Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU VIÐSKIPTAHÚSIÐ hefur undir- ritað sölusamning á Hafnarey SF 36 til Rússlands. Skipið verður gert út frá Murmansk. Hafnarey SF 36 er í eigu Kross- eyjar ehf. en það fyrirtæki var fyrr á þessu ári selt til Ingimundar hf. Í Reykjavík og hafði Viðskiptahúsið einnig milligöngu um þau viðskipti. Togarinn Hafnarey SF liggur nú í Reykjavíkurhöfn og er fyrirhugað að hann leggi af stað í dag, fimmtu- dag, áleiðis til Noregs og þaðan til Rússlands. Togarinn mun stunda togveiðar í Barentshafinu. „Eftirspurn er eftir góðum tog- bátum til Murmansk og ein ástæða þess að Rússarnir leita hingað er sú að hér eru yfirleitt bátar og skip í góðu ástandi og uppfylla flest þau skilyrði sem farið er fram á af hálfu kaupenda. Við erum að vinna núna í samningum um 2 önnur skip til Rússlands sem vonandi klárast innan skamms tíma en það tekur oft langan tíma og mikla vinnu að ljúka samningum við rússneska kaupendur,“ segir Þórir Matthías- son, framkvæmdastjóri Viðskipta- hússins. Hafnarey seld til Rússlands Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is VEIÐIEFTIRLIT Hafrannsókna- stofnunar lokaði stóru svæði á Hala- miðum á mánudag eftir að í ljós kom við skoðun á afla að um 49% af óskil- greindum fisktegundum í sýnum reyndust undir viðmiðunarmörkum. Svæðið hefur verið lokað af og til í sumar vegna smáfisks. Á svæðinu fengu skipin vænan þorsk þegar tog- að var niður í kantinn en þau sem voru að flýja þorskinn fundu góðan ufsa og karfa í bland, þegar togað var norður Barðið. Mikið er um síld á svæðinu sem slær sér niður á nóttinni og greini- legt að fiskurinn eltir ætið og er í veiðanlegu ástandi fyrir togarana. Nokkur frystiskip fengu frá sex og upp í 20 tonn af ufsa sem gerði þeim mögulegt að halda uppi fullri vinnslu þar sem þorskkvótinn leyfði ekki frekari þorskvinnslu. Á svæðinu voru einnig ísfisktogarar og bátar. Skipstjórar voru ekki sáttir er þeir fengu tilkynningu um lokun því mikill munur var á fiski eftir holum. Misstór sýni tekin Í samtali sem Morgunblaðið átti við eftirlitsmann á miðunum fyrir skömmu, taka eftirlitsmenn Fiski- stofu sýni úr aflanum sem eru mis- stór eftir aflamagni og er reglan sú að ef 25% af sýninu er undir 55 cm kallar það á lokun. Tekin eru fleiri sýni til að ganga úr skugga um að viðkomandi sýni sé ekki einstakt eða tilviljun þannig að reynt er að full- vissa sig um að smáfiskur flæði yfir viðkomandi svæði áður en ákvörðun um lokun er tekin. Eftirlitsmaður Fiskistofu hefur samband við veiði- eftirlit Hafrannsóknastofnunar en þar er fiskifræðingur á vakt sem tek- ur á móti upplýsingum og sendir út tilkynningu til skipa um skyndilokun sé þess þörf. Hafrannsóknastofnun lokar Halanum vegna smáufsa Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Á sjó Karlarnir á Baldvini Njálssyni GK vefja stroffu vel utan um belginn til að hífingin með gilsinum á þungu trollinu gangi betur. Ef 25% af sýninu eru undir 55 cm kallar það á lokun „VIÐ ætlum að halda það hátíð- legt að herinn er að fara brott og 1. október verður landið herlaust í fyrsta sinn í 66 ár,“ segir Ólafur Hannibalsson, einn forsvars- manna Þjóð- arhreyfing- arinnar en á blaðamannafundi í gær var kynnt dagskrá almenns borgarafundar og hátíðarhalda sem Þjóðarhreyfingin stendur að á NASA við Austurvöll á sunnudag. Tilefnið er að þá verður erlendur her farinn frá Íslandi. Ólafur sagði að vera hersins hefði undanfarna áratugi klofið þjóðina gersamlega í fylkingar. Ákveðinn minnihluti hefði alla tíð barist gegn veru hers- ins en „svo var stór, þögull meiri- hluti sem aldrei var sáttur við dvöl hersins hér og hlýtur að fagna því þegar þeir losna við hann. Meðal annars af því tilefni hefur Matthías Johannessen ort kvæði sem verður frumflutt á þessari hátíð, en kvæðið nefnir hann 1. október. Ég held að það gefi vel til kynna að jafnvel þeir sem sættu sig við dvöl hersins en töldu hann illa nauðsyn, þeim léttir núna. Við teljum þess vegna fulla ástæðu til þess að skapa vett- vang fyrir fólk til að sýna þennan fögnuð sinn og láta hann í ljós. Helst vildum við að landsmenn allir héldu upp á daginn með því að flagga þennan dag,“ sagði Ólafur. Vonandi ekki erlendur her aftur Bandaríkjamenn hafi tekið af skarið og telji enga ástæðu fyrir því að vera hér með her. „Við hljót- um að fagna þeirri ákvörðun. Við vonum að það komi ekki til þess að hér þurfi að hafa erlendan her aft- ur,“ sagði Ólafur. Þjóðarhreyfingin líti svo á að Al- þingi eigi á þeim tímamótum sem nú hafi orðið að taka utanríkis- og öryggismál Íslands til umfjöllunar og ráða til lykta hvað eigi að ger- ast. „Við lítum ekki svo á að þetta geti verið einkamál nokkurra ráð- herra í ríkisstjórninni og Banda- ríkjamanna,“ sagði Ólafur. Hátíðin á sunnudag hefst klukk- an 14 og mun Jón Baldvin Hanni- balsson, fv. utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkj- unum flytja ræðu, Pétur Gunn- arsson rithöfundur mun ávarpa fundinn. Þá munu m.a. Bogomil Font, Steindór Andersen og barna- kór koma fram. Fagna herlausu landi »Bandarísk yfirvöld til-kynntu 15. mars í vor að bandaríska varnarliðið færi senn af landi brott. » Þá voru hér 1.242 varnar-liðsmenn en í sumar var þeim fækkað jafnt og þétt. » Í byrjun ágúst voru um 300hermenn eftir á landinu »Varnarliðsmennirnir verðaallir farnir á sunnudag, 1. október, en Þjóðarhreyfingin hefur boðað til fundar og hátíð- arhalda á Nasa. Í HNOTSKURN HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt karlmann á fertugsaldri til greiðslu 170 þúsund króna fyrir fíkniefnabrot auk 34 þúsund króna í sakarkostnað. Lögregla gerði hús- leit á heimili mannsins í janúar sl. og fundust þar 0,06 grömm af tóbaks- blönduðu kannabisefni og 241 kannabisfræ. Greiði ákærði ekki sektina innan fjögurra vikna þarf hann að sitja í fangelsi í 12 daga. Ákærði hefur áður gerst brotlegur gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Í desember árið 1994 var hann dæmd- ur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt og sviptur ökuleyfi í þrjú ár. Auk þess var maðurinn dæmdur í mars árið 1999 fyrir brot á umferð- arlögum og þurfti þá að greiða 25 þúsund krónur. Ástríður Grímsdóttir héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Gunnar Örn Jónsson fulltrúi flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Dæmdur fyrir kanna- bisfræ OPNUM spjallvef á www.press.is vef Blaðamannafélagsins hefur verið lok- að tímabundið. Að sögn Birgis Guð- mundssonar, ritstjóra Blaðamanns- ins og umsjónarmanns press.is, er ástæðan sú að í sumar hefur borið á síendurteknum innrásum frá erlend- um klámsíðum og sölumönnum sem sendu upplýsingar sjálfvirkt inn á vefinn. Aðspurður segir hann líklegt að spjallvefnum verði lokað í allt að hálfan mánuð meðan verið sé að finna leið til þess að sporna við slíkum sendingum í samráði við tæknimenn. Segir Birgir að einnig sé verið að skoða með hvaða sniði spjallvefurinn skuli vera eftir opnun og segir hann að komið hafi til tals að breyta honum á þann hátt að hann verði aðeins op- inn og aðgengilegur fyrir fé- lagsmenn, en hingað til hefur vefur- inn verið opinn fyrir allan almenning. Segir hann vonir standa til að sú breyting verði til þess að efla um- ræðuna meðal fjölmiðlamanna og stuðla að því að gera umræðuna fag- legri á allan hátt. Loka spjall- vef sínum ♦♦♦ Matthías Johannessen Morgunblaðið/Eyþór Brottför fagnað Yfirskrift hátíðarhalda Þjóðarhreyfingarinnar á sunnudag er Vopnin kvödd. „ÉG ER himinlif- andi, þetta er glæsilegt, fallega gert og mikil hvatning,“ segir Árni Johnsen en honum hafa borist á tólfta hundrað undirskriftir þar sem skorað er á hann að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suð- urkjördæmi fyrir komandi alþingis- kosningar. Þrátt fyrir að fá allan þennan fjölda af áskorunum hefur Árni þó ekki gert upp hug sinn, en segist þó ekki ætla að láta bíða eftir sér lengi og er svars að vænta frá hon- um mjög fljótlega. Undirskriftasöfnunin fór af stað um miðjan ágústmánuð og hófst þannig að nokkrir einstaklingar tóku sig saman og byrjuðu að safna. Undir- skriftalistar lágu ekki frammi neins staðar en menn tóku lista með sér til vinnu og gengu þannig manna á milli. „Það er svo skemmtilegt að þetta er frá hinum almenna grunni fólksins í kjördæminu,“ segir Árni og segir undirskriftir frá fólki úr nánast öllum byggðakjörnum Suðurkjördæmis, úr sveitum víða og utan af sjó. „Til dæm- is í dag [í gær] fékk ég fax utan af sjó, frá bát þar sem tíu menn eru um borð. Þar voru átta sem skrifuðu undir og það var mjög hlýlegt að fá slíkan stuðning. Þetta er gaman því maður hefur verið að vinna fyrir þetta fólk og vill vinna fyrir það áfram.“ Hlýlegt að fá slíkan stuðning Mikill fjöldi skorar á Árna Johnsen Árni Johnsen ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar var fluttur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í gær eftir bíl- veltu á Grafningsvegi en skv. upp- lýsingum frá lækni á slysadeild er hann ekki alvarlega slasaður. Auk ökumanns var lítið barn í bílnum en það sakaði ekki. Öku- maðurinn var fastur í bílnum og þurfti að beita klippum til að ná honum út. Slasaðist í bílveltu á Grafningsvegi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.