Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 26
Veður 8 Viðhorf 28
Staksteinar 59 Umræðan 28/30
Úr verinu 12 Bréf 30
Erlent 14/15 Minningar 30/35
Höfuðborgin 18 Myndasögur 44
Akureyri 18 Dagbók 46/47
Suðurnes 19 Staðurstund 48/49
Landið 19 Leikhús 42
Daglegt líf 20/25 Bíó 46/49
Menning 16/17 Ljósvakamiðlar 50
* * *
Erlent
Milljónir barna undir fimm ára
aldri deyja af völdum skorts á
óspilltu vatni og lágmarkshreinlæt-
isaðstöðu á ári hverju, að því er fram
kemur í skýrslu sem Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)
birtir í dag. Rúmur milljarður
manna hefur ekki aðgang að ómeng-
uðu vatni og um 2,6 milljarðar eru án
lágmarkshreinlætisaðstöðu. » 1
Vatnslindir í Ástralíu eru að
þorna upp og verði ekki veruleg
breyting á veðurfarinu á næstunni
má búast við alvarlegum áföllum í
efnahagslífinu. Vegna þessa hefur
verið komið á sérstöku ráðuneyti
vatnsmála í landinu. » 14
Stjórnarkreppa ríkir í Póllandi
og einn þingmanna stjórnarflokks-
ins Laga og réttar hefur verið stað-
inn að því að reyna að kaupa til
fylgis við stjórnina þingmann úr
Samoobrona-flokknum. » 15
Innlent
Samninganefndir Félags leik-
skólakennara (FL) og Launanefnda
sveitarfélaganna undirrituðu aðfara-
nótt þriðjudagsins síðasta nýjan
kjarasamning til tveggja ára. Með-
altalslaunahækkanir samkvæmt
samningnum eru 15,20% á samn-
ingstímanum, þar af 6,73% upphafs-
hækkun. » 52
Kaupþing banki gaf í gær út
skuldabréf í Bandaríkjunum fyrir
samtals þrjá milljarða Bandaríkja-
dala, eða um 210 milljarða króna.
Þetta er stærsta skuldabréfaútgáfa
Kaupþings banka frá upphafi en
með henni lýkur endurfjármögnun
þeirra langtímalána bankans sem
koma til gjalddaga á árinu 2007. » 1
Unnið er að umskipun á farmi
flutninga- og frystiskipsins Polestar
í önnur skip í höfninni í Hong Kong
þar sem skipið liggur nú, en það er
með fullfermi af frystum úthafskarfa
sem veiddur hefur verið ólöglega af
sjóræningaskipum á úthafinu á
Reykjaneshrygg. » 52
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
KONUKOT verður rekið áfram til
vors og mun Reykjavíkurborg
greiða rekstrarkostnað á þeim tíma,
en hingað til hefur Reykjavíkurdeild
Rauða kross Íslands (RKÍ) staðið
straum af kostnaðinum að langmest-
um hluta. Á fundi velferðarráðs
Reykjavíkurborgar sl. þriðjudag var
samþykkt að gera samning milli
Reykjavíkurdeildar RKÍ og velferð-
arsviðs borgarinnar um að Reykja-
víkurdeildin reki Konukot tímabilið
1. desember nk. til 30. apríl á næsta
ári, eða í fimm mánuði. Þessi tími
verði notaður til að móta stefnu í
málefnum húsnæðislausra kvenna
hjá Reykjavíkurborg og finna var-
anlega lausn í málefnum þessa hóps
kvenna.
„Þetta verður samstarfsverkefni
og tíminn til vors verður notaður til
að skoða framhaldið,“ segir Katla
Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri
Reykjavíkurdeildar RKÍ. „Þetta er
mjög ánægjulegt og mikill léttir.
Velferðarráð fær með þessum hætti
tíma til að finna varanlega lausn á
málinu. Þetta tryggir að eyða mun
ekki myndast í þessari þjónustu
þangað til önnur úrræði verða fund-
in.“
Konukot er næturathvarf fyrir
heimilislausar konur. Reykjavíkur-
deild RKÍ mun áfram sjá um rekst-
urinn, halda utan um gjafir sem at-
hvarfinu berast og um mönnun
sjálfboðaliða.
Rekstur Konukots
tryggður til vors
Í HNOTSKURN
»Frá því Konukot var opnaðfyrir um tveimur árum
hafa yfir sextíu konur leitað
þar skjóls um lengri eða
skemmri tíma.
» Rekstrarkostnaðurinn erum 18 milljónir á ári en at-
hvarfið fær reglulega gjafir
og matarkostnaður því lágur.
FYRSTU tónleikar Jazzhátíðar Reykjavíkur fóru fram
á Nasa í gærkvöldi. Stórsveit Reykjavíkur lék undir
stjórn bandaríska stjórnandans Bill Holmans í byrjun
tónlistarveislunnar sem standa mun til 1. október.
Morgunblaðið/ÞÖK
Nú verður sko djassað
JESUS Sainz, einn þeirra fimm
manna sem Íslensk erfðagreining
(ÍE) hefur kært fyrir að stela og
senda til keppinautar viðskipta- og
rannsóknaupplýsingar, ætlar í meið-
yrðamál gegn ÍE – bæði hér á landi
og vestanhafs.
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður
Sainz, segir ÍE hafa brotið á rétti
skjólstæðings síns með því að lesa
einkatölvupóst hans auk þess sem
fyrirtækið haldi því fram að hann sé
sekur þrátt fyrir að vita betur.
Sveinn segir málið ekki snúast um
hvort Sainz hafi afritað gögn af net-
þjóni ÍE, það hafi hann viðurkennt
að hafa gert. Málið snúist um ásak-
anir um að hann hafi komið þeim
gögnum í hendurnar á öðrum aðila,
Barnaspítala Fíladelfíu (CHOP).
Um 60 þúsund skrár afritaðar
yfir á harðan disk
„Það sem gerðist var að hann af-
ritaði gögn til að vinna með heima,
allt sem hann var að vinna með, um
60.000 skrár yfir á harðan disk. Síð-
an keypti hann sér fartölvu í Banda-
ríkjunum. Við innanhússrannsókn
deCODE og rannsókn Ríkislög-
reglustjóra hefur komið í ljós að það
hefur ekkert verið átt við gögnin sem
hann afritaði á harða diskinn, hann
hefur ekki sent einum eða neinum
þessi skjöl og ekki afritað þau á ann-
að form,“ segir Sveinn. Íslensk
erfðagreining viti þetta en segi samt
að Sainz hafi, ásamt fjórum öðrum,
sent spítalanum í Fíladelfíu tölvu-
gögn, í raun stolið þeim í þágu spít-
alans. „Það virðist vera að ÍE fari
fram með þeim ásetningi að rústa
minn umbjóðanda um leið og þeir
fara í mál við hina.“
Mun verja starfsmennina
af mikilli hörku
Sainz starfar ekki fyrir Barnaspít-
ala Fíladelfíu en á vefsetri spítalans
kemur fram að ásakanir Íslenskrar
erfðagreiningar á hendur þeim fjór-
um mönnum sem starfa á CHOP séu
alrangar. Lögsóknin í Bandaríkjun-
um gegn mönnunum miði að því að
koma í veg fyrir að þeir hefji störf við
spítalann á sviði erfðarannsókna.
CHOP segir þessar ásakanir til-
hæfulausar og það muni koma í ljós í
málaferlunum, en spítalinn ætlar sér
að verja mennina af hörku. „Okkur
skilst að ÍE ætli að leggja fram kæru
á hendur CHOP innan sólarhrings,“
segir á vefsetrinu og framkvæmda-
stjóri spítalans, Steven M. Altschu-
ler, er þess fullviss að starfsmenn-
irnir og spítalinn verði hreinsaðir af
öllum ásökunum.
Sérstök deild var sett á laggirnar
innan CHOP í júní sl. til genarann-
sókna á algengum barnasjúkdómum.
Altschuler segir ætlunina að bæta
heilsu barna með því starfi og því
mikið áfall ef „gróðafyrirtæki“ ætli
að skemma það góða starf.
Jesus Sainz ætlar
í mál gegn ÍE
ÁRMANN Kr.
Ólafsson, forseti
bæjarstjórnar
Kópavogs, hefur
ákveðið að gefa
kost á sér í 3. sæti
á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Suð-
vesturkjördæmi
fyrir komandi al-
þingiskosningar.
Ármann, sem er
stjórnmálafræðingur að mennt, hef-
ur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi frá
1998 og gegnt formennsku í skóla-
nefnd og skipulagsnefnd bæjarins
auk þess að sitja í fjölda annarra
nefnda á vegum Kópavogsbæjar og
stjórnvalda. Hann hefur verið að-
stoðarmaður ráðherra í samgöngu-,
sjávarútvegs- og fjármálaráðuneyti.
Ármann segir að reynsla hans úr
sveitarstjórnar- og landsmálunum
komi til með að nýtast vel bæði fyrir
kjördæmið og á landsvísu. Stærsta
einstaka verkefnið segir hann vera
að viðhalda þeim árangri sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur náð í efna-
hagsmálum og styrkja enn frekar
samkeppnisstöðu landsins.
Ármann leggur m.a. áherslu á
skipulagsmál þar sem mikilvægt sé
að bæta vegakerfi kjördæmisins um
leið og bætt verði úr hljóðvist stórra
umferðaræða. Hann leggur áherslu
á aukið samstarf ríkis og sveitarfé-
laga til hagsbóta fyrir eldri borgara
og telur nauðsynlegt að ráðast í
byggingu nýrra framhaldsskóla
bæði í Mosfellsbæ og Kópavogi.
Ármann Kr.
Ólafsson
Stefnir á
3. sætið
fimmtudagur 28.
9. 2006
viðskipti mbl.is
viðskipti
Þormóður Jónsson hjá Fíton segir mikla tilfinningu vera í markaðsmálum » 6
IMPRA OG NÝSKÖPUN
EINSTAKLINGUM OG STJÓRNENDUM FYRIRTÆKJA
AUÐVELDAÐ AÐ VIRKJA EIGIÐ HUGVIT >> 12
PROMENS hf., dótturfélag
Atorku Group, hefur ákveðið að reisa
ýja hverfisteypuverksmiðju í Pól-
andi til framleiðslu á vörum úr plasti.
Framkvæmdir hefjast innan fárra
ikna og fyrirhugað er að hún taki til
tarfa á miðju næsta ári. Upphafleg
tærð verksmiðjunnar verður um
.000 fermetrar en mögulegt verður
ð rúmlega tvöfalda stærð hennar.
Aart Fortanier, framkvæmdastjóri
romens á meginlandi Evrópu, segir
ð félagið hafi verið með starfsemi í
Austur-Evrópu undanfarin sex ár
em hafi reynst mjög vel.
„Austur-Evrópa hefur verið ört
axandi markaður og mjög áhuga-
erður fyrir margar sakir. Stærstu
iðskiptavinir okkar hafa í auknum
mæli flutt starfsemi sína þangað og
með þessari nýju verksmiðju viljum
við bjóða þeim sömu þjónustu þar og
við gerum í Vestur-Evrópu,“ segir
Fortanier.
Verksmiðjan verður byggð á 5,6
hektara lóð í nýju iðnaðarsvæði í
Miedzyrzecz, en Fortanier segir
margar ástæður liggja að baki valinu
á þessari staðsetningu.
„Dótturfélag okkar, Bonar Polska
Sp. Z o.o, hefur starfrækt þarna litla
verksmiðju með 90 starfsmönnum frá
árinu 2001. Þessi eining hefur verið
mjög arðbær og við byggjum því á
góðri reynslu. Frá Miedzyrecz er að-
eins tveggja tíma akstur að landa-
mærum Þýskalands. Verksmiðjan
verður þannig vel tengd því þjónustu-
neti sem við rekum fyrir í Vestur-
Evrópu, auk þess að vera góður
grunnur að frekari vexti okkar í Aust-
ur-Evrópu.
Verksmiðjan verður byggð sam-
kvæmt nýjasta framleiðslufyrir-
komulagi og tæknilega mjög fullkom-
in og þá kemur sér að frá Miedzyrecz
er stutt til Poznan í Póllandi þar sem
mikið er af hæfu starfsfólki,“ segir
Fortanier.
Nýja verksmiðjan bætist við 21
verksmiðju sem Promens rekur nú í
10 löndum beggja vegna Atlantshafs-
ins.
Promens reisir
verksmiðju
Byggir 9.000 fermetra hverfisteypu-
verksmiðju í Miedzyrzecz í Póllandi
Morgunblaðið/Eyþór
Hraðar hendur Þessa dagana vinnur fjöldi fólks að því að koma nýrri
IKEA-verslun í stand en hún verður opnuð eftir tvær vikur. >> 8
æknilega fullkomin Hin nýja
Verksmiðja Promens í Póllandi.
FONS eign-
arhaldsfélag í
eigu þeirra
Pálma Haralds-
sonar og Jó-
hannesar Krist-
inssonar, hefur
selt allan sinn
hlut í sænska
lággjaldaflug-
félaginu Fly Me.
Þetta staðfesti
Pálmi Haralds-
son í samtali við Morgunblaðið í
gær.
„Við tókum þá ákvörðun að selja
allan okkar hlut til Cognation,
hlutafélags í eigu Norðmanna, þar
sem ekki var samstaða í hlut-
hafahópnum um hvert stefna
bæri,“ sagði Pálmi.
Ágreiningur við Christen Ager
Hann sagði að ágreiningur hefði
m.a. verið við Norðmanninn Chris-
ten Ager Hansen, aðaleiganda
Cognation.
Pálmi sagði að hann og Jóhann-
es teldu kröftum sínum einfaldlega
betur varið á öðrum vettvangi, en
í innbyrðis átökum í Fly Me. Til að
mynda hefði ekki náðst samstaða
um fjárfestingar í flugfélögunum
Astraeus og FlyLa.
Fons eignarhaldsfélag hefur
verið stærsti einstaki hluthafinn í
Fly Me með rétt rúm 20%. Pálmi
vildi ekki upplýsa hvað hann og
Jóhannes fengu fyrir sinn hlut.
„Við töpuðum þó ekki á fjárfest-
ingunni,“ sagði Pálmi Haraldsson.
Fons selur
í Fly Me
Pálmi
Haraldsson
fimmtudagur 28. 9. 2006
íþróttir mbl.isíþróttir
Íslenskir kylfingar í víking til Svíþjóðar » 2
DROGBA MEÐ ÞRENNU
BÆJARAR Í SIGURFÖR TIL ÍTALÍU –
CROUCH Í LOFTFIMLEIKUM Á ANFIELD
Það er klárt að ég tek við þjálfun
Fram en ég er ekki búinn að skrifa
undir. Ég er hjátrúarfullur og skrifa
ekki undir samninga nema á fimmtu-
degi, föstudegi eða laugardegi,“ sagði
Ólafur í samtali við Morgunblaðið í
gær en hann tekur við starfi Ásgeirs
Elíassonar sem hætti störfum hjá fé-
laginu í síðustu viku en undir hans
stjórn báru Framarar sigur úr býtum
í 1. deildinni.
Fram verður þriðja félagið sem
Ólafur þjálfar. Hann hóf þjálfaraferil
sinn hjá Fylkismönnum árið 1998 sem
léku þá í næst efstu deild. Ólafur
stýrði Árbæjarliðinu upp í efstu deild
ári síðar og um haustið sama ár var
hann ráðinn þjálfari Skagamanna og
gegndi því starfi til 30. júní í sumar
þegar hann ákvað að segja því lausu.
Undir stjórn Ólafs urðu Akurnesingar
Íslandsmeistarar árið 2001 og urðu
bikarmeistarar tvívegis, 2001 og 2003.
Mikil áskorun
,,Mér finnst vera mikil áskorun að
taka við liðinu. Fram er stórt félag
sem á hvergi annars staðar heima en í
efstu deild. Það hefur hins vegar ekki
gengið sem skyldi hjá liðinu undanfar-
in ár. Það hefur vantað einhverja festu
og mitt hlutverk verður að bæta úr
því. Fyrsta markmiðið verður eðlilega
að tryggja sæti liðsins í Landsbanka-
deildinni á næsta tímabili en síðan
setjum við markið hærra. Liðið fór
upp með glans í sumar en auðvitað
vilja menn sjá árangur í efstu deild,“
sagði Ólafur, sem á dögunum hafnaði
tilboði um að taka við þjálfun 1. deild-
ar liðs Þróttar Reykjavík.
Framarar hafa hampað Íslands-
meistaratitlinum 18 sinnum en sextán
ár eru liðin frá því Safamýrarliðið
vann titilinn síðast.
Þarf að styrkja liðið
Ólafur segist hafa séð nokkra leiki
hjá Framliðinu í sumar. ,,Ég kannast
við nokkra leikmenn í liðinu og svona
við fyrstu sín held ég að við þurfum
að styrkja liðið eitthvað fyrir barátt-
una næsta sumar. Ég mun skoða
leikmannamálin á næstu dögum og
vikum.“
Spurður hvort hann líki þessu
starfi hjá Fram sem hann er að taka
við við það þegar hann tók við liði
Fylkis segir Ólafur; ,,Í rauninni er
þetta ekki alveg sambærilegt. Fylkir
var á þeim tíma sem ég tók við því
ekki stórt félag en það var búið að
eiga í ákveðnum vandamálum eins og
Fram hefur verið í síðustu árin.“
Tek fríið síðar
Ólafur var alvarlega að velta því
fyrir sér að taka sér frí frá þjálfun og
snúa sér að allt öðru. ,,Ég var mikið
að spá í taka mér frí en eigum við
ekki að segja að það bíði betri tíma?“
sagði Ólafur, sem reiknar með að
hefja æfingar hjá Frömurum um
mánaðamótin október-nóvember.
Þjálfaralistinn að verða klár
Þjálfaralisti liðanna sem leika í
Landsbankadeildinni næsta sumar
er smátt og smátt að taka á sig mynd.
Einu spurningarmerkin eru Breiða-
blik og ÍA. Ólafur Kristjánsson er í
viðræðum við Blika um að halda
áfram og nær öruggt er að Guðjón
Þórðarson leysir tvíburabræðurna
Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni af
hólmi. Þá lítur listinn þannig út:
FH – Ólafur Jóhannesson
KR – Teitur Þórðarson
Valur – Willum Þór Þórsson
Keflavík – Kristján Guðmundsson
Breiðablik – Ólafur Kristjánsson?
ÍA – Guðjón Þórðarson?
Víkingur – Magnús Gylfason
Fylkir – Leifur S. Garðarsson
Fram – Ólafur Þórðarson
HK – Gunnar Guðmundsson
Ólafur tekur við
þjálfun Fram
Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson
hefur komist að samkomulagi um
að taka við þjálfun úrvalsdeildar-
liðs Fram í knattspyrnu. Eins og
Morgunblaðið greindi frá í gær
settu Framarar sig í samband við
Ólaf eftir að Heimir Guðjónsson,
aðstoðarþjálfari FH, hafnaði tilboði
um að gerast þjálfari liðsins og síð-
degis í gær komst Ólafur að sam-
komulagi við Framara og liggur
þriggja ára samningur tilbúinn til
undirskriftar.
Var alvarlega að spá í að taka sér frí frá þjálfun en ákvað að slá til
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
SIGMUNDUR Einar Másson, Ís-
landsmeistari í höggleik karla í golfi,
sigraði á háskólamóti í NCAA-deild-
inni í Bandaríkjunum en hann lék 54
holur á 9 höggum undir pari. Sig-
mundur leikur fyrir
McNeese State-háskólann og lék
hann hringina þrjá á 70, 68 og 69
höggum, en mótið fór fram á heima-
velli McNeese-skólans.
Mótið var einnig liðakeppni þar
sem að 5 kylfingar eru saman í liði og
telur skor fjögurra kylfinga í liða-
keppninni. Sigmundur Einar og fé-
lagar hans úr skólaliði McNeese
State sigruðu í liðakeppninni með 11
högga mun og var þetta annar sigur
þeirra á þessu tímabili. Í fyrsta móti
ársins lék Sigmundur Einar á 73 og
71 höggi eða pari vallar og hefur
hann því leikið síðustu 5 hringi á
samtals 9 höggum undir pari – sem
er mjög góður árangur.
Kjartan Dór Kjartansson lék í ein-
staklingskeppninni fyrir McNeese
og lék hann á 230 höggum. Til sam-
anburðar lék Sigmundur Einar
hringina þrjá á 207 höggum.
Sigmundur Einar
stóð efstur á palli
HEIÐAR Davíð Bragason, kylfing-
ur úr Kili í Mosfellsbæ, lék á þrem-
ur höggum yfir pari vallar á öðrum
keppnisdegi á úrtökumóti fyrir
Evrópumótaröðina í golfi í gær.
Hann lék á 75 höggum og fékk
hann 5 skolla (+1) á hringnum og 2
fugla (-1). Í fyrradag lék hann á 70
höggum eða 2 höggum undir pari
og er hann því samtals á einu höggi
yfir pari þegar mótið er hálfnað.
Heiðar var í 16.–23. sæti eftir fyrsta
keppnisdaginn en hann er í 42. sæti
fyrir þriðja keppnisdaginn.
„Það gekk
ekkert upp og ég
lék illa. Kom mér
í vandræði á
nokkrum holum
þar sem ég gat
varla annað en
fengið skolla,“
sagði Heiðar við
Morgunblaðið í
gærkvöld.
„Ég verð að
spýta í lófana fyrir lokasprettinn.
Það þýðir ekkert að leika eins og ég
gerði í gær. Besta skorið er 12
högg undir pari og ég verð því að
þoka mér í hóp 30 efstu í dag og
gera enn betur í framhaldinu. Ég
náði ekki að leggjast yfir nákvæm-
ar mælingar á vellinum áður en ég
fór að keppa. Ég sló hins vegar tví-
vegis of langt, eiginlega allt of
langt, af um 100 metra færi. Miðað
við þessar merkingar sem ég vann
út frá þá er ekkert að marka þær.
Ég er reynslunni ríkari og geri
þessi mistök ekki aftur,“ sagði
Heiðar.
Heiðar Davíð missti flugið
á úrtökumótinu á Ítalíu
Heiðar Davíð
Bragason
Morgunblaðið/Kristinn
Á óvart ÍR-ingar komu svo sannarlega á óvart þegar þeir skelltu Haukum í
úrvalsdeild karla í handbolta í Austurbergi í gær. Hér sækir ÍR-ingurinn
Ivan Jovanovic að Andra Stefan, leikmanni Haukanna. | 2–3
Morgunblaðinu fylgir
Kópavogsblaðið.
Yf ir l i t