Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÁTTÚRUVERND og skyn- samleg nýting náttúruauðlinda eru meðal brýnna viðfangsefna sem bíða úrlausnar okkar Íslendinga á næstu árum. Umhverfismál almennt þarf einnig að taka föstum tökum vegna þess að þau snerta samfélagið í stóru og smáu, hvort sem fjallað er um skipulags-, efna- hags- eða samfélags- mál. Við þurfum að líta á þessi mál sem eina heild. Gríðarlegur ávinningur er fólginn í skynsamlegri umhverf- isstjórnun. Í þeim efn- um er meðalhófið far- sælast. Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að hafa forystu í þessum málum til far- sældar fyrir samfélagið og vil leggja mitt af mörkum til að svo megi verða. Ávinningur af umhverfisstjórnun Ávinningur fyr- irtækja, stofnana og sveitarfélaga af um- hverfisstjórnun er margþættur. Að ekki sé minnst á ávinning náttúrunn- ar sjálfrar og umhverfisins. Lykillinn að ávinningi er að hafa frumkvæði. Fyrirtæki sem taka upp umhverf- isstjórnunarkerfi gera það að eigin frumkvæði og á eigin ábyrgð. Þau bíða ekki eftir lagasetningu eða op- inberum reglugerðum né láta al- menningsálitið stýra ferðinni. Það eru fyrirtækin sjálf og hinn frjálsi markaður sem stýra för. Reynsla jafnt íslenskra sem erlendra fyr- irtækja hefur leitt í ljós að unnt er að spara hráefnis- og orkukostnað, lækka annan rekstrarkostnað en bæta jafnframt umhverfið og ímynd fyrirtæksins. Með vaxandi umhverfisvitund hef- ur umhverfisstjórnun fengið sífellt meira vægi í rekstri nútíma fyr- irtækja og markviss umhverf- isstjórnun skilar fyrirtækjum ótví- ræðum ávinningi. Eitt helsta hjálpartæki við umhverfisstjórnun eru svokallaðir umhverfisstaðlar. Með notkun umhverfisstaðla er unnt með kerfisbundnum hætti að ná tök- um á stjórn umhverfismála. ISO 14001 staðlarnir sem eru alþjóðlegir og EMAS reglugerðin sem Evrópu- sambandið hefur gefið út, fjalla um umhverfisstjórnun. Þessi kerfi bjóða bæði upp á vottun. Aðeins fá- ein fyrirtæki á Íslandi hafa vottuð umhverf- isstjórnarkerfi. Þess ut- an hafa a.m.k. tvö fyr- irtæki hlotið Hvíta svaninn, norrænt um- hverfismerki, fyrir til- tekna vöru eða þjón- ustu. Skattaívilnanir vegna umhverfisbóta Könnun sem gerð var meðal 5000 IS0 vott- aðra fyrirtækja í Bret- landi leiddi í ljós að 80% aðspurðra sögðu að inn- leiðing umhverf- isstjórnunarkerfis hefði sparað þeim umtalsvert fé og 60% aðspurðra staðhæfðu að kostnaður við innleiðingu hefði skilað sér innan árs. Þessar staðreyndir leiða hugann að því að aðeins sjö íslensk fyrirtæki eru IS0-14001 vottuð. Af hverju eru þau ekki fleiri, í ljósi þess að efna- hagslegur, umhverfis- og samfélags- legur ávinningur virðist vera aug- ljós? Ég álít að samtök vinnumarkaðar- ins, sveitarfélög og stjórnvöld ættu að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Vit- urlegt væri að íhuga að veita vott- uðum fyrirtækjum skattaívilnanir tímabundið enda hafi fyrirtækin lagt fram skerf til umhverfis- og sam- félagsbóta. Slík ráðstöfun væri í anda þess þegar kaupendum hlutabréfa var veittur skattaafsláttur við upphaf hlutabréfamarkaðar hér á landi. Umhverfisstjórnun allra hagur Steinn Kárason skrifar um umhverfisstjórnun » Viturlegt aðveita um- hverfisvottuð- um fyrirtækjum skattaívilnanir tímabundið. Steinn Kárason Höfundur er umhverfishagfræðingur og gefur kost á sér í 3.–5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. NÝIR tímar eru hafnir í öryggis- og varnarmálum þjóð- arinnar. Bandaríkja- menn hafa skilgreint þarfir sínar og Íslend- inga þannig, að ekki sé lengur þörf sýnilegra varna. Langt er síðan hættur af formlegri innrás annars ríkis hurfu og aðrar hættur urðu fyrirferðameiri. Við breyttar aðstæður þurfum við sem þjóð að taka utanríkis- og öryggisstefnu okkar til endurskoðunar. Eigið öryggi Utanríkisstefna Íslands hefur lengi borið merki þess að hún mót- aðist á tímum kalda stríðsins og það þarf að hugsa hana upp á nýtt í breyttum heimi. Ekki vegna þess að heimurinn sé friðvænlegri heldur vegna þess að hætturnar eru aðrar og fyrst og fremst fólgnar í hætt- unni af hryðjuverkum og alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þeim hættum þurf- um við að mæta og verðum í því efni að reiða okkur á samstarf við Bandaríkin og ná- grannaþjóðir okkar í Evrópu. Við eigum að skipa okkur í bandalag þeirra þjóða sem byggja varnir sínar á meginreglum al- þjóðalaga m.a. hvað varðar mannréttindi, réttinn til að vernda eigið fullveldi og skyld- una til þess að virða fullveldi annarra ríkja. Við eigum að láta kröftuglega til okkar heyra ef við teljum sam- starfsaðila okkar stefna frá þeim grundvallarreglum. Þátttaka í alþjóðastarfi Við eigum einnig að móta utan- ríkisstefnu okkar á virkan hátt sem gerendur á alþjóðavettvangi. Við getum ekki setið hjá og látið eins og heimurinn utan eigin landamæra komi okkur ekki við svo lengi sem eigin öryggi sé sæmilega borgið. Sem mannkyn eigum við sameig- inleg örlög óháð ríkjaskipan eða stjórnfyrirkomulagi. Sem hluti þeirrar heildar ber okkur að leggja allt það af mörkum sem okkur er fært til verndar og velferðar með- bræðra okkar. Vegna smæðar okk- ar er farsælast að vinna slík verk- efni í samstarfi við aðrar þjóðir. Okkur ber því að leggja áherslu á að styrkja starf Sameinuðu þjóð- anna, taka virkan þátt í tvíhliða þróunarsamstarfi og leggja okkar skerf til borgaralegrar friðargæslu þar sem mögulegt er. Okkur ber einnig að beita okkur fyrir auknum og opnari viðskiptum á jafnrétt- isgrundvelli við þróunarlöndin. Þannig eigum við ekki að styðja innflutning óunninna iðnaðarhrá- efna eða ódýrrar vöru sem fram- leidd er við óviðunandi skilyrði og mannréttindabrot. Við eigum að vera opin fyrir viðskiptum með full- unnar iðnaðarvörur sem fram- leiddar eru við mannsæmandi skil- yrði og opna markaði okkar í auknum mæli fyrir viðskipti með landbúnaðarvörur sem oft eru helstu útflutningsvörur þróun- arríkjanna. Í því felst ábyrg utan- ríkisstefna og virkt framlag til þró- unar og varanlegs friðar í heiminum. Það er verk að vinna Ég tel að Samfylkingunni sé best treystandi til þess að vinna þau í sátt við allt samfélagið. Ég hvet þig eindregið til þess að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi þann 4. 11. næst- komandi og leggja þitt af mörkum til að móta sterkan og fram- bærilegan framboðslista í kjördæm- inu. Ég vil taka 2 – 3 sætið á þeim lista og óska eftir stuðningi þínum. Ábyrg utanríkisstefna Magnús M. Norðdahl fjallar um utanríkisstefnu Íslands »Utanríkisstefna Ís-lands hefur lengi borið merki þess að hún mótaðist á tímum kalda stríðsins og það þarf að hugsa hana upp á nýtt í breyttum heimi. Magnús M. Norðdahl Höfundur er lögfræðingur ASÍ og bíður sig fram í 2. – 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. TENGLAR .............................................. www.mn.is Í KJARASAMNINGUM SFR og fármálaráðherra 2005 var samið um að grípa til raunhæfra aðgerða til að jafna laun milli karla og kvenna hjá ríkisstofnunum. Forsaga málsins er sú að árið 2004 gerði HASLA (Hag- rannsóknastofnun samtaka launa- fólks í almannaþjón- ustu) könnun á launamun karla og kvenna hjá ríkisstofn- unum sem sýndi að karlmenn voru að jafn- aði með 7% hærri mán- aðarlaun en konur þeg- ar tekið hafði verið tillit til starfsaldurs, aldurs, menntunar og vinnu- tíma. Ef heildarlaun voru borin saman mið- að við sömu forsendur, voru karlar með 17% hærri laun en konur. Þessi launamunur er hins vegar ekki eins hár og mælst hefur á hinum al- menna markaði en þá ber að hafa í huga að launamun kynja má mæla með ýmsu móti og eru uppi mismun- andi skoðanir á því hvaða aðferð eigi að nota. Á til dæmis að bera saman störf út frá sömu forsendum og gert var í þessari könnun, eða á einungis að bera saman laun karla og kvenna í sambærilegum störfum, óháð vinnu- tíma, menntun og starfsaldri. Rétt er að hafa þetta í huga þegar þessar töl- ur eru skoðaðar. Skipaður var sérstakur starfs- hópur til að stýra verkefninu en í honum voru þær Hildigunnur Ólafs- dóttir, hagfræðingur BSRB, Hrund Sveinsdóttir sérfræðingur frá fjár- málaráðuneytinu og Kristjana Stella Blöndal, aðstoðarforstöðumaður Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands, sem skipuð var af Jafnrétt- isstofu. Allar hafa þessar konur látið launajafnréttið til sín taka á und- anförnum árum. Boltinn er hjá forstöðumönnum Þessa dagana er forstöðumönnum ríkisstofnana að berast bréf og ann- að efni frá starfs- hópnum þar sem kem- ur fram hvernig eigi að vinna að verkefninu. Þeir eiga því næsta leik sem felst í að taka sam- an umbeðnar upplýs- ingar um starfsmenn viðkomandi stofnunar sem eru félagsmenn í SFR. Um er að ræða upplýsingar um mán- aðarlaun, heildarlaun, aksturspeninga og ann- að það sem myndar heildarlaun þeirra. Þessar upplýsingar á að leggja fyrir samstarfsnefnd viðkomandi stofn- unar til skoðunar og aðgerða ef þurfa þykir. Ef samstarfsnefnd er ekki sammála um mat á þessum gögnum, þá kemur það í hlut starfs- hópsins að taka málið til frekari með- ferðar. Samningsaðilar sýndu þá fram- sýni að semja um sérstakan jafn- launapott með fjármunum sem hægt verður að grípa til ef athuganir leiða í ljós launamun milli kynjanna sem þarf að leiðrétta. Ef þessi tilraun til að útrýma launamisrétti hjá stórum hóp ríkisstarfsmanna á að takast er nokkuð víst að boltinn liggur nú hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Forstöðumenn verða að bregðast fljótt og vel við og leggja fram þau gögn sem starfshópurinn hefur skil- greint að sé nauðsynlegt að fá fram. Brýnt er að þeir taki þátt í þessu átaki af fullum heilindum. Eftir því sem undirritaður þekkir best hefur sú leið sem hér er farin ekki verið reynd áður og því gefst okkur nú sögulegt tækifæri til að jafna þann óvéfengjanlega launamun sem kann- anir sýna að er á milli kynjanna. Nú má enginn draga lappirnar. Núver- andi og fyrrverandi fjármálaráð- herrar hafa sýnt einstaka framsýni með því að semja við SFR um að fara í þessa vinnu. Fullyrt hefur verið að forstöðumenn ríkisstofnana muni leggja fram allar nauðsynlegar upp- lýsingar og að fjármunir eru tryggð- ir til að leiðrétta muninn í þeim til- fellum sem hann kemur í ljós. Hvað svo Gert er ráð fyrir að niðurstaða þessarar vinnu liggi fyrir upp úr næstu áramótum og að þær leiðrétt- ingar sem þarf að grípa til komi til framkvæmda í síðasta lagi 1. maí 2007. Nauðsynlegt er að fyrir kjara- samningana 2008 fram fari úttekt á því hvernig til tókst og að gerð verði svipuð könnun og var gerð 2004 til að mæla árangurinn. Sögulegt tækifæri til að jafna launamun karla og kvenna Árni Stefán Jónsson fjallar um jöfnun launamisréttis »Ef þessi tilraun til aðútrýma launamis- rétti hjá stórum hóp rík- isstarfsmanna á að tak- ast er nokkuð víst að boltinn liggur nú hjá forstöðumönnum rík- isstofnana. Árni Stefán Jónsson Höfundur er formaður SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Þórarinn Kópsson, löggiltur Fasteignasali Borgartún 20, 105 Reykjavík • thingholt@thingholt.is Sími 590 9500 www.thinghol t . is Forstofa með flísum á gólfi og góðum fataskáp, gestasalerni, gangur og sjónvarps- herb. með flísum á gólfi og útgengi á góðan pall. Þvottaherb. með flísum og innrétt. Á eftri hæð eru 3 góð herb., skápar í tveimur og parkert á gólfum. Baðherb. með ljósum flísum, baðkari og sturtu ásamt góðri innréttingu. Eldhús með ljósri viðarinnr. og parketi á gólfi. Stór og björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Svalir út úr stofu. Góður innbyggður bílskúr. Eigendurnir eru tilbúnir að skoða skipti á ódýrari eign. Allar nánari upplýsingar veita sölufulltrúar Þingholts í síma 590 9500. Raðhús við Vesturás í Árbæjarhverfi Sagt var: Leiknum var framlengt. RÉTT VÆRI: Leikurinn var framlengdur. (Ath.: Vegurinn var lengdur; ekki Veginum var lengt.) Gætum tungunnar Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.