Morgunblaðið - 24.08.2006, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ HrafnhildurGuðrún Anna
Sigurðardóttir
menntaskólakenn-
ari fæddist í
Reykjavík 26. sept-
ember 1943. Hún
andaðist á kvenna-
deild Landspítala –
háskólasjúkrahúss
11. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar Guð-
rúnar voru hjónin
Sigurður Sigurðs-
son landlæknir, f. 2.
maí 1903, d. 5. apríl
1986 og Bryndís Ásgeirsdóttir
húsmóðir, f. 4. febrúar 1905, d. 3.
júlí 1980. Systur Guðrúnar eru
Sigrún Erla grunnskólakennari,
f. 17. febrúar 1935 gift Páli Ás-
mundssyni lækni og Svanhildur
Ása grunnskólakennari, f. 9. des-
ember 1938, gift Birni Björnssyni
guðfræðiprófessor.
Hinn 30. mars 1972 giftist Guð-
ity of Leeds 1966–1967 og fékk
Postgraduate Diploma in English
Studies 1967. Hún lauk prófi í
uppeldis- og kennslufræðum frá
Háskóla Íslands 1971. Auk þessa
sótti hún fjölmörg námskeið í
ensku, frönsku og kennslufræð-
um hér á landi og erlendis. Þá má
nefna námskeið fyrir leiðsögu-
menn erlendra ferðamanna. Hún
sinnti ýmsum störfum á meðan
hún var í námi, m.a. almennum
skrifstofustörfum, ritarastarfi
hjá franska sendiráðinu og þýð-
ingum hjá Sjónvarpinu. Guðrún
var stundakennari í Kennara-
skóla Íslands 1967–1970. Frá
1970 var hún fastráðin ensku-
kennari við Menntaskólann við
Tjörnina er síðar varð Mennta-
skólann við Sund. Þar gegndi hún
starfi deildarstjóra með hléum
2–4 ár í senn. Endurmenntunar-
stjóri var hún frá 2002 og sótti
mörg námskeið í tengslum við
það starf. Hún var í stjórn Kenn-
arafélags MT 1975–1976 og í
stjórn Félags enskukennara á Ís-
landi 1979–1981.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
rún Birni Jónassyni
rafvirkja og verslun-
armanni, f. 20. maí
1946. Börn þeirra
eru: 1) Jónas Páll
framkvæmdastjóri,
f. 18. ágúst 1972.
Kona hans er
Soumia Islami, f. 21.
desember 1975.
Börn þeirra eru: a)
Sofia Sóley, f. 17.
desember 2002 og b)
Elías Andri, f. 1.
september 2005. 2)
Bryndís masters-
nemi í viðskiptafræði í Kaup-
mannahöfn, f. 17. febrúar 1978.
Guðrún og Björn skildu árið
1983.
Guðrún tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1962, varð BA í ensku og frönsku
frá Háskóla Íslands 1965. Hún
stundaði framhaldsnám í ensku
og bókmenntum við The Univers-
Fyrir rúmlega hálfri öld tók ung-
ur maður að venja komur sínar í hús
eitt í Norðurmýri. Elsta heimasæt-
an á heimilinu hafði fangað hug hans
en þau voru þá bæði í MR. Piltinum
var vel tekið af fjölskyldu stúlkunn-
ar enda um mikið öðlingsfólk að
ræða. Stúlkan átti tvær systur og
var sú yngri 9 ára. Hún sá í piltinum
efnilegan leikfélaga og gerði sitt
besta til að fá hann til leiks við sig
með ýmsum spaugilegum tilburð-
um, jafnvel bakföllum. Hann var
nokkuð tilkippilegur og þótti stóru
systur loks nóg um enda var strák-
urinn jú kominn til að heimsækja
hana. Var sú stutta loks rekin fram
svo turtildúfurnar fengju að vera í
friði.
Þessi voru fyrstu kynni mín af
Guðrúnu mágkonu minni sem nú er
öll, fallin í valinn langt um aldur
fram fyrir miskunnarlausum vá-
gesti.
Mér hefur ætíð þótt vænt um
Gunnu þótt skin og skúrir hafi
skipst á í samskiptum okkar. Hún
var skapstór kona sem stóð fast á
sinni meiningu og stundum var erf-
itt að skiptast á skoðunum við hana
ef hvorugt vildi undan láta. Öll él
birti þó upp um síðir og væntum-
þykja og gagnkvæm virðing náði
ætíð yfirhöndinni.
Guðrún var miklum gáfum gædd
og allt nám reyndist henni auðvelt.
Hún nam ensku, frönsku og enskar
bókmenntir hér heima og í Eng-
landi. Guðrún hreifst mjög af listum,
jafnt tónlist sem myndlist en bók-
menntum unni hún hvað mest. Hún
kaus sér starf kennarans, rækti það
starf af mikilli alúð og samviskusemi
og lét sér mjög annt um nemendur
sína. Hún kenndi ensku við Mennta-
skólann við Tjörnina er síðar varð
Menntaskólinn við Sund. Um tíma
var að henni sótt í starfi en hún hélt
fast á rétti sínum og stóð uppi sem
sigurvegari. Var það aðdáunarvert
hvernig hún tók upp þráðinn að nýju
og sinnti starfi sínu með sóma uns
yfir lauk.
Guðrún giftist Birni Jónassyni
rafvirkja og eignuðust þau tvö ynd-
isleg börn. Þótt þau Björn skildu
hélst þó jafnan vinátta þeirra á milli.
Ég hygg að þar hafi ráðið miklu ást
þeirra á börnum sínum, Jónasi Páli
og Bryndísi, og barnabörnunum
ungu. Það er óhætt að segja að líf
Guðrúnar hafi að miklu leyti verið
helgað því að koma börnunum til
manns og verður ekki séð annað en
það hafi tekist með miklum ágætum.
Líf Guðrúnar var ekki alltaf dans
á rósum. Vera má að skaphöfn henn-
ar og stolt hafi á stundum verið
henni fjötur um fót. Víst er þó að
orðið uppgjöf var ekki til í hennar
orðasafni og hún stóð keik allt til
hinstu stundar. Hún gat samt án efa
horft aftur til margra gleðistunda
allt frá yndislegri æsku í húsi góðra
og göfugra foreldra. Hún hlakkaði
mjög til að njóta lífsins í ellinni með
fjölskyldu sinni og vinum. Það var
henni ekki ætlað.
Við öll sem nærri henni stöndum
syrgjum mikilhæfa, góða konu og
geymum ljúfar minningar. Megi
góður Guð vernda börnin hennar,
tengdadótturina Soumiu og barna-
börnin Sofiu Sóleyju og Elías
Andra.
Páll Ásmundsson.
Með þessum fáu orðum vil ég
minnast frænku minnar Guðrúnar
Sigurðardóttur. Gunna var ávallt
hlý og góð við okkur krakkana þegar
við lékum okkur á Ægisíðunni og
síðar þegar við heimsóttum hana í
Garðabæ. Fékk maður oft fallegt
bros frá henni þótt við krakkarnir
værum stundum helst til hávaða-
söm.
Gunna var afbragðs málamann-
eskja og sýndi snemma mikla náms-
hæfileika. Eftir stúdentspróf ákvað
hún að leggja stund á ensku og
enskar bókmenntir. Gerðist hún síð-
an enskukennari og naut hún sín
einkar vel við kennslu. Gunna geisl-
aði af áhuga þegar talið barst að
starfinu og var öllum ljóst sem
þekktu hana hversu miklu máli það
skipti hana. Henni fannst gaman að
umgangast ungt fólk og kenna því
þetta mikilvæga tungumál – ensku
sem segja má að gegni sama hlut-
verki í nútímanum og latína gerði á
miðöldum. Gunna var yndisleg
manneskja sem naut þess að gefa af
sjálfri sér og hjálpa þeim sem þurftu
á hjálp að halda. Gunna frænka var
listelsk. Hún hafði gaman af tónlist
og öðrum fögrum listum. Hún las
mikið af bókmenntaverkum og átti
allgott safn enskra bókmennta.
Minnist ég hennar sem víðsýnnar
manneskju sem var vel menntuð í
besta skilningi þess orðs og sem gott
var að leita til. Blessuð veri minning
þín, elsku Gunna mín og Guð geymi
þig allar stundir. Megi kærleikur
Krists styrkja börnin þín tvö og vísa
þeim veginn áfram.
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir.
Haustið 1958 hófu tæplega 200
nemendur nám í þriðja bekk
Menntaskólans í Reykjavík, þar af
var um þriðjungur stúlkur. Hafði
hlutfall stúlkna aukist í skólanum og
sífellt fleiri þeirra stefndu á fram-
haldsnám að stúdentsprófi loknu.
Ein þessara stúlkna var Guðrún
Sigurðardóttir Hún reyndist af-
burðanemandi, hafði lítið fyrir nám-
inu og lauk stúdentsprófi 18 ára
gömul. Að loknu BA prófi frá Há-
skóla Íslands stundaði hún fram-
haldsnám í Bretlandi og gerði síðan
tungumálakennslu að ævistarfi sínu.
Snemma á menntaskólaárunum
mynduðum við nokkrar skólasystur
hóp, eða saumaklúbb, sem enn hitt-
ist reglulega. Á fyrstu árum sauma-
klúbbsins var keppst við að prjóna
peysur á grófa prjóna sem nýttust
vel í vetrarkuldanum, en á síðari ár-
um hefur meira verið spjallað. Við
höfum rætt um daginn og veginn,
okkar eigin hagi, nýlegar bækur,
leiksýningar, kvikmyndir o.fl. Guð-
rún tranaði sér ekki fram í samræð-
unum en þegar hún tók til máls var
hlustað, því hún var víðlesin og
skarpskyggn, sá oft nýja fleti á mál-
um og gat lumað á skemmtilegum
húmor.
Guðrún ólst upp á fallegu lista- og
menningarheimili þar sem húsráð-
endur létu sér sérlega annt um vini
dætranna og gáfu sér tíma til að
spjalla við þá. Og minningar um tón-
listarkynningar húsbóndans eru
enn ljóslifandi hjá þeim sem þeirra
nutu. Þetta var fyrir daga sjón-
varpsins þegar hljómflutningstæki
voru ekki á hverjum bæ. Það var því
tilhlökkunarefni að koma heim til
Gunnu.
Saumaklúbburinn hefur nú lifað
sínu sjálfstæða lífi í nær hálfa öld og
vináttuböndin hafa styrkst eftir því
sem árin hafa liðið. Gunna er sú
fyrsta sem fellur frá og við söknum
hennar sárt. Við höfum dáðst að því
hve hún tók veikindum sínum af
miklu æðruleysi. Hún ræddi veik-
indin við okkur í saumaklúbbnum af
ótrúlegri yfirvegun. Hún ætlaði ekki
að gefast upp, því það var ekki henn-
ar stíll. Hún las sér til um sjúkdóm-
inn og leitaði leiða, en þær reyndust
ekki færar – því miður.
Við sendum börnum Guðrúnar,
Bryndísi, Jónasi og hans fjölskyldu,
svo og systrum hennar Sigrúnu og
Svanhildi og þeirra fjölskyldum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Saumaklúbburinn.
Það var sárt að heyra að Guðrún
Sigurðardóttir enskukennari við
Menntaskólann við Sund hefði látist
11. ágúst síðastliðinn eftir erfið
veikindi. Kynni okkar Guðrúnar
hófust árið 2001 þegar ég kom til
starfa við Menntaskólann við Sund.
Guðrún hafði þá starfað þrjá og hálf-
an áratug við skólann og var því í
hópi reyndustu kennara skólans.
Okkar samskipti voru góð frá fyrsta
degi og þannig var það þann tíma
sem ég fékk að starfa með Guðrúnu.
Ég er afar þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast Guðrúnu. Það var
auðvelt að láta sér þykja vænt um
hana.
Guðrún var afar vel menntuð á
sínu sviði. Hún var stúdent frá MR
árið 1962. Hún lauk BA-námi í
ensku og frönsku frá HÍ 1965 og
postgraduate diploma í ensku frá
Háskólanum í Leeds 1967. Þó svo að
Guðrún hafi lokið sínu formlega
námi fyrir nær fjórum áratugum
hætti hún aldrei að læra. Hún var al-
veg einstaklega dugleg að sækja
námskeið og ráðstefnur til að bæta
og auka þekkingu sína á því tungu-
máli sem hún unni svo mjög og hafði
kosið að verja starfsævinni í að
miðla til unga fólksins. Það lá því
beinast við þegar stofnað var emb-
ætti endurmenntunarstjóra við
Menntaskólann við Sund að fá Guð-
rúnu til að taka það verkefni að sér.
Það gerði hún með sóma og hún átti
stóran þátt í því að tryggja það að í
skólanum er endur- og símenntun
GUÐRÚN
SIGURÐARDÓTTIR Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
STEFÁNNÝ NÍELSDÓTTIR,
áður til heimilis á Faxatröð 9,
Egilsstöðum,
sem lést sunnudaginn 20. ágúst, verður jarðsung-
in frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 26. ágúst
kl. 14.00.
Árni Halldórsson,
Elsa Þorbjörg Árnadóttir, Jóhann Bjarnason,
Ingi Halldór Árnason, Guðrún Jóna Jónasdóttir,
Kristín Árnadóttir, Þorsteinn Pálsson,
Margrét Magna Árnadóttir, Jón Steinar Elísson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar,
VILBORG VILHJÁLMSDÓTTIR,
Vatnsholti 2,
Reykjavík,
er látin.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
25. ágúst kl. 13.00.
Ketill Ingólfsson, Ursula Ingólfsson Fassbind
og dætur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BERGÞÓRA EIRÍKSDÓTTIR,
Skjóli,
áður Akralandi 3,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 20. ágúst, verður jarðsung-
in frá Áskirkju þriðjudaginn 29. ágúst kl. 15.00
Una J.N. Svane, Þorgeir Hjörtur Níelsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Elskaður sonur okkar, bróðir, frændi, barnabarn
og vinur,
SIGURÐUR RÚNAR ÞÓRISSON,
lést laugardaginn 19. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þórir Rúnar Jónsson, Kristín Sæunn Pjetursdóttir,
Guðmunda S. Þórisdóttir, Sigvaldi E. Eggertsson,
Þóra G. Þórisdóttir, Sævar Þ. Guðmundsson,
Valgerður G. Þórisdóttir Gisler, Alex Gisler,
Þórir Kr. Þórisson, Karen Martensdóttir,
Signý Magnúsdóttir,
Rakel E. Sævarsdóttir,
Þórir H. Sigvaldason,
Marten B. Þórisson,
Róbert Thór Gisler,
Þóra Gunnarsdóttir
og vinahópurinn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÍÐUR JÓHANNA MATTHÍASDÓTTIR,
Túngötu 11,
Ísafirði,
lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði sunnudaginn
13. ágúst.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
26. ágúst kl. 14.
Jóhannes G. Jónsson,
Guðni Geir Jóhannesson, Margrét Jónsdóttir,
Halldóra Jóhannesdóttir, Hörður Steingrímsson,
Jón S. Jóhannesson, Kristín Silla Þórðardóttir,
Þorbjörn H. Jóhannesson, Pálína Jensdóttir,
Jóhannes Berg,
barnabörn og langömmubörn.