Morgunblaðið - 24.08.2006, Page 40

Morgunblaðið - 24.08.2006, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist KVÖLDVERÐARTILBOÐ Tvíréttaður matur og leikhúsmiði kr. 4.300 - 4.800 Fös. 25. ágúst kl. 20 uppselt Lau. 26. ágúst kl. 20 uppselt Lau. 2. sept. kl. 20 uppselt Sun. 3. sept. kl. 15 uppselt Sun. 3. sept. kl. 20 uppselt Fim. 7. sept. kl. 20 Laus sæti Fim. 8. sept. kl. 20 Laus sæti Fim. 9. sept. kl. 20 Laus sæti Fim. 10. sept. kl. 16 Laus sæti PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningard. RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 10/9 kl. 14 Sun 24/9 kl. 14 Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/9 kl. 14 VILTU FINNA MILLJÓN? Lau 2/9 kl. 20 Sun 3/9 kl. 20 UPPS. Fim 7/9 kl. 20 Sun 10/9 kl. 20 FOOTLOOSE Í kvöld kl. 20 Fös 25/8 UPPS. Fim 31/8 kl. 20 Lau 9/9 kl. 20 EYFI STÓRTÓNLEIKAR Fös 1/9 kl. 20 Fös 1/9 kl. 22 MANNAKORN ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Þri 5/9 kl. 20 Þri 5/9 kl. 22 HÖRÐUR TORFA AFMÆLISTÓNLEIKAR Fös 8/9 kl. 19:30 Fös 8/9 kl. 22 PINA BAUSCH LOKSINS Á ÍSLANDI! Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn Pinu Bausch verður með 4 sýningar á verkinu Aqua í Borgarleikhúsinu. Sun 17/9 kl. 20 Mán 18/9 kl. 20 Þri 19/9 kl. 20 Mið 20/9 kl. 20 Aðeins þessar 4 sýningar. Miðaverð 4.900. MIÐASALA HAFIN. OPIÐ HÚS Sunnudaginn 3.september verður opið hús í Borgarleikhúsinu. Allir velkomnir. ÁSKRIFTARKORT Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir! Mein Kampf e. George Tabori Amadeus e. Peter Shaffer Fagra veröld e. Anthony Neilson Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar- son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson. Lík í óskilum e. Anthony Neilson Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren Viltu finna milljón? e. Ray Cooney. Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson Íslenski dansflokkurinn og margt, margt fleira. Kortasala hafin! Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með! Litla hryllingsbúðin - síðustu aukasýningar! Lau. 2/9 kl. 19 UPPSELT Lau. 2/9 kl. 22 ný aukasýn – sala hafin! Sun. 3/9 kl. 20 UPPSELT Fös. 8/9 kl. 19 örfá sæti laus Lau. 9/9 kl. 19 örfá sæti laus Lau. 9/9 kl. 22 ný aukasýn – sala hafin! Sun. 10/9 kl. 20 Fös. 15/9 kl. 19 Lau. 16/9 kl. 19 örfá sæti laus www.leikfelag.is Miðasala 4 600 200 Þær voru háværar gagnrýn-israddirnar sem heyrðustfyrr í sumar eftir að til- kynnt var að skera ætti niður þjónustu strætisvagnanna á höf- uðborgarsvæðinu. Eins og svo oft vill verða á Íslandi þá fjaraði gagnrýnisumræðan út frekar skjótt. Það voru einna helst ein- staka blaðamenn sem héldu henni á lofti eftir að skerðingin var orð- in að veruleika og flestir höfðu þagnað. Eflaust hafa nær allir orðið varir við umræðuna um stöðu al- menningssamgangna á höfuðborg- arsvæðinu sem hefur verið áber- andi á vissum tímapunktum undanfarin ár. Margir virðast sammála um það að þjónustan sem boðið er upp á sé léleg. Færð hafa verið ýmis rök fyrir því hverjir ókostir þess geta verið. Erfitt sé að komast á milli staða, byggja þurfi risaumferðarmann- virki, aukin mengun komi í kjöl- far meiri notkunar einkabíla o.s.frv. Hagkvæmnis- og umhverf- isverndarrök hafa sem sagt helst verið notuð til stuðnings aukinni notkun almenningssamgangna. En hvað um önnur rök?    Eitthvað þarf fólk að gera ámeðan það ferðast um í al- menningssamgöngum. Á leið til vinnu einbeitir stór hópur Íslend- inga sér við aksturinn. Margir stórborgarbúar sitja einbeittir við aðra iðju … lestur. Sala á bókum hefur t.d. aukist mikið í Bretlandi undanfarin ár og telja margir að aukninguna megi að mestu þakka betri almenningssamgöngum í borgum þar í landi. Einna mesta athygli hefur vakið hversu mikið lestur hjá ungu fólki hefur aukist samkvæmt nýlegum könnunum. Ég verð nú að játa það að ég verð oft á tíðum smeykur fyrir hönd hinnar miklu bókaþjóðar þessa dagana, því mér finnst ég sífellt vera að lesa viðtöl við ungt ís- lenskt fólk sem segist ekki lesa bækur. En gott og vel, lestur hef- ur aukist í Bretlandi en hvað er fólk að lesa?    Mér finnst nokkuð athygl-isvert að fylgjast með fólki í almenningssamgöngunum í Lund- únum. Fólk þykist einhvern veg- inn ekki taka hvað eftir öðru en gerir það samt. Fyrst eftir að ég flutti til borgarinnar og var að ferðast einsamall þá brosti ég til fólks og í framhaldi horfði það iðulega á mig eins og ég væri eitthvað vafasamur, eða í besta falli töluvert skrýtinn. Þó svo að fólk sé nú kannski ekki að tapa sér í vinalegheitum er það með- vitað um alla í kringum sig (hugs- anlega enn meira eftir hryðju- verkin) og fylgist grannt með öllu, m.a. því sem fólk er að lesa. Ég er að sjálfsögðu engin und- antekning. Fyrir nokkru virtust allir vera að lesa Söguna af Pí, svo var það Da Vinci lykillinn og Harry Potter, í sérstakri dökkri kápu fyrir fullorðna, var einnig ómissandi. Ég hef aldrei skilið þessa fullorðinskápu. Pælingin er að fólk skammist sín ekki fyrir það að vera að lesa barnabók (þ.e. að aðrir taki ekki eftir því) en vita ekki allir hver Harry Potter er? Nafn hans stendur stórum stöfum á kápunni. Áður nefndar bækur hafa verið þær allra vin- sælustu síðustu árin en nokkrar aðrar hafa verið mjög áberandi í almenningssamgöngunum í Bret- landi undanfarið.    Fær fólk hugmyndir að lesefnimeð því að fylgjast með ókunnugu ferðafélögunum í al- menningssamgöngunum? Það finnst mér mjög líklegt. Benda vinir á spennandi bækur? Pott- þétt. En hvað með bókabúðirnar og útgefendur? Þróunin í Bretlandi virðist vera sú að sífellt sé verið að prenta stærri upplög af vinsælustu titl- unum, en þeim titlum sem fá mestu kynninguna og eru prent- aðir í mjög stórum upplögum fari fækkandi. Afleiðingin er sú að bókaflóran er sífellt að verða ein- hæfari. Bækur tengdar alls kyns verðlaunum og bókaklúbbum vin- sælla sjónvarpsþátta fá bestu plássi í bókabúðunum í Bretlandi, mikið er lagt í kynningu á þeim og þær eru oftast á einhvers kon- ar tilboðsverði. Bækurnar eru oft 50% ódýrari en aðrar nýjar bæk- ur sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum áhrifamanna og -kvenna.    Pistlahöfundur breska dag-blaðsins The Observer gerir einhæft úrval bóka að umtalsefni í pistli síðastliðinn sunnudag. Þar nefnir höfundur að einungis 2–3 prósent af skáldsögum sem fást í breskum bókabúðum séu upp- runalega skrifaðar á öðru tungu- máli en ensku. Bretar viti lítið sem ekkert um heimsbókmenntir og að áherslan hjá breskum út- gefendum sé aðallega á vinsælar breskar og bandarískar bók- menntir. Höfundur nefnir að hann hafi kynnst bókum Halldórs Lax- ness eftir að hafa lesið ritgerðir um stöðu evrópskra bókmennta. Hann segir að lestur bóka Lax- ness hafi haft mikil áhrif á sig og að mörgu leyti hafi hann getað tengt margt í bókunum við heimaland sitt, Skotland og upp- eldið þar. Í verkunum hafi hann fundið hluti sem vanti alveg í þekktu bresku og bandarísku verkin sem hann hafi alist upp með. Höfundur veltir í framhaldi fyrir sér hvort hann hafi ekki far- ið á mis við marga stórkostlega höfunda sem ekki hafi fengið nægilega kynningu í einhæfa um- hverfinu í Bretlandi. Bókaormarnir, almenn- ingssamgöngurnar og einhæfa útgáfan ’Fyrir nokkru virtust all-ir vera að lesa Söguna af Pí, svo var það Da Vinci lykillinn og Harry Potter, í sérstakri dökkri kápu fyrir fullorðna, var einnig ómissandi. ‘ Morgunblaðið/Ómar Margir telja að aukna sölu bóka í Bretlandi undanfarin ár megi að mestu þakka betri almenningssamgöngum í borgum þar í landi. jongunnar@mbl.is AF LISTUM Jón Gunnar Ólafsson Hönnuð var sérstök kápa utan um Harry Potter fyrir eldri lesendur. KJARTAN Guðjónsson hefur ekki haldið sína síðustu sýningu þótt kominn sé á níræðisaldur, nú sýnir hann 21 olíumálverk í Gallerí Fold, öll unnin á þessu ári eða á hinu síð- asta. Eins og oftar er það teikningin sem er helsta einkenni og aðall verka Kjartans, en myndskreyt- ingar hans eru mörgum að góðu kunnar. Það er gjarnan einhver ljúf- ur, blíður blær yfir teikningu Kjart- ans, ljóðrænn andi og ávalar línur. Að mínu mati er hér að finna helstu sérstöðu Kjartans í íslenskri málaralist og ekki væri galið að fá að sjá góða yfirlitssýningu með úrvali verka hans þar sem myndskreyt- ingum hans yrðu einnig gerð álitleg skil. Í málverkum Kjartans er að finna svipaðan andblæ, þar eru teikningin, línurnar og marg- breytilegt litaspil í forgrunni en formræn átök leika minna hlutverk í heildarmyndinni. Í Gallerí Fold er myndefni Kjart- ans bæði fígúratíft og abstrakt og oftar en ekki rennur þetta tvennt saman á myndfletinum. Andlit Kjartans og svipmót þeirra eru kunnugleg og dreymið yfirbragð þeirra dregur fram ákveðna stemn- ingu frekar en að segja sögu. Sama má segja um þorpsmyndirnar sem vísa bæði til málverka frá miðbiki síðustu aldar og vekja upp liðinn tíma, mynd íslenskra sjávarþorpa eins og þau voru fyrir tíma Bónuss, bleikra bensínstöðva og blokkabygg- inga. Hér er litla myndin Stroku- hestur I sérlega geðþekk og eins og í fleiri tilfellum á sýningunni er gam- an fyrir áhorfandann að sjá þemað endurtekið í málverkinu Strokuhest- ur II, hestinn má líka finna í mynd nr 13, Fyrir handan á eyrinni. Í Fold koma sjómenn líka nokkuð við sögu og svipað mótíf á má finna á tveimur myndum, stóru myndinni Brælu þar sem Kjartan notar appelsínurauðan djarflega og í minni mynd, Lognöld- unni 2006. Ljóðrænar abstraktsjónir eru einnig þó nokkrar, sérlega stíl- hrein er t.a.m. mynd nr. 10, Tónar. Það má með sanni segja að lífs- orka listamannsins fari síst dvínandi með hækkandi aldri og heild- arbragur sýningar Kjartans er með ágætum, best þykir mér honum þó takast upp í minni myndunum, þar sem stemningin er innilegri og myndflöturinn síður uppbrotinn í smærri og jafnvel allt að því of brotakenndar einingar. Styrkur og persónuleg einkenni listamannsins koma best fram í drátthögu línuspili og ljóðrænni litagleði, listamaðurinn má þar meira en vel við una. Morgunblaðið/Eggert Strokuhestur l, frá árinu 2006, eftir Kjartan Guðjónsson. Leikandi línuspil og litagleði MYNDLIST Gallerí Fold Hliðarsalur og Efri salur Til 3. september. Opið á verslunartíma. Aðgangur ókeypis. Kjartan Guðjónsson Ragna Sigurðardóttir Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.