Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 27
THOMAS F. Hall, einn
af aðstoðarvarn-
armálaráðherrum
Bandaríkjanna, segir
að samkomulag ís-
lenskra og banda-
rískra stjórnvalda í
varnarmálum sé til
hagsbóta fyrir bæði
ríkin. „Ég tel að sam-
komulagið sé gott fyr-
ir bæði ríkin,“ segir
hann, en Thomas F.
Hall sat einnig í samn-
inganefnd Banda-
ríkjamanna.
Eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær
er í nýrri varnaráætlun, sem ís-
lensk og bandarísk stjórnvöld hafa
náð samkomulagi um, gert ráð fyr-
ir því að varnir Íslands verði
tryggðar með hreyfanlegum við-
búnaði og liðsafla Bandaríkjahers.
Thomas F. Hall ítrekar, þegar
hann er spurður út í áætlunina, að
Bandaríkin muni áfram standa við
ábyrgð sína á vörnum Íslands.
Bandaríkin hafi skuldbundið sig til
þess að koma Íslandi til varnar, ef
á þurfi að halda. „Samskipti
ríkjanna verða áfram sterk,“ segir
hann, „og ábyrgð okkar á vörnum
Íslands er enn til staðar.“
Þegar hann er spurður hvort
hann telji það viðunandi að Ísland
sé eina ríki NATO án loftvarna
segir hann að það sé ekki nákvæmt
að orða spurninguna
á þennan hátt.
„Skapist ógn á Ís-
landi munu Banda-
ríkin leggja til loft-
varnir,“ segir hann
og bætir því við að
bandaríski herinn sé
með hreyfanlegar
loftvarnir víða um
heim. Hann geti
brugðist við óvissu-
ástandi hér á landi
ýmist með flugvélum
eða skipum.
Í svokölluðum
skilasamningi milli
Bandaríkjanna og Ís-
lands, um skil á landi og mann-
virkjum, er gert ráð fyrir því að Ís-
lendingar taki við öllum
mannvirkjum Bandaríkjahers, en
sjái jafnframt alfarið um að
hreinsa varnarsvæðin. Spurður út
í þetta segir hann að Bandaríkja-
her hafi ávallt gætt þess að ganga
vel um varnarsvæðin. Hann ítrek-
ar sömuleiðis að gert sé ráð fyrir
því að Bandaríkjamenn og Íslend-
ingar muni leysa það sameiginlega
komi fram ný vandamál í umhverf-
ismálum á næstu fjórum árum.
Að lokum segir hann aðspurður
að samkomulag Íslands og Banda-
ríkjanna vegna brotthvarfs Banda-
ríkjahers sé svipað því og gert hafi
verið vegna lokunar bandarískra
herstöðva víða um heim.
Samkomulagið gott
fyrir bæði ríkin
Thomas F. Hall
un og um-
narsvæðis
Félaginu
ábyrgð á
nús gerir
gðiseftirlit
með þeirri
ið hreins-
ar og við-
miklar
eingöngu
segir að í
a af olíu-
r yfirleitt
g sprung-
ekki einu
að grunn-
onum nið-
stur.“
hafi verið í
m jarðvegi
nda fyrir
þess að
skila því
il stóð að
r að auki
var mengun á svæðinu mun meiri en
á þeim svæðum sem nú á að skila,
segir Magnús.
Hreinsunin fór þannig fram að
jarðvegurinn var tekinn og settur í
ákveðna garða, hvar bakteríur voru
látnar éta upp olíuna, og þar með
hreinsa hana úr jarðveginum. Að því
búnu var hægt að nota jarðveginn
hvar sem var, segir hann. Ekki var
hins vegar unnt að hreinsa bergið
undir jarðveginum, en að sögn
Magnúsar munu jarðvegsgerlar
hreinsa olíuna burt úr berginu á
löngum tíma.
Magnús hefur meiri áhyggjur af
gömlum öskuhaug á varnarsvæðinu
við Hafnaveginn á Suðurnesjum.
Hann segir að haugurinn hafi verið
notaður af Bandaríkjaher fram til
ársins 1976. „Við vitum ekki hvað
var sett í þennan haug en vitum þó
að á þeim tíma voru notuð ýmis efni
sem menn áttuðu sig seinna á að
væru skaðleg umhverfinu. Við vilj-
um að gengið sé frá þessum haug í
samræmi við nýjustu aðferðir.“
Þegar Magnús er beðinn um að
lýsa þeim aðferðum segir hann:
„Vatnsheldir dúkar eru settir ofan á
hauginn, þannig að ekki fari regn-
vatn í gegnum hann. Síðan eru bor-
aðar könnunarholur niður í grunn-
vatnið í kringum hann og tekin sýni
úr því á hverju ári, til að kanna hvort
eitthvað komi fram sem valdi
áhyggjum.“ Magnús hefur einnig
nokkrar áhyggjur af öðrum haug
sem er á Stokksnesi.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
sagði á blaðamannafundi í fyrradag
að sett yrði í forgang að loka göml-
um haugum og urðunarstöðum.
Magnús er því sammála. Hann segir
sömuleiðis brýnt að hreinsa PCB-
menguð svæði. PCB-efni úr jarð-
vegi er eytt á þar til gerðum hreins-
unarstöðum erlendis.
seftirlits Suðurnesja segir mengun á varnarsvæðinu mismikla
t
á
rigð-
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Umhverfishreinsun Olíumengaður jarðvegur á Nikkelsvæðinu svonefnda, í nágrenni Keflavíkur og Njarð-
víkur, var hreinsaður fyrir nokkrum árum, er Bandaríkjamenn skiluðu svæðinu til Íslendinga.
„FYRST og fremst
fagna ég því að það skuli
vera orðið svo friðvæn-
legt að Ísland skuli geta
verið herlaust land að
jafnaði. Þetta er gleði-
dagur í sögu þjóðarinn-
ar.“ Þetta segir Þór
Whitehead, prófessor í
sagnfræði við Háskóla
Íslands, og sérfræðing-
ur í varnarmálum, um
samkomulag íslenskra
og bandarískra stjórn-
valda vegna varnar-
mála, sem upplýst var
um á þriðjudag.
„Ég tel að þetta samkomulag sé í
grundvallaratriðum vel ásættanlegt
fyrir Íslendinga. Ég held að það varði
mestu að það sé tryggt að þetta varn-
arsamstarf haldi áfram,“ segir Þór.
Hann segir þetta einnig gleðidag
fyrir sig og aðra sem stutt hafi vest-
rænt samstarf. Þeir hafi trúað því að
það myndi á endanum leiða til þess að
friðardagar rynnu upp, og sá friður
yrði friður með frelsi, eins og nú sé
raunin.
„Við njótum þarna tryggingar fyrir
okkar öryggi af hálfu Bandaríkja-
manna, það er aðalatriðið í þessu. Þá
hverfur hugurinn aftur til 1949 þegar
Íslendingar gengu í Atlantshafs-
bandalagið. Þá var það skýrt tekið
fram að hér ættu ekki að vera her-
varnir á friðartímum. Nú er það óum-
deilanlegt að þessir friðartímar eru
runnir upp í okkar álfu, þótt það séu
ýmsar blikur á lofti. Ég tel að við
þeim sé brugðist með þessari trygg-
ingu.“
Þór segir að með þessum samningi
sé ljóst að nú sé komið að Íslending-
um sjálfum að leika mun stærra hlut-
verk í vörnum landsins en áður var.
Nú sé það undir íslenskum stjórn-
völdum komið að tryggja að jafnaði
lágmarksöryggi á Keflavíkurflug-
velli.
„Við verðum að leysa
þau mál og gera mun
meiri kröfur til okkar
en verið hefur. Það
minnir einnig á fyrri
tíð, og umræður eftir
inngöngu okkar í Atl-
antshafsbandalagið um
það hvernig Íslending-
ar gætu tryggt að flug-
vellir hér á landi stæðu
ekki opnir og óvarðir.
Það er merkilegt að nú
sé þessi spurning kom-
in upp aftur,“ segir Þór.
Hann segir að sýna
þurfi ákveðna yfirveg-
un þegar rætt er um að Íslendingar
taki að sér hreinsun á menguðum
svæðum. „Í fyrsta lagi hafa Íslend-
ingar orðið aðnjótandi bandarískrar
fjárhagsaðstoðar næstum því óslitið
frá því árið 1941. Það eru liðin 65 ár
sem Íslendingar hafa notið hvers
kyns fjárhagsstuðnings og fríðinda
frá Bandaríkjunum.“
Haft varnir að féþúfu
„Margar aðrar þjóðir hafa þurft að
leggja mjög hart að sér í varnarmál-
um til að gæta öryggis síns og engir
meira en hlutlaus ríki í Evrópu – þar
sem fjárframlög til varnarmála hafa
verið hærri en í þeim löndum sem eru
í bandalögunum. Við höfum að vissu
leyti getað haft þessar varnir að fé-
þúfu og mér finnst ekki að leiðarlok-
um að við séum í þeirri stöðu að geta
gert miklar kröfur á Bandaríkjamenn
í þessum efnum, sér í lagi miðað við
það sem við fáum í okkar hlut þarna,“
segir Þór.
Hann segir að auðvitað hafi hann
sem íslenskur skattgreiðandi viljað
að Bandaríkjamenn þrifu upp eftir
sig en bendir á að engin ástæða sé til
að ætla að hægt hafi verið að semja á
öðrum nótum en annars staðar í Evr-
ópu þar sem Bandaríkjamenn hafa
lokað herstöðvum.
Samkomulagið
viðunandi
Gleðidagur í sögu þjóðarinnar að Ís-
land geti verið herlaust land að jafnaði
Þór Whitehead
mun taka
tum flug-
elgi, en
varnarliðs-
maí sl.
arfs-
ar til að
efni.
órn-
ni ís-
ð brottför
þriðjudag
afi verið
verði úr
árstofn-
vegna eft-
lofthelgi
araldsson,
unar, stað-
gunblaðið
ni taka að
komið í
ugumferð-
flugvélum í loft-
helgi Íslands frá
þeim tíma.
„Það hefur verið
beðið um að við
sinntum því að
vakta umferð
óþekktra flugvéla.
Það verkefni höfum
við tekið að okkur
og leysum það með
okkar tæknibúnaði
og fólki. […] Við
lesum úr þessum
merkjum og látum
viðeigandi aðilum í
té upplýsingar ef
slík loftför birtast,“
segir Ólafur. „Við leysum þessi
atriði með öruggum hætti, en ég
vil ekki fara út í tæknilegar út-
listanir á því. Við erum með
búnað sem við erum að setja í
gang núna.“
Ólafur segir að Ratsjár-
stofnun hafi átt þann búnað sem
þarf til að hægt sé að fylgjast
með óþekktum loftförum. Ekki
þurfi að bæta við starfsmönnum
til að sinna þessu eftirliti.
Spurður hvort þetta hafi kostn-
aðarauka í för með sér sagðist
Ólafur ekki geta upplýst það, né
hver beri kostnað sem af þessu
kunni að hljótast.
Flugöryggi og löggæsla
Ef óþekkt flugvél kemur inn í
íslenska lofthelgi og sést á
ratsjá munu því starfsmenn
Ratsjárstofnunar láta Flug-
málastjórn vita. „Það er vegna
flugöryggis, en svo koma til
önnur atriði sem varða löggæslu
og annað þess háttar,“ segir
Ólafur. Hann vildi ekki upplýsa
nánar um viðbrögð verði vart
við slíkar flugvélar. Ólafur vildi
ekki heldur upplýsa hvort það
kerfi sem notað var í stjórnstöð
varnarliðsins, sem gerði orr-
ustuþotum kleift að athafna sig
hér við land, verði gangsett á
ný.
arstjórar Flugmála-
stjórnar einungis
eftirlit með flug-
vélum sem eru með
sérstaka ratsjár-
svara í gangi.
Hægt er að slökkva
á slíkum ratsjár-
svörum og þar með
verður viðkomandi
flugvél ekki sýnileg
flugumferð-
arstjórum.
Eftirlit með
óþekktum flug-
vélum var áður á
hendi varnarliðsins,
sem var með
stjórnstöð á varnarsvæðinu á
Keflavíkurflugvelli til að sinna
því eftirliti. Stjórnstöðin gat svo
brugðist við með því að senda
orrustuþotur til móts við óþekkt
loftför, yrði þeirra vart. Stjórn-
stöðinni var hins vegar lokað í
byrjun sumars, og hefur ekkert
eftirlit verið haft með óþekktum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
tirlit var áður á hendi varnarliðsins, sem var með stjórnstöð á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli til að sinna því.
sjárstofnun mun sinna eft-
með óþekktum flugvélum
Ólafur Örn Haraldsson