Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 298. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  A- og NA-átt, 10–18 m/s. Slydda eða snjó- koma sunnanlands, mest úrkoma síðdegis, hlánar. Hægari og stöku él norðanlands. » 8 Heitast Kaldast 0°C -5°C STÓR hópur gesta kom til að fylgjast með því er hvalveiðiskipið Hvalur 9 kom með 23 metra langa langreyðarkú að landi í hvalstöðinni í Hvalfirði skömmu eftir klukkan 14 í gær. Ekki var mikið um mótmælendur að sögn starfs- manns Hvals hf. Hvalurinn var talsvert fitu- meiri og sverari en fyrsta langreyðurin sem áhöfnin á Hval 9 skutlaði um helgina. Nokkur bræla var á veiðislóð en hvalurinn var skotinn suðvestur af Garðskaga um klukkan 14 á mánudag. Að sögn Kristjáns Loftssonar, for- stjóra Hvals hf., var um að ræða fimmtíu ára gamlan hval og segist Kristján þess fullviss að markaður sé fyrir afurðirnar af honum. Um útflutningsverðmæti er þó ekki hægt að segja fyrr en að loknum efnarannsóknum vegna kvikasilfurs og PCB og fleiri hugsanlegra efna í kjötinu en þær rannsóknir munu taka 3–4 mánuði að sögn Kristjáns. Vonir voru bundnar við að hægt væri að ljúka hvalskurðinum á planinu í Hvalfirði fyrir miðnætti í gær. Morgunblaðið/Ómar Feitari og sverari en fyrsti hvalurinn Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, hefur verið tilnefndur af Ís- lands hálfu í starf framkvæmdastjóra nor- rænu ráðherranefndarinnar í Kaup- mannahöfn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hefur nafni Halldórs verið komið á framfæri við ríkisstjórnir hinna norrænu ríkjanna, meðal annars á fundi Jónínu Bjartmarz samstarfsráð- herra Norðurlanda með norrænum starfssystkin- um sínum í Kaupmanna- höfn í fyrradag. Bæði Ísland og Finnland sækjast eftir stöðunni. Af Finnlands hálfu hefur nafn Jans Eriks Enestam umhverfisráðherra verið sett í pottinn, svo og nafn Outi Ojala, fyrrverandi forseta Norðurlandaráðs. Ekki er sótt form- lega um stöðuna, heldur koma aðildarríkin frambjóðendum sínum á framfæri og gera svo út um það sín á milli hver hlýtur starfið. Engin niðurstaða liggur fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sækjast önnur aðildarríki en Ísland og Finnland ekki eftir stöðunni, en engin loforð um stuðning liggja heldur fyrir. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdastjóri verði valinn á þingi Norður- landaráðs, sem hefst í Kaupmannahöfn í næstu viku. „Góður frambjóðandi“ Nafn Halldórs hefur verið nefnt undan- farnar vikur í samtölum íslenzkra og nor- rænna ráðamanna. Þegar Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Finn- land fyrir tíu dögum, var hann spurður á blaðamannafundi hverjar hann teldi líkurnar á að Enestam yrði ráðinn til starfans. Rein- feldt svaraði: „Enestam er góður frambjóð- andi. En það er líka annar góður frambjóð- andi.“ Halldór Ásgrímsson vildi í samtali við Morgunblaðið ekkert tjá sig um málið. Halldór tilnefndur af Íslands hálfu Halldór Ásgrímsson MÓTMÆLI halda áfram að streyma inn til íslenskra stjórn- valda vegna þeirrar ákvörðunar að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Þá hafa Morgunblaðinu borist þúsund- ir skipulagðra mótmælabréfa í gegnum dýraverndunarsamtökin IFAW þar sem íslenskir ráðamenn eru hvattir til að láta af veiðunum. Í blaðinu í gær birtist frétt þess efnis að hvalveiðar Íslendinga í at- vinnuskyni hefðu ráðið því að sjáv- arútvegsráðstefnan Groundfish Forum verður ekki haldin hér á landi að ári, heldur í Noregi. Að mati Einars K. Guðfinnssonar sjáv- arútvegsráðherra er fréttin mót- sagnakennd. „Hún fjallar annars vegar um að það hafi ráðið úrslitum um að þessi ráðstefna var ekki hald- in hér á landi að við værum að byrja þessar veiðar, en síðar er í fréttinni sagt frá því að ráðstefnan verði haldin í Noregi, sem er eins og allir vita öflugt hvalveiðiland, sem hefur stundað hvalveiðar undanfarin 10 ár í margfalt meiri mæli en við Ís- lendingar erum að gera,“ segir hann. Skýla sér á bak við veiðarnar „Í raun og veru finnst mér fréttin staðfesta það að hvalveiðar í sjálfu sér hafi ekki þessi áhrif á ferðaþjón- ustu sem margir óttuðust til lengri tíma litið. Skammtímaáhrifin geta verið einhver, en til lengri tíma litið eru þau lítil sem engin. Ella hefðu menn þá væntanlega ekki ákveðið að halda þessa ráðstefnu hjá hval- veiðiþjóðinni Norðmönnum. Hins vegar geri ég ráð fyrir að við mun- um fá fleiri fréttir af þessu tagi þar sem menn skýli sér á bak við hval- veiðarnar, ef þeir ná ekki þeim ár- angri í viðskiptum, sem þeir hefðu kosið. Þetta er ekki fyrsta fréttin sem berst um slíkt og ég á ekki von á því að þessi frétt verði sú síðasta. Við þekkjum það frá fyrri tímum að menn hafa skýlt sér á bak við hval- veiðar með svipuðum hætti,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra. Umhverfisráðherra Svíþjóðar kallar sendiherra á sinn fund Þá bárust í gær fréttir af því að Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, hefði verið boðaður á fund umhverfisráð- herra landsins, Andreas Carlgren, og honum verið afhent formleg mót- mæli við þeirri ákvörðun Íslendinga að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Að mati Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra verkefnisins Sjálfbært Ísland í Bandaríkjunum, geta veiðarnar haft áhrif á sölu ís- lenskra landbúnaðarafurða þar í landi. „Við heyrðum í gegnum búð- irnar að fólk er að koma í stórum stíl og vekja athygli á því að nú hafi Íslendingar hafið hvalveiðar á ný. Búðirnar eru tvístígandi í málinu, því að það eru auðvitað ekki bænd- ur sem taka þessa ákvörðun. Við vonum að þeir njóti sannmælis fyrir það.“ „Það sem er óþægilegast er að við höfum verið að kynna Ísland sem náttúruperlu og reynum að hafa forystu á sviði umhverfismála, hvort sem eru sjálfbærir búskapar- hættir eða sjálfbærar fiskveiðar, eða orkumál,“ segir Baldvin. Mótmælin halda áfram Sjávarútvegsráðherra segir að menn noti hvalveiðarnar sem skálkaskjól Í HNOTSKURN »Hvalaafurðir Hvals hf.verða frystar hjá HB Granda á Akranesi. »Talsverður hópur gestakom til að fylgjast með hvalskurðinum í gær en eng- ir mótmælendur voru á staðnum að sögn starfs- manns Hvals hf. »Veiðiskipið Hvalur 9 héltaftur út til veiða skömmu eftir löndun í Hvalfirði í gær. KVARTETT Jóels Pálssonar og Sigurðar Flosasonar kom fram á tvennum tón- leikum á dögunum í 2.000 manna kons- ertsal í Sjanghaí á samnefndri listahátíð þar í borg. Kvartettinn var eina djass- atriðið á hátíðinni og segir Jóel að vel hafi tekist til. Tvær af stærstu sjónvarpsstöðvunum í Sjanghaí tóku þá Jóel og Sigurð í viðtal og má ætla að milljónir sjónvarpsáhorfenda hafi fylgst með þeim í sjónvarpinu. Einnig lék kvartettinn á stuttum úti- tónleikum í borginni og hélt síðan í hljóð- ver rekið af kommúnistaflokknum þar sem þeir félagar nutu aðstoðar sérlegs hljóð- manns kommúnistaflokksins í Sjanghaí. Stendur til að gefa diskinn út í Kína. | 18 Léku fyrir þús- undir í Sjanghaí Jóel Pálsson Sigurður FlosasonUM NÍU þúsund mótmælabréf gegn hvalveiðum Íslendinga bárust Morgunblaðinu í gær með tölvupósti gegnum dýraverndunarsamtökin IFAW. Bréfin innihalda meira og minna sama texta og bréf sem sam- tökin hafa sent forsætisráðherra og sendiráðum Íslands. Eru þau und- irrituð af fólki sem lýst hefur sig andsnúið hvalveiðum á heimasíðu sam- takanna. Í textanum segir meðal annars að hvalveiðarnar skaði alþjóðlegt orð- spor Íslendinga og stuðli að útrýmingu dýrategundarinnar. Þá segir að hvalveiðar í atvinnuskyni séu fornaldarlegur og tilgangslaus atvinnu- vegur og muni einungis skaða Ísland í efnahagslegu tilliti. Í textanum er einnig fullyrt að langreyðurin sé í útrýmingarhættu en þegar hafa verið skotnir tveir hvalir af þeirri tegund. Klykkt er út með því að Íslendingar séu upp til hópa meðvitaðir um umhverfismál og að veiðarnar séu sér- sniðnar að hagsmunum ákveðins hóps en ekki þörfum íslenskra borgara. Um 9 þúsund bréf bárust Hvalur 9 Skipið siglir aftur á miðin eftir að hafa landað langreyðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.