Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 29
Reykjavík
International
Film
Festival
Alþjóðleg
kvikmyndahátíð
í Reykjavík
filmfest.is
This town isn’t
big enough for
he both
of us
Reykjavík
International
Film
Festival
Sept 28
Okt 8
2006
SKRIF Valdimars L. Friðriks-
sonar alþingismanns í Morg-
unblaðinu mánudaginn 18. sept-
ember sl. um svik
vegna tengibrautar að
Helgafellshverfi eru
tilefni greinar þess-
arar. Ekki ætla ég að
blanda mér í þá svika
umræðu um umhverf-
ismál sem Valdimar
gerir að umtalsefni.
Mér hefur fundist
Valdimar og aðrir þeir
sem mest hafa haft sig
í frammi varðandi um-
ræðuna um tengi-
brautina að Helga-
fellslandi hafi skautað
létt framhjá staðreyndum málsins.
Ástæða þess að tengibrautinni í
Helgafellshverfi var valinn staður í
framhaldi af Álafossvegi var ein-
mitt á grundvelli umhverf-
isskipulags sem gert var af Mos-
fellsbær á árunum 1996–97. Þar var
m.a. fjallað um tengibrautirnar sem
á þeim tíma voru áætlaðar tvær frá
Helgafellshverfinu annars vegar
um Álafossveg og hins vegar aust-
an Álafoss. Í umhverfisskipulaginu
var sett fram sú tillaga að við end-
urskoðun á aðalskipulagi yrði metin
þörfin fyrir tengibrautina austan
Álafoss, þar sem hún þótti rýra
mjög möguleika til útivistar og
upplifunar á svæðinu með Varm-
ánni.
Þegar vinna við endurskoðun að-
alskipulags Mosfellsbæjar hófst á
árinu 2000 var Vinnustofan Þverá
fengin til að meta þörfina fyrir
tengibrautirnar. Niðurstaða þeirr-
ar athugunar, eftir umferð-
arútreikninga, var sú að ekki var
þörf fyrir nema eina tengingu til að
anna umferðinni. Umferð-
arútreikningarnir sýndu að umferð
um veg austan Álafoss
yrði nær engin, ef
jafnframt væri veg-
tenging um Álafoss-
veg. Því var það í sam-
ræmi við ábendinguna
í umhverfisskipulag-
inu að lagt var til, í til-
lögu að breyttu að-
alskipulagi
Mosfellsbæjar, að að-
eins yrði gert ráð fyrir
tengingu við Álfossveg
á þessu svæði. Það
voru því umhverfisleg
rök sem höfð voru að
leiðarljósi við þessa ákvarðanatöku.
Í tengslum við endurskoðun að-
alskipulagsins óskuðu íbúar í
Helgafellslandi eftir kynning-
arfundi um framtíðar umferð-
arskipulag að Helgafellslandi. Á
fundinum komu fram mótmæli, sér-
staklega frá þeim sem bjuggu við
Brekkuland, að tengibrautunum
yrði fækkað.
Niðurstaða bæjaryfirvalda var að
gera ráð fyrir báðum tengingunum.
Önnur þeirra (það er sú sem um-
ræðan hefur snúist um) skyldi
verða tengibraut en hin safngata,
þar sem gert yrði ráð fyrir lítilli
umferð. Við hönnun safngötunar
skyldi einnig tekið tillit til útivist-
arsvæðisins og hún hönnuð fyrir
lægri umferðarhraða.
Nú segja eflaust sumir: „Fyrst á
annað borð er verið að leggja veg
austan Álafoss því ekki að hætta við
tengibrautina frá Álafossvegi?“ Því
er til að svara að sú tenging ein og
sér mun hafa mjög neikvæðari áhrif
á umhverfið og útivistarmöguleika
austan Álafosskvosarinnar. Ef af
þessari breytingu yrði mun umferð
um Reykjaveg í átt að Vesturlands-
vegi aukast verulega. Þrátt fyrir að
umferðin frá Helgafellshverfinu
verði ekki sú sem Valdimar full-
yrðir um í grein sinni þá er hún þó
áætluð um níu þúsund bílar á sólar-
hring. Þessari umferðaraukningu
myndi fylgja vandamál fyrir íbúa
Teigahverfis og væntanlegs Krika-
hverfis þannig að sá vandi m.a.
vegna hljóðvistar væri færður til og
hefði áhrif á mun fleiri íbúa.
Áhrif tengibrautarinnar í fram-
haldi af Álafossvegi eru fyrst og
fremst annars vegar sjónræn og
hins vegar aukin umferðarhávaði.
Við hönnun vegarins hefur verið
reynt að lágmarka neikvæð sjón-
ræn áhrif, m.a. með því að leggja
hana í landið. Þó verður ekki hjá
því komist að á takmörkuðu svæði
sem snýr að Álafosskvosinni verður
komið fyrir stoðvegg. Bæjaryf-
irvöld hafa lýst því yfir að við út-
færslu hans verði haft samráð við
hagsmunaaðila. Með vandaðri út-
færslu á þessum vegg megi skapa
skemmtilega framlengingu á Ála-
fosskvosinni og skapa mótvægi við
húsin í brekkunni. Hvernig væri
götumyndin í Álafosskvosinni ef
ekki væru stóra verksmiðjuhúsið
og húsin upp brekkuna til mótvæg-
is við Tindastól og bröttu brekkuna
að sunnan? Að mínu viti ekki svipur
hjá sjón. Áður en ég lét af störfum
sem bæjarverkfræðingur hafði ég
óskað eftir tilnefningum (frá hags-
munaaðilum) í samráðshópinn sem
skyldi vinna með fulltrúum Mos-
fellsbæjar og Pétri Jónssyni lands-
lagsarkitekt að útfærslu stoðveggj-
arins. Ég hvet hagsmunaaðila til
þess að koma að þessari vinnu og
þar með að skapa gott og vistlegt
umhverfi. Varðandi hljóðvist verða,
samhliða byggingu vegarins, gerð-
ar ráðstafanir sem tryggja að hljóð-
stig fari hvergi yfir 55 dB(A), eins
og reglugerð kveður á um. Það á
einnig við um Álafosskvosina þrátt
fyrir að umrædd ákvæði eigi þar
ekki við.
Af framangreindu tel ég að það
hafi af umhverfisástæðum verið
ákveðið að leggja tengibrautina inn
á Helgafellslandið um Álafossveg.
Þar liggur hún um svæði þar sem
byggð og mannvirki m.a. vegir eru
til staðar og lagning hennar mun
ekki hafa jafn neikvæð áhrif í för
með sér og hefði henni verið valinn
staður austan Álafoss. Er þá ekki
til einhver önnur staðsetning veg-
arins sem meiri sátt væri um? Að
mínu viti er aðeins um þessar tvær
að ræða ef á annað borð er ætlunin
að nýta Helgafellsland til bygg-
ingar. Aðrar vegtengingar sem til
álita koma eru annaðhvort til norð-
urs í átt að Þingvallavegi eða aust-
ur í átt að Bjargsvegi.
Tengibraut í Mosfellsbæ – Tilraun til útskýringar
Tryggvi Jónsson svarar grein
Valdimars Leós Friðrikssonar
um tengibraut í Mosfellsbæ
»Mér hefur fundistValdimar og aðrir
þeir sem mest hafa haft
sig í frammi varðandi
umræðuna um tengi-
brautina að Helgafells-
landi hafi skautað létt
framhjá staðreyndum
málsins.
Tryggvi Jónsson
Höfundur er fyrrverandi bæjarverk-
fræðingur í Mosfellsbæ.
Einu sinni var kona sem vildi
eiga hvítan brúðarkjól en þá
kom til hennar norn sem sagði
að hún gæti ekki eignast hvíta
brúðarkjólinn nema hún hefði
líka svarta míkrófóninn. Þessi
kona gæti verið íslenska þjóðin,
brúðarkjóllinn fossinn, og
míkrófónninn gæti táknað að
hún þyrfti að segja það sem
henni býr í brjósti tilað fá að
klæðast kjólnum.
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Hvíti brúðarkjóllinn og
svarti míkrófónninn
Höfundur er rithöfundur.