Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR Reykjavíkurborgar hófu starfsemi í júní 2005 í öllum hverfum borg- arinnar. Þá var færð undir eitt þak þjónusta sem hafði verið að- skilin áður; sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla, félagsþjón- usta og frístundaþjónusta. Að auki sinna þjónustumiðstöðvar nýjum verkefnum, og má þar nefna auk- inn stuðning við hverfastarf í sam- vinnu við íbúa og félagasamtök, sem og alhliða upplýsingagjöf um þjónustu borgarinnar. Markmið þjónustumiðstöðva er annars veg- ar að auka nærþjónustu við íbúa borgarinnar og hins vegar að efla þverfaglegt samstarf sérfræðinga til hagsbóta fyrir íbúa. Við undirritaðar vinnum sem sérfræðingar á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar og höfum tekið þátt í skemmtilegu mótunarferli ásamt kraftmiklum hópi samhents starfsfólks. Við höfum allar reynslu af því að vinna við fag okkar hjá borginni fyrir stofnunn þjónustumiðstöðva og höfum því ágætan samanburð á því hvernig þetta nýja fyrirkomulag nýtist þeim sem fá þjónustuna. Það er álit okkar að við getum veitt heild- stæðari, markvissari og betri þjónustu undir hatti þjónustu- miðstöðvar en áður var. Munar þar mest um nána samvinnu margra fagstétta þar sem ólík þekking og færni er samnýtt. Fyr- ir íbúa í hverfinu skiptir miklu máli að geta farið á einn stað til að sinna mörgum erindum og fá heildræna þjónustu. Það er forsenda fyrirkomulags þjónustumiðstöðva að fagstéttir sem komu frá ólíkum fagsviðum borgarinnar mætist á jafnrétt- isgrundvelli. Sjálfstæði þjónustu- miðstöðva er mjög mikilvægt í þessu sambandi. Í fundargerð frá fundi Velferðarráðs Reykjavík- urborgar hinn 11. október sl. kem- ur fram að í skoðun eru tillögur um að þjónustumiðstöðvar verði fluttar undir velferðarsvið. Við undirritaðar setjum spurning- armerki við þessar breytingar. Við teljum að þær séu ekki í samræmi við grundvöll þjónustumiðstöðva, sem er þverfaglegt samstarf ólíkra fagstétta frá ólíkum sviðum. Með því að færa stjórn þjónustu- miðstöðvanna undir eitt fagsvið myndast halli á jafnréttisgrund- velli fagstéttanna sem getur haft slæmar afleiðingar í för með sér. Og þó svo að í þessum tillögum sé ekki rætt um að færa fagstéttir frá þjónustumiðstöðvum óttumst við að sú þróun geti orðið í kjölfarið á umræddum breytingum. Með því myndu veikjast verulega þeir stóru kostir sem fyrirkomulag þjónustumiðstöðva hefur. Þjónustumiðstöðvar eru að hefja sitt annað aldursár og mikilvæg reynsla er þegar komin á þetta fyrirkomulag, enn eigum við þó eftir að sjá miðstöðvarnar taka út fullan þroska sem aðeins tíminn getur gefið þeim. Það er mikilvægt að þær fái þennan tíma. SIGRÚN SKAFTADÓTTIR, HELGA ARNFRÍÐUR OG GUÐNÝ HILDUR MAGNÚSDÓTTIR, sérfræðingar á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar – Vesturgarði Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar, hvert á að stefna? Frá Sigrúnu Skaftadóttur, Helgu Arnfríði og Guðnýju Hildi Magnúsdóttur: FRAM til þessa hafa kosningar snú- ist um þá baráttu frambjóðenda að fá kjósendur til að velja sig frekar en aðra. Hefur þá jafnan skipt miklu máli hver stendur fyrir hvaða mál- efni og hvernig viðkomandi hyggst vinna þeim brautargengi. Í dag er þetta því miður breytt. Mestu virðist skipta að bjóða væntanlegum kjósendum alls kyns varning og þjónustu í skiptum fyrir atkvæðin. Reynt er að kaupa at- kvæði frekar en að afla fylgis við málefnin. Frambjóðendur virðast sér- staklega ganga á lagið með unga kjósendur sem margir hafa ekki lagt á sig þá vinnu að skoða málefnin og taka afstöðu út frá þeim. Hringt er í unga kjósendur hvað eftir annað og þeim boðið í stórar veislur þar sem áfengi drýpur af hverju strái og þekktar hljómsveitir leika fyrir dansi. Boðinn er akstur til og frá kjörstað og jafnvel gengið svo langt að bjóða rútuferðir frá helstu skólum borgarinnar. Því miður virðist þessi aðferðafræði virka. Margir virðast kjósa fyrir bjórsopa. Það er hins vegar þannig að svona hegðun er mikil afbökun á því lýð- ræðisskipulagi sem hingað til hefur tíðkast hérlendis. Á vísum stað stendur að bannað sé að kaupa at- kvæði. Nú til dags virðast frambjóð- endur gefa lítið fyrir þann bókstaf. Dæmi eru um að allt að 10 frambjóð- endur hringi í sama einstaklinginn með gylliboð og boð um að skrá við- komandi í flokk fyrir kosningar og úr honum að þeim loknum. Svo virðist einnig vera að hringjendur séu nán- ast forritaðir eins og vélar sem þylja í sífellu sömu ræðuna og neita að ræða um málefnin eða stjórnmálin sem þetta á nú allt að snúast um. Þessu verður að linna. Frambjóð- endur hljóta að vilja ræða frekar um málefnin en veislur og bjór. Kjós- endur eru sama sinnis. Margir móðgast þegar hringt er í þá vegna kosninga og þeim boðinn bjór en ekki kynning á málefnum. Fram- bjóðendur ættu kannski að hlusta frekar á fólkið í staðinn fyrir mark- aðsmennina í aðdraganda kosninga. Að lokum er svo vert að þakka þeim sem sýna kjósendum þá virðingu að láta þá í friði og leyfa þeim að ákveða sjálfum hvern þeir ætla að kjósa. LAUFEY RÚN KETILSDÓTTIR, nemi á lokaári á hagfræðibraut við Verzlunarskóla Íslands. Að kaupa atkvæði Frá Laufeyju Rún Ketilsdóttur: Laufey Rún Ketilsdóttir ÁRNI Finnsson formaður Nátt- úrverndarsamtaka Íslands (NÍ) telur í grein sinni í Morgunblaðinu nú á mánudag að fátt sameini stuðnings- menn og andstæðinga kvótakerfisins betur en hvalveiðar. Ég skal ekki segja. Hitt er þó víst að við í Frjáls- lynda flokknum höfum alltaf stutt öll góð mál sem fram koma og gerum það óháð flokkadráttum. Hvalveiðar heyra tví- mælalaust til slíkra mála. Okkur þykir ekk- ert athugavert við það að styðja ákvörðun rík- isstjórnarinnar um að hefja atvinnuveiðar á hval. Það er bæði sjálf- sagt og gott mál. Ég hef farið yfir það í fyrri grein minni hvaða ástæður ráði fyrst og fremst þessari afstöðu. Þetta snýst um rétt okkar Íslendinga til að stjórna nýt- ingu á okkar auðlindum. Aðra ástæðu má einnig nefna. Hvalveiðar geta orðið lyftistöng fyrir atvinnulíf í sumum þeirra sjávarbyggða sem hafa verið grátt leiknar af því mis- lukkaða fiskveiðistjórnunarkerfi sem við höfum búið við nánast jafn lengi og hvalveiðibannið sem nú hefur ver- ið aflétt. Formaður NÍ telur að ég hefði átt að gagnrýna sjávarútvegsráðherra fyrir að gera hvalina að blóraböggli fyrir ástand þorskstofnsins. Það höf- um í þingflokki Frjálslynda flokksins þegar gert. Bent á að aðrir þættir í náttúrunni hafi miklu meiri áhrif á þorskinn okkar. Þetta sagði ég meðal annars í ræðu sl. vor í tilefni af því að sjávarútvegsráðherra hafði verið með fullyrðingar í þinginu um að stunda þyrfti hvalveiðar til að byggja upp þorskstofninn: „Umræður og hugleiðingar um áhrif sjávarspen- dýra á vistkerfi hafsins eru að sjálf- sögðu ávallt mjög áhugaverðar. Ég held að það sé enginn vafi á því að sjávarspendýr geti haft umtalsverð áhrif. Þetta eru dýr með heitt blóð, þau brenna miklu og þurfa mikla næringu til vaxtar og viðgangs. Hins vegar finnst mér frekar hæpið að hrefnustofninn einn og sér hafi af- gerandi áhrif á það hvort okkur tak- ist að byggja upp þorskstofninn eður ei. Ég held að aðrar breytur í vist- kerfi hafsins hafi miklu meiri þýð- ingu. Við getum nefnt nýliðun þorsks, sjálfsát og afrán en við meg- um heldur ekki gleyma skilyrðum fiskstofnsins til vaxtar, þ.e. að fisk- urinn hafi nóg æti og góð skilyrði til vaxtar. Það er mín sannfæring og vissa og trú að ef þau atriði eru í góðu lagi þurfi í sjálfu sér ekki að hafa miklar áhyggjur af því þó að hrefnan sé til staðar í vistkerfinu um- hverfis landið“. Fyrir utan þetta hef ég ítrekað bent á í ræð- um og ritum að viðvar- andi ætisskortur ríki á Íslandsmiðum sem bitni mjög illa t. a. m. á bolfiskstofnum, en kannski hvalastofnum líka. Holdafar þorsks og ýsu er mjög slæmt. Árni Finnsson ætti að kynna sér betur það sem við í Frjálslynda flokknum höf- um haldið á lofti í tengslum við vist- fræðilegar nálganir á nýtingu á stofnum fiska og sjávarspendýra áð- ur en hann býsnast yfir því að ég skuli ekki nota tækifærið til að skammast yfir mislukkaðri uppbygg- ingu þorskstofnsins þegar menn ákveða að hefja hvalveiðar í ör- smáum stíl. Staða og nýting þorsk- stofnsins er einfaldlega annað mál sem hefur lítt með hvalveiðar að gera. Mér finnst Árni halda fram rangri túlkun á 65. grein Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Greinin geng- ur samkvæmt Árna út á það að hvalir séu flökkudýr sem tilheyri alþjóða- samfélaginu og nýting þeirra skuli falla undir alþjóðlegar stofnanir. Þetta er ekki rétt. Grein 65 í sáttmál- anum leggur ríkjum þá skyldu á herðar að, „…starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu, hvað hvali snertir, einkum starfa á vettvangi viðeigandi al- þjóðastofnana að verndun og stjórn- un þeirra og rannsóknum á þeim“ (sjá bókina Hafréttur e. Gunnar G. Schram, bls. 133). Hér er ekkert sagt um að nýtingin skuli algerlega falla undir viðeigandi alþjóðastofnanir, heldur er notað orðið „einkum“. Til viðbótar þessu er svo sjálfsagt að benda á að við Íslendingar höfum sýnt verndunarmálum varðandi hvalastofna mikla þolinmæði síðustu 20 árin. Við höfum stundað vísinda- rannsóknir og farið í einu og öllu eftir reglum Alþjóða hvalveiðiráðsins. Einnig höfum við um margra ára skeið stundað merkilegt starf innan Norður-Atlantshafs-sjávarspen- dýraráðsins (NAMMCO) í samvinnu við nágrannaríki okkar. Það er því engan veginn hægt að fullyrða að við höfum brotið í bága við 65. grein haf- réttarsamningsins. Enginn vafi er á að hvalastofnar sem við veiðum úr eru hvergi í hættu. Í mínum huga er það illskiljanlegt að NÍ og alþjóðleg náttúrvernd- arsamtök skuli beita sér gegn hval- veiðum okkar Íslendinga. Um árabil hef ég fylgst með mörgum af þessum samtökum og að flestu leyti borið virðingu fyrir starfsemi þeirra og málflutningi. Það er mikil þörf á því að við höfum virk náttúruvernd- arsamtök í landinu og á heimsvísu. Ekki síst á þessum síðustu tímum þar sem vá er til dæmis fyrir dyrum í loftslagsmálum og varðandi hlýnun jarðar. Með fullri kurteisi og virðingu vil ég að lokum leggja það til við Árna Finnsson og félaga að beita frekar afli sínu í þeim málum sem skipta máli í náttúruvernd nú á dögum, en láta hjá líða að eyða orku í hvalveið- arnar sem ógna hvergi lífríkinu. Enn um hvalveiðar Magnús Þór Hafsteinsson fjallar um hvalveiðar og svarar grein Árna Finnssonar » Í mínum huga er það illskiljanlegt að NÍ og alþjóðleg náttúrverndarsamtök skuli beita sér gegn hvalveiðum okkar Íslendinga. Magnús Þór Hafsteinsson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. FYRIR nokkru birtist grein- arkorn eftir mig hér í blaðinu sem ég vonaði að myndi ýta við umræðu um málefni grunnskólans. Við- brögðin urðu hins vegar harla lítil, enda virðist þurfa eitthvað verulega fréttnæmt til að glaðni yfir þeirri umræðu. Hinn 18. október birtist hins vegar grein í Mbl. sem bar heitið „Fá drengir ranga lestr- arkennslu í íslenskum skólum?“ Vonandi verða einhverjir til að bregðast við þeim skrifum og ég ætla að leyfa mér að ríða á vaðið. Greinarhöfundar hafa – sem von er – áhyggjur af frammi- stöðu íslenskra drengja í PISA- könnuninni 2003 og telja sig geta tengt hana við þá að- ferðafræði sem notuð sé í lestr- arkennslu hér á landi. Þeir segja: „Sú aðferð sem mikið er notuð á Íslandi (…) kallast Heildaraðferðin (whole-word method). Þar gengur kennsla út á merkingu orða og unn- ið er með tungumálið út frá þeim forsendum að vekja áhuga barna á bókmenntum.“ Nú búa höfundar greinarinnar væntanlega norðan heiða þar eð tveir þeirra eru nemar og einn pró- fessor við Háskólann á Akureyri. Það getur verið að svokölluð heild- araðferð sé mikið notuð þar en ég vil leyfa mér að efast um að hægt sé að segja að hún sé mikið notuð á Ís- landi og hafi jafnvel leyst af hólmi hljóðaaðferðina, eða bókstafur-hljóð eins og höfundar kalla hana. Þau kennslugögn sem mest eru notuð við byrjendakennslu í lestri á Ís- landi byggjast á hljóðaaðferð. For- sendur fyrir því að kenna breyt- ingum á lestrarkennsluaðferðum um þann afturkipp sem mælist í lestrarfærni íslenskra barna og unglinga eru því væg- ast sagt hæpnar. Til að bæta árangur drengja í lestri mæla greinarhöfundar með því að horfið verði aft- ur til gamalkunnra að- ferða og Sísí blessunin, að ógleymdum Ásu og Óla, verði aftur hafin til vegs og virðingar. Ég vil halda því fram að þau félagarnir hafi aldrei horfið af vettvangi og jafnvel gerast svo djörf að segja að ofnotk- un á textum um viðureignir þeirra við ólar og lása standi lestr- arkennslu á Íslandi fyrir þrifum. Lestrartextar sem miða einvörð- ungu að þjálfun eru oftast lítt áhugaverðir og jafnvel illskilj- anlegir. Margir nemendur eru að mínu mati látnir hjakka allt of lengi í slíkum textum þegar unnt væri að sleppa þeim lausum í lystigarði bók- menntanna og leyfa þeim að skilja að lestur er skemmtun. Nú er það víst svo að lesblinda er algengari hjá drengjum en stúlkum. Meðaltalsfærni drengja er m.a. þess vegna slakari en stúlkna. Þar með er þó ekki sagt að allir drengir þurfi sérkennslu í lestri. Tölfræðin ein og sér getur leitt fólk á villigötur. Al- hæfingar um drengi og stúlkur í námi eru áberandi einmitt núna og að mínu mati afar hættulegar. Börn eru einstaklingar sem læra á mis- munandi hátt, bæði lestur og aðrar greinar. Þau eiga heimtingu á að kennarar leiti leiða sem henta hverj- um og einum, óháð kyni. Ég þekki unglingsstrák sem les mikið. Hann er hins vegar les- blindur. Í þessu þarf ekki að vera fólgin nein þversögn. Lesblindan veldur því að hann er lengi að lesa en hann veit að bækur eru skemmti- legar og fyrirhafnarinnar virði. Þeirri vitneskju þarf að koma sem fyrst til skila til allra barna. Það er verkefni sem foreldrar og skóli þurfa að standa saman um. Sísí segir … Ragnheiður Gestsdóttir fjallar um lesblindu og lestrarfærni barna » Börn eru einstak-lingar sem læra á mismunandi hátt, bæði lestur og aðrar greinar. Þau eiga heimtingu á að kennarar leiti leiða sem henta hverjum og ein- um, óháð kyni. Ragnheiður Gestsdóttir Höfundur er kennari, námsefnishöf- undur, rithöfundur, móðir og amma. Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættumati fyrir Kárahnjúka- virkjun er ábótavant. Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.