Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn K R A FT A V ER K Omega-3 fitusýrur geta dregið úr hættu á hjarta og kransæðasjúkdómum. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi omega-3 gegn liðagigt. Eftir Andra Karl andri@mbl.is MIKLAR breytingar eru fyrirhug- aðar á hafnarsvæðinu við Viðeyjar- sund, þ.e. í Sundahöfn og Kleppsvík, auk þess sem tillögur verða unnar um gerð atvinnulóða í landinu við Gufunes. Formaður stjórnar Faxa- flóahafna segir algjöra sprengingu hafa orðið í eftirspurn eftir lóðum á svæðinu og því nauðsynlegt að koma til móts við óskir umsækjenda. Stórt atriði í framkvæmdunum er lega Sundabrautar en stefnt er að að hún verði ákveðin fyrir árslok. „Staðan er einfaldlega þannig að það er allt að verða sprungið hjá okkur,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, en fyrir stjórninni liggja óskir um meira en 150 þúsund fermetra af atvinnu- húsnæði. Því þykir nauðsynlegt að skoða með hvaða hætti hægt er að verða við eftirspurninni. Björn Ingi segir að á milli tuttugu og þrjátíu umsóknir hafi borist, án þess að eftir þeim hafi verið auglýst sérstaklega, og séu margar hverjar eftir gríðar- lega stórum lóðum. „Ljóst er að miklu meira en það er í pípunum og því þurfum við að flýta fram- kvæmdar- og þróunaráætlun sem hefur verið í gildi hjá Faxaflóahöfn- um til næstu ára og setja á allt annan hraða en verið hefur.“ Farið í tvenns konar aðgerðir Á fundi hafnarstjórnar í gær var ákveðið að fara út í tvenns konar að- gerðir svo hægt sé að koma til móts við aukna eftirspurn. Annars vegar var samþykkt að hefja undirbúning að lengingu Skarfabakka yfir í Kleppsbakka og fjögurra til fimm hektara landgerð í tengslum við þá framkvæmd. Var hafnarstjóra falið að leggja fyrir stjórnina tillögu að tímasettri verkáætlun og kostnaðar- mati við verkefnið. Frekari landfyll- ing kæmi til í Kleppsvík en hún yrði töluvert stærri, eða um 25 hektarar. Hins vegar var samþykkt að efna til viðræðna við skipulagsyfirvöld í Reykjavík um tillögur að gerð at- vinnulóða á landi hafnarinnar við Gufunes, í ljósi mikillar eftirspurnar. Hafnarstjóra var falið að leggja fyrir hafnarstjórn tillögu að afmörkun svæðisins meðal annars með tilliti til fyrirhugaðrar legu Sundabrautar, mögulegra landfyllinga og tímasetta verkáætlun um aðra þætti sem málið varða. „Það er ekki búið að ákveða að gera landfyllingar þar, því það er heilmikil ákvörðun. Hins vegar þarf að setjast yfir það með skipulagsyf- irvöldum í borginni,“ segir Björn Ingi en núverandi skipulag um svæð- ið gerir ráð fyrir blandaðri byggð. „Höfnin á þetta svæði að stærstum hluta og þarna er auðvitað starfsemi Áburðarverksmiðjunnar og Sorpu, ljóst er að þarna þarf að gera ákveðnar breytingar.“ Ekki fer á milli mála að lóðir á þessu svæði eru afar dýrmætar og því mikið í húfi fyrir Reykjavíkur- borg og Faxaflóahafnir. Björn Ingi getur þó ekki nefnt neinar tölur í því samhengi, og bendir m.a. á að ekki sé búið að úthluta lóðum á landfylling- um og verði ekki gert fyrr en fram- kvæmdir eru komnar lengra á leið. Kleppsspítali á sínum stað Björn Ingi segir að engar breyt- ingar verði gerðar á eignum sem eru á svæðinu við Sundahöfn fyrir utan fyrirhugaðar nýbyggingar og stækk- anir, s.s. á vöruhótelum Eimskips og Samskipa. „Fyrirtækin hafa óskað eftir umtalsverðri stækkun á vöru- hótelum sínum en þegar þau voru byggð var gert ráð fyrir að ákveðinni þörf yrði fullnægt næstu ár – það er löngu sprungið. Kleppsspítali verður einnig áfram á svæðinu. „Kleppsspítali er nú þeg- ar umkringdur höfninni, og hefur verið, þannig að það þarf ekki að fela í sér neinar breytingar varðandi hann. Þetta eykur aðeins magn eigna á svæðinu.“ Áfangaskipt uppbygging Um er að ræða gríðarlega mann- virkjagerð og segir Björn Ingi ekki komið á hreint hvenær framkvæmd- ir geti hafist að fullu. „Þetta tekur auðvitað tíma, það þarf að breyta að- alskipulagi, sums staðar þarf að fara í umhverfismat, þannig að fram- kvæmdirnar munu gerast á nokkr- um árum. En þetta er áfangaskipt og það þýðir að uppbyggingin þarf að halda áfram hið fyrsta.“ Aðspurður hvort slík uppbygging muni ekki hafa mikil áhrif á umferð um svæðið og þungaflutningar auk- ist segir Björn Ingi Sundabraut lyk- ilatriði. „Menn hafa alltaf litið þann- ig á að þungaflutningar úr Sundahöfn þurfi að komast beint þaðan, en ekki út í íbúðahverfin og ég held að um það séu allir sammála. Við höfum lýst því yfir að Sunda- brautin sé algjört forgangsmál og þessi uppbygging undirstrikar það og sýnir nauðsyn þess að því verki sé hraðað.“ Lega Sundabrautar valin fyrir árslok Gísli Marteinn Baldursson, for- maður samstarfshóps um Sunda- braut, segir frumskýrslu um jarð- göng að vænta á næstunni. „Verið er að vinna skýrslu um jarðgöng en sú vinna var sett af stað fyrir síðustu kosningar. Þá var ákveðið að vinna frumskýrslu um hvort hægt væri að hafa jarðgöng, ekki botngöng, sem gengju á milli Gufuness og kæmu upp alveg niðri við Laugarnes,“ seg- ir Gísli og á von á að fá skýrsluna í hendur á næstu dögum. „Hún er komin fram yfir á tíma, en það er verið að vinna hana eins hratt og auðið er.“ Gísli segir að allir möguleikar verði í kjölfarið skoðaðir, en ef jarð- gangaleiðin verður farin þarf að setja hana í umhverfismat – aðrir kostir hafa áður farið í mat. „Við ákveðum á þessu ári hvaða leið við viljum fara. Ef einhver af hinum leið- um verður fyrir valinu þá tökum við tveggja ára hönnunarferli og í fram- haldi af því tveggja ára framkvæmd- arferli.“ Óskir um meira en 150 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði Umfangsmikil uppbygg- ing stendur fyrir dyrum við hafnarsvæði í Reykja- vík. Vegna mikillar eftir- spurnar eftir lóðum var samþykkt á fundi hafnar- stjórnar Faxaflóahafna í gær að flýta fram- kvæmdar- og þróunar- áætlun fyrirtækisins. Morgunblaðið/ÞÖK Heldur velli Umfangsmiklar breytingar eru fyrirhugaðar á hafnarsvæðinu við Sundahöfn og mun m.a. landgerð ná til Sundahafnar. Framkvæmdirnar munu hins vegar ekki ná til Kleppsspítala sem fær að standa óhreyfður. Í HNOTSKURN »Á milli tuttugu og þrjátíu um-sóknir um lóðir á svæðinu við Sundahöfn liggja fyrir stjórn Faxaflóahafna og er í flestum til- fellum óskað eftir gríðarstóru svæði. » Í gær var samþykkt að hefjaundirbúning að fram- kvæmdum svo hægt sé að koma til móts við óskirnar. »Fyrirhugaðar eru landfyll-ingar í Sundahöfn og Klepps- vík, samtals í kringum 30 hekt- arar, auk þess sem tillögur verða unnar að atvinnulóðum í Gufu- nesi. UMSVIF á hafnarsvæðinu við Sundahöfn munu aukast töluvert með tilkomu landgerðar sem fyr- irhuguð er. Gert er ráð fyrir um 30 hektara landfyllingu, annars vegar í Sundahöfn og hins vegar í Klepps- vík. Umtalsverðar framkvæmdir hafa verið á hafnarsvæðinu að und- anförnu og fyrir aðeins nokkrum mánuðum var vígð bryggja við Skarfabakka. Björn Ingi Hrafns- son, stjórnarformaður Faxaflóa- hafna, segir breytingarnar að ein- hverju leyti tengjast auknum sjóflutningum við landið á næstu árum. „Þetta tengist því til dæmis að strax upp úr árinu 2010 þurfum við að gera ráð fyrir stærri skipum en hingað hafa komið áður og að- staða þarf að vera fyrir þau,“ segir Björn Ingi. „En þetta tengist einnig auknum innflutningi og útflutningi. Fáir gera sér í raun grein fyrir því að hafnirnar hafa verið að stækka mikið.“ Meðal þeirra fyrirtækja sem sótt hafa um lóðir eru Olíufélagið, Dan- ól og Fóðurblandan. Töluverð aukning umsvifa á svæðinu                                !                      !" #$       %" &   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.