Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag miðvikudagur 25. 10. 2006 íþróttir mbl.is íþróttir Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, tekur skuldina á sig >> 4 BÆJARAR OG LATIBÆR LEIKMÖNNUM BAYERN MÜNCHEN RÁÐLAGT AÐ TILEINKA SÉR MATARÆÐI Í LATABÆ >> 3 Alfreð, sem er með landsliðið við æfingar á heimaslóðum Wallau- Massenheim við Frankfurt, áður en haldið verður yfir til Ungverja- lands á fimmtudag, sagðist hafa meiri áhyggur af íslenska landslið- inu en því ungverska. „Að sjálf- sögðu viljum við fagna sigri á Ungverjum, en það er ekki aðal- atriðið – heldur að lagfæra okkar leik sem best og styrkja hann og efla fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi í janúar.“ Ólafur Stefánsson getur ekki leikið með íslenska liðinu í Ung- verjalandi vegna meiðsla og þá er ljóst að Alexander Petterson verð- ur ekki með. „Ég ákvað að gefa honum frí, þar sem hann hefur haltrað hér um og er slæmur á ökkla. Þá er Einar Örn Jónsson með eymsli í baki, en ég vona að hann verði orðinn leikfær fyrir helgi. Þetta eru þrír vinstrihand- armenn, þannig að þeim hefur fækkað snöggt í hópnum,“ sagði Alfreð. Landsliðshópurinn kom saman í Wallau á mánudagskvöldið, en hann er skipaður þessum leik- mönnum: Markverðir eru Birkir Ívar Guðmundsson, N-Lübbecke, Björgvin Gústafsson, Fram, og Ólafur Gíslason, Val. Aðrir leik- menn eru Arnór Atlason, FC Kaupmannahöfn, Ásgeir Örn Hall- grímsson, Lemgo, Einar Hólm- geirsson, Grosswallstadt, Einar Örn Jónsson, Minden, Guðjón Val- ur Sigurðsson, Gummersbach, Logi Geirsson, Lemgo, Markús Máni Michaelsson, Val, Ragnar Óskarsson, Ivry, Róbert Gunnars- son, Gummersbach, Sigfús Páll Sigfússon, Fram, Sigfús Sigurðs- son, Ademar Leon, Snorri Steinn Guðjónsson, Minden, og Vignir Svavarsson, Skern. Róbert kemur til liðs við lands- liðshópinn í dag. Hef engar áhyggjur af Ungverjum Morgunblaðið/ÞÖK Tveir öflugir Alfreð Gíslason og Guðjón Valur Sigurðsson, sem verður fyrirliði landsliðsins í Ungverjalandi í fjar- veru Ólafs Stefánssonar, sjást hér í Evrópuleik Gummersbach gegn Fram í Safamýrinni á dögunum. „ÉG hef engar áhyggjur af Ungverjum – ég mun ekki hugsa um þá fyrr en ég sé þá inni á vellinum á föstudaginn. Það sem ég hugsa um þessa dagana er að fara yfir það sem við þurfum að gera – rifja upp það sem við vorum að gera í síðustu leikjum okkar gegn Svíum í júní. Það þarf að dusta rikið af ýmsum hlutum og bæta bæði varnar- og sóknarleik. Við þurfum að fara yfir allan pakkann,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, sem stjórnar íslenska landsliðinu í tveimur leikjum gegn Ungverjum um næstu helgi – á föstudag og laugardag í Ungverjalandi. Alfreð Gíslason með handknattleiks- landsliðið við æfingar í Frankfurt KRISTJÁN Örn Sigurðsson, sem leikur með Brann í Nor- egi, og Veigar Páll Gunnars- son, sem leikur með Stabæk, eru báðir tilnefndir til Knik- sen-verðlaunanna þar í landi og eru einu Íslendingarnir sem komast á blað. Verðlaunin eru veitt árlega þeim sem skarað hafa fram úr, markverði, varnarmanni, miðjumanni, sóknarmanni, þjálfara og dómara. Auk þess er sá besti valinn og síðan er veitt heið- ursviður- kenning ef tilefni er talið til. Verðlaunin hafa verið veitt frá 1990. Kristján Örn er til- nefndur í flokki varnarmanna ásamt Ronny Johnsen, fyrr- verandi leikmanni Manchest- er United, sem nú leikur með Vålerenga, og Per Nilsson, hjá Odd Grenland. Veigar Páll er í flokki sókn- armanna ásamt samherja sín- um hjá Stabæk, Daniel Nann- skog og Steffan Iversen, fyrrverandi leikmanni Tott- enham. Árni Gautur Arason er ekki tilnefndur að þessu sinni en hann hefur tvívegis verið val- inn besti markvörðurinn, 2001 og 2005. Veigar Páll Kristján Örn og Veigar Páll meðal þeirra bestu KVENNALIÐ ÍR í knatt- spyrnu mun leika í úrvals- deildinni næsta sumar, en ekki Þór/KA. Þetta er niður- staða áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambandsins sem hratt þar með dómi KSÍ frá því fyrr í mánuðinum. Félögin léku tvo leiki um laust sæti í efstu deild og hafði ÍR betur. En Þór/KA kærði þar sem Berglind Magnús- dóttir, sem stóð í markinu í fyrri leiknum nyrðra hafði leikið með tveimur félögum um sumarið. KSÍ úrskurðaði að Þór/KA skyldi dæmdur sigur í leiknum, en hann end- aði með 2:2 jafntefli. ÍR áfrýj- aði dómi KSÍ enda hafði félag- ið fengið leikheimild frá KSÍ fyrir Berglindi. Í dómi áfrýjunardómstóls- ins segir að knattspyrnu- stjórnvöld hafi brugðist lög- boðnu hlutverki sínu þegar þau veittu keppnisleyfið fyrir Berglindi Magnúsdóttur. ÍR hefði mátt treysta því að út- gefið keppnisleyfi Berglindar væri í samræmi við lög og reglur KSÍ og því verði að líta svo á að Berglind hafi verið með gilt keppnisleyfi hinn 10. september þegar leikurinn umræddi fór fram. Dóminn kváðu upp þeir Sigurður G. Guðjónsson, Guð- mundur Pétursson og Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson sem skilaði sératkvæði og vildi að dómur KSÍ væri óraskaður. ÍR-ingar leika í úrvals- deildinni en ekki Þór/KA Yf ir l i t                                  ! " # $ %               &         '() * +,,,                      Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Staksteinar 8 Umræðan 28/32 Veður 8 Bréf 34/39 Úr verinu 13 Minningar 31/37 Viðskipti 14/15 Staðurstund 40 Erlent 16/17 Myndasaga 44 Listir 18/19 Dægradvöl 45 Höfuðborgin 20 Dagbók 48 Akureyri 20 Víkverji 48 Landið 21 Velvakandi 48 Daglegt líf 22/25 Stjörnuspá 49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 * * * Erlent  Hundruð þúsunda Íraka hafa flú- ið nær linnulaus átök og glundroða frá upphafi innrásar Bandaríkja- manna og Breta í marsmánuði 2003. Flestir flýja til nágrannaríkja Íraks en vaxandi hluti leitar hælis í Evr- ópu og benda nýjar tölur til, að Sví- þjóð sé að verða vinsælasti áfanga- staður þessa hóps. » Forsíða  Frammámenn í Verkamanna- flokknum í Ísrael hvöttu til þess í gær að Avigdor Lieberman segði sig úr stjórn landsins eftir að Ehud Olmert forsætisráðherra náði samkomulagi um að þjóðernis- flokkurinn Yisrael Beitenu gengi í stjórnina. » 17 Viðskipti  Skuldir heimilanna við bankana hafa vaxið um 125 milljarða króna það sem af er þessu ári og námu þær samtals 670 milljörðum í lok sept- ember. Hafa skuldirnar rúmlega þrefaldast frá því bankarnir byrjuðu með íbúðalán sín í ágúst 2004. » 14  Avion er í öðru sæti á lista yfir 500 framsæknustu fyrirtæki í Evr- ópu annað árið í röð. Fjögur önnur íslensk fyrirtæki eru einnig á listan- um og er Kögun efst þeirra í sjöunda sæti. » 14 Innlent  Hvalveiðiskipið Hvalur 9 kom með 23 metra langa langreyðarkú að landi í hvalstöðinni í Hvalfirði skömmu eftir kl. 14 í gær. Morg- unblaðinu höfðu í gærkvöldi borist um 9.000 mótmælabréf á vefsíðu sinni vegna veiðanna » Baksíða  Fyrirhuguð er um 30 hektara landgerð á hafnarsvæðinu við Við- eyjarsund, þ.e. í Sundahöfn og Kleppsvík. Á milli tuttugu og þrjátíu umsóknir hafa borist stjórn Faxa- flóahafna um lóðir undir atvinnu- starfsemi og á að mæta þeirri eft- irspurn. » Forsíða                                                 !"# GRUNNSKÓLAKENNARI á Akranesi varð fyrir um hálfum mán- uði uppvís að vörslu barnakláms. Enginn grunur liggur þó fyrir um að maðurinn hafi leitað á nemendur. Maðurinn sem er á sextugsaldri hefur starfað við skólann í yfir 25 ár og margsinnis verið útnefndur vin- sælasti kennari skólans. Upp komst að hann hefði undir höndum barna- klám og var lögreglu þegar gert við- vart. „Hans kennsluferli lauk um leið og þetta kom upp,“ segir Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs Akra- ness. Hún segir fullvíst að nemendur skólans hafi aldrei fengið að kynnast þessari hlið mannsins. „Það erum við fullviss um og það hefur aldrei verið grunur um slíkt. Þetta er það langur kennsluferill að grunur hefði vaknað á þeim tíma.“ Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi vinnur að málinu en á heimili mannsins fundust útprentað- ar myndir sem sýndu börn á kyn- ferðislegan hátt. Tvær tölvur voru gerðar upptækar og er verið að fara yfir efni þeirra. Viðar Stefánsson rannsóknarlögreglumaður segir um- talsvert af barnaklámi hafa fundist en málið sé ekki fullrannsakað og verði unnið eins hratt og aðstæður leyfa. Ekki er talið að maðurinn hafi hlaðið niður barnaklámi í skólanum. Enginn grunur um misnotkun Í HNOTSKURN »Maðurinn var færður tilskýrslutöku hjá lögreglu í kjölfar þess að barnaklám fannst í fórum hans. »Við húsleit fundust út-prentaðar klámfengnar ljósmyndir af börnum. Eftir Andra Karl andri@mbl.is GRUNNSKÓLAMÓT Reykjavíkur í frjálsum íþróttum fer nú fram í Laugardalshöllinni og eigast þar við krakkar úr 5. til 8. bekk úr nokkrum Reykjavíkur- félögum. Mikill fjöldi barna tók þátt í frjálsíþróttagreinunum í gær. Keppt er í 60 og 800 metra hlaupi, langstökki, fimm sinnum 60 m boðhlaupi og að lokum kúluvarpi eins og sjá má á myndinni þar sem hraustur strákur úr 6. bekk varpar kúlunni. Mótinu lýkur í dag þegar fulltrúar úr 7. og 8. bekk munu etja kappi og hefst dagskráin klukkan 17 í Laug- ardalshöllinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kúlunni varpað af miklu afli GUNNAR Helgason, fyrrverandi forstöðu- maður Ráðningarskrif- stofu Reykjavíkurborg- ar, lést í gær á Landspítalanum í Foss- vogi, 81 árs að aldri. Gunnar fæddist 10. apríl 1925, sonur hjón- anna Helga Erlends- sonar bónda á Hlíðar- enda í Fljótshlíð og Kristínar Eyjólfsdóttur húsmóður. Gunnar lauk prófi frá Samvinnuskól- anum árið 1945 og starf- aði sem erindreki Sjálf- stæðisflokksins 1946–1961 og framkvæmdastjóri verkalýðsráðs flokksins 1961 til 1971. Þá var hann forstöðumaður Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar frá 1971 til 1995. Gunnar gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Átti hann sæti í miðstjórn 1952– 1979, auk þess að vera formaður verkalýðs- ráðs, formaður fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, formaður Heimdallar og varaformaður SUS. Þá var hann borgar- fulltrúi í Reykjavík 1966 til 1970, í stjórn Hús- næðisstofnunar ríkisins 1968 til 1991 og formað- ur í samtals sjö ár. Þá gegndi Gunnar fjöl- mörgum öðrum ábyrgðar- og trúnað- arstörfum á vegum Sjálfstæðisflokks- ins og Reykjavíkurborgar. Eftir- lifandi eiginkona Gunnars er Sigríður Pálmadóttir fyrrverandi bókavörður og eignuðust þau þrjú börn. Gunnar Helgason Andlát MAÐURINN sem lést í umferð- arslysi á fáförnum vegslóða, sem liggur af Sprengi- sandsleið áleiðis að Búðarhálsi um svonefnt Tryppa- vað á Þóris- tungum, ofan við við Hrauneyjar, aðfaranótt sl. laugardags hét Arngrímur Sveins- son, til heimilis að Vindási 4 í Reykjavík. Arngrímur var 57 ára, fæddur 8. mars 1949. Hann var ógift- ur en lætur eftir sig einn uppkominn son. Banaslys í umferðinni eru orðin 23 það sem af er ári. Arngrímur Sveinsson Lést í um- ferðarslysi á laugardag Kynning – Morgunblaðinu fylgir Rannísblaðið. HÖRÐUR Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni í Reykja- vík, segir engar kenningar uppi um það að sömu tveir mennirnir hafi nauðgað tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur upp á síðkastið. „Að bláókunnugir menn ráðist á konur á götum úti er nýlunda og mjög alvar- legt mál að sjálfsögðu,“ segir Hörð- ur. Í fyrra skiptið var stúlku nauðgað bakvið Menntaskólann í Reykjavík og í seinna skiptið var stúlku nauðg- að bakvið Þjóðleikhúsið. Þá kærði önnur kona nauðgun nú um helgina, en hún þáði far með ókunnugum manni sem hún segir hafa nauðgað sér. Það er því þriðja nauðgunarkæran á um hálfum mánuði en þessi maður var einn að verki. Hörður segir að í öllum tilvikunum hafi konur verið einar á ferð. Nauðganir af þessu tagi séu óalgengar í borginni. Mennirnir hafi horfið út í myrkrið og ekki sé vitað hverjir voru á ferð. Litlar sem engar vísbendingar hafi fengist í nauðgunarmálunum. Tvær nauðg- anir kærðar um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.