Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 44
myspace.com/thejulietkilo myspace.com/pantsyellmusic SMEKKLEYSA og The Reykjavík Grape- vine hafa staðið fyrir sumartónleikaröð alla fimmtudaga í sumar og engin breyting verð- ur á í kvöld. Vegna opnunargleði Smekk- leysu og Elvis í kvöld í nýjum húsakynnum á Klapparstíg 27 verða fyrri tónleikarnir þó með öðru sniði en vanalega. Þeir verða hluti opnunargleðinnar, sem stendur frá kl. 19 til 22. Boðið verður upp á léttar veitingar en fram koma Mr. Silla & Mongoose og tæknó- dúettinn Electrotroll þeytir skífum. Í nýja verslunarrýminu verða einnig Gall- erí humar eða frægð og bókaverslun Nýhils til húsa. Á seinni tónleikum kvöldsins sem hefjast kl. 21 á Café Amsterdam munu Pants Yell, Mr. Silla & Mongoose og The Juliet Kilo spila. Pants Yell kemur frá Boston og hafa gefið út tvær breiðskífur og eina sjö tommu. Hljómsveitin leikur lágstemmt gítarpopp og er á ferðalagi um Evrópu um þessar mund- ir. Hún mun einnig koma fram á Café Amst- erdam annað kvöld ásamt hljómsveitunum Dýrðin, The Foghorns og The Way Down. Dúettinn Mr. Silla & Mongoose hefur vakið mikla athygli undanfarið en meðlim- irnir kynntust við nám í Listaháskóla Ís- lands. Þau sækja áhrif sín í blúsmeistarana Robert Johnson og Leadbelly, en einnig Co- coRosie, MF Doom og Billie Holiday. The Juliet Kilo er tónlistarmaður frá Boston, líkt og Pants Yell, en heitir réttu nafni David Levin. Hann leikur tónlist sem er einskonar sambland af lágstemmdum popptónlistarmönnum á borð við Iron & Wine, Guided By Voices, Belle & Sebastian o.fl. og raftónlistarmönnum á borð við Jim O’ Rourke og Schneider TM. Hann kom ný- verið fram við góðan orðstír í Galleríi humar eða frægð. Tónlist | Pants Yell á sumartónleikaröð Smekkleysu og The Reykjavík Grapevine Pants Yell leikur á tvennum tónleikum hér á Íslandi, í kvöld og annað kvöld. Opnunargleði hjá Smekkleysu og Elvis í kvöld 44 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK Frá leikstjóra Sixth Sense, Signs og Village. PAUL GIAMATTI (SIDEWAYS) SÝNIR STJÖRNULEIK LADY IN THE WATER kl. 6 - 8:20 - 10:40 B.i. 12.ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 9 - 10:30 B.i. 12.ára. SUPERMAN kl. 6 B.i. 10.ára. THE BREAK UP kl. 5:30 - 8 - 10:30 Leyfð SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA úr smiðju Jim Henson Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna með hinum knáa Freddie Highmore úr „Charlie & the Chocolate Factory“ Allt getur gerst ef þú bara trúir á það. TVEIR BRÆÐUR. EIN HELGI. ENGIN SKÖMM. MEÐ CHRIS KLEIN ÚR “AMERICAN PIE” MYNDUNUM. H.J. MBL. eee S.U.S. XFM 91,9 V.J.V. TOPP5.IS eeeeeeee S.U.S. XFM 91,9. eeee TOMMI KVIKMYNDIR.ISB.J. BLAÐIÐ VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON 5 CHILDREN AND IT kl. 6 Leyfð HALF LIGHT kl. 8 - 10:20 B.i.16 PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 6 - 9 STORMBREAKER kl. 8 SILENT HILL kl. 10 B.I.16 MIAMI VICE kl. 8 B.I.12 eee V.J.V - TOPP5.IS 60.000 4 vikur á toppnum á Íslandi ! gestir eee S.V. - MBL Aðalsteinn Guðmundsson hefur stundum verið kallaður Steini Plastik og verið viðloðandi íslensku raf- tónlistarsenuna ansi lengi. Þar hefur hann starfað undir ýmsum nöfnum en gengið hvað best sem Ya- gya; plötunni Rhythm of Snow (2002) var t.a.m. ágætlega tekið víða um heim. Á nýrri plötu sinni – Will I Dream During the Process? – leikur Yagya ambíent- tæknó ekki ýkja fjarri því sem The Orb, Biosphere og Aphex Twin og Autechre sendu frá sér í upphafi fer- ilsins fyrir u.þ.b. fimmtán árum síðan. Frumleiki er ekki efstur á blaði hjá Yagya; tónlistin sver sig á köflum óþægilega í ætt við þegar troðnar slóðir ofangreindra listamanna og tugi annarra. Litlu er bætt við kunn- uglegar en draumkenndar hljóð- myndirnar sem eru í flestum tilfellum drifnar áfram af dynjandi bassa- trommu. Hér eru „pad“-hljóð, herm- istrengir, gervivindur, loftmiklar kvenmannsraddir; bókstaflega allir helstu góðkunningjar lögreglunnar eru samankomnir í þessu næntís- eftirpartíi. Yagya þarf ekki að skammast sín fyrir áferð tónlistarinnar, því hljóð- mynd hvers lags er nær undantekn- ingalaust mjög rík og haganlega sam- sett. Þó að lagasmíðarnar virðist einfaldar við fyrstu hlustun eru þær oft í mörgum lögum og maður heyrir ekki öll smæstu hljóðin nema að leggja sig virkilega eftir því. En þótt hvert lag sé vel unnið og litríkt, eru litirnir þeir sömu frá lagi til lags – þó að manni bjóðist að skoða milljón lit- brigði af fjólubláum þá nennir maður því ekki í klukkustund og kortér. Hljóðin eru alltaf þau sömu, hljóm- arnir virðast svipaðir, byggingin sömuleiðis, og þrátt fyrir margend- urteknar hlustanir hefur gagnrýn- anda ekki enn tekist að skilja eitt lag almennilega frá því næsta. Með aðstoð umslagsins (sem á ekki skilið mikla umfjöllun nema til þess að benda á fjölda fjólublárra lit- brigða, og til að spyrja hvað hafi eig- inlega farið úrskeiðis þegar mynd- irnar voru valdar á það!) má þó greina hápunkta og lágpunkta þótt hvergi sé hvikað langt frá miðlínu. Upphafslagið „Wind and Thunder“ sýnir t.d. hvað best tilfinningu Yagya fyrir byggingu. Smávægilegar og hægar breytingar í styrk, tíðnibreidd, og áferð hinna ýmsu hljóðfæra gera það að verkum að laginu vindur fram með áreynslulausum hætti; ekki of hratt (en það eru algeng mistök í þessari tegund tónlistar) og ekki of hægt (enn algengari mistök). Þessa framvindu hefði mátt yfirfæra á byggingu plötunnar í heild, en hún er ansi langdregin sé hlustað á hana alla í einu. Það er ekki jafnbjart yfir „We Lose Ourselves“ – laginu tekst aldrei að komast almennilega á flug og á þriðju mínútu er maður farinn að þrá þá áttundu þegar laginu loks lýkur. Sama má segja um flest laganna um miðbik plötunnar, t.d. „Like the Noise of Great Waters“ og „Their Blood Is Black and Yellow“. Mun- urinn á þessum lögum og lögunum í upphafi liggur mögulega í tromm- unum og hraðanum; um miðbikið hef- ur dynjandi taktur tæknósins nefni- lega orðið eftir og spennan og krafturinn sem því fylgir sömuleiðis. Undir lokin birtir aftur til; „Change“ hefði t.d. sómt sér ágæt- lega á síðustu Gusgus plötu með smá- vægilegum breytingum og lokalagið „When They Stood, They Let Down Their Wings“ er ekki síðra en verk Tangerine Dream. Fagmannleg vinnsla og flottar pæl- ingar í fyrstu lögunum og þeim sein- ustu tekst því miður ekki að bjarga Will I Dream During the Process fyr- ir horn. Það hefur hreinlega verið samið of mikið af sambærilegri og jafngóðri eða betri tónlist til þess að þessi plata geti náð að skapa sér ein- hverja sérstöðu. Þó að hér sé margt fallegt þá jafnast Will I Dream … einfaldlega ekki á við fegurð Akra- fjalls og Skarðsheiðar. Eins og fjólubláir draumar TÓNLIST Geisladiskur Öll lög eru eftir Aðalstein Guðmundsson. Arnar Helgi Aðalsteinsson hljómjafnaði. Sending Orbs gefa út. 10 lög, 73:59. Yagya – Will I Dream During the Process?  Atli Bollason POPPDROTTNINGIN Ma- donna heldur tónleika í Moskvu í Rússlandi 11. september næst- komandi og mun degi síðar snæða kvöldverð með forseta Rússlands, Vladímír Pútín, og dætrum hans Maríu og Ka- týu. Ónefndur heimild- armaður breska götu- blaðsins Sun heldur þessu fram. Heimildarmaðurinn segir Madonnu hafa langað mikið til að hitta Pútín en hann hafi verið tvístígandi. Dætur hans séu hins vegar miklir aðdáendur Mad- onnu og það hafi ráðið úrslitum. Madonna mun þá nota tækifær- ið og ræða heimsmálin við Pútín. Svo gæti farið að tónleikarnir verði ekki haldnir á þeim stað sem fyrirhugað var, af ótta við að háskólanemar fari sér að voða. Nemar við Lomonosov- háskólann, sem er í beinni sjón- línu við tónleikastaðinn, geta horft á tónleikana frá gluggum skólans og hætta er talin á því að þeir detti út um gluggana. Tónlist | Madonna í Moskvu Snæðir kvöldverð með Pútín og dætrum hans Reuter Madonna á aðdáendur í Kreml. Vladimir Putin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.