Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 31
UMRÆÐAN | PRÓFKJÖR
ÞAÐ ER að eiga sér stað atvinnuvegabylting
sem mun breyta okkar samfélagi. Í umræðu um
atvinnustefnu stjórnvalda er mikilvægt að fyrir
hendi sé þekking á því hverju einstaka atvinnu-
greinar skila til landsframleiðsl-
unnar, en nokkur misskilningur
er ríkjandi í umræðunni um fram-
lag atvinnugreinanna. Frum-
framleiðslugreinar eins og land-
búnaður og sjávarútvegur skila
núna minna en 8% til lands-
framleiðslunnar en þessi hlutdeild
var tæp 20% fyrir 20 árum. Breytingarnar sem
eiga sér stað eru örar en það breytir því ekki að
stjórnvöld verða að taka mið af því hver þróunin
er við mótun framtíðaratvinnustefnu.
Hefðbundin iðnaðarframleiðsla og þjónusta
er öflug en í þeim felast ekki mestu sóknarfærin
á næstu árum. Nauðsynlegt er að skilgreina at-
vinnuvegi á nýjan hátt og nú eru það hinar
skapandi atvinnugreinar (,,creative industries“)
sem eru mikilvægustu þættir hagkerfisins. Þar
eru sóknarfærin.
Með skapandi atvinnugreinum er átt við störf
í listum og í öðrum þáttum menningar, fjöl-
miðlun, sjónvarp og útvarp, hugbúnaðargerð,
auglýsingar, hönnun, arkitektúr, útgáfumál, af-
þreyingar- og upplifunariðnað og ráðandi störf í
fyrirtækjarekstri, vísindastörf og önnur svið
þar sem sköpun fær útrás í nýjum hugmyndum
sem er hrint í framkvæmd og verslað með á
mörkuðum heimsins.
Til skapandi atvinnugreina telst því m.a. allt
sem varðar menningu en menningarstarfsemi er
nú þegar umtalsverður atvinnuvegur hérlendis.
Til hennar teljast m.a. listir, en listsköpun eins
og tónlist, leiklist, myndlist, dans, kvikmyndir,
ritverk, skrif og margt fleira, er ekki einungis
mannbætandi á allan hátt heldur umfangsmikið í
hagkerfinu og veitir fjölda fólks vinnu.
Umfang menningar í hagkerfinu kemur vel í
ljós þegar haft er í huga að framlag menningar til
landsframleiðslunnar er um 4% en hlutdeild sjáv-
arútvegs er 6,8%. Hlutur landbúnaðar af lands-
framleiðslunni er talsvert minni eða um 1,4%. Um
5.000 manns starfa í menningargeiranum.
Menningin er mikilvæg atvinnugrein
Núna vinnur um fjórðungur Íslendinga við
skapandi atvinnugreinar og um þrjátíu af
hundraði í Bandaríkjunum. Norðurlöndin eru
framarlega á þessu sviði og nú er komið að því
að sýna pólitískan vilja til þess að greiða þessum
nýju atvinnugreinum leið.
Samfylkingin vill styðja þessa nýju atvinnu-
hætti af ráð og dáð og við höfum lengi talað fyrir
eflingu menningar sem atvinnugreinar. Það verð-
ur m.a. gert með því að breyta skattalögum
þannig að örvuð séu framlög fyrirtækja til þessa
málaflokks og hefur flokkurinn flutt tillögur þess
efnis. Slík löggjöf er í fjölda landa og hefur stuðl-
að að uppgangi menningarinnar sem aftur hefur
skilað sér í hagkerfið. Því miður hafa þessar til-
lögur enn sem komið er hins vegar ekki fengið
hljómgrunn hjá ríkisstjórnarflokkunum.
Að berjast fyrir spennandi framtíð
Það er mikilvægt að geta horft til framtíðar
þegar atvinnustefna þjóðarinnar er mótuð. Það
eru margir spennandi möguleikar en það gildir
að hafa næmi fyrir þeim og kjarkinn til þess að
berjast fyrir þeim. Ríkisstjórnin er föst í gam-
aldags hugsun og virðist vilja lítið annað en ál-
ver og virkjanir sem einu leiðina til framtíðar.
Þetta er að mínu mati hins vegar röng stefna.
Samfylkingin vill að allar atvinnugreinar fái
að blómstra en sérstakt átak verði gert til að
efla hinar skapandi atvinnugreinar. Það er hægt
að gera með því að leggja mun meiri áherslu á
menningu og listir í skólakerfinu og kynna sér
hvað aðrar þjóðir eru að gera í þessum efnum,
breyta skattlögum til að efla menningu og tala
máli hins nýja hagkerfis.
Skapandi atvinnugreinar og menning sem at-
vinnugrein eiga að vera kjörorð í atvinnustefnu
þjóðarinnar og þetta er svið sem ég mun berjast
fyrir af alefli á næstu árum.
Nýja atvinnuvegabyltingin
Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson
Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.
EFTIR efnahagslegan óstöð-
ugleika undanfarinna missera er
ljóst að eitt brýnasta
verkefni stjórnmál-
anna á næstu árum er
að skapa stöðugt efna-
hagsumhverfi. Til
þess að það megi tak-
ast verða stjórn-
málamenn að horfast í
augu við þá staðreynd að krónan er
nú eitt stærsta efnahagsvandamál
þjóðarinnar.
Óstöðugleiki undanfarinna ára
Eftir þenslutímabil undanfarinna
ára blasir nú við erfitt aðlögunarferli.
Seðlabankinn glímir við verðbólgu
með því að hækka stýrivexti. Verð-
tryggingin gerir þennan þátt hags-
tjórnarinnar erfiðari og kemur í veg
fyrir að stýrivaxtabreytingar skili
sér beint út á markaðinn og hafi þar
tilætluð áhrif. Margt bendir til að
þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir
hafi verið meiri en þekkist nokkurs
staðar í löndum sem við viljum bera
okkur saman við, hafi þær verið of
litlar. Hin hættan er svo sú að stýri-
vextirnir verði of háir og leiði til
harðari lendingar í fyllingu tímans.
Það er rétt sem margoft hefur
komið fram að krónan er nauðsyn-
legt tæki til þess að jafna út sveiflur
við núverandi efnahagsaðstæður. En
það gleymist oft að þetta tæki hefur
líka aukið á sveiflur undanfarinna ára
og gert stjórnvöldum kleift að sýna
lausatök í efnahagsstjórninni. Ef
stjórnvöld byggju við skýrari aga
með traustari og stöðugri gjaldmiðli
þyrftu stjórnvöld líka að sýna meiri
aga við efnahagsstjórnina til að koma
í veg fyrir ofursveiflur. Ef menn vita
að þeir þurfa ekki að sýna ábyrgð í
hagstjórn og vita að þeir hafa gengi
krónunnar sem hjálpartæki þegar
illa fer er eðlilega lítill hvati til aga í
hagstjórn. Það er vandi okkar í hnot-
skurn.
Ónýt króna
Síðasta sveifla var ekki bara
heimatilbúin vegna þenslu á húsnæð-
ismarkaði og stóriðjuframkvæmda.
Hún varð meiri en hún hefði þurft að
verða vegna þess að stýrivaxtaúr-
ræði Seðlabankans virka ekki sem
skyldi vegna verðtryggingarinnar.
Krónan er með öðrum orðum svo
veikur gjaldmiðill að hún er ekki not-
hæf í hagstjórn sem byggir á hefð-
bundnum lögmálum hagfræðinnar.
Bestu hagfræðingar landsins klóra
sér nú hausnum til að reyna að finna
einhverja leið til að láta krónuna
virka við nútímalega hagstjórn. Því
miður er ólíklegt að sú leit beri mik-
inn árangur.
Hörmungarsagan heldur því
áfram með sama hætti og hingað til.
Gengi krónunnar spennist í of miklar
hæðir á þenslutímum og lendingin
verður of hörð. Útflutningsfyrirtæki
hafa átt undir högg að sækja og
framleiðslustarfsemi, sem ætti að
eiga góða möguleika til arðsköpunar
við eðlilegar aðstæður, hefur flust í
auknum mæli úr landi. Öll íslensk
fyrirtæki búa við búsifjar vegna
krónunnar. Þyngst leggjast þessi
ósköp þó á venjulegt fólk með verð-
tryggð húsnæðislán og yfirdrátt-
arlán, sem á engrar undankomu auð-
ið. Verðtryggingin er nefnilega
líftrygging lélegrar efnahags-
stjórnar. Hún gegnir því hlutverki að
tryggja að almenningur greiði reikn-
inginn fyrir hagstjórnarmistök og
losaragang í efnahagslífinu. Og yf-
irdráttarvextir endurspegla stýri-
vextina og standa því nú í á þriðja tug
prósenta. Á þetta að heita stöð-
ugleiki?
Stöðugur óstöðugleiki
Eftir Árna Pál Árnason
Höfundur er lögfræðingur og er í
framboði í prófkjöri Samfylking-
arinnar í Suðvesturkjördæmi.
STÆRSTI vandinn í menntamálum
okkar Íslendinga virðist ótvírætt vera
skortur á árangri og námsframvindu
fjölmennra hópa – einkum drengja
sem ekki fóta sig í framhaldsskóla.
Ennþá er stærri hluti vinnuaflsins án
formlegrar skóla-
menntunar og starfs-
réttinda heldur en er
raunin í flestum þeim
löndum sem við ber-
um okkur saman við.
Samkeppni alþjóðlegs
vinnuafls gerir það
ennþá brýnna nú en áður að sá fjöl-
menni hópur Íslendinga sem er án
formlegs undirbúnings fái tækifæri til
endurmenntunar og starfsþjálfunar
sem gerir viðkomandi kleift að fóta sig
á vinnumarkaði. Við viljum standast
samkeppni en einkum hlýtur okkur að
vera umhugað um að börnin okkar
njóti tækifæra sem skapa þeim nokk-
urt forskot á samkeppnisþjóðir og
hina nýju Evrópu.
Samanburður
Íslendingar eru ung þjóð, þ.e.
hærra hlutfall þjóðarinnar er 25 ára
og yngra heldur en meðal flestra V-
Evrópuþjóða. Af þessu leiðir að það
þarf umtalsvert hærra fjárframlag til
menntunar til að okkar unga fólk
standi jafnt að vígi í samkeppni
vinnuaflsins í árdaga nýbyrjaðrar
aldar. Íslendingar verja einna lægstu
fjárhæð allra OECD-landanna á
hvern nemanda í framhaldsskóla og
sama gildir um þann hóp sem er í há-
skólanámi. Sú endurskoðun laga og
námskrár um skólakerfin sem nú
stendur yfir ætti að beinast skýrt að
því að bæta skólana, efla kennslu og
uppeldisstarf. Hún má undir engum
kringumstæðum festast í því fari
Sjálfstæðisflokksins að skerða nám
til stúdentsprófs og þannig minnka
möguleika margra ungmenna á því að
ná prófum og fá starfsréttindi.
Ein mikilvægasta forsenda fyrir
framtíðarhagsæld er að hér skapist
aðstæður til að byggja upp hátækni
og þekkingariðnað – í sambúð með
sérhæfðri fjármálaþjónustu og ferða-
þjónustu. Slíkt þarf auðvitað að geta
gerst í stöðugleika – og án þess að
gengið sé á möguleika sjávarútvegs
og innlends landbúnaðar til að þróast
og treysta stöðu sína gagnvart sam-
keppni innanlands og á erlendum
mörkuðum. Öflugt menntakerfi og
fjárfesting í rannsóknum og þróun-
arstarfsemi leggur grunn að tækifær-
um á þessum vettvangi en auk þess
þarf virkur stuðningur opinberra að-
ila og viðskiptalífsins að koma til við
uppbyggingu nýsköpunar á þessum
verðmætu sviðum þekkingargrein-
anna. Það eru vel launuð störf mennt-
aðra og sérþjálfaðra starfsmanna
sem við verðum að skapa hér innan-
lands og það eru slík störf sem okkar
eigin börn verðskulda að eiga trygg-
an aðgang að um alla landsbyggðina
rétt eins og í stærsta þéttbýlinu.
Hvað þarf til?
Til þess þarf hins vegar að taka til
hendinni;
Aukið fjármagn til skólastarfs og
samhæfing leik-, grunn- og fram-
haldsskólastarfsins.
Endurskipulagning skólakerfa –
með því að almenningsskólinn verði
eitt skólastig og sinni 4-18 ára aldri
barnanna. Almennur framhaldsskóli
flytjist til sveitarfélaga.
Verknám/starfsnám verði endur-
skoðað og tækninám sérstaklega eflt
til að undirbyggja nýsköpun atvinnu-
lífsins og skapa verðmæt störf í hönn-
un, sérhæfðri þjónustu og hátækni.
Sérstök aukning á listnámi og
íþróttastarfi inn í grunnskólana og af-
reksíþróttir verði metnar til eininga/
náms innan grunn-/framhaldsskól-
anna.
Vísindagarðar og þekkingarþorp
byggð upp í kring um háskóla og
rannsóknarstofnanir í samstarfi við
viðskiptalífið og stofnanir hins op-
inbera þar sem aðilar leggja af mörk-
um umtalsvert stofnfé.
Símenntun og endurmenntun í
samstarfi viðskipta-/atvinnulífsins og
skólakerfis hins opinbera efld og
beint markvisst að því að endurþjálfa/
endurmennta þá hópa sem standa
verst að vígi á vinnumarkaði.
Sérstakar stuðningsaðgerðir verði
settar í gang til að bæta kennslu og
námsárangur 16-20 ára ungmenna,
einkum drengja, með það að markmiði
að stöðva þá tímasóun og fjármunasó-
un sem felst í margendurteknu falli í
framhaldskólaáföngum.
Menntun eykur lífsgæði fólks og
bætir beinlínis árum við ævi manna.
Menntun getur einnig bætt lífi við ár-
in þannig að virkni og hamingja fólks
vex. Það eitt er eftirsóknarvert þótt
fleira gott fylgi.
Það verður að vera eitt helsta for-
gangsverkefni fyrir Samfylkinguna
að binda enda á 16 ára samfellda ráð-
stjórn Sjálfstæðisflokksins í mennta-
málaráðuneytinu. Þar er pólitíska
slagsíðan af langri setu valdaflokk-
anna etv. hvað skaðlegust. Þarna vil
ég leggja mitt lóð.
Menntun – Fjárfesting í
framtíðartækifærum
Eftir Benedikt Sigurðarson
Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Ak-
ureyri og sækist eftir 1. sæti á lista Sam-
fylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
RÍKISSTJÓRNINNI hefur far-
ist stjórn efnahagsmála ein-
staklega illa úr hendi. Þrátt fyrir
að tekjur ríkissjóðs hafi aldrei
verið meiri en á
umliðnum árum
sitja alltof margir
eftir með sárt ennið
vegna aðgerða eða
aðgerðaleysis rík-
isstjórnarinnar.
Verðbólgan hefur
svifið í hæðir sem við höfum ekki
þekkt í tvo áratugi, vextir miklu
hærri en þekkist meðal þjóða sem
við miðum okkur við og misskipt-
ing tekna aldrei verið meiri. Þetta
er sá efnahagslegi veruleiki sem
við lifum við nú þrátt fyrir góðæri
umliðinna ára.
Ríkisstjórnin hefur verið dugleg
við að eigna sér uppgang efna-
hagslífsins síðasta áratug. Allir
sem til þekkja vita að það er ekki
henni að þakka. Góðærið má rekja
til þeirra breytinga sem gerðar
voru á umhverfi íslensks efna-
hagslífs með aðild Íslands að EES
að frumkvæði jafnarmanna undir
forystu Jóns Baldvins Hannibals-
sonar þáverandi utanríkisráð-
herra. Aðildin að EES opnaði ís-
lenskum athafnamönnum og
fyrirtækjum gluggann til útrásar
á erlendum mörkuðum. Í kjölfarið
hófst útrás íslenskra fyrirtækja
sem mörg hver hafa staðið sig
mjög vel í hinu alþjóðlega við-
skiptaumhverfi. Einstaklingar og
fyrirtæki græddu á tá og fingri
eins og aldrei áður. Ofan á þetta
bættust stórframkvæmdir við
Kárahnjúka og á Reyðarfirði. Fyr-
irséð var að helsta verkefni
stjórnvalda væri að bregðast við
þenslu meðan á framkvæmdunum
stæði. Það brást þrátt fyrir ítrek-
aðar viðvaranir bæði Samfylking-
armanna og ýmissa sérfræðinga á
sviði efnahagsmála. Ríkistjórnin
var í afneitun.
Núverandi seðlabankastjóri, áð-
ur forsætisráðherra, fór með yf-
irumsjón efnahagsmála. Lítið virð-
ist hafa breyst þótt hann hafi fært
sig yfir í Seðlabankann. Af hóg-
værð sagði hann í viðtali vegna
síðustu vaxtahækkana að sér
þætti gott ef ríkisstjórnin gæti
lagt honum lið við að ráða nið-
urlögum verðbólgunnar. Geir og
hinir krakkarnir í ríkisstjórninni
voru greinilega aukaleikarar á
sviði efnahagslífsins.
Sérfræðingar í bunum segja að
of seint sé í rassinn gripið hjá
Seðlabankanum með síðustu
vaxtahækkun. Hvers var að vænta
þegar Davíð Oddsson færði sig úr
ríkisstjórninni yfir í Seðlabank-
ann? Í stóli forsætisráðherra og
síðar utanríkisráðherra var allt í
himnalagi í efnahagsmálum lands-
ins að mati Davíðs. Gat hann á
fyrsta degi í Seðlabankanum farið
að bregðast við efnahagsóstjórn
ríkisstjórnarinnar? Nei, hann varð
að leyfa Halldóri Ásgrímssyni að
glíma fyrst við vandann nokkra
stund. Þegar seðlabankastjóri
hafði skapað sér mátulega fjar-
lægð frá ríkisstjórninni gat hann
látið til skarar skríða gegna verð-
bólgubálinu. En allt of seint eins
og sérfræðingar telja.
Reyndar minna slökkviaðgerðir
Seðlabankastjórans nú nokkuð á
brennuvarga sem kveikja elda af
því að þeir hafa svo gaman af að
slökkva þá. Vitlausar tímasetn-
ingar ríkisstjórnarinnar varðandi
skattalækkanir og útlánaaukningu
í húsnæðiskerfinu virkuðu eins og
olía á eld. Þenslan jókst sem aldr-
ei áður, flytja þurfti inn þúsundir
starfsmanna til að mæta þensluá-
standinu, verðbólgan fór í hæðir
sem ekki höfðu þekkst í tvo ára-
tugi, vextir upp úr öllu valdi og
einkaneyslan meiri en nokkru
sinni áður. Aukið aðgengi að láns-
fjármagni leiddi til stórfelldrar
hækkunar á íbúðarhúsnæði, svo
venjulegt ungt fólk varð að flýja
höfuðborgarsvæðið í leit að hús-
næði á viðráðanlegu verði. Allt var
gefið í botn þegar standa átti á
bremsunni.
Forsætis- og fjármálaráðherra
eru eins og álfar út úr hól þegar
kemur að umræðunni um efna-
hagsmál. Annar að rembast við að
semja við Bush stríðsherra en
hinn að leita sér skjóls hjá sauð-
fjárbændum á Suðurlandi. Þeir
eru svo vanir að láta Davíð sjá um
hlutina að þeir standa hjá með
hendur í vösum meðan Davíð
myndast við að slökkva elda efna-
hagslífsins.
Allir vita að öflugt velferð-
arkerfi íslensku þjóðarinnar er til
komið fyrir áratugalanga baráttu
jafnaðarmanna. Það sem færri
virðast átta sig á er að jafn-
aðarmenn hafa jafnan verið í far-
arbroddi efnahagsúrbóta á Íslandi.
Þannig gengum við í EFTA undir
forystu jafnaðarmannsins Gylfa Þ.
Gíslasonar og þannig gerðumst við
aðilar að Evrópska efnahagssvæð-
inu undir forystu Jóns Baldvins.
Þetta eru vafalaust þau tvö skref í
íslensku efnahagslífi sem hafa haft
mest áhrif til aukinnar velsældar
á Íslandi síðustu hálfa öldina.
Þó góðæri síðustu ára sé ekki
að þakka núverandi ríkisstjórn þá
ber hún ábyrgð á því hvernig við
góðærinu hefur verið brugðist.
Hátekjumönnum hefur verið umb-
unað með minni skattbyrði meðan
byrðin hefur þyngst á öllum
venjulegum launþegum og mest á
þeim sem minnst bera úr býtum.
Forstjórar á ofurlaunum njóta
skattalækkana ríkisstjórnarinnar
á sama tíma og forkólfar hennar
hneykslast á háum launum. Ráð-
herrar virðast ekki átta sig á að
þeir stjórna ekki launum fyr-
irtækja en bera ábyrgð á því
hvernig fólk er skattlagt.
Nú er þörf sem aldrei fyrr fyrir
forystu jafnaðarmanna við stjórn-
völ landsins. Taka verður fyrstu
skrefin í að kanna í alvöru aðild
Íslands að Evrópusambandinu.
Samfylkingin verður að taka for-
ystuna í málefnum landsins og
þoka málum til betri vegar. Þreytt
stjórn þarf að víkja og nýir vindar
að blása um þjóðlífið allt.
Gaman að slökkva eigin elda
Eftir Tryggva Harðarson
Höfundur tekur þátt í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Suðvest-
urkjördæmi.