Morgunblaðið - 24.08.2006, Side 45

Morgunblaðið - 24.08.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 45 Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgun- blaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. Vel launuð líkamsrækt − fyrir fólk á öllum aldri H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Staðfest hefurverið að kvikmyndaverið Paramount Pict- ures og kvik- myndaleikarinn Tom Cruise hafi ákveðið að rifta fjórtán ára fram- leiðslusamningi sínum og segir fulltrúi dótturfyr- irtækis Paramount að rekja megi það til óviðunandi hegðunar Cruise að undanförnu. Þetta kemur fram á fréttvef Yahoo. „Þrátt fyrir að við kunnum afar vel að meta hann persónulega þá teljum við ekki rétt að endurnýja samninginn, segir Sumner Red- stone, framkvæmdastjóri Viacom Inc. í viðtali við Wall Street Journal. „Hegðun hans að undanförnu hefur ekki verið Paramount að skapi.“ Paula Wagner meðeigandi Cruise í kvikmyndafyrirtækinu Cruise/ Wagner Productions segir ummæli Redstone dónaleg og óvirðuleg. „Hvað svo sem herra Redstone finnst um Tom Cruise persónulega eða sem leikara þá hefur það ekkert með viðskiptasamninginn að gera,“ segir hún og bætir því við að það hafi verið þau Cruise sem ákváðu að rifta samningnum. „Það hlýtur eitthvað annað að liggja að baki því að kvik- myndaverið kýs að taka einn tekju- stofn sinn og rægja hann með þess- um hætti,“ segir hún og staðhæfir að rekja megi um 15% af tekjum Pa- ramount á síðasta ári til kvikmynda Cruise.    Hljómsveitin The Pixies er afarósátt með nýja heimildarmynd þar sem rokksveitinni var fylgt eftir á tónleikaferðalagi, en hljómsveit- armeðlimirnir gagnrýna kvik- myndagerðarmennina fyrir að hag- ræða ýmsu til þess að fá sögu. Í Loud Quiet Loud, sem var frum- sýnd á kvikmyndahátíðinni í Ed- inborg í gær, segir frá tónleika- ferðalagi sem sveitin fór í árið 2004 þegar hún kom saman á nýjan leik. Hljómsveitin er afar ósátt með það hvernig farið er með persónuleg málefni í myndinni, sem þeir Steven Cantor og Matthew Galkin leik- stýrðu. Frank Black, söngvari The Pixi- es, segir: „Ég hef ekkert á móti myndinni eða kvikmyndagerð- armönnunum, en þeir hafa hagrætt öllu. Þeir vildu sögu og sagan varð þessi spenna innan hljómsveit- arinnar og hversu illa okkur kom saman, og hvernig Dave (Lovering, trymbill hljómsveitarinnar) var á niðurleið. Aftur á móti var það í raun Dave sem hélt okkur saman,“ sagði Black. „Kim (Deal, bassaleikari) var alls ekki ánægð með myndina. Það er eins og hún sé ekki á staðnum í myndinni, með bjórinn sinn og keðjureykjandi. Það leit út eins og við værum nýbúnir að draga hana upp úr ræsinu.“    Tónlistarkonan og Penetreitor-leikstjórinn Kristín Eysteins- dóttir mun um helgina ganga að eiga kærustu sína Katrínu Oddsdóttur. Af því tilefni var Kristín gæsuð í gær og var liður í þeirri uppá- komu óvæntir tónleikar á Hressó. Tón- leikarnir voru fyrst og fremst óvæntir fyrir Kristínu þar sem hún sjálf átti að spila og syngja óskalög úr salnum án nokkurs undirbúnings. Að sögn viðstaddra stóð gæsin sig vel en henni til halds og trausts var fyrrum Bellatrix-bassaleikarinn Kidda rokk.    Laugardaginn 9. septembernæstkomandi mun Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi Í svörtum fötum, taka að sér gesta- hlutverk í söng- leiknum Foot- loose. Jónsi leysir af Guð- mund Inga Þor- valdsson á þessari einu sýningu og mun fara með hlut- verk Tona, kærasta Evu, sem leikin er af Höllu Vilhjálmsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jónsi reynir við leiklistina, en hann lék meðal annars í Grease sem var sett upp í Borgarleikhúsinu árið 2003. Þá leikur hann einnig í Hafinu bláa sem verður tekið aftur til sýn- ingar í Austurbæ í september. Söngleikurinn Footloose er byggður á samnefndri dansmynd eftir Dean Pithcford sem kom út ár- ið 1984. Árið 1998 var söngleikurinn síðan settur á svið á Broadway og hefur hann verið sýndur víða um heim við miklar vinsældir. Hér á landi var söngleikurinn frumsýndur í Borgarleikhúsinu 29. júní síðastliðinn. Fólk folk@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI Frá leikstjóra Sixth Sense, Signs og Village. PAUL GIAMATTI (SIDEWAYS) SÝNIR STJÖRNULEIK V.J.V. TOPP5.IS eeee eeee S.U.S. XFM 91,9. eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS eee S.V. Mbl. KVIKMYNDIR.IS 60.000 GESTIR JAMIE FOXX COLIN FARRELL SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA "COLLATERAL" OG "HEAT" B.J. BLAÐIÐ LADY IN THE WATER kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12.ára. LADY IN THE WATER LUXUS VIP kl. 5:30 - 8 - 10:20 5 CHILDREN AND IT M/- ensku tal. kl. 4 - 6 PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5 - 7 - 8 - 10 B.i. 12.ára. THE LONG WEEKEND kl. 8 - 10:10 B.i. 14.ára. OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 4 - 6 Leyfð OVER THE HEDGE M/- ensku tal. kl. 11 Leyfð SUPERMAN kl. 8 B.i. 10.ára. BÍLAR M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð LADY IN THE WATER kl. 5:40 - 8:10 - 10:30 B.i. 12.ára. DIGITAL SÝN. 5 CHILDREN AND IT M/- ensku tal. kl. 4 - 6 MIAMI VICE kl. 8 - 10:45 B.i. 16.ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8 - 11 B.i. 12.ára. DIGITAL SÝN. OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð DIGITAL SÝN. OVER THE HEDGE M/- ensku tal. kl. 4 - 6 Leyfð DIGITAL SÝN. eee „Þrusugóð glæpamynd“ Tommi - kvikmyndir.is eee V.J.V - TOPP5.IS 4 vikur á toppnum á Íslandi ! eee S.V. - MBL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.