Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 25
FYRIRLESTRARÖÐ Í AÐDRAGANDA PRÓFKJÖRS
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í REYKJAVÍK ÁRIÐ 2006
Pétur H. Blöndal
Þingmaður
Varðveisla og nýting auðlinda
Hvað er auðlind? Eru til aðrar auðlindir en náttúrauðlindir? Getum við ætlast til að
aðrar þjóðir stundi stóriðju? Eigum við að hætta að virkja ár og veiða fisk? Þrjóta
allar auðlindir? Fjallað um ýmsar auðlindir og hvernig hægt er að nýta þær og
stuðla að áfram-haldandi góðum lífskjörum á Íslandi.
2.-3. sæti
petur.blondal.is
Fundarstjóri og andmælandi
Askja Norænahúsið
Hr
in
gb
ra
ut
Andri Snær Magnason
Rithöfundur
Miðvikudagur 25.okt
kl:20:00
Askja, stofa N-132
„VIÐ erum mjög lán-
söm, en óhætt er að
segja að þessi reynsla
hafi breytt okkar lífs-
mottói talsvert. Í
staðinn fyrir að fresta
því, sem okkur langar
að gera, drífum við
bara í því vegna þess
að það er ekkert
sjálfgefið að tækifæri skapist síðar.
Við ætlum okkur ekkert að bíða með
það fram á eftirlaunaaldur að lifa líf-
inu lifandi því það er alls ekkert víst
að við lifum þann aldur. Það er alltof
algengt að fólk sé að fresta skemmti-
legheitunum þar til síðar. Það er reg-
invitleysa því maður gæti þá misst af
svo mörgu skemmtilegu í lífinu," seg-
ir Grétar Jónsson, eiginmaður
Ágústu Olsen, sem greindist með
brjóstakrabbamein í maímánuði
2004, þá sextug að aldri.
Eins og hvert annað skítverk
Meðferðin fólst í miklli lyfjagjöf,
geislum og brottnámi hægra brjósts.
„Ég leyfði mér aldrei að efast um að
þetta tækist enda tók ég þessu eins
og hverju öðru verkefni, sem þyrfti
að ljúka. Bara eins og hvert annað
skítverk,“ segir Ágústa og brosir og
Grétar tekur undir þau orð og bætir
við að jákvæðni og lífsgleði Ágústu
hafi að sjálfsögðu hjálpað mikið til.
Þau hefðu miklu síður komist í gegn-
um þetta stríð ef þau hefðu verið
yngri og með börn á framfæri. „Það
var hræðilegt að horfa upp á ungar
mæður í krabbameinsmeðferðum,
sem því miður heppnuðust margar
ekki sem skyldi. Ég var svo heppin
að greinast þegar ég var orðin þetta
gömul þegar öll líkamsstarfsemin er
mun hægari en hjá yngri konum. Ég
var líkamlega sterk og hafði alltaf
verið dugleg við að vera í leikfimi og
göngutúrum. Svo reyndist holdafarið
mér hliðhollt. Ólíkt flestum krabba-
meinssjúklingum þyngdist ég í með-
ferðinni því ég var sísvöng, átti það
til að hlaupa í búðir eftir kjúklingum
og frönskum eða bara hnallþórum,
sem ég var brjáluð í. Það kom sér vel
að hafa aukakíló þegar kom að því að
reikna út hvað ég þyldi mikið af lyfj-
um.“
Miðvikudagar voru
mínir dekurdagar
Ágústa var nýkomin úr sunnu-
dagsgöngutúrnum með manninum
sínum þegar hún fór að þukla brjóst-
in, eins og henni hafði verið uppálagt
að gera. Hún fann þá þykkildi í
hægra brjósti og vissi undir niðri að
ekki væri allt með felldu. Hún pant-
aði tíma í myndatöku, sem staðfesti
hvers kyns var.
„Það var svo skrýtið að þegar ég
var búin að átta mig á stöðunni við-
urkenndi ég krabbameinið strax og
fór aldrei í neina afneitun. Ég gerði
mér grein fyrir því að ég yrði að tak-
ast á við meinið, en velti mér aldrei
upp úr þessu. Ég lifði fyrir einn dag í
einu og komst ágætlega út úr því. Til
að byrja með fékk ég fimm lyfjagjafir
á þriggja vikna fresti. Eftir það var
brjóstið tekið. Sjöttu lyfjagjöfina
fékk ég þremur vikum síðar. Þá tóku
við vikulegar sprautur á mið-
vikudögum og loks geislameðferð.
Þannig urðu miðvikudagarnir mínir
„dekurdagar" enda sest maður í fínan
hægindastól með teppi og púða allt í
kringum sig auk þess sem stelpurnar
á krabbameinsdeildinni eru hreint
dásamlegar.“
Ágústa var að vonum hundveik
meðan á þessu stóð þótt hún bæri sig
vel. „Orkan mín flaug frá mér eftir
fyrstu sprautuna og allur þróttur var
úr mér dreginn. Þá var gott að eiga
góða að,“ segir Ágústa og horfir í átt
til Grétars, sem gat komið heim úr
vinnunni um hádegi og klárað vinnu-
daginn heima. Hann starfar sem inn-
kaupastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Vi-
stor og er Ágústa í umpökkunardeild
sama fyrirtækis. Hún vinnur nú orðið
frá kl. átta á morgnana til kl. eitt á
daginn og leggur stund á kraftgöng-
ur í Öskjuhlíðinni með manni sínum
og fleira göngufólki.
„Þetta fyrsta veikindasumar vor-
um við dugleg í útilegum því Gústa
mín svaf svo vel úti í náttúrunni. Við
keyrðum gjarnan út úr bænum með
fellihýsið í eftirdragi á föstudögum,
fundum okkur fallegan reit í sveitinni
og sváfum eins og englar. Ég dró
hana svo í göngutúra á milli dúra og
eldaði handa henni eitthvað gott í
gogginn,“ segir Grétar og bætir við
að þetta hafi líka verið bindindiss-
umarið mikla. „Ég þorði ekki að fá
mér rauðvínsdropa því ég hafði feng-
ið þau fyrirmæli að bruna beint í bæ-
inn ef hún fengi vott af sýkingu þar
sem ónæmiskerfið var ekki burðugt.“
Þau eru sammála um að nauðsyn-
legt sé að sjá spaugilegu hliðarnar á
tilverunni í svona aðstæðum. „Ég
missti auðvitað hárið mjög snemma
og var þá kominn mikill hjónasvipur
með okkur,“ segir Ágústa og hlær.
Hún rifjar sömuleiðis upp Par-
ísarferð, sem áformuð hafði verið um
það leyti sem hún greindist, en ferð-
inni var frestað fram í ársbyrjun
2005. „Ég lét lita á mér augnhár og
augabrúnir til að vera fín og flott í
París, en einn morguninn þegar ég
ætlaði að fara að taka mig til var ekki
eftir stingandi strá á andlitinu á mér.
Ég var eins og teiknimyndafígúra og
hló bara eins og fáviti. Að sama skapi
notaði ég mest slæður og húfur á
skallann, en ákvað að taka hárkollu
með til Parísar. Ég þorði hins vegar
ekki fyrir mitt litla líf að nota kolluna
á heimleiðinni því ég frétti af eldri
konu, sem hafði verið nöppuð í Leifs-
stöð með eiturlyf í hárkollunni sinni.“
Dugar báðum bara eitt brjóst
Ágústa segir að á veikinda-
tímabilinu hafi hún ekki leitað sér-
staklega í trúna, miðla eða óhefð-
bundnar lækningar. „Ég fór bara að
taka lýsispillur eftir að minn frábæri
læknir Sigurður Böðvarsson ráðlagði
mér það.“
Þegar Grétar er spurður hvernig
makinn geti helst sýnt stuðning í
verki svarar hann því til að vera fyrst
og fremst til staðar. „Ég upplifði
veikindi konu minnar aldrei sem
neina þrautagöngu fyrir mig því hún
barmaði sér aldrei. Við vorum í þessu
saman, en greiningin varð börnunum
okkar miklu þungbærari en okkur
sjálfum. Það var búið að vara mig við
því að persónubreytingar gætu gert
vart við sig með allri lyfjagjöfinni og
ég ætti ekki að kippa mér upp við það
þótt ég yrði bæði fífl og hálfviti í
hennar augum, en þessi elska lét
þetta ekkert bitna á mér. Þess í stað
reifst hún endalaust við sjónvarpið
og hafði helst horn í síðu Bush, Shar-
ons og Davíðs, að mig minnir.“
Ágústa og Grétar eiga þrjú löngu
uppkomin börn, eitt fósturbarn og
ellefu barnabörn. Ágústa segist með-
vitað hafa ýtt barnabörnunum svolít-
ið frá sér í veikindunum, aðallega
þegar hvítu blóðkornin voru í lág-
marki.
„Ég er nú að byrja að vinna þau
aftur. Ein fjögurra ára hnáta var t.d.
hjá mér um daginn og vildi fara í bað
þegar hún sá að ég var að fara í
sturtu. Allt í einu gellur í minni:
„Amma mín, ertu bara með eitt
brjóst?“ Ég fór að vonum að útskýra
veikindin fyrir barninu, en bætti við
að ég kynni að galdra. Ég setti síli-
konbrjóstið í brjóstahaldarann og
sagði hókus pókus, amma er komin
með tvö brjóst. Hún starði hugfangin
á mig. Síðar um daginn fórum við í
heimsókn til vinkonu minnar og þá
tilkynnti hún hátt og skýrt: „Veistu
það að hún amma mín er bara með
eitt brjóst, en hún er galdrakerling
og kann að galdra tvö brjóst.“
Ágústa sagðist ekki vilja standa í
því að láta byggja upp nýtt brjóst því
sílikonið væri svo ágætt. „Mér dugar
líka bara eitt brjóst enda hefur hún
Gústa mín aldrei verið neitt fyrir það
að láta fikta of mikið í brjóstunum á
sér,“ segir Grétar og glottir til konu
sinnar.
join@mbl.is
Fólk á að lifa lífinu núna
Morgunblaðið/Sverrir
Stuðningur Þessi reynsla breytti lífsmottói okkar talsvert, segja hjónin Ágústa Olsen og Grétar Jónsson.
Hattatískan Ágústa kaus að nota hatta,
húfur og slæður umfram hárkollur.
Ágústa Olsen er nú kom-
in út á vinnumarkaðinn á
ný eftir hetjulega baráttu
við brjóstakrabba í eitt
og hálft ár. Jóhanna
Ingvarsdóttir heimsótti
hjónin Ágústu og Grétar
Jónsson, sem sjá lífið í
öðru ljósi en áður.
Hárlaus Það var mikill hjónasvipur með okk-
ur eftir fyrstu sprauturnar, segir Ágústa.
árveknisátak um brjóstakrabbamein í október
„Veistu það að hún
amma mín er bara með
eitt brjóst, en hún er
galdrakerling og kann
að galdra tvö brjóst.“