Morgunblaðið - 28.10.2006, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kafteinn Ofurbrók
og líftæknilega
horskrímslið - Fáránlegu
slímklessurnar.
Sláist í för með þeim
Georg, Haraldi og
Kafteini Ofurbrók í
nýjum spennuþrungnum,
skjálftavekjandi
tímatrylli.
Góða skemmtun!
www.jpv.is
„MÉR finnst hún vera alveg eins og
þú,“ sagði Arna Pálsdóttir við Jóhann
Kristján Eyfells í gær um ófædda
dóttur þeirra þegar þau fylgdust með
um sex mánaða gömlu fóstrinu í óm-
skoðun í þrívídd í fyrsta sinn.
Þegar fóstrið var 20 vikna gamalt
fór Arna í reglubundna tvívídd-
arómskoðun á Landspítalanum og þá
fengu þau að vita að stúlka væri á
leiðinni. Þau vildu sjá meira á með-
göngunni og fengu tíma hjá fyrirtæk-
inu 9 mánuðir ehf. í Kópavogi í þeim
tilgangi. „Það styttir biðina að fá að
sjá hana,“ sagði Arna áður en þau
fóru í skoðunina í gær og Jóhann
Kristján bætti við að þetta væri góð
leið fyrir hann til að taka þátt í með-
göngunni. „Ég ætla að sjá að hún sé
alveg eins og ég,“ hélt Arna áfram.
„Ef við sjáum einhver svipbrigði
verður það æðislegt,“ sagði Jóhann.
Nýleg þjónusta
Guðlaug María Sigurðardóttir,
ljósmóðir, nálastungufræðingur og
nuddari með meiru, stofnaði fyr-
irtækið 9 mánuðir ehf. í ágúst 2002 og
fyrir um níu mánuðum byrjaði hún að
bjóða upp á þrí- og fjórvíddarsón-
arskoðanir á meðgöngu. Guðlaug
segir að hún hafi fyrst kynnst són-
artækinu í Ungverjalandi fyrir um
fimm árum en hafi ekki verið tilbúin
að fara út í slíkan rekstur. Það hafi
breyst eftir að hún hafi heyrt meira
um viðbrögð verðandi foreldra, sér-
staklega feðranna. „Þetta er svo mik-
il tenging fyrir þá, því þeir finna ekki
spörkin.“
Guðlaug segir að þessi þjónusta sé
fyrst og fremst fyrir foreldrana og
leggur áherslu á að ekki sé um grein-
ingu að ræða heldur skoðun og ljós-
myndun. Engin kona fái tíma hjá sér
nema viðkomandi hafi farið í grein-
ingu í sónar eftir 20 vikna meðgöngu
og hún ráðleggi fólki að fara ekki í
þrívíddarsónar fyrr en eftir 24. viku í
meðgöngu og helst fyrir 32. til 34.
viku.
Verðandi foreldrar urðu ekki fyrir
vonbrigðum með það sem þeir sáu.
Arna sagði einna merkilegast að sjá
að ófædd dóttir þeirra líktist frekar
föðurnum og Jóhann sagði að það að
sjá fóstrið og hreyfingarnar hefði
aukið á spennuna. „Við bíðum spennt
eftir fæðingunni.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Stolt Arna Pálsdóttir og Jóhann Kristján Eyfells, verðandi foreldrar, fylgjast með hverri hreyfingu á skjánum.
„Mér finnst hún
vera alveg eins og þú“
Fylgdust með sex mánaða fóstri sínu í þrívíddarsónar
Í HNOTSKURN
» Guðlaug María Sigurð-ardóttir, ljósmóðir, nála-
stungufræðingur og nuddari
með meiru, stofnaði fyr-
irtækið 9 mánuðir ehf. fyrir
um fjórum árum.
» Fyrirtækið byrjaði aðbjóða upp á þrí- og fjór-
víddarsónarskoðanir á með-
göngu fyrir um níu mánuðum.
» Skoðunin á ekkert skyltvið greiningu. Morgunblaðið/Brynjar GautiGuðlaug María Sigurðardóttir
TENGLAR
..............................................
Myndskeið á mbl.is
www.9manudir.is
RAGNAR Arn-
alds, fyrrverandi
alþingismaður og
ráðherra, fékk í
gær afhent gögn
um hleranir á
símum hans á ár-
unum 1963 og
1968. Hann segir
skýringar Þjóð-
skjalasafnsins á
því að það hefur fjarlægt númer ann-
arra en Ragnars úr þeim afritum
sem hann fékk vera „lélegan brand-
ara“ og að safnið hafi tekið að sér rit-
skoðun. Hann segir að margir muni
líta málið öðrum augum þegar í ljós
komi hversu víðtækar og ósvífnar
hleranirnar voru.
Í gögnunum kemur fram að í fyrra
skiptið var veitt heimild til að hlera
vinnusíma Ragnars hjá Samtökum
hernámsandstæðinga í ótilgreindan
tíma árið 1963, fyrir komu Lyndons
B. Johnson, varaforseta Bandaríkj-
anna. Ragnar var þá framkvæmda-
stjóri samtakanna og alþingismaður.
Í seinna skiptið var sími samtakanna
einnig hleraður og sömuleiðis heima-
sími Ragnars og stóð heimildin til að
hlera í 19 daga fyrir ráðherrafund
Atlantshafsbandalagsins.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Ragnar að í hvorugt þessara
skipta hafi Samtök hernámsand-
stæðinga haft í hyggju að efna til
óspekta. „Þetta er fjarstæða,“ sagði
Ragnar og bætti við að hann hefði
heldur ekki vitað til þess að aðrir
hefðu haft slíkt í hyggju. Hleranirn-
ar hefðu því verið algjörlega ástæðu-
lausar. Aðspurður sagði Ragnar að
sig hefði aldrei grunað að sími sinn
hefði verið hleraður.
Ragnar sagði að hleranirnar væru
ekki lengur aðalatriðið heldur sú
staðreynd að Þjóðskjalasafnið hefði
þurrkað út símanúmer annarra sem
hlerað var hjá. Gögnin fjalli nánast
eingöngu um formsatriði en ekkert
sé fjallað um hvers vegna sími hvers
og eins var hleraður eða hvað kom
fram í þeim. „Þegar búið er að
þurrka út öll númerin þá er heimild-
argildi þessara gagna orðið gjör-
breytt og nánast ekki neitt. Og ég
gagnrýni það mjög sterklega að
Þjóðskjalasafnið skuli leyfa sér að
strika út upplýsingar í opinberum
gögnum og einmitt þær upplýsingar
sem mestu máli skipta og eru aðal-
kjarni málsins,“ sagði hann. Ákvæði
um persónuvernd pössuðu ekki í
þessu tilviki og safnið hefði enga
heimild til að strika yfir númerin.
Útstrikanir til að fela umfang
Ragnar sagðist ráða af þeim upp-
lýsingum, sem fram hefðu komið um
málið, að öruggt væri að símar
margra þjóðkunnra stjórnmála-
manna og forystumanna í verkalýðs-
hreyfingunni hefðu einnig verið hler-
aðir. Tilgangurinn með því að strika
yfir númerin á þeim gögnum sem
hefðu verið afhent væri einmitt sá að
hylma yfir hversu víðtækar og
ósvífnar þessar persónunjósnir
hefðu verið á þessum tíma. „Það
kann að vera að viðhorf margra
breytist þegar þeir sjá að á þessum
tíma voru menn að njósna um póli-
tíska andstæðinga, þjóðkunna menn,
sem þeir störfuðu með á Alþingi,“
sagði Ragnar. Sagðist hann t.a.m.
viss um að bæði heima- og vinnusím-
ar Hannibals Valdimarssonar, sem
þá var forseti Alþýðusambands Ís-
lands, Eðvarðs Sigurðssonar, for-
manns Dagsbrúnar, og Lúðvíks Jós-
epssonar, fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra, hefðu verið
hleraðir í tengslum við samning við
Breta um landhelgismál árið 1961.
Þetta snerist ekki um að menn hefðu
hlerað út af hugsanlegum óspektum
heldur hafi þeir verið að njósna um
starfandi stjórnmálamenn á Alþingi.
Ragnar sagðist ekki trúa öðru en
safnið gæfi þetta eftir og bætti við að
fólki í öllum flokkum þætti þetta
kjánalegt. „Og ég trúi ekki öðru en
að forysta Sjálfstæðisflokksins
ákveði bara að það sé ekki þess virði
að þráast við því þetta er tapað spil,“
sagði hann.
Birti öll hleruðu
símanúmerin
Skýringar á því að strokað er yfir
símanúmer annarra „lélegur brandari“
Ragnar Arnalds.
Í HNOTSKURN
» Ragnar fékk afrit af skjölumum hleranir sem eingöngu
fjalla um hann sjálfan.
» Hann segir að ákvæði umpersónuvernd sé ekki hægt
að nota til að afsaka að síma-
númer hafi verið fjarlægð úr
gögnunum.
» Ragnar segir stjórnvöld allsenga ástæðu hafa haft fyrir
hlerununum, aldrei hafi staðið til
að efna til óspekta.
un sem er í samræmi við neysluvísi-
tölu og er eðlileg miðað við launa-
hækkanir og hækkanir á matvöru
hér á landi.“ Hún segir að í ljósi
þessa hafi ekki verið talin ástæða til
að bera málið undir hagsmunasam-
tök eldri borgara. „Ef þetta hefði
verið meiri hækkun þá hefði það
þurft að skoðast. Af því að hún er
innan eðlilegra marka þá var engin
sérstök ástæða til þess.“ Hefði ekki
verið gripið til þessara ráðstafana
hefði þurft að skera niður þjónustu
til að mæta auknum kostnaði.
Jórunn segir meirihlutann nú þeg-
ar hafa bætt kjör aldraðra. Búið sé
að rýmka reglur um akstursþjón-
ustu, brátt hefjist skipulagðar heim-
sóknir til aldraðra og verið sé að
byggja tvo þjónustukjarna og íbúðir
fyrir eldri borgara.
SAMÞYKKT var í velferðarráði
Reykjavíkurborgar á miðvikudaginn
að hækka gjaldskrá velferðarsviðs
borgarinnar um 8,8% frá og með 1.
janúar 2007. Jórunn Frímannsdóttir,
formaður velferðarráðs, segir að
hækkunin sé eðlileg og í samræmi
við almennar vísitöluhækkanir.
Einkum er um að ræða kostnað
við heimaþjónustu, félagsstarf, fæði,
veitingar og þjónustugjöld í félags-
og þjónustumiðstöðvum aldraðra.
Meirihlutinn í velferðarráði lagði
fram tillöguna og var hún samþykkt
á fundi þess síðastliðinn miðvikudag.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Jórunn Frímannsdóttir, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og
formaður velferðarráðs, að hækkun-
in væri í samræmi við almennar
hækkanir verðlags. „Þetta er hækk-
Þjónustugjöld eldri
borgara hækkuð
Í samræmi við almennar hækkanir seg-
ir formaður velferðarráðs Reykjavíkur
TVEIR menn sitja nú í gæslu-
varðhaldi vegna ætlaðs smygls á
miklu magni af hassi til landsins.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er um að ræða meira en
tíu kíló sem fundust í póstsendingu.
Ásgeir Karlsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar í
Reykjavík, staðfesti að tveir væru í
haldi og að málið væri rannsakað í
samvinnu við dönsk lögreglu-
yfirvöld. Hann vildi ekki ræða frek-
ar um rannsókn málsins að svo
stöddu.
Tveir menn í haldi
vegna hasssmygls
HVALUR 9 skutlaði fjórðu lang-
reyðina um hádegið í gær og er
væntanlegur með hana til Hval-
fjarðar um klukkan 10:30 í dag.
Að sögn Gunnlaugs Fjólars
Gunnlaugssonar, starfsmanns
Hvals, veiddist hvalurinn út af Snæ-
fellsnesi, á svipuðum slóðum og hin-
ar langreyðirnar þrjár. „Hann er
svipaður og hinir, ekki síður feit-
ur,“ sagði Gunnlaugur.
Fjórða langreyðurin
skutluð af Hval 9