Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 263. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
STJÖRNUTEITI
HORFT TIL HIMINS Í MYRKRINU Í
ELLIÐAÁRDALNUM Í KVÖLD >> 20
HELGARTILBOÐ
SPAGETTÍ OG HAKK
EÐA SJÓFRYST ÝSA
Í DAGLEGU LÍFI >> 24
PÓST- og fjarskiptastofnun kynnti í gær sam-
norræna skýrslu um farsímamarkaði Norður-
landanna. Þar kemur fram að GSM-þjónusta á
Íslandi hafi hækkað í verði síðan árið 2002 á
meðan hún hafi lækkað á hinum Norðurlönd-
unum auk þess sem markaðurinn á Íslandi ein-
kennist af fákeppni.
„Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart og er í
samræmi við það sem við greindum frá fyrr á
árinu,“ segir Tómas Hansson, framkvæmda-
stjóri Novator. „Skýrslan endurspeglar það að
aðeins eru tvö fyrirtæki á markaðnum sem
bjóða farsímaþjónustu, við sjáum því tækifæri
til að koma inn á markaðinn og innleiða nýjustu
tækni, svipað og við erum að gera í mörgum
öðrum löndum.“ | Viðskipti
Fákeppni og hátt verð
Í HNOTSKURN
»Skv. skýrslu hækkar GSM-þjónusta í verðihér en lækkar á Norðurlöndum frá 2002.
»Fákeppni er sögð ríkjandi á íslenska mark-aðnum og erfitt fyrir nýliða að komast inn.
Nákvæmlega sama og við sögðum, segir framkvæmdastjóri Novator
Á ÁRI hverju deyja um 10,5 milljónir
barna undir fimm ára aldri og skortur á
óspilltu vatni og lágmarkshreinlætisað-
stöðu stuðlar að flestum dauðsfallanna.
Þetta kemur fram í skýrslu sem Barna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)
birtir í dag. Í skýrslunni er fjallað um það
markmið Sameinuðu þjóðanna að hlutfall
þeirra, sem hafa ekki varanlegan aðgang
að óspilltu vatni og lágmarkshreinlætisað-
stöðu, minnki um helming fyrir árið 2016.
Ef svo fer fram sem horfir er líklegt að
markmiðið um drykkjarvatnið náist þótt
illa hafi miðað í nokkrum heimshlutum.
Hreinlætismarkmiðið er aftur á móti langt
undan, að sögn Barnahjálparinnar.
Rúmur milljarður án hreins vatns
Í skýrslunni kemur fram að rúmur millj-
arður manna hefur ekki aðgang að ómeng-
uðu drykkjarvatni. Um 2,6 milljarðar eru
án lágmarkshreinlætisaðstöðu.
Ungu börnin eru í mestri hættu þar sem
mörg þeirra deyja af völdum sjúkdóma
sem berast með vatni. Til að mynda deyja
um 1,5 milljónir barna undir fimm ára aldri
af völdum bráðrar niðurgangssýki á ári
hverju. Um helmingur allra dauðsfalla
ungu barnanna er rakinn til vannæringar
sem tengist meðal annars niðurgangssýki.
Milljónir
barna deyja af
völdum skorts
á hreinu vatni
2,6 milljarðar manna
án hreinlætisaðstöðu
Morgunblaðið/Þorkell
Dýrmætir dropar Piltar dæla vatni úr
brunni í Tete-héraði í Mósambík.
París. AP. | Hafa vís-
indamenn fundið stæð-
una fyrir leyndardóms-
fullu brosi Mónu Lísu?
Sérfræðingar hafa
rannsakað hátækni-
myndir af Mónu Lísu og
telja að fyrirsæta Leon-
ardos da Vinci hafi ver-
ið barnshafandi eða alið
barn nýlega þegar hún sat fyrir.
Við rannsóknina komu fram vísbend-
ingar um gagnsæja blæju um axlir Mónu
Lísu – flík sem ítalskar konur á end-
urreisnartímabilinu klæddust þegar þær
voru þungaðar. Slík blæja er á málverki
listmálarans Sandro Botticelli (1445–
1510) af þungaðri konu sem heldur um
magann.
Móna Lísa
þunguð?
KAUPÞING banki gaf í gær út
skuldabréf í Bandaríkjunum fyrir
samtals þrjá milljarða Bandaríkja-
dala, eða um 210 milljarða króna.
Þetta er stærsta skuldabréfaútgáfa
Kaupþings banka frá upphafi en
isskuldabréfum. Þá gaf bankinn út
500 milljónir dala til tíu ára með
föstum vöxtum og er verðlagning
þeirra 1,55% yfir bandarískum rík-
isskuldabréfum.
Kaupendur skuldabréfanna
voru rúmlega 200 stofnanafjárfest-
ar og óskuðu þeir eftir að kaupa
fyrir um 630 milljarða króna.
skipt, til þriggja, fimm og tíu ára.
Skuldabréfin til þriggja ára eru 1,0
milljarður Bandaríkjadala með
fljótandi vöxtum. Verðlagning
þeirra er 0,7% yfir Libor-vöxtum.
Skuldabréfin til fimm ára nema
samtals 1,5 milljörðum dala með
föstum vöxtum og er verðlagning
þeirra 1,30% yfir bandarískum rík-
með henni lýkur endurfjármögnun
þeirra langtímalána bankans sem
koma til gjalddaga á árinu 2007.
Í frétt á fréttavefnum hugin seg-
ir að mikil umframeftirspurn hafi
verið eftir skuldabréfunum og að
útgáfan hafi verið töluvert stærri
en gert hafi verið ráð fyrir í upp-
hafi. Skuldabréfaútgáfan er þrí-
Kaupþing banki hefur
lokið endurfjármögnun
Bankinn gefur út skuldabréf í Bandaríkjunum fyrir 210 milljarða króna
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
HJÁVEITUGÖNGUM Kárahnjúkastíflu verður lokað nú í morgunsárið
og vatni safnað í Hálslón. Tveimur stálhlerum verður rennt fyrir opið og
mun hækka nokkuð hratt í lóninu næst stíflunni. Reikna má með að
vatnshæðin þar verði komin í 15 metra á fyrstu fjórum klukkutímunum.
Byrjað verður að safna í Hálslón í dag
Vatnshæðin fer upp í um 15 metra á fyrstu fjórum klukkutímunum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
♦♦♦