Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 43
menning
Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 –www.eirvik.is
-hágæðaheimilistæki
Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið
endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum
Miele þvottavélar erumeð nýrri tromlumeð
vaxkökumynstri semferbeturmeðþvottinn.
Einkaleyfi Miele.
Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind
og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli
ólíkt flestum öðrum þvottavélum.
Miele þvottavélar endast lengur en aðrar
þvottavélar.
Íslenskt stjórnborð
AFSLÁTTUR
30%
ALLT AÐ
1. VERÐLAUN
í Þýskalandi
W2241WPS
Gerð Listaverð TILBOÐ
ÞvottavélW2241 kr. 160.000 kr. 114.800
1400sn/mín/5 kg.
Þurrkari T223 kr. 112.200 kr. 78.540
útblástur/5 kg.
Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700
rakaþéttir/5 kg.
MIELE ÞVOTTAVÉL
- fjárfesting sem borgar sig
Hreinn sparnaður
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
Ég er lítill maður í litlulandi.“ Þetta eru upphafs-orð hins dvergvaxna Arn-ars Leós eftir hlé í Þjóð-
arsálinni, umtöluðu leikriti sem um
þessar mundir er sýnt í Reiðhöll
Gusts í Kópavogi. Orðin marka upp-
hafið að einræðu þar sem Arnar Leó
spyr áhorfendur í einlægni hvort
ekki sé ástæða til að staldra við og
spyrja sig grundvallarspurninga um
þau gildi sem við viljum að einkenni
þjóðarvitund Íslendinga. Þurfum við
endilega að keppast við að vera stór?
Það er áhugaleikarinn Árni Sal-
omonsson sem tekst á við hlutverk
Arnars Leós í sýningunni, en af öðr-
um þátttakendum má nefna fjóra at-
vinnuleikara, jafnmarga hesta, fjölda
fimleikafólks og kór hestakvenna.
Það má einnig segja að Árni sé einn
af höfundum verksins þar sem Þjóð-
arsálin hefur orðið til upp úr spuna-
vinnu aðalleikaranna fimm undir
handleiðslu leikstjórans Sigrúnar
Sólar.
„Ég hafði aldrei áður kynnst þess-
ari vinnuaðferð sem Sigrún Sól notar
og er mjög spennandi. Hún var einn-
ig ný fyrir hina leikarana sem gerði
það að verkum að við stóðum öll jafn-
fætis við gerð leiksýningarinnar,“
segir Árni um spunavinnuna. „Ég
þurfti að kafa djúpt ofan í sjálfan mig
og jafnvel nota ýmsa reynslu úr mínu
eigin lífi.“
Árni segir það einnig vera nýja
reynslu fyrir sig að taka þátt í upp-
færslu sem hreyfi jafnmikið við fólki.
„Ég hef verið að lenda í því að blá-
ókunnugt fólk stoppar mig á förnum
vegi til að segja mér að verkið hafi
snert það og til að ræða um inntakið
við mig.“
Mikilvægt að staldra við
Þjóðarsálin tekur m.a. á þeirri
þjóðarímynd sem birtist í stæltum
víkingum og fögrum fljóðum. Í slíkri
mynd virðist vera lítið pláss fyrir fólk
sem sker sig úr vegna sérkenna á
borð við fötlun. Árni bendir á annan
fylgifisk slíkrar ímyndar.
„Ef við erum að keppast við að
vera víkingurinn eða fallega, ljós-
hærða konan þá leiðumst við ósjálf-
rátt inn í lífsgæðakapphlaupið. Við
þurfum að eignast stóra jeppann til
að vera víkingurinn, þurfum að
kaupa kremin sem halda hinni fögru
stúlku við. En til að standa undir
slíkum væntingum þurfum við að
vinna eins og brjálæðingar. Og þegar
þjóðin fer í þann ham gefst enginn
tími til að staldra við og huga að
öðru, eins og málefnum fatlaðra.“
Í leikritinu er komið inn á þá stað-
reynd að skipulega er skimað eftir
fötlun í fóstrum. Árni segir að hér
sem annars staðar verði fólk að
staldra við og spyrja sig grundvall-
arspurninga.
„Lífsgæðakapphlaupið gerir það
einnig að verkum að þegar foreldrar
fá að vita að eitthvað hrjáir tilvonandi
barn getur verið þægilegt að „eyða
vandamálinu“, ef svo má að orði kom-
ast. Það eina sem ég er hins vegar að
fara fram á í sýningunni er að hinir
verðandi foreldrar gefi sér tíma til að
spjalla við þá sem hafa reynslu af
fötluninni sem fóstrið greinist með,“
segir Árni, sem forðast greinilega að
setjast í dómarasæti.
Árni, sem hefur alls tekið þátt í 15–
16 áhugamannasýningum, hefur
lengi starfað með Halaleikhópnum,
sem er leikhópur fatlaðra og ófatl-
aðra í Reykjavík.
„Það sem mér finnst dásamlegt við
Halaleikhópinn er að við uppsetningu
leiksýningar er hægt að finna áhuga-
málum hvers og eins farveg. Listin
tekur vel á móti öllum.“
Áhrifamikið „Ég hef verið að lenda í því að bláókunnugt fólk stoppar mig á förnum vegi til að
segja mér að verkið hafi snert það og til að ræða um inntakið við mig.“
Morgunblaðið/Eggert
Þarfasti þjónninn Hestar koma mikið við sögu í sýningunni Þjóðarsálinni.
„Listin tekur vel á móti öllum“
Árni Salomonsson er í hlutverki Arnars Leós í karnevalíska spunaverkinu Þjóðarsálinni