Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 49 Biluð skemmtun! NELGDI FYRSTA SÆTIÐ ÞEGAR HÚN VAR SÝND Í USA FYRIR NOKKRU Jackass gaurarnir JOHNNY KNOXVILLE og STEVE-O eru KOMNIR aftur, bilaðri en nokkru sinni fyrr! Þú átt eftir að skemmta þér sjúklega vel. eee LIB, Topp5.is eeee H.Ó. MBL Frá leikstjóra “The Fugitive” Ekki missa af kraftmestu spennumynd ársins Þegar hættan steðjar að ... fórna þeir öllu Systurnar Hilary Duff og Haylie Duff fara hér á kostum í frábærri rómantískri gamanmynd. SÖNN SAGA UM HUGPRÝÐI OG ÓTRÚLEGA MANNBJÖRG NÝJASTA STÓRVIRKIÐ FRÁ OLIVER STONE. STÓRMYND SEM LÆTUR ENGAN ÓNSNORTIN. eee BBC eee ROLLING STONE eeee EMPIRE eee LIB, TOPP5.IS NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI KEVIN COSTNER ASHTON KUTCHER ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! FRÁ HÖFUNDI „TRAINING DAY“ OG „THE FAST AND THE FURIOUS“ kvikmyndir.is ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ ANNAÐ TÆKIFÆRI ÞARFTU AÐ TAKA FYRSTA SPORIÐ. / ÁLFABAKKA / AKUREYRI/ KEFLAVÍK/ KRINGLUNNI MÝRIN kl. 8 - 10 B.i. 12 JACKASS NUMBER TWO kl. 8 B.i. 12 WORLD TRADE CENTER kl. 10 B.i. 12 THE GUARDIAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 MATERIAL GIRLS kl. 6 - 8 LEYFÐ JACKASS NUMBER TWO kl. 10 B.i. 12 THE THIEF LORD kl. 6 LEYFÐ BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eeee HEIÐA MBL eee Ó.H.T. RÁS2 Munið afslátt inn THE GUARDIAN kl. 5 - 8 - 10:10 B.i. 12 THE GUARDIAN VIP kl. 5 - 8 MATERIAL GIRLS kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ JACKASS NUMBER TWO kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 WORLD TRADE CENTER kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 STEP UP kl. 6 B.i. 7 THE THIEF LORD kl. 4 LEYFÐ ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 3:40 LEYFÐ THE GUARDIAN kl. 5:30 - 8:30 - 10:10 B.i. 12 MATERIAL GIRLS kl. 6 - 8 LEYFÐ BEERFEST kl. 10:10 B.i. 12 BÖRN kl. 8 B.i.12 THE THIEF LORD kl. 6 LEYFÐ Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 10. flokkur, 24. október 2006 Kr. 1.000.000,- 2757 B 4789 B 11143 F 21655 E 22721 B 30692 B 31197 B 34719 B 37318 E 56834 B GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com NNFA QUALITY APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR A ll ta f ó d ýr ir Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það sem aðrir taka sér fyrir hendur er bara ekki stíll hrútsins. Breyttu til. Þú ert alveg fær um að skila einhverju einstöku til vinnufélaganna, yf- irmannsins, viðskiptavinanna, ástvin- anna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið leggur gleði í vinnuna, ekki síst ef það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vera of viturt. Töfrar þínir magnast ef þú þorir að sýna bjána- skap, léttlyndi, barnaskap og gáska. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Líf tvíburans er yfirleitt eins og hlað- borð sem maður getur fengið sér af að vild. En í kvöld er stemmningin eins og við matarborðið hjá góðum vini. Þú valdir ekki matinn og ert ekki viss um hvað er í vændum, en það er ekki ama- legt að láta þjóna sér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sjálfsagi þinn er tilkomumikill. Gættu þess bara að það sem þú færð í staðinn fyrir það sem þú leggur á þig sé fyr- irhafnarinnar virði. Í kvöld styrkist samband þitt við ótilgreindan sporð- dreka. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Neisti og töfrar ljónsins eiga á hættu að glatast. Í stað þess að rápa um heimilið með ekkert fyrir stafni skaltu fara út og láta finna fyrir þér í hinum stóra heimi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einstaklingur sem er andlega skyldur þér tekur málstað sem þú berst fyrir upp á sína arma. Það hefur líklega aldrei verið jafn gaman að blanda sam- an vinnu og einkalífi. Vertu til í að deila ágóðanum, samt sem áður. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Áhyggjur af því að breyta rangt eiga eftir að draga úr ráðvendni þinni í vinnunni. Sýndu hugrekki. Þú ert í mildu skapi, svo meira að segja þitt geggjaðasta val verður viðeigandi í góðum félagsskap. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef aðrir haga sér ekki eins og þú vilt má greina örlítinn pirring í mál- rómnum. Ef þú ert hreinn og beinn þarftu ekki að fara á milli staða með kólgubakka yfir höfðinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vinnan reynist margslungin. Sumir ná bara ekki sambandi við það sem þú ert að reyna að miðla. Þú þarft annaðhvort að sýna það sem þú vilt lið fyrir lið eða gera það sjálfur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Rómantíkin kallar eins og leiðarljós í myrkrinu, en hafðu í huga að það sem þér finnst rómantískt er ekki endilega það sama og öðrum finnst. Þú upplifir það sem þér finnst spennandi í kvöld. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Til þess að geta farið að leikreglum þarftu að vita hverjar þær eru. Þú átt- ar þig á því með því að lenda í að- stæðum sem sýna þér hvað er í lagi og hvað ekki. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er jafnvel enn viðkvæmari en venjulega. Þú ert þér ákaflega með- vitandi um það sem ástvinur er að ganga í gegnum núna. Viðkomandi manneskja virðist einstaklega allt- umlykjandi í vitund þinni. Stjörnuspá Holiday Mathis Júpíter og Satúrnus hafa átt í viðkvæmu sambandi þetta árið og halda áfram að rífast. Einhver vafi hef- ur leikið á því hvort nóg sé af peningum, mat, góðu veðri og brosum en það eina sem maður þarf að gera er að telja stjörnurnar á björtum himni til þess að skilja að al- heimurinn stendur við lögmálið um fá- ránlegar allsnægtir. hægt sé að gleyma sér í þeim líkt og tónlist og gleyma áhyggjum og vandamálum.    TÍU stálætingar prýða veggi Graf- íksafnsins um þessar mundir. Anna Snædís vinnur með frjálsleg, hringlaga form á grunnflöt sem byggður er upp af lauslegu strang- flatamynstri. Dökk hringform skoppa, hringsnúast og dansa á myndfletinum, grunnurinn er stundum ljós og býr yfir birtu en flestar eru myndirnar mikið unnar og nokkuð dökkar. Örfáar brjóta sig síðan frá þessu og eru stærri og umbrotasamari, þar sem fjöldi hringforma geysist um myndflöt- inn og eru þau verk um leið frjáls- legri og kraftmeiri en hin verkin, það mætti ímynda sér að þau séu árangur tilrauna sem átt hafi sér stað á minni myndunum og sýnist mér sem áhugaverðasta framhaldið gæti verið þar að finna. Anna Snædís hefur áður sýnt stálæt- ingar sem vinna með ekki ósvipuð form en einnig myndir af nýstár- legri toga þar sem hún þrykkti heimilislega hluti og birti tvívíða mynd þeirra. Nú hverfur hún aftur til hefðbundnari aðferða en ég gæti trúað því að einhver sam- vinna milli hefðbundinna aðferða og nýrra gæti komið listakonunni vel. Sýningin í Grafíksafninu er heilsteypt og vandlega unnin, í myndunum má sjá áhugavert sam- spil lita og forma en nokkuð skort- ir á persónulega sýn í samhengi við strauma og stefnur samtímans. Sá frjói jarðvegur sem augljóslega býr að baki á þó án efa eftir að láta meira á sér kræla og því er ástæða til að vera forvitinn um framhald þessara verka. Leikur með hefð MYNDLIST Grafíksafn Íslands Sýningu er lokið. Anna Snædís Sigmarsdóttir – Umbrot Ragna Sigurðardóttir flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Bandaríkin hafa ekki óskað eftirþví við stjórnvöld í Namibíu að leikarinn Wesley Snipes, sem er eft- irlýstur fyrir skattsvik, verði fram- seldur til Bandaríkjanna, að sögn stjórnvalda í Namibíu. Lidwina Shapwa, dóms- málaráðherra Namibíu, sagði í sam- tali við Reuters-fréttastofuna að Bandaríkin hefðu ekki sett sig í samband við yfirvöld í landinu vegna málsins, að því fram kemur á BBC. Snipes er þessa dagana að vinna að kvikmyndinni Gallowwalker í eyðimörkinni í Namibíu. Í Bandaríkjunum hefur hann ver- ið sakaður um að hafa ekki skilað skattskýrslu og fyrir að hafa rang- lega krafist 12 milljóna dala, rúmra 800 milljóna kr., í endurgreiðslu. Framleiðandi Gallowwalker, Jo- anne Reay, sagði í samtali við AP- fréttastofuna að verið væri að kvik- mynda og því yrði haldið áfram. „Við gerum okkur grein fyrir málinu sem snýr að skattaákærunni en við ræðum það ekki.“ Að sögn kvikmyndastofnunar- innar í Namibíu hefur Snipes verið í landinu frá því í ágúst sl. Namibía hefur ekki gert framsalssamning við Bandaríkin. Handtökutilskipun var gefin út á hendur Snipes í síðustu viku, og að sögn saksóknara gæti hann átt yfir höfði sér 16 ára fang- elsi verði hann fundinn sekur. Um 64% írsku þjóðarinnar styðurréttindabaráttu samkyn- hneigðra og telja að þeir eigi að hafa sömu réttindi, bæði peningalega og lagalega og gift gagnkynhneigt fólk, samkvæmt nýrri könnun sem var birt á dögunum. Um 50% írsku þjóð- arinnar töldu að samkynhneigð pör ættu að eiga rétt á að ættleiða á meðan 37% eru því andvíg en 13% höfðu ekki skoðun á því. Meirihluti Íra er kaþólskrar trúar og þjóðin hefur oft rekið lestina í Evrópu í mörgum réttindamálum er varða samkynhneigða. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.