Morgunblaðið - 24.08.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 27
UMRÆÐAN
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
3
0
12
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00
Umboðsmenn
um land allt
Njarðvík
421 8808
Akranesi
431 1376
Höfn í Hornafirði
478 1990
Reyðarfirði
474 1453
Akureyri
464 7940
TVEIR FYRIR EINN
Þú getur til dæmis tekið Nissan Pathfinder og Nissan Micra á rekstrarleigu og greitt
sömu upphæð fyrir báða bílana og fyrir rekstrarleigu á einum Toyota Land Cruiser,
eða 99.800 kr. á mánuði**
Í TILEFNI 35 ÁRA AFMÆLIS NISSAN Á ÍSLANDI BÝÐUR INGVAR HELGASON
NÚ ÓTRÚLEGT REKSTRARLEIGUTILBOÐ* Á ÖLLUM NISSAN BÍLUM
Nissan Pathfinder er lipur blanda af kraftmiklum fjórhjóladrifnum jeppa og rúmgóðum fólksbíl
og hann er að mati bílablaðamanna sambærilegur Toyota Land Cruiser.
Dæmi um rekstrarleigutilboð:
Nissan Pathfinder SE sjálfskiptur 75.300 kr. á mánuði m/vsk.
Nissan Micra beinskipt 24.500 kr. á mánuði m/vsk.
Nissan Patrol Elegance 80.757 kr. á mánuði m/vsk.
ÞÚ FÆRÐ MEIRA FYRIR MINNA MEÐ NISSAN
*Innifalið í rekstrarleigu er smur- og þjónustueftirlit skv. þjónustubók.
Rekstrarleiga getur tekið gengisbreytingum myntkörfu fjármögnunarfyrirtækis.
Leiga miðast við 39 mán. og 65 þús. km.
**www.toyota.is
NORSK stjórnvöld gerðu áætlun
um breytta nálgun í geðheilbrigð-
ismálum fyrir tímabilið 1998 til 2006
sem nú hefur verið framlengt til
2008. Þau stefndu á að fólk með geð-
ræn vandkvæði gæti lifað eins eðli-
legu lífi og unnt væri og áherslur í
meðferðarvinnu yrðu til að auka
sjálfstæði þess til að ráða við daglegt
líf. Miklu fjármagni hefur verið varið
í uppbyggingu þjónustunnar í kjöl-
farið. Allt sem hægt er að mæla hef-
ur gengið vel; þjónusta aukist, bú-
setuúrræðum fjölgað, fleira
starfsfólk ráðið, meira fé sett í
menntun heilbrigðisstarfsfólks og
fleiri sjúklingar njóta meðferðar. En
kannanir og rannsóknir meðal not-
enda leiða í ljós að ekki hafi tekist að
aðstoða geðsjúka við að ná betri tök-
um á eigin lífi, að þeir séu ekki hafðir
með í ráðum frekar en áður og að
þverfagleg samvinna og samfella í
meðferð hafi ekki aukist í takt við
væntingar.
Lærdómur sá er draga má af
þessu, og íslensk stjórnvöld geta
nýtt sér, er að það er langt frá því
nóg að auka fjármagn til málaflokks-
ins ef innihald og forsendur þjónust-
unnar verða ekki skoðaðar jafnhliða.
Einnig þarf að setja fjármagn í
gæðaþróunarverkefni með virkri
þátttöku geðsjúkra. Þannig fæst
svörun notenda um skilvirkni þjón-
ustunnar. Gæðaþróunarverkefnið
„Notandi spyr notanda“ byrjaði í
Þrændalögum 1999 og notendahóp-
urinn Hugarafl hér heima, í sam-
starfi við fagaðila, framkvæmdi slíkt
gæðaeftirlit á geðdeildum LSH sum-
arið 2004. Eftirspurn eftir könn-
unum/niðurstöðum slíkra verkefna
hefur stóraukist í Noregi. Íslensk
stjórnvöld hafa því efnivið, þar sem
þekking og reynsla er til staðar.
Gæðaþróunarverkefnið „Notandi
spyr notanda“ gæti orðið vegvísir við
úthlutun fjármagns og síðar áfram-
haldandi fjárstuðning og/eða grunn-
ur að lögum og/eða reglugerðum.
Ef mikil uppbygging verður hér á
stuttum tíma í starfsemi samfélags-
þjónustu fyrir geðsjúka, eins og í
Noregi, er hætta á að ráðið verði
starfsfólk sem tileinkað hefur sér
þær vinnuaðferðir sem viðgangast á
sjúkrahúsunum. Þeir sem tengjast
samfélagsþjónustunni flytja því
sjúkrahúsmenninguna með sér út í
samfélagið. Margir starfsmenn sem
hafa reynslu sína frá sjúkrahúsnálg-
unum hafa ekki þekkingu til að vinna
út frá styrkleika, draumum eða von-
um skjólstæðinga. Þeir koma ekki
frá menningu þar sem unnið er á
jafningjagrunni og einkenni tengd
við umhverfisþætti. Þeir leita frekar
í sérúrræði fyrir geðsjúka en að
tengja við almenn úrræði í samfélag-
inu. Þeir sem vinna í samfélagsþjón-
ustunni þurfa ekki síður að beina
sjónum sínum og orku að umhverf-
isþáttum, s.s. að vinna gegn for-
dómum á vinnustöðum, í skólunum
og á meðal nágranna og vina. Vegna
þekkingarleysis tengir almenningur
t.d. geðsjúka við hættulegt fólk. Jú,
geðsjúkir geta orðið hættulegir en
við getum líka öll orðið hættuleg ef
við höfnum í ákveðnum aðstæðum
eða vítahring. Lífsskilyrði eins og fá-
tækt, að hafa ekkert val, lélegar fé-
lagslegar aðstæður, langvarandi
átök, einangrun, höfnun eða að þurfa
að sæta meðferð gegn eigin vilja,
getur gert hvert okkar hættulegt.
Geðsjúkir sem átt hafa við langvar-
andi veikindi að stríða eru oftast at-
vinnulausir, þurfa oft að sæta með-
ferð sem þeir vilja ekki, mæta
fordómum, upplifa afneitun, mæta
vanvirðingu og lifa við kröpp kjör.
Geðsjúkir, atvinnulausir, fólk sem
tilheyrir minnihlutahópum, flótta-
fólk og fátækt fólk eru dæmi um
hópa sem geta lent í slíkum víta-
hring vegna félagslegra aðstæðna.
Menntun og rannsóknir verða að
vera í takt við stefnumótun í geðheil-
brigðismálum, því það mótar næstu
kynslóð fagmanna og áherslur í
þjónustunni. Ef þjónustan á að
tengjast nýjustu skilgreiningum um
geðheilbrigði sem gengur út á að
auka þol einstaklinga til að ráða við
tilfinningaleg áföll og vonbrigði,
auka virðingu fyrir sjálfum sér og
öðrum og trú á eigin verðleika og
annarra, eða ef útgangspunkturinn
fyrir meðferð geðsjúkra er að þeir
nái stjórn á eigin lífi, hafi áhrif, fé-
lagslegri stöðu þeirra sé breytt og að
þeir fái aukna hlutdeild í almennum
úrræðum á vegum samfélagsins, þá
verður að skoða hvernig menntun og
rannsóknir styðja við slíka stefnu og
markmið. Norsk stjórnvöld, í sam-
vinnu við menntastofn-
anir, hafa boðið upp á
þverfaglegt framhalds-
nám, til að styrkja
þverfaglega nálgun og
eins er reynt að styðja
við rannsóknir sem
varpa ljósi á árangur
óhefðbundinna nálg-
ana. Fjárhagslegir
hvatar frá stjórnvöld-
um hafa gert það að
verkum að rannsókn-
arsamfélög eru að
myndast með þverfag-
legri sýn, oft í sam-
vinnu við notendur.
Notenda- og batarannsóknir hafa
ekki getað sýnt fram á að ein aðferð
sé árangursríkari en önnur eða ein
fagstétt öðrum fremri til að efla
bataferlið. Mestu máli skipta tengsl
milli skjólstæðings og
fagaðila eða allteins
góð tengsl við einhvern
einn aðila. Geðsjúkir
sem náð hafa bata hafa
reynslu af ein-
staklingum sem gáfu
þeim tíma, trúðu þeim
og treystu, hjálpuðu
þeim að skilja hvað
væri á ferðinni og
skildu hvað þeir höfðu
fram að færa. Víða hafa
hagsmunasamtök geð-
sjúkra sett sem leið-
arvísi fyrir þjónustuna
– að hafa val og vera í stjórn – því
það virðist lykilatriði í bata geð-
sjúkra.
Aukið fé til geðheilbrigðis-
mála leysir ekki vandann
Elín Ebba Ásmundsdóttir
skrifar um geðheilbrigðismál ’… það er langt frá þvínóg að auka fjármagn til
málaflokksins ef innihald
og forsendur þjónust-
unnar verða ekki skoð-
aðar jafnhliða.‘
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
Höfundur er meðlimur Hugarafls og
lektor við HA.