hring-
veginum á nokkrum árum.
Við þurfum að sjálfsögðu að átta
okkur á því hvernig á að fjármagna
slíka framkvæmd. Undanfarið hafa
komið upp hugmyndir um samgöngu-
mannvirki í einkaframkvæmd, sem
eru allrar athygli verðar. Jafnframt
má spyrja hvort það sé óeðlilegt að
eigendur stórra flutningabíla, felli-
hýsa og hjólhýsa, sem hafa á skömm-
um tíma aukið mjög þörfina fyrir betri
vegi, borgi meira en aðrir notendur
vegakerfisins fyrir nauðsynlegar um-
bætur á því.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra þarf að láta reikna út hvað slík
framkvæmd mundi kosta mikið og á
hve mörg árum raunhæft væri að ljúka
slíku verki. Út af fyrir sig má segja, að
það sé byrjað með tvöföldun Reykja-
nesbrautar en við þurfum að setja
okkur framtíðarmarkmið í þessum
efnum og gera okkur grein fyrir um
hve mikla fjárfestingu yrði að ræða.
Ástandið á vegunum verður ekki
viðunandi með öðrum hætti.
Eftir Berg Ebba Benediktsson
bergur@mbl.is
N
auðsynlegt er að koma á
miðlægri fræðslu til
handa grunnskólum um
hvernig þjónusta eigi
börn sem þurfa sértæk
úrræði í námi. Fjárveitingar borgar-
innar til málaflokksins hafa staðið í
stað eða lækkað þrátt fyrir að kjara-
samningar hafi aukið kostnað skól-
anna. Þetta segir Ásgeir Beinteinsson,
skólastjóri Háteigsskóla, um málefni
sérgreindra barna, en það eru börn
sem vegna líkamlegrar eða andlegrar
fötlunar þurfa stuðning við nám sitt.
„Í almenna hluta aðalnámskrár
grunnskólanna segir að öll börn eigi
rétt á að stunda nám í sínum heima-
skóla. Íslendingar eru skuldbundnir
samkvæmt Salamanca-yfirlýsingunni
en stjórnvöld undirrituðu hana árið
1994 en í henni er þessi stefna sett. Sa-
lamanca-yfirlýsingin er áætlun um að-
gerðir vegna nemenda með sérþarfir.
Í henni felst meðal annars að grunn-
skólar eigi að koma til móts við börn
sem búa við sértækan vanda og eru
fötluð á einhvern hátt. Undanfarin ár
hefur Reykjavíkurborg komið þessari
stefnu í framkvæmd og gert margt vel
enda hafa fræðsluyfirvöld sett sífellt
meira fjármagn í málaflokkinn.
Grunnskólarnir sitja hinsvegar einir
uppi með að leysa verkefnið sem af
stefnunni hlýst,“ segir Ásgeir og út-
skýrir að hvergi sé nægilega skilgreint
hvernig grunnskólarnir skuli þjónusta
sérgreind börn.
Þörf á kerfisbundinni fræðslu
„Það þarf að samræma þjónustu-
skilgreiningar, að þær verði einungis
þróaðar miðlægt þannig að hver skóli
sitji ekki uppi með að móta sínar eigin
skilgreiningar. Við hér í Háteigsskóla
reynum það hins vegar eins og ég trúi
að flestir geri. Það er fyrst og fremst
reynslan sem hefur kennt okkur
hvernig við eigum að vinna og í stórum
dráttum segir hún okkur að það henti
frekar yngri börnum með sértækan
vanda að hafa stuðningsfulltrúa á með-
an unglingarnir þurfa frekar einstak-
lingabundna kennslu,“ segir Ásgeir.
„Við sem störfum í grunnskólanum
búum við ákveðið þekkingarleysi og
við teljum að það vanti meiri ráðgjöf
og kerfisbundna fræðslu. Við höfum
kallað til ráðgjafa og fyrirlesara sem
bætt hafa úr en slík fræðsla þarf að
vera mun skipulagðari. Í Háteigsskóla
höfum við útbúið sérstakt skema sem
sýnir starfsfólki hvernig bregðast
skuli við mismunandi einkennum,“
segir Ásgeir og útskýrir hvernig það
geti til dæmis verið slæmt að skamma
barn sem þjáist af andstöðuþrjósk-
uröskun því það missi oft stjórn á sér
við það.
„Asperger-heilkenni er annað
dæmi. Börn sem búa við það að skilja
ekki svipbrigði hjá fólki sem talar við
þau og skilja það sem sagt er oft á allt
annan veg en önnur börn,“ bætir hann
við.
14% lækkun á úthlutun
„Það hefur verið stefna hjá fræðslu-
yfirvöldum að færa fjármagnið úr mið-
lægum sjóðum og yfir til skólanna.
Þeir þurfa svo að finna lausnirnar sem
kostur er á miðað við fjármagnið,“
segir Ásgeir og ítrekar að það skorti
fræðslu og þjónustulýsingar í mála-
flokknum.
„Á meðan við stöndum svo í þessum
tilraunum okkar til að leysa málin
lendum við í því að fjármagnið er skor-
ið niður um 14% milli ára,“ segir hann
og útskýrir hvernig úthlutanir til
ákveðinna barna sem skólinn sækir
um til Menntasviðs Reykjavíkur séu
rúmlega 14% lægri fyrir þetta skólaár
en í fyrra. Ásgeir kveðst hafa leitað
skýringa á þessari lækkun en ekki
fengið.
„Auk þess hækkuðu laun stuðnings-
fulltrúa með síðustu kjarasamningum
moða vegna einstakr
er um fyrir hafa læk
um er að fjölga þarf a
því,“ segir hann og ú
að varla eigi skólar
nemendur að líða fyr
eiga að veita sem be
fræðsluyfirvöld að ba
„Okkur finnst sko
ustuviðmið. Við vilju
séum að uppfylla það
okkur. Í lýsingum á
sem koma frá greinin
er listað hvað þurfi a
það okkar að meta hv
verkefnið fyrir fjár
fáum, en það er dæmi
alveg upp. Almennt
hafi vel fyrir skólana
málaflokki síðan byr
stefnu yfirvalda um
ingar í verk. Stefnan
eins og flest annað, o
í djúpu laugina og s
kennarar eins og a
ótrúlega góðir að bja
ar og aðrir starfsmen
og engin hækkun kom á móti í verk-
efnið. Í samningunum var vinna stuðn-
ingsfulltrúa einnig skilgreind nánar
sem er gott því að þar er gert ráð fyrir
samstarfstímum með kennurum en
viðvera með börnunum minnkar að
sama skapi. Þetta er jákvætt en leiðir
til kostnaðar fyrir skólana sem er ekki
heldur komið til móts við í fjárúthlut-
unum,“ segir Ásgeir sem áréttar þó að
hann telji þá peninga sem komi til
málaflokksins vera umtalsverða. „Það
er hinsvegar erfitt að skipuleggja
skólastarfið fyrir þessa nemendur
fram í tímann þegar maður getur átt
von á lækkunum og niðurskurði,“ bæt-
ir hann við.
Fleiri greiningar
Spurður um skýringar á þessari
lækkun tekur Ásgeir fram að mögu-
lega sé upphæð Reykjavíkurborgar til
málaflokksins í heild, jafnhá eða
hærri, en það komi
þá væntanlega til af því að börnum
með sértækan vanda hafi fjölgað, en
upphæðirnar sem skólinn hefur úr að
Skólastjóri Háteigsskóla um málefni sér
Nauðsynlegt a
til móts við sk
Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla.
FJÁRÚTHLUTANIR til sérgreindra barna, en það eru
börn sem þurfa á aðstoð að halda vegna hvers konar
fötlunar, fara fram með þrennum hætti í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum Arthurs W. Morthens, verk-
efnastjóra sérkennslu hjá Menntasviði Reykjavíkur,
nema úthlutanir til málaflokksins tæpum 1.400 millj-
ónum króna árlega og dreifast nokkuð jafnt innan
hvers þáttar.
Í fyrsta lagi greiðir jöfnunarsjóður sveitarfélaga
fyrir rekstur sérskóla í borginni. Í Reykjavík eru þeir
Öskjuhlíðarskóli, Safamýrarskóli, Brúarskóli og auk
þess eru þrjár sérdeildir fyrir einhverf börn og innan
eins skóla er starfrækt táknmálssvið fyrir heyrnarlaus
börn. Um þriðjungur nemenda þessara skóla er þó úr
öðrum sveitarfélögum en Reykjavík.
Í annan stað fer um þriðjungur upphæðarinnar
beint til skólanna í beinu hlutfalli við nemendafjölda.
Í þriðja lagi fara svo um 440 milljónir aukalega til
skóla sem hafa nemendur með fötlun, hegðunartrufl-
anir og geðraskanir og sækja skólarnir um þessa út-
hlutun sérstaklega.
250–300 er hafnað
Úthlutun fer eftir greiningu en hún fer oftast fram á
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, en þar fara all-
ar greiningar á fötlun og þroskaröskun fram. Meðal
Þrenns konar úthlutan