Morgunblaðið - 28.09.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 35
✝ Rakel BjörgRagnarsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 6.
febrúar 1936. Hún
lést á heimili sínu
17. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Júl-
íana S. Erlends-
dóttir, f. 3. sept-
ember 1912, d. 24.
júlí 1982, og Ragn-
ar V. Jónsson veit-
ingamaður, f. 30.
júní 1912, d. 8. maí
1981. Systkini Rakelar eru: Jón
Óðinn, f. 29. júní 1939, Þór, f. 17.
apríl 1943, og Ruth, f. 4. maí
1949. Þá átti Rakel sammæðra
bróður, Hilmi Hinriksson, f. 31.
mars 1932, d. 24. nóvember 2005.
Rakel giftist 15. ágúst 1959
Björgvini Laugdal Árnasyni, f.
12. júní 1937, d. 1. ágúst 2004.
Foreldrar hans voru Sigríður
Helgadóttir, f. 14. júlí 1917, d.
21. mars 1994, og Árni Stef-
ánsson bifreiðastjóri, f. 18. júní
1914, d. 26. ágúst 2004. Sonur
Rakelar og Björgvins er Ragnar
Valur Björgvinsson, hrossabóndi
í Langholti II í Flóahreppi, f. 25.
nóvember 1957, og á hann eina
dóttur, Rakel Björgu Ragn-
arsdóttur, f. 22. mars 1982, með
fyrrverandi konu
sinni, Auði Harð-
ardóttur hjúkr-
unarfræðingi, f. 4.
júlí 1957. Kona
Ragnars Vals er
Fríður Sólveig
Hannesdóttir
sjúkraliði, f. 14.
desember 1961, og
eru dætur hennar
Margrét Harpa,
Sandra Dögg og Ír-
is Björk Garð-
arsdætur. Rakel
Björg yngri á dótt-
urina Ásdísi Birtu Birgisdóttur,
f. 11. júní 2006, með unnusta sín-
um Birgi Þór Svavarssyni, f. 18.
september 1982.
Rakel vann á sínum yngri ár-
um hjá Landssíma Íslands. Þá
starfaði hún við hlið foreldra
sinna við veitingarekstur þeirra í
Brúarlundi, Vaglaskógi, Hótel
Valhöll á Þingvöllum og síðar
ásamt eiginmanni sínum í Þórs-
café, sem þau ráku í samstarfi
við foreldra hennar fram til árs-
ins 1980, en eftir það í samstarfi
við son sinn fram til ársins 1990.
Eftir það starfaði Rakel um skeið
á dagblaðinu Tímanum.
Útför Rakelar verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku Rakel frænka,
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði, elsku vinkona.
Ragnar, Rakel, fjölskylda, ætt-
ingjar og vinir. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og megi guð styrkja
ykkur í sorginni. Þín frænka,
Gunnhildur.
Elsku Rakel mín.
Þar kom að því að þú yfirgafst
okkur. Þú varst búin að berjast eins
og hetja við þennan sjúkdóm svo
lengi og varðst að lokum að láta í
minni pokann fyrir honum. Ég mun
sakna þín mikið, það var alltaf svo
gott að koma til þín. Alltaf kaffi og
eitthvert góðgæti á borðum og svo
gátum við setið og spjallað heillengi.
Þú varst nýbúin að eignast fyrstu
langömmustelpuna þína, hana Ás-
dísi Birtu, og þú ljómaðir af ham-
ingju. Það var ekki langur tíminn
sem þú fékkst með henni, en Rakel
Björg geymir góðar minningar um
góða ömmu og langömmu handa
henni.
Það birti alltaf yfir þér, elsku
Rakel, þegar Ruth systir þín kom í
heimsókn frá Danmörku og var hjá
þér í nokkrar vikur í einu, þér þótti
svo vænt um hana og börnin hennar,
þú varst alveg frábær frænka og
hvað þeim þótti vænt um þig lík-
a.Töluðuð þið systurnar saman á
hverjum degi þess á milli svo maður
gat alltaf fengið fréttir af þér, þegar
þú svaraðir ekki í símanum heima.
Það var annan í jólum 1957 sem
ég byrjaði að vinna með þér og Dalla
í gamla Þórskaffi á Hverfisgötu og
með okkur tókst góður vinskapur
sem hélst alla tíð síðan. Þú varst þá
nýbúin að eignast Ragnar.
Við fórum oft og mörgum sinnum
saman í ferðalög, bæði innanlands
sem utanlands, og ég gleymi því
aldrei hvað við skemmtum okkur vel
og vorum eins og tvær úr Tungun-
um. Ég ætla nú ekki að telja það allt
upp hér en ég reyni að hugsa um
minninguna og vona að þú sért kom-
in til Dalla núna. Ég bið guð að
geyma minningu þína og sendi inni-
legar samúðarkveðjur til Ragnars,
Fríðar, Rakelar Bjargar, Birgis, Ás-
dísar Birtu og systkinanna Jóns,
Þórs, Ruthar og fjölskyldna þeirra.
Þín vinkona
Soffía Felixdóttir.
Þegar ég sest hér niður til að
minnast Rakelar vinkonu minnar
hrannast hlýjar og ljúfar minningar
löngu liðinna daga í huga minn. Við
Rakel kynntumst fyrir um fimmtíu
árum og það má með sanni segja að
það var alltaf líf og fjör í kringum
þessa skemmtilegu vinkonu mína.
Alltaf var Rakel höfðingi heim að
sækja og töfraði hún fram glæsilegt
kaffihlaðborð á mettíma. Það var
ósjaldan sem við hittumst yfir kaffi-
bolla, spjölluðum og hlógum. Rakel
var mikill húmoristi og tók hvorki
sjálfa sig né lífið of hátíðlega, hún
Rakel lifði lífinu lifandi, þannig var
hún. Þrátt fyrir eðlislæga glaðværð
þá gat hún líka verið ákveðin og eng-
inn efaðist um viljastyrk hennar og
festu.
Það eru svo margar ógleymanleg-
ar stundir sem við Rakel áttum sam-
an hér áður fyrr. Á þessari kveðju-
stund er mér efst í huga þakklæti
fyrir skemmtilegar samverustundir,
góða vináttu og traust. Ég kveð
þessa stórskemmtilegu, heiðarlegu
og réttsýnu vinkonu mína sem var
engri lík, hún verður mér alltaf
ógleymanleg.
Rakel mín, vertu sæl.
Þín vinkona,
Sjöfn Kjartansdóttir.
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert ein af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elsku Rakel mín, nú hefur þú-
fengið hvíldina eftir þessa hörðu
baráttu við þennan illkynja sjúk-
dóm, já mikið hefurðu verið dugleg
og sterk.
Ég hef búið í Danmörku sl. 10 ár í
nálægð við Rut systur þína og vin-
konu. Ef ég hef skroppið til Íslands í
nokkra daga hef ég ætíð gefið mér
tíma til að hitta þig, þar sem ég er
vinkona og samverkakona til marga
ára hjá fjölskyldu þinni, og ef ég hef
farið í smá frí hvort sem það var til
Silkiborgar eða annara landa hef ég
alltaf skrifað þér kort frá staðnum
en þú hafðir svo gaman að fá þau. Já
Rakel mín ég gleymi ekki öllum ár-
unum sem við unnum saman í Val-
höll á Þingvöllum árin 1966– 1970
hjá pabba þínum og mömmu, Ragn-
ari og Júlíu. Það voru oft skondnir
og langir dagar með öllu þessu fólki
sem komu þangað, hvort sem það
voru hestamannamót, eldri stúd-
entaveislur eða fleiri hundruð ferða-
menn af skemmtiferðaskipum sem
komu í rútum og borðuðu þar og allt
gekk svo hratt fyrir sig. En þetta
voru yndislegir dagar og nokkra
uppákomur í þá daga, en við létum
okkur ekki muna um það enda ungar
og sprækar konur en nú er öldin
önnur. Ég var í mörg ár eftir þetta
bæði í Þórscafe og öðrum stöðum
hjá fjölskyldunni. Og mér er minn-
isstætt fyrir ári síðan er ég kom til
Íslands að að þú bauðst mér í bíltúr
til Þingvalla á fögrum maídegi. Á
leið okkar austur fórum við fyrst að
kirkjunni og að leiðum foreldra
þinna og höfðum við blóm í hendi að
færa þeim en ég hafði oft komið með
ykkur þangað. En þetta var svo fal-
legur staður og ró hvíldi þarna yfir.
Svo fórum við á Valhöll og fengum
okkar að borða og að sjálfsögðu
pantaði Rakel silung fyrir okkur,
enda vissi hún að það var einn af
uppáhaldsréttum mínum. Við sátum
þarna lengi við gluggann og horfð-
um út yfir staðinn og rifjuðum upp
allar góðu og frábæru stundirnar, og
uppákomur okkar þarna og hlógum
og sögðum, mannstu þetta og
mannstu hitt. Já, þessar stundir með
þér og Dalla manninum þínum og
ekki síst Ragnari syni ykkar mun ég
aldrei gleyma. En ég var svo oft að
segja við þig að koma til Danmerk-
ur, ég í Hornbæk og Ruth í Hels-
ingør og þú gætir verið verið hjá
okkur báðum og við skroppið með
þig hingað og þangað á fallega staði.
En seinni árin treystir þú þér ekki
en komst samt. Í febrúar árið 1998
komst þú samt ásamt vinkonum,
dætrum og systur minni og syni í af-
mælið mitt, enda erum við báðar
vatnsberar, fæddar 6. febrúar og 13
febrúar, hörkugellur. eins og unga
fólkið segir í dag.
Ég kom aðeins heim í maí í vor í
skólaafmæli, svo aftur síðast í ágúst
og þá mátti sjá mismuninn, hvað dró
af þér. Og þegar ég og Siddi mað-
urinn minn gengum frá Depluhólum
var erfitt og nú er ég komin aftur til
að fylgja þér síðustu sporin elsku
vinkona.
Þó er eins og yfir svífi
enn og hljóti að minna á þig
þættirnir úr þínu lífi,
þeir, sem kærast glöddu mig.
Alla þína kæru kosti
kveð ég nú við dauðans hlið,
man, er lífsins leikur brosti
ljúfast okkur báðum við.
(Steinn Steinarr.)
Þín
Bryndís.
Rakel Björg
Ragnarsdóttir
Bróðir okkar og mágur,
GUNNAR HVANNDAL,
Reykjaheiðarvegi 8,
Húsavík,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsa-
vík, mánudaginn 18. september, verður jarðsung-
inn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 30. septem-
ber kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Húsavíkurkirkju.
Elsa Kristinsdóttir, Guðmundur Indriðason,
Páll Kristinsson, Esther Ragnarsdóttir,
Unnur Kristinsdóttir, Arnar Árnason,
Jón G. Kristinsson, Ingveldur Guðnadóttir,
Loftur Kristinsson, Erla Sigurjónsdóttir,
Jón Áskell Jónsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu,
ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Sóleyjarima 3,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á
deild 11e á Landspítalanum fyrir góða umönnun
og hlýhug í hennar garð og okkar, auk þess sem
sr. Bjarna Þór Bjarnasyni eru færðar þakkir fyrir góðan stuðning.
Björn Björnsson,
Hrönn Björnsdóttir, Jón Pálsson,
Katrín Björnsdóttir, Gunnlaugur Friðrik Kristjánsson,
Björn Steinar Jónsson,
Ásbjörg Jónsdóttir,
Bjarki Snær Jónsson,
Anna Bryndís Gunnlaugsdóttir,
Kristján Friðrik Gunnlaugsson,
Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir.
Bróðir okkar,
ÓLAFUR B. SAMÚELSSON
frá Siglufirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn
10. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Systkini hins látna
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ÖNNU S. JÓHANNSDÓTTUR,
Fornhaga 11,
Reykjavík.
Ásgeir Sæmundsson,
Sæmundur Ásgeirsson, Steinunn Jóhannsdóttir,
Ásdís Ásgeirsdóttir, Helgi Árnason,
Haukur Ásgeirsson, Ásdís Pálsdóttir,
Anna Guðný Ásgeirsdóttir, Bjarni Á. Friðriksson,
Hafdís Ásgeirsdóttir,
Gyða Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir
og mágkona,
INGA BJÖRK HALLDÓRSDÓTTIR,
Fellaskjóli,
Grundarfirði,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardag-
inn 30. september kl. 14:00.
Anna Dóra Markúsdóttir, Jón Bjarni Þorvarðarson,
Benjamín Markússon, Anna María Hedman,
Kristín Markúsdóttir,
barnabörn,
Jenný Halldórsdóttir, Guðmundur Finnsson,
Ása Helga Halldórsdóttir, Ingvi Árnason,
Sigurbjörg Halldórsdóttir.