Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 31 AÐ GEFNU tilefni er ástæða til að vekja athygli á verðhækk- unum sem orðið hafa á aðföngum bakaría að undanförnu og leiða óhjákvæmilega til hækkunar á verði á brauði og kökum. Einhverjum kann að koma í hug að óprúttnir bakarar séu að nota sér fyrirhug- aða lækkun á virðisaukaskatti á matvælum til að lauma inn hækk- un á vörum sínum. Svo er þó ekki, heldur á hækkun á brauði og kök- um sér nærtækari skýringar. Öll aðföng bakaría landsins hafa hækkað gríðarlega á árinu. Fyrri hluta ársins bar mest á hækkunum sem komu til vegna lækkunar á gengi krónunnar, auk þess sem verð á sykri og sykurvörum nær tvöfaldaðist eftir að niður- greiðslum frá Evrópusambands- ríkjunum var snögglega hætt. Nú taka við enn frekari hækk- anir á hveiti og kornvörum þar sem heimsmarkaðsverð á hveiti hefur rokið upp á síðustu mán- uðum í kjölfar mikils upp- skerubrests á hveitikorni um alla Evrópu. Miklir þurrkar í sumar og rigningar á uppskerutíma léku kornræktina grátt þetta sumarið. Spenna á hveitimarkaði En fleira kemur til sem veldur mikilli spennu á hveitimarkað- inum. Vegna hækkandi verðs á ol- íu á undanförnum misserum kepp- ast menn við að leita orkugjafa sem komið geta í stað olíu. Þar ber hæst svokallaða græna orku eða lífdísil (e.: biofuel). Verksmiðjur sem vinna etanól (alkóhól) úr korni til að knýja bíla spretta nú upp eins og gorkúlur beggja vegna Atlantshafsins. Þar með eykst eft- irspurn eftir korni mjög hratt og alkóhólframleiðslan er orðin skæð- ur keppinautur matvælaiðnaðarins um kornvörur. Þar við bætist svo hærri flutningskostnaður vegna hins háa olíuverðs. Hækkun á hráefnis- og raf- magnsverði Þetta eru ekki góðar fréttir fyr- ir mjöl- og bakstursiðnaðinn í Evr- ópu. Á sama tíma og stjórnvöld á Íslandi leitast við að lækka verð á matvælum neyðast mjölframleið- endur og bakarar til að hækka vörur sínar vegna hækkandi hrá- efnisverðs. Þetta bætist ofan á stórhækkað rafmagnsverð sem ís- lenskir bakarar hafa mátt sæta frá því að nýju raforkulögin tóku gildi fyrir tæpum tveimur árum. Með raforkulögunum var kippt út hag- stæðum töxtum sem bakarar nutu vegna mikillar orkunotkunar utan álagstíma gegn því að láta rjúfa hjá sér rafmagnið þegar toppar mynduðust í orkunotkun yfir dag- inn. Til viðbótar má nefna hina miklu þenslu á vinnumarkaði sem aukið hefur launakostnað bakaría veru- lega umfram samningsbundnar launahækkanir. Bakarar fagna áformum rík- isstjórnarinnar um að lækka virð- isaukaskatt á matvælum 1. mars næstkomandi. Það mun að ein- hverju leyti vega upp óhjákvæmi- legar verðhækkanir á brauði og kökum. Verðhækkanir á aðföngum bakaría Ragnheiður Héðins- dóttir og Svava Liv Edgarsdóttir skrifa um ástæður verðhækkana á brauði og kökum » Öll aðföng bakaríalandsins hafa hækk- að gríðarlega á árinu. Ragnheiður Héðinsdóttir Ragnheiður er matvælafræðingur Samtaka iðnaðarins. Svava er f ramkvæmdastjóri Kornax. Svava Liv Edgarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.