Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 19 AUSTURLAND Á málþingi SSA var m.a. fjallað um aðila vinnu- markaðarins og innflytjendur á Austurlandi. Haf- liði Hafliðason hjá Þróunarstofu Austurlands, sem vinnur í starfshóp um málefni inn- flytjenda, sagði nokkur atriði mikilvægari en önnur hvað atvinnulífið varðaði og brýnt að atvinnurekendur væru vel upplýstir. Nefndi hann nauðsyn þýðinga á ráðningarsamningum, að atvinnu- rekendur tilkynntu sveitarfélögum án tafar um erlenda starfsmenn og að greiður aðgangur þyrfti að vera að túlkum. Erlent starfsfólk ætti að hafa greiðan aðgang að grundvallar- upplýsingum á vinnustöðum, t.d. gegnum netið þar sem alls óvíst væri að það hefði aðgang að slíku heima við, námskeið til handa atvinnulífinu um fjölmenningarlega vinnustaði væru nauðsyn og veita bæri góðar grunnupplýsingar í fyrsta starf- sviðtali. Hafliði benti á nauðsyn þess að innflytjendur fái menntun frá heimalandi metna. „Verði þetta að veruleika mun það skila sér í betri starfsanda, vinnuafli og afköstum.“ Aðgerða þörf í at- vinnulífinu Erlent vinnuafl er víða um land. MANUELA Rei- mus vinnur í bak- aríi í Fellabæ og flutti til landsins frá Póllandi í júní sl. Hún er gift og á fjögur börn. Hún lýsti því á málþingi SSA um málefni innflytj- enda hversu erf- iðlega hefði gengið að fá dvalarleyfi, kennitölu og atvinnuleyfi. Gögn hefðu ítrekað týnst í kerfinu og tekið mikinn eft- irrekstur og tíma að koma þessum hlutum á hreint. Fjölskyldan hefði jafnframt lent í húsnæðishraki og erfiðleikum vegna skólasóknar barnanna, þrátt fyrir velvilja skóla- yfirvalda á Fljótsdalshéraði. Gífurlega erfitt að komast í kerfið Manuela Reimus frá Póllandi. NIÐURSTÖÐUR málþings SSA eru m.a. að unnið er að málefnum inn- flytjenda á mörgum vígstöðvum og þarf að koma þeirri vinnu í einn skilvirkan farveg. Stefnumótun er langt komin og framkvæmd í aug- sýn. Fjármagn þarf frá ríkisvaldinu og forgangsröðun innan einstakra sveitarfélaga. Innflytjendur eiga að taka þátt í stefnumótun og fram- kvæmd og huga þarf sérstaklega að virðingu í samskiptum og börnum. Huga þarf að börnunum Egilsstaðir | Starfshópur á vegum Sambands sveitarfélaga á Austur- landi (SSA) hefur undanfarið unnið að stöðumati á málefnum íbúa af er- lendum uppruna í fjórðungnum. Hópurinn rannsakar hvar má bæta um betur og skilar niðurstöðum í vetrarbyrjun. „Okkur ber að gera það sem í okk- ar valdi stendur til að fólk af erlend- um uppruna nái hér fótfestu,“ sagði Sæunn Stefánsdóttir, formaður Inn- flytjendaráðs, á málþingi um Fjöl- menningarlegt Austurland sem haldin var af SSA á þriðjudag. „Það tekst ekki nema með samhentu starfi ríkis og sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, frjálsra samtaka og þ.m.t. samtaka innflytjenda.“ Sæunn sagði skorta á heildarsýn í þessum málaflokki, m.a. hvernig þjóðin vilji taka á móti innflytjendum og sé það verkefni Innflytjendaráðs að gera tillögur um stefnu til stjórn- valda og eftir atvikum að koma að framkvæmd hennar. Hún segir ljóst að íslenskukunnátta sé lykill inn- flytjenda að samfélaginu. „Innflytj- endur eru almennt ánægðir með leikskólana en hafa áhyggjur af ung- mennum sem gengur illa að fóta sig í nýju samfélagi og þurfa að læra sam- tímis íslensku og ensku. Þeir vilja aukna aðstoð við heimanám barna sinna, eru sammála um að móður- málið sé nauðsynlegur grunnur til að byggja annað tungumál ofan á, al- menn ánægja virðist vera með heilsugæslu og félagsþjónustu, en húsnæðismál hafa reynst mörgum erfið.“ Hún segir allra brýnustu að- gerðir stjórnvalda að veita innflytj- endum strax greinargóðar upplýs- ingar, s.s. leiðsögn um íslenskt samfélag og upplýsingar um fram- boð og aðgengi að vönduðu íslensku- námi fyrir fullorðna, bæði á vinnu- markaði og utan hans. Brugðist við fjölmenn- ingarlegu Austurlandi Vönduð upplýsingagjöf og íslenskukennsla brýnustu málin Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fótfesta á Íslandi Á málþingi SSA um fjölmenningarlegt Austurland var farið yfir stöðuna og áherslur í málefnum íbúa af erlendum uppruna. LANDIÐ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Raufarhöfn | Hafin er hleðsla grjóts í Heim- skautsgerðið við Raufarhöfn. Hófst vinnan við hátíðlega athöfn á Raufarhöfn á jafndægrum á hausti. Þar mættu hátt í eitt hundrað manns, meðal annars þingmenn kjördæmisins og sveitarstjórn. Heimskautsgerðið verður stærsta útilista- verk landsins. Það er staðsett á hæð skammt frá þorpinu á Raufarhöfn, Melrakkaási. Þar hefur verið gert plan undir gerðið sem verður hlaðinn hringur með 46 metra ummál. Erlingur Thoroddsen, hótelstjóri á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn, er frumkvöðull verkefnisins og fékk hugmyndina fyrir um átta árum. „Þegar ég kom hingað norður fannst mér birtan svo mögnuð og miðnætursólin að ég vildi gera eitthvað með hana,“ segir Erlingur. Hann var fyrst með hugmynd um að gera þarna sólúr en hún hefur þróast í miklu stærra verkefni í samvinnu þeirra Hauks Halldórs- sonar listamanns sem hefur hannað gerðið. Tilgangurinn er að búa til aðdráttarafl fyrir ferðafólk. Erlingur bendir á að Raufarhöfn verði komið út á enda, á svipaðan hátt og Hvammstangi og Grenivík, þegar nýr vegur verði lagður yfir Hólaheiðina og þá verði um tuttugu kílómetrar til Raufarhafnar, frá aðal- leiðinni. Hann telur að Heimskautsgerðið geti orðið sá segull sem fær ferðafólk til að leggja leið sína fyrir Melrakkasléttu. Einstakt sjónarspil Heimskautsgerðið verður með fjórum hlið- um sem snúa í höfuðáttirnar fjórar og segir Erlingur að upplifun fólks geti meðal annars falist í því að sjá miðnætursólina í gegn um norðurhliðið sem kennt er við dverginn Norðra. Með hringnum og hleðslum inni í gerðinu verður þarna einstakt sjónarspil birtu og skugga. Inni í gerðinu verður árhringur dverga, steinar sem tákna ákveðna dverga úr dvergatali Völuspár og og Snorra Eddu og verður gestum gefið tækifæri til að kaupa dverga sem vísa til fæðingardags þeirra. Erlingur treystir sér ekki til að segja hve- nær gerðið verður opnað. Þegar hafa verið lagðar 20 milljónir kr. í verkefnið og mikið enn eftir. Hann segir að það hafi fengið stuðning frá stjórnvöldum gerir sér vonir um að það njóti velvilja fjárveitingavaldsins áfram svo unnt verði að ljúka því sem fyrst. Fyrstu steinarnir í Heimskautagerði Ljósmynd/Erlingur B. Thoroddsen Frumkvöðlarnir Haukur Halldórsson, Guðný Hrund Karlsdóttir, Jónas Friðrik Guðnason og Erlingur B. Thoroddsen við fyrsta steininn sem komið hefur verið fyrir í Heimskautagerðinu. Í HNOTSKURN »Heimskautsgerðið á að verða seg-ull sem fær fólk til að ferðast um Melrakkasléttu. »Blandað er saman nútíð og forn-norrænni menningu þar sem dvergarnir leika lykilhlutverk. Ísafjörður | Byggðasafn Vestfjarða varar við stækkun frystigeymslu Hraðfrystihússins Gunnvarar en fyrirtækið hefur sótt um stækkun húss síns við Árnagötu 1 á Ísafirði. Bréf safnsins var kynnt í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar, að því er fram kemur á fréttavefnum bb.is. Fram kemur í bréfinu að það er álit stjórnar og forstöðumanns safnsins að með fyrirhugaðri stækk- un muni götulína Suðurgötu raskast og fyrirhuguð bygging eyðileggja mynd friðlýstu húsanna í Neðsta- kaupstað séð frá Mjósundum. Fram- kvæmdin muni skyggja og þrengja verulega að aðalstarfssvæði safnsins í Neðstakaupstað. Minnt er á að um þetta svæði fari fimmtán þúsund ferðamenn á ári og fari fjölgandi. Skerðir safnasvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.