Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ HINUM EINA SANNA JACK BLACK OG FRÁ LEIKSTJÓRA “NAPOLEON DYNAMITE” KEMUR FRUMLEGASTI GRÍNSMELLURINN Í ÁR. ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ ANNAÐ TÆKIFÆRI ÞARFTU AÐ TAKA FYRSTA SPORIÐ. GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM Takið þátt í spennandi ferðalagi þar sem villidýrin fara á kostum. ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! eee E.B.G. Topp5.is DEITMYNDIN Í ÁR GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku tali ! FRÁBÆR DANSMYND HLAÐIN GEGGJAÐRI TÓNLIST EN MYNDIN KOM HELDUR BETUR Á ÓVART Í USA FYRIR NOKKRU. / AKUREYRI BEERFEST FORSÝNING kl. 6 - 8 - 10 B.I. 12 NACHO LIBRE kl. 8 - 10 B.i. 7 ÓBYGGÐIRNAR Ísl tal. kl. 6 Leyfð MEZCAL 18:00 RÚSSNESKA ÖRKIN 18:00 PÚÐURTUNNAN 18:00 SUMARHÖLLIN 20:00 DRAUMUR Á ÞORLÁKSMESSUNÓTT 20:00 SKJALDBÖKUR GETA FLOGIÐ 20:10 TJÓN 20:15 UMSÁTUR 22:30 NORÐURKJÁLKINN 22:30 PRINSESSA 23:00 HÁSKÓLABÍÓ 28. SEPT. HAGATORGI • S. 530 1919 • www.haskolabio.is FRAMLEIDD AF SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. E.T. kvikmyndir.is MEÐ KYNTRÖLLINU CHANNING TATUM (“SHE’S THE MAN”) Ekki missa af fyndnustu Walt Disney teiknimynd haustins. eeee TOMMI/KVIKMYNDIR.IS eeeee H.J. MBL / KEFLAVÍK STEP UP kl. 8 - 10 B.i. 7 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 B.i. 7 UNITED 93 kl. 10 B.i. 12 ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ að hann færði sinni heittelskuðu kaffi í ból- ið nokkra daga í röð. Hún er enn þá að minna hann á þetta. Og þannig hefur liðið eitt ár í kaffifíkninni. Fíkn- in náði nýjum hæðum þegar Víkverji var staddur í heilsubúð og sá þar kaffi frá ítalska framleiðandanum Clip- per. Einn pakki á 750 kall! Víkverji skellti sér á einn, enda ekki annað hægt. Það var mynd af Davíðsstyttunni fram- an á. Og síðan var hald- ið heim með dýrðina og hellt upp á. Kaffið var hverrar krónu virði, það getur Víkverji vottað. En það er vissara að fara sparlega með svona vörur. Best að vera ekki að láta sína heittelskuðu vita af þessu. Hún gæti orðið fíkninni að bráð langt fyrir aldur fram og farið með Davíð í rúmið án vitundar og sam- þykkis Víkverja. Síðast þegar varð kaffilaust í kotinu kom hálffimm hausverkurinn strax um hádegið. Bara tilhugsunin um að fá ekki kaffi olli ótímabærum verkjum. Víkverja minnir að hann hafi byrjað að aka sér og misst alla einbeitingu á dag- leg störf í það skiptið. Víkverji hefur áttvið kaffifíkn að stríða í nokkur ár og hefur stundum reynt að slíta af sér hlekki hins ilmandi, kolsvarta bedúínadrykkjar – en án lítils árangurs. Þannig var það í fyrra að Víkverji lét sig hafa það að sleppa kaffi í eina viku og fá dúndr- andi hausverk stund- víslega kl. 16.30 á hverjum degi. Hann harðneitaði að taka höfuðverkjatöflur þessa daga, heldur vildi einfaldlega taka út þjáningarnar. Og reyndar gekk þetta að lokum. Heilinn sigraðist á fíkninni. Það var reyndar ákveðinn tilgangur með þessu og hann var sá að Víkverji þurfti að fara á „óörugg- ar“ kaffislóðir erlendis og vildi vera orðinn afeitraður þegar þangað kæmi. Og allt gekk þetta eins og til var ætlast. En þegar heim kom fór allt í sama farið aftur. Fíknin ágerð- ist enn meir og nú fór Víkverji að kaupa sér baunir og mala þær í gam- aldags kvörn svo kaffiilmurinn barst um allt. Síðan var hellt upp á í mokkakönnu og meira að segja var Víkverji kominn í svo mikið kaffistuð         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Sá sem trúir á mig, – frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. (Jh. 7, 38.) Í dag er fimmtudagur 28. september, 271. dag- ur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Skjár sport og enski boltinn ÉG er áskrifandi af Skjá sport og horfi talsvert á enska boltann þar. Laugardaginn 23. september er ég að lesa Morgunblaðið og sé þá á íþróttasíðunni að „Ekki verði sýnt frá leikjunum sem byrja kl. 14:00 í dag vegna lokaumferðarinnar í Landsbankadeild karla.“ Hvaða vit- leysa er í gangi árið 2006? Ég er áskrifandi af Skjá sport og borga fyrir það, en einhver (líklega KSÍ) lokar svo stöðinni hjá mér milli kl. 14 – 16 svo ég get ekki valið hvaða leiki ég horfi á, þó ég borgi fyrir það. Ég get horft á Idol – stjörnuleit á Stöð 2 kl. 14.10 – það er í lagi Ég get horft á Celebrity Cooking Show- down á Skjá einum kl. 14.15 – það er í lagi Ég get horft á endursýndan leik á Skjá sport sem byrjar kl. 13.50 – það er í lagi Mér sýnast enginn út- varpsrás vera lokuð milli kl. 14 og 16 – það er í lagi að hlusta á úvarpið á þessum tíma. Matvöruverslanir, bakarí og sundstaðir eru margir opnir milli kl. 14 og 16 svo ég get skroppið í sund, farið í bakaríið og verslað í matinn, mikill léttir. Það er bara ýmislegt sem er leyfilegt á þessum tíma. Ég má bara ekki horfa á enska boltann beint milli kl. 14 og 16 í dag vegna lokaumferðarinnar í Lands- bankadeild karla. Ég hef bara ekki áhuga á að horfa á lokaumferðina í Landsbankadeild karla. Þarf nokkuð að ræða þetta ferkar? Ég beini því til þeirra sem standa að þessari vitleysu að hætta þessu svo árið 2007 þegar lokaumferðin í Landsbankadeild karla hefst, þá geti ég sest niður fyrir framan sjón- varpið og horft beint á enska bolt- ann, að eigin vali. Gísli Gíslason, Brekkukgötu 43, Akureyri. Blindur er vefsíðulaus maður Á forsíðu Morgunblaðsins sl. sunnu- dag var svohljóðandi fyrirsögn: „Kynna þjóðinni tillögu að nýrri brú yfir Öxarár.“ Og fréttin hefst á þessa leið: „Þingvallanefnd hefur ákveðið að kynna þjóðinni tillögu sem fram er komin að nýrri brú yfir Öxará. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumála- ráðherra og formaður nefndarinnar, segir að kynningin muni fara fram á vefsíðu nefndarinnar, thingvellir.is, og leggur áherslu á að ný brú verði ekki lögð yfir ána komi fram veruleg andstaða við þá hugmynd.“ Það eru ekki allir með vefsíðu, frekar en ég. Er maður þá hvorki fólk né þjóð, ef maður hefur ekki að- ganga að vefsíðu? Ásta. Góð þjónusta og heiðarleiki ÞAÐ er mikið talað um óheiðarleika og svoleiðis. En ég hef aðra sögu að segja. Ég fór að versla á föstudegi í Bónus við Smáratorg. Á laugardeg- inum uppgötva ég það að ég er ekki með veskið mitt. Hringdi ég þá til að athuga þetta en sú sem sér um óskilamunivar ekki við. Gaf ég því upp símanúmerið mitt. Á mánudeginum hringir stúlka og tilkynnir að veskið sé fundið og hafi fundist í innkaupakörfu úti fyrir Smáralindinni. Það vantaði ekkert í veskið og er ég afskaplega þakklát og ánægð með svona góða þjónustu og að til sé heiðarlegt og skilvíst fólk. Lilja. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 80 ára afmæli.Benedikt Helgason, tónlistar- kennari og versl- unarstjóri, Álfhól 7, Húsavík verður átt- ræður laugardaginn 30. september. Benedikt var versl- unarstjóri hjá KÞ í 25 ár og tónlistar- kennari í 15 ár. Fjölskylda Benedikts ætlar að fagna með honum á afmælis- daginn og bjóða af því tilefni vinum, ættingjum, sem og fyrrverandi sam- starfsfólki á stutta tónleika kl. 17 í Safnahúsinu á Húsavík og að þiggja veitingar að þeim loknum í Mið- Hvammi. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Bertha Sóley, Lilja Hrund og Svan- hildur Silja, héldu tombólu og söfnuðu þær kr. 2.389 til styrktar Rauða kross Íslands. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á net- fangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. STATHAM er fjallbrattur B-mynda töffari sem nær ekki lengra með sama áframhaldi. Drifkrafturinn er mikill, hann fer létt með að bera uppi heilalausar spennumyndir á borð við Crank og The Transporter, og gera þær í leið- inni að þokkalegum skyndibita. Crank er einhvers konar millistig af spennu- og teiknimynd: hún er leikin en tökuvélum og skærum er beitt á köflum í óvenjulegum, graf- ískum stíl. Myndrammar frystir og myndflöt- urinn klofinn í tvo eða fleiri hluta, tækni sem þótti æðisleg fyrir nokkrum áratugum og bregður fyrir af og til. Sagan er ósvikið hasarblaðaefni, Chev (Stat- ham), er leigumorðingi í Los Angeles, sem vaknar upp við vondan draum. Honum hefur verið byrlað banvænt eitur, „Beijingkokkteill- inn“ svokallaði, en hann getur haldið sér á lífi í sólarhring með efidríntökum, spennu, hræðslu, kynlífi; öllu sem eykur adrenalínflæðið. Chev notar tímann til hefnda og fjandmenn hans safnast á vit feðra sinna, einn á fætur öðrum – en tíminn er takmarkaður. Minnir lítillega á Speed og ennfrekar D.O.A. (Dead On Arrival), klassíska B-mynd frá 1950, sem var endurgerð með góðum árangri með Dennis Quaid fyrir tæpum 20 árum. Crank gengur miklu lengra og er stanslaus, blóði drif- inn og ofbeldisfullur djöfulgangur frá upphafs- mínútunum allt til enda. Virkar vel á köflum, þess á milli er framvindan aulaleg, jafnvel þótt ramminn sé ómerkilegur. Leikstjórarnir, sem einnig skrifuðu handritið, eiga, líkt og aðalleik- arinn, möguleika á að gera nokkra B-smelli í viðbót. Þeir kunna að skapa hasar og eru grág- lettnir að auki. Smart, sem leikur vinkonu Chevs, stendur sig ótrúlega vel í stykkinu og hefur róandi útgeislun sem virkar fyndin í hamaganginum. Gott ef hún á ekki betra skilið. Klukkan tifar KVIKMYNDIR Regnboginn, Laugarásbíó. Leikstjórar: Mark Neveldine og Brian Taylor. Aðal- leikarar: Jason Statham, Amy Smart, Jose Pablo Cantillo, Efren Ramirez, Dwight Yoakam. 85 mín. Bandaríkin 2006. Crank  Töff Statham er fjallbrattur B-mynda töffari. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.