Morgunblaðið - 24.08.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 37
DAGBÓK
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fagnar í ár60 ára afmæli félagsins. Á föstudagstendur félagið fyrir ráðstefnu í Hafn-arborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar, undir yfirskriftinni „Útivistar- og
yndisskógar“.
Hólmfríður Finnbogadóttir er framkvæmda-
stjóri Skógræktarfélagsins: „Skógræktarfélag
Hafnarfjarðar er áhugamannafélag og eitt af fjöl-
mennustu skógræktarfélögum landsins með um
680 meðlimi. Þetta er kraftmikið félag sem átt
hefur ákaflega gott samstarf við Hafnarfjarðarbæ
og aðra aðila. Í starfi okkar hefur sjónum einkum
verið beint að ræktun útivistarskóga og land-
græðsluskóga, og að gera þá að aðgengilegum og
yndislegum sælureitum fyrir almenning að njóta.
Skógræktarfélagið hefur ræktað útivistarskóga í
Gráhelluhrauni og Höfðaskógi og vígir á laug-
ardag kl. 16 við hátíðlega athöfn útivistarskóg í
Undirhlíðum. Athöfnin fer fram í Skólalundi, elsta
trjálundi félagsins, sem Ingvar Gunnarsson lagði
grunnin að með gróðursetingu tjáplantna fyrir 76
árum,“ segir Hólmfríður.
Skógræktarfélagið og Hafnarborg hafa í sumar
staðið fyrir sameiginlegri dagskrá undir yf-
irskriftinni „Hin blíðu hraun“ og var meðal annars
haldin sýning með sama nafni í Hafnarborg og
staðið fyrir viðburðum, fræðslugöngum og fyr-
irlestrum tvisvar í viku, bæði í Hafnarborg, í
skóginum og höfuðstöðvum Skógræktarinnar.
Botninn verður sleginn í þá dagskrá með ráð-
stefnu föstudagsins: „Þetta er skemmtileg ráð-
stefna og spannar vítt svið, en 11 manns munu
flytja erindi,“ segir Hólmfríður.
Fyrstur tekur til máls Jón Geir Pétursson
skógfræðingur sem fjalla mun um útivistarskóga
á Íslandi. Þá ræðir Jóhann Pálsson grasafræð-
ingur um undirgróður í skógum og Þröstur Ey-
steinsson skógfræðingur fjallar um vanmetnar
trjátegundir í yndisskógrækt. Steinar Björg-
vinsson garðyrkjufræðingur flytur erindið „Nýir
gaukar í skóginum“ og Yngvi Þór Loftsson lands-
lagsarkitekt fjallar um umhverfi og útivist í Hafn-
arfirði.
Jón Proppé, heimspekingur og listsýning-
arstjóri, segir í erindi sínu frá listamönnum og
táknlestri náttúrunnar, Hallmar Sigurðsson leik-
stjóri flytur erindið „Náttúra, umhverfi og mis-
munandi hagsmunir“ og Trausti Jónsson veð-
urfræðingur fjallar um árstíða- og
dægursveiflnavinda á höfuðborgarsvæðinu.
Kristín Þorleifsdóttir landslagsarkitekt fjallar
um umhverfissálfræði og áhrif umhverfis á vellíð-
an, Hallgrímur Indriðason, skógræktarráðunaut-
ur og skipulagsfulltrúi Skógræktar ríkisins, ræðir
um gildi skógivaxinna útivistarsvæða í skipulagi
þéttbýlis og Sigurður Blöndal, fyrrverandi skóg-
ræktarstjóri, fjallar um þróun hugmynda um fjöl-
nytjaskóga.
Ráðstefnan 25. ágúst hefst kl. 13 og er áætlað
að henni ljúki kl. 18. Aðgangur er öllum heimill og
ókeypis.
Náttúra | Skógræktarfélag Hafnarfjarðar heldur ráðstefnu í Hafnarborg á föstudag kl. 13
Útivistar- og yndisskógar
Hólmfríður Finn-
bogadóttir fæddist á
Lágafelli í Austur-
Landeyjum 1931. Hún
lauk námi frá Húsmæðra-
skólanum að Laugarvatni
1949 og hefur sótt fjölda
endurmenntunarnám-
skeiða og fyrirlestra, t.d.
á vegum Garðyrkjuskól-
ans. Hólmfríður var lengi
heimavinnandi húsmóðir, vann við versl-
unarstörf og við sjálfboðastörf fyrir Rauða
krossinn í aldarfjórðung. Hólmfríður hefur
starfað hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar í
25 ár. Eiginmaður Hólmfríðar er Reynir Jó-
hannsson húsasmíðameistari. Eiga þau eina
dóttur, þrjú barnabörn og tvö barnabarnabörn.
Árnaðheilla
ritstjorn@mbl.is
140 ÁRA afmæli.Rektorshjónin
í Skálholti, Rannveig
Sigurbjörnsdóttir og
sr. Bernharður Guð-
mundsson, fagna sam-
tals 140 æviárum og
kveðja stað og starf
með opnu húsi í Skál-
holtsskóla sunnudag-
inn 27. ágúst kl. 15–
17.30. Gjafir eru frá-
beðnar en þakksamlega
tekið á móti framlögum
í sjóð við Skálholts-
skóla sem eflir kyrrð-
arstarfið þar í minn-
ingu mæðra þeirra
hjóna, Magneu Þor-
kelsdóttur og Svövu
Bernharðsdóttur.
70 ÁRA afmæli. Ítilefni 70 ára
afmæla Sigríðar og
Ágústs í Birtingaholti
22. og 29. ágúst bjóða
þau vinum og ætt-
ingjum til morg-
unverðar að heimili
sínu laugardaginn 26.
ágúst frá kl. 10.
60 ÁRA afmæli. Halldór Björns-son hjá Malbikun HG verður
sextugur á morgun, föstudaginn 25.
ágúst næstkomandi, og ætlar hann og
fjölskylda hans að taka á móti gestum í
tilefni þessara tímamóta í Félagsheim-
ili Kópavogs á afmælisdaginn milli kl.
18 og 21. Halldór vonast til að sjá sem
flesta ættingja og vini, núverandi og
fyrrum starfsmenn Halldórs og Guð-
mundar og Malbikunar HG.
EM í Varsjá.
Norður
♠75
♥G873 S/NS
♦ÁK
♣G9872
Vestur Austur
♠96 ♠KDG10843
♥1042 ♥95
♦G10632 ♦87
♣D106 ♣54
Suður
♠Á2
♥ÁKD6
♦D954
♣ÁK3
Ítalska bridsvélin hikstar sjaldan,
en það er þó helst í slemmuspilum þar
sem sagnbarátta kemur við sögu. Við
sáum í spili gærdagsins hvernig
Lauria og Versace fóru sér að voða
eftir hindrunaropnun Magnúsar
Magnússonar, en hér eru það Fantoni
og Nunes sem fara fullgætilega gegn
Jóni Baldurssyni og Þorláki Jónssyni.
Spilið er frá leik Íslands og Ítalíu í
17. umferð Evrópumótsins:
Vestur Norður Austur Suður
Jón Fantoni Þorlákur Nunes
– – – 2 grönd
Pass 3 lauf * 4 spaðar Pass
Pass Dobl Allir pass
Eftir sterka tveggja granda opnun
og Stayman svar, hindrar Þorlákur
með fjórum spöðum. Slemma vinnst í
NS, en Fantoni og Nunes fundu ekki
betra svar en að dobla Þorlák. Og
vörnin var ónákvæm, aldrei þessu
vant: Suður tók tvo slagi á lauf og spil-
aði næst þrisvar hjarta. Þorlákur
trompaði og spilaði smáum spaða að
blindum. Nunes dúkkaði, svo Þorlákur
fékk slaginn á níuna og gat þá hent
tígli niður í laufdrottningu: þrír niður
og 500 í NS.
Sagnir fóru eins af stað á hinu borð-
inu:
Vestur Norður Austur Suður
Versace Matthías Lauria Magnús
– – – 2 grönd
Pass 3 lauf * 4 spaðar Pass
Pass 5 grönd Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
En þegar kom að Matthíasi Þor-
valdssyni að segja við fjórum spöðum
stökk hann í fimm grönd í merking-
unni „veldu slemmu, makker“. Magn-
ús vissi að makker átti ekki láglitina
(þá hefði hann ekki sagt þrjú lauf), svo
hann fór strax í sex hjörtu. Tólf slagir
voru auðveldir, 1.430 í NS og 14 stig
til Íslands.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Snorri bestur
ÉG undrast að þessi neikvæðu skrif
um nýja diskinn hans Snorra Snorra-
sonar. Ég er búin að kaupa hann og
er mjög hrifin enda var Snorri allan
tímann sem hann var í Idolinu mitt
idol. Mér finnst hann gera lögunum
góð skil og það er gama að heyra
hann syngja kántrý. Ég hlakka til
þegar næsti diskur kemur. Til ham-
ingju, Snorri.
Aðdáandi.
Til Magnúsar Kristjánssonar
Hrafnabraut
HINN 14.8. mátti lesa bréfstúf frá
MK hér í Velvakanda, þar sem hann
fer nokkrum orðum um ágæti lúp-
ínunnar, sem lýsi sér m.a. í því
hversu sólgnar kindur séu í hana.
Þetta er alveg rétt hjá honum og
benti ég á það í lesendabréfi hér um
árið að þegar lúpínan væri orðin of
mikil um sig að mati manna væri
upplagt að nota svoleiðis svæði til
beitar. Sjá lesendabréf frá 23.7.
2004).
Hins vegar verður það að vera vel
gróið lúpínuland, þar sem kindurnar
éta jafnóðum upp allar lúpínur sem
skjóta upp kollinum. Það sér maður
best þar sem lúpínu hefur verið sáð í
friðað land sem liggur að beitarlandi.
Í því friðaða blómstrar lúpínan sem
og aðrar plöntur, alveg upp að girð-
ingu, en ekki eina einustu er að sjá
hinum megin girðingar, á beitarland-
inu. Reyndar fátt um annað blóm-
skrúð þar, því kindurnar virðast vera
jafn sólgnar í aðrar blómategundir.
Tillaga MK er góð, að ala kindur á
lúpínu. Þannig gætum við friðað
kjarr og viðkvæman gróður í brött-
um hlíðum og á hálendinu. Sann-
kallað þjóðarkjöt þar sem féð væri al-
ið væri á þjóðarblóminu.
En er MK að fagna því að lúpínan
geti rofið straum af rafgirðingum?
Reyndar get ég upplýst hann að há-
vaxið, þétt gras getur gert sama
skaða, því miður.
Margrét Jónsdóttir,
Melteigi 4, Akranesi.
Bíllyklar glötuðust
LYKLAR að Volkswagen Golf týnd-
ust annaðhvort fyrir utan Valsheim-
ilið á Hlíðarenda eða við Smáralind.
Ef einhver hefur orðið var við þá
vinsamlegast hafið samband í síma
898-6249.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Aðalfundur Valsmanna hf.
1. Skýrsla stjórnar vegna
liðins starfsárs.
2. Ársreikningur félagsins.
3. Ákvörðun um hvernig fara
eigi með hagnað/tap ársins.
4. Ákvörðun um þóknun til
stjórnarmanna.
5. Kjör stjórnar.
6. Kjör endurskoðanda.
7. Tillaga um breytingu á
atkvæðis rétti hlutabréfa
Knattspyrnu félagsins Vals í
félaginu.
8. Tillaga um heimild stjórnar
Valsmanna hf. til að stofna
einkahlutafélagið Valsmenn
2 ehf.
9. Tillaga um að stjórn Vals-
manna hf. verði heimilað að
selja hlut í Valsmönnum 2
ehf.
10. Tillaga um heimild stjórnar
Valsmanna hf. til að stofna
styrktarsjóð fyrir Knatt-
spyrnufélagið Val.
11. Önnur mál.
Aðalfundur í Valsmönnun hf. verður haldinn
fimmtudaginn 31. ágúst nk. kl. 19:00 í
Friðrikskapellu að Hlíðarenda.
Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins
og lögum um hlutafélög nr. 2/1995 og verður sem hér segir:
Fyrir fundinn kl. 18:00
verður hluthöfum boðið upp á skoðunar-
ferð um hin nýju glæsilegu íþróttamann-
virki Vals og einnig verður byggingar-
svæði Valsmanna hf. skoðað.