Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Suðurströnd 4
Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000
Bestu dekkin
átta ár í röð!
Í átta ár í röð hafa Toyo dekkin verið
valin þau bestu af Tire Review
Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra
hjólbarðasala í Bandaríkjunum.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
„NÚ FER fjörið að byrja,“ sagði
kona á miðjum aldri þegar hún gekk í
salinn á ársfundi Alþýðusambands Ís-
lands á Hótel Nordica í gær, skömmu
áður en atkvæðagreiðsla um róttæk-
ar breytingar á skipulagi ASÍ hófst.
Þar hitti hún naglann á höfuðið því
fundarmenn höfnuðu óvænt tillögum
stjórnarinnar.
Greiða átti atkvæði um tvær megin
lagabreytingatillögur. Í annarri var
lagt til að fjölgað yrði í miðstjórn sam-
takanna úr 15 í 31, en fundum hennar
yrði fækkað. Á sama tíma yrði svo
stofnuð framkvæmdastjórn þar sem
sæti ættu 9–11 manns; forseti, vara-
forseti, formenn landssambanda og
þriggja stærstu aðildarfélaganna.
Hin breytingartillagan gekk út á að
ASÍ hættu að halda ársfund á hverju
ári, og héldu þess í stað þing á tveggja
ára fresti.
Ein kona í framkvæmdastjórn?
Almennt var litið svo á fyrir árs-
fundinn, eins og heyra mátti á máli
ársfundargesta, að aðildarfélög á
landsbyggðinni væru andsnúin þess-
um breytingartillögum þar sem þær
þættu draga úr vægi miðstjórnar en
koma völdum í hendur framkvæmd-
arstjórnar þar sem sæti væru eyrna-
merkt stóru aðildarfélögunum. Einn-
ig var gerð athugasemd við það að ef
tillögurnar hefðu fengið brautargengi
hefði einungis 1–2 konur átt sæti í 9–
11 manna framkvæmdastjórn, en fyr-
ir ársfundinn höfðu 5 konur átt sæti í
15 manna miðstjórn.
Aukinn meirihluta þurfti til að sam-
þykkja lagabreytingartillögurnar og
hefði því 2⁄3 hluti fundarmanna þurft
að samþykkja þær svo nýtt skipulag
yrði að lögum. Atkvæðagreiðslan var
leynileg og þegar atkvæði höfðu verið
talin kom í ljós að 61,5% fundar-
manna höfðu samþykkt tillögurnar en
38,5%, höfðu hafnað þeim. Þrír seðlar
voru ógildir.
Í framhaldinu var gerð tillaga um að
breytingu á lögum varðandi ársfund
yrði vísað frá án atkvæðagreiðslu og
samþykkti þorri fundarmanna frávís-
unina með handauppréttingu. Ekki
þurfti að kjósa varaforseta þar sem
óbreytt skipulag gerir ráð fyrir að
hann verði kosinn á næsta ársfundi.
Grétar Þorsteinsson var hins vegar
endurkjörinn forseti ASÍ.
Vonbrigði, segir forseti ASÍ
Grétar segir það ákveðin vonbrigði
þegar tillögur sem hafi verið vel und-
irbúnar eru felldar. „Þetta þýðir
væntanlega það að æði stór hluti af
okkar samfélagi er tiltölulega sáttur
við það skipulag sem við búum við.
Það breytir því hins vegar ekki í mín-
um huga að miðað við þær miklu
breytingar sem hafa orðið á okkar
umhverfi á síðustu árum – og eru fyr-
irséðar í næstu framtíð – þá hljóta
þær að kalla á það að umræða um
skipulagsmálin verði ágeng.“
Hann segist ekki líta svo á að með
þessu séu fundarmenn að lýsa van-
trausti á stjórn ASÍ. „Ég tel að við
sem höfum borið ábyrgð á þessum
umræðum höfum unnið samvisku-
samlega eins og fyrir okkur var lagt á
síðasta ársfundi. […] Það kom í ljós
að það var ekki nægilegt fylgi við til-
löguna eins og hún var lögð upp.
Þetta var afgreitt með lýðræðislegum
hætti og ég lít ekki á þetta sem van-
traust, fjarri því.“
Ánægður með niðurstöðuna
Aðalsteinn Á. Baldursson, formað-
ur Verkalýðsfélags Húsavíkur, var
yfirlýstur andstæðingur skipulags-
breytinga sem sneru að miðstjórn og
stofnun framkvæmdastjórnar og
sagðist hann ánægður með niðurstöð-
una eftir atkvæðagreiðsluna.
„Skoðanir eru skiptar um þetta en
það er ljóst að andstaðan var til stað-
ar á landsbyggðinni og þetta var fellt,
sem betur fer,“ segir Aðalsteinn.
Hann segist hafa verið hlynntur því
að halda ársfundi annað hvert ár, en
þeirri tillögu hafi verið vísað frá.
Andstaða landsbyggðarfólks varð
einkum vegna þess að ákveðið var ná-
kvæmlega hverjir ættu sæti í fram-
kvæmdastjórn, í stað þess að kosið
yrði um sæti í stjórninni, segir Að-
alsteinn. „Þá sáu menn fyrir sér að
vægi landsbyggðarinnar væri ekki
neitt, okkur hefur fundist á undan-
förnum árum að okkar rödd ætti erf-
itt uppdráttar gagnvart höfuðborgar-
valdinu.“ Einnig bendir Aðalsteinn á
að jafnréttinu hefði ekki verið gert
hátt undir höfði með 9–11 manna
framkvæmdastjórn með 1–2 konum
innanborðs.
Róttækar skipulagsbreytingar á skipulagi ASÍ hlutu ekki brautargengi á ársfundi samtakanna í gær
Landsbyggð-
in hafði sigur
á stjórn ASÍ
Morgunblaðið/Ómar
Leynileg kosning Ársfundarfulltrúar greiddu í gær atkvæði um róttækar skipulagsbreytingar sem sneru að
skipulagi forystu ASÍ. Ekki þurfti að kjósa varaforseta á þinginu þar sem skipulagsbreytingum var hafnað.
Í HNOTSKURN
» Tillögur að breytingum ámiðstjórn ASÍ, um tilurð
framkvæmdastjórnar, og um
að ársfundir verði að þingum
sem haldin væru á tveggja ára
fresti var hafnað í gær.
» Viðamiklar breytingar áskipulagi voru síðast gerð-
ar á þingi ASÍ árið 2000. Þá
var ákveðið að hætta að halda
þing á fjögurra ára fresti og
halda þess í stað ársfundi á
hvejru ári.
AÐEINS fjórðungur fulltrúa í
stjórnum landssambanda sem aðild
eiga að Alþýðusambandi Íslands eru
konur, og þriðjungur fulltrúa í
stjórnum aðildarfélaga og deilda inn-
an ASÍ. Þetta kemur fram í kynja-
bókhaldi ASÍ, sem kynnt var á árs-
fundi sambandsins í gær.
Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt
kynjabókhald ASÍ er birt. Þar kem-
ur einnig fram að 47% félagsmanna
eru konur, en konur voru samt að-
eins 38% fulltrúa á ársfundinum.
Ástandið innan félaganna er nokk-
uð misjafnt, þannig snerist kynja-
hlutfallið við í Landssambandi ís-
lenskra verzlunarmanna, þar sem
71% stjórnarmanna eru konur, en
þar eru konur 61% félagsmanna. Í
Rafiðnaðarsambandi Íslands, þar
sem 11% félagsmanna eru konur,
eru þær 15% fulltrúa í stjórn. Innan
Samiðnar, sambands iðnfélaga, eru
hlutföllin síðan þau, að þar eru konur
6% félagsmanna og 7% stjórnar-
manna.
Kynjabókhaldið
kynnt á fundi ASÍ
ÖGMUNDUR Jónasson, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja (BSRB), segir það vera alvar-
legt að mörg fyrirtæki og stofnanir
skuli ganga of langt í eftirliti með
starfsfólki sínu. 41. þingi BSRB var
slitið í gær og voru samþykktar
ályktanir um ýmis málefni. Var Ög-
mundur Jónasson endurkjörinn for-
maður bandalagsins.
Í erindi Sigrúnar Jóhannesdóttur,
forstjóra Persónuverndar, á þingi
BSRB í fyrradag, kom fram að nið-
urstöður könnunar sem Persónu-
vernd lét gera bentu til þess að eft-
irliti fyrirtækja og stofnana með
starfsfólki væri oft ábótavant út frá
sjónarmiðum persónuverndar. Fram
kom að ýmislegt hefði mátt bæta í
eftirliti 75% þeirra fyrirtækja sem
tóku þátt í könnuninni. Einkum væri
um það að ræða að starfsmenn
fengju ekki nægilega fræðslu um
notkun eftirlitsmyndavéla, starfs-
mönnum væri ekki kunnugt um eft-
irlit með netnotkun sinni, gögnum
um eftirlit væri ekki eytt og reglur
skorti um eftirlit og þá sér í lagi um
eftirlit með akstri. Ögmundur Jón-
asson segir að BSRB hafi áður lagt
áherslu á að reglur séu settar um eft-
irlit með starfsfólki í samráði við
starfsmenn og þeim séu þær kunnar.
Deila megi um hversu langt eigi að
ganga í slíku eftirliti en þegar síðan
komi í ljós að slíkt sé gert án vit-
undar starfsfólks þá hljóti slíku að
vera mótmælt harðlega. „Þarna er
greinilegt að atvinnurekendur hafa
fært út sína landhelgi óhæfilega
langt og þarna segjum við að við vilj-
um færa út mannhelgina,“ sagði Ög-
mundur í samtali við Morgunblaðið í
gær. Samþykkti þing BSRB í gær
ályktun um að bæta þyrfti úr þeim
brotalömum sem væru á eftirliti fyr-
irtækja og stofnana með starfs-
mönnum sínum.
Óttast markaðsvæðingu
almannaþjónustunnar
Þingið var haldið undir kjörorðinu
„eflum almannaþjónustuna – eflum
lýðræðið“. Ögmundur segir að með
kjörorðinu vilji bandalagið leggja
áherslu á að milli þess að þrengt sé
að almannaþjónustunni þá sé jafn-
framt þrengt að lýðræðinu. „Við
samþykktum að efna til vitundar-
vakningar um gildi almannaþjónust-
unnar og höfða til annarra samtaka
launafólks á Íslandi og annarra sam-
taka sem telja það mikilvægt að
standa vörð um þessi gildi.“ Hann
segir menn staðnæmast sérstaklega
við þá þróun sem vart hafi orðið í
Leifsstöð. „Þar hefur öryggisgæslan
verið markaðsvædd og það var
ályktað mjög hart gegn þessu á
þinginu. Sömuleiðis vara menn mjög
eindregið við því að einkahluta-
félagavæða Ríkisútvarpið.“
Margt annað bar á góma á
þinginu. M.a. var hvatt til samstöðu í
baráttunni fyrir hækkun lægstu
launa og hvatt til að lögum um lífeyr-
issjóði yrði breytt svo sjóðunum væri
ekki skylt að líta einungis til há-
marksávöxtunar fjármagns án tillits
til annarra mikilvægra hagsmuna
sjóðafélaga.
„Við viljum færa
út mannhelgina“
Ályktað var um persónuvernd á síðasta degi þings BSRB
Morgunblaðið/Ómar
Endurkjörinn Ögmundur Jónasson var endurkjörinn formaður Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja á lokadegi þings þess í gær.