Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 40
Sýning Eirúnar Sigurðardóttur, Blóðhola, er að mati Rögnu Sig- urðardóttur heilsteypt, út- hugsuð og vel ígrundað innlegg í umræðu samtímans. Sýningin er í Listasafni ASÍ. » 41 myndlist Árni Salomonsson leikur eitt af aðalhlutverkunum í karneval- íska spunaverkinu Þjóðarsál- inni sem sýnt er um þessar mundir í Reiðhöll Gusts í Kópa- vogi. » 43 leiklist Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson biður fyrir ást og kærleika öllum til handa með því að sitja inni í píramíta úr plexígleri og hugleiða víða um borgina. » 42 myndlist Þröstur Helgason fer yfir feril Jóhanns Hjálmarssonar ljóð- skálds í listapistli dagsins. Jó- hann kom fyrst fram á ljóða- sviðið með bókinni Aungull í tímann árið 1956 » »42 af listum Leikarinn Dustin Hoffman hafði lítið sem ekkert sjálfstraust þegar hann steig sín fyrstu skref í Hollywood og hélt að hann væri of ófríður til að ná frama.»48 fólk Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Tónlistardagar dómkirkj-unnar hefjast í 25. skipti núí lok október og standa framí miðjan nóvember. „Við höldum þessa Tónlistardaga árlega og alltaf í kringum afmæli Dómkirkj- unnar, í ár eru 210 ár síðan kirkjan var reist á þeim stað sem hún stendur í dag. Hátíðin verður því glæsileg í ár og m.a. frumflytjum við sjö ný íslensk tónverk, en við byrjum dagskrána á morgun með tónleikum unglingakórs Dómkirkjunnar,“ segir Marteinn H. Friðriksson, stjórnandi Dómkórsins. Á laugardaginn heldur dagskráin áfram með nýjung á Tónlistardögum en það er svokallaður langur laug- ardagur í kirkjunni. „Kirkjan verður opin þennan dag frá kl. 11 til 17 og það verður flutt tónlist allan tímann. Við viljum að fólk gefi sér smátíma til að koma í kirkjuna, stoppi aðeins við, eins lengi og það vill, og hlusti á fal- lega tónlist.“ Spurður hvort tónlistardagarnir í ár séu eitthvað öðruvísi í sniðum en áður segir Marteinn svo ekki vera en það sé kannski aðeins meira lagt í tón- listarflutninginn vegna 210 ára af- mælisins. „Í hátíðarmessunni erum við t.d. með hljóðfæraleikara og ein- söngvara með okkur og flytjum Lau- date Dominum eftir Hildigunni Rún- arsdóttur og Missa brevis KV 194 eftir Mozart.“ Stærsti viðburður Tónlistardaga Dómkirkjunnar er svo 3. nóvember þegar frumflutt verða sjö ný íslensk tónverk. „Við höfum gert það öll árin að biðja tónskáld að semja fyrir okk- ur verk til frumflutnings á Tónlist- ardögunum. Við munum flytja sjö ný kórlög og nokkur eldri á þessum tón- leikum. Þau eru öll trúarleg en mark- mið Tónlistardaganna er að efla og kynna tónlist sem samin er guði til dýrðar og mönnum til upplyftingar. Í ár var leitað til tónskálda sem áður hafa samið tónverk fyrir okkur og eru búsett á landinu. Frá því fyrst var efnt til Tónlistardaganna árið 1982 hafa hátt í 30 tónskáld samið verk fyrir dagana, m.a. hafa verið flutt þrjú verk eftir þekkt erlend tón- skáld.“ Dómkórinn hefur á hverju ári feng- ið gesti að utan til að koma fram á Tónlistardögunum, í ár eru það hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzó- sópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari frá Spáni og halda þau tónleika 8. nóvember. Lokatónleikar Tónlistardaga verða svo í Hallgríms- kirkju laugardaginn 12. nóvember og þá mun Dómkórinn flytja tónverkið Missa choralis eftir Franz Liszt og nokkur smærri kórlög. Morgunblaðið/RAX Dómkirkjan Á Tónlistardögum Dómkirkjunnar verða meðal annars frumflutt sjö ný íslensk tónverk. Guði til dýrðar og mönnum til upplyftingar Tónlistardagar Dómkirkjunnar 26.10. Unglingakór Dómkirkjunnar 28.10. Tónleikadagur í Dómkirkju 29.10. Hátíðarmessa 03.11. Kórtónleikar 05.11. Tónleikar á kirkjuloftinu 08.11. Einsöngstónleikar 12.11. Lokatónleikar í Hallgríms- kirkju Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is ÞÓTT LÍTIÐ hafi til þessa spurst af raftónlistarmanninum Enkídú verður breyting þar á annað kvöld. Þá mun hann þreyta frumraun sína á sviði og flytja frumsamið efni á tónleikum í Hinu húsinu. Enkídú heitir réttu nafni Þórður Hermannsson, kallaður Doddi, og er nemandi í Kvennaskólanum. Hann segist lengi hafa gælt við þá hugmynd að semja tónlist og gefa hana út. Ekki fastur við fartölvuna „Það var hins vegar ekki fyrr en í maí á þessu ári sem ég ákvað að láta af þessu verða og fór að semja lög af alvöru,“ sagði Doddi í samtali við Morgunblaðið. „Ég var búinn að vera lengi með nokkur lög í hausnum sem ég náði loksins að koma frá mér.“ Tónlistin sem Enkídú leikur telst til raftónlistar en hann segist reyna að gefa henni aukið vægi með því að leika á fleiri hljóðfæri með. „Ég leik á selló, píanó og gítar og reyni að hafa tónlistina eins lifandi og ég get. Ég ætla ekki að vera maðurinn sem stendur allan tímann fyrir framan fartölvuna sína á tón- leikum,“ segir Doddi, en tónleik- arnir á morgun eru hans fyrstu. Puðar við plötu Á tónleikunum verður hægt að fjárfesta í EP-plötu með sjö til átta lögum eftir Enkídú. „Ég er að puða við að setja saman plötu fyrir tónleikana og ætla í kjöl- farið að reyna að koma henni í ein- hverjar plötuverslanir,“ segir Doddi. Auk Enkídú koma Tonik, Lada Sport og Mammút fram á tón- leikum Hins hússins. Tvær síðast- nefndu sveitirnar léku á nýafstað- inni Airwaves-hátíð í Reykjavík. Lada Sport ætlar að upptökur hefjist á sinni fyrstu breiðskífu snemma á næsta ári en nýtt lag með þeim félögum, „Love Donors“, er farið að hljóma á öldum ljósvakans. Hljómsveitin Mammút vann Mús- íktilraunir í fyrra. Sveitin kemur til með að leika nýja tónlist í bland við gamalt á tónleikunum. Tonik er listamannsnafn Antons Kaldal, sem að eigin sögn „breytist á tónleikum í tónlistarapparat með óskilgreindum fjölda meðlima“. Tónlist hans spannar ýmis svið tölvutónlistar í bland við leik á gít- ar, bassa og selló. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og það er frítt inn. Enkídú leikur í fyrsta sinn opinberlega Morgunblaðið/RAX Enkídu Listamaðurinn heitir réttu nafni Þórður Hermannsson, kallaður Doddi og er nemandi í Kvennaskólanum. Staðurstund |miðvikudagur|25. 10. 2006| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.