Morgunblaðið - 28.10.2006, Page 20

Morgunblaðið - 28.10.2006, Page 20
20 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT París. AFP, AP. | Franska lögreglan hafði mikinn viðbúnað í úthverfum Parísar í gær en óttast var að til óeirða kæmi í tengslum við athafnir til minningar um tvo unglingspilta af afrískum uppruna sem létust fyrir nákvæmlega ári, en dauði þeirra hratt af stað margra vikna umsát- ursástandi í hverfum innflytjenda í mörgum borga Frakklands. Talsverð spenna hefur verið í hverfum innflytjenda í París undan- farna daga. Kveikt var í um eitt hundrað bílum í fyrrinótt, um helm- ingi þeirra í París, og var þessi tala hærri en undanfarna daga – og þó mun lægri en þegar mest gekk á í fyrra, en þá urðu um fjórtán hundr- uð bifreiðar eldi að bráð. Nicolas Sarkozy innanríkisráð- herra hafði heitið því á fimmtudag að lögreglan í úthverfum Parísar myndi halda uppi röð og reglu í almenn- ingsfarartækjum; en óeirðaseggir hafa valdið usla í þeim undanfarna daga. Var kallað út um 500 manna varalið í þessari viku enda var vitað að spenna myndi magnast í kringum eins árs afmæli atburðanna í fyrra. Mikil reiði kviknaði meðal innflytj- enda í útverfum Parísar og annarra stórborga þegar fréttist um dauða drengjanna tveggja, Zyed Benna og Bouna Traore, 27. október í fyrra. Þeir höfðu verið á flótta undan lög- reglunni en innflytjendur í Frakk- landi segja frönsku lögregluna oft og iðulega áreita þá og sýna þeim lítils- virðingu. Mikið atvinnuleysi er einn- ig í hverfum innflytjenda og glæpir og fátækt setja svip sinn á líf þeirra. Frönsk stjórnvöld hafa á því ári sem liðið er fengið samþykkt ný lög sem kveða á um jafnrétti borgaranna og þau hafa ennfremur dælt fé í verk- efni í hverfum innflytjenda. Engu að síður ríkir óánægja meðal innflytj- enda. Claude Dillain, borgarstjóri í Clichy-sous-Bois, hvatti fólk hins vegar til að sýna stillingu í gær og haft var eftir ættingja Traores í gær að þó að misrétti ríkti í Frakklandi myndi ofbeldi engan vanda leysa. Spenna í hverfum innflytjenda í París AP Minntust drengjanna Fjölskyldur unglingspiltanna tveggja héldu í gær á lofti borða þar sem stóð „Dóu til einskis“ en þá var ár liðið frá dauða þeirra. Í HNOTSKURN » Óeirðir urðu í fyrra eftirað tveir táningar, Zyed Benna og Bouna Traore, lét- ust af völdum raflosts sem þeir fengu er þeir leituðu skjóls undan lögreglunni í orkustöð í Clichy-sous-Bois í París. » Um 28.000 manns búa íClichy-sous-Bois og er at- vinnuleysið þar 23,5% og raunar 32% hjá 15 til 24 ára. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is AUGLÝSINGAR vegna kosning- anna sem fram fara í Bandaríkjunum annan þriðjudag þykja hafa verið með eindæmum neikvæðar. Eru það einkum repúblikanar sem ganga langt í því skyni að útmála andstæð- inga sína sem óalandi og óferjandi en skýringin er sú að þeir eiga undir högg að sækja í þessum kosningum. Blaðið The Washington Post rakti nokkrar umtöluðustu auglýsingarn- ar í gær, en þær eru með þeim hætti að afstaða keppinautarins er gjarnan skrumskæld með öllu. Þar er m.a. fjallað um auglýsingar repúblikana í New York sem beinast gegn Michael A. Arcuri, sem sækist eftir sæti í full- trúadeild þingsins. Er Arcuri, sem hefur verið saksóknari undanfarin ár, þar sakaður um að hafa eytt skattfé borgaranna með því að kaupa sér símaklám. Staðreyndin mun hins vegar vera sú að aðstoðarmenn Arc- uris hugðust eitt sinn hringja í dóms- málaráðuneyti ríkisins en hringdu í vitlaust númer, þ.e. í klámsímalínu, en númerið líktist hinu afar mikið. Kostaði símtal þetta rúman dollara, um 90 íslenskar krónur. Repúblikaninn Paul R. Nelson, sem vill fella demókratann Ron Kind af þingi, er á sömu slóðum, fullyrt er í auglýsingum hans að Kind „borgi fyrir kynlíf“. Segir þar að Kind hafi eytt skattfé til að rannsaka „kynlífs- hegðun víetnamskra vændiskvenna“ og „sjálfsfróun gamalla manna“. Byggist auglýsingin á því að Kind greiddi, eins og margir repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, at- kvæði gegn þingsályktun þar sem lagt var til að heilbrigðisstofnunum yrði meinað að gera rannsóknir á kynlífshegðun fólks. Sérfræðingar segja ástæðu þess að menn noti neikvæðar auglýsingar einfalda: þær virki. „Fólk segir kannski að því finnist þær ógeðfelld- ar, en það man eftir þeim,“ hefur AFP eftir Tom Baldino, prófessor við Wilkes-háskóla. Aðrir benda á að svona auglýsingar stuðli að því að fólk fyllist andstyggð á stjórnmála- mönnum. „Neikvæðar auglýsingar styrkja menn í þeirri trú að þátttaka í bandarískum stjórnmálum sé eitt- hvað sem allt sómakært fólk eigi að forðast,“ segir Rich Hanley, prófess- or við Quinnipiac-háskóla. Umdeildar kosn- ingaauglýsingar Neikvæður tónn í baráttunni vestra AP Michael Arcuri og repúblikaninn Ray Meier í kappræðum nýlega. ÞRÓUN mála í Norður-Kóreudeil- unni undanfarnar tvær vikur sýnir að Bandaríkin hafa glatað stöðu sinni sem stórveldi. Þetta segir Dav- id Wall, sérfræðingur við Chatham House-rannsóknarstofnunina í London, en hann var á Íslandi í vik- unni í tengslum við ráðstefnu IceM- UN-félagsins svokallaða. Wall rökstuddi þessa skoðun sína með því að benda á að sú ályktun sem öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefði á endanum samþykkt um kjarnorkumál Norður-Kóreu væri víðsfjarri öllu því sem Bandaríkja- menn hefðu viljað ná fram. Stað- reyndin væri hins vegar sú að þeir hefðu ekki getað fengið meira afger- andi ályktun samþykkta. „Nið- urstaðan var niðurlægjandi fyrir þá,“ segir Wall. Ekkert í samþykktri ályktun hafi nokkra merkingu. Wall segir raunar einnig að rangt sé að líta svo á að eitthvað hafi breyst með tilraunum Norður- Kóreumanna til að sýna heiminum fram á að þeir hafi sprengt kjarn- orkusprengju. „Það hefur ekkert gerst. Norður-Kórea ógnar ekki neinum, þeir hafa engin áform um að ná undir sig meira landsvæði og þeir ógna engan veginn Bandaríkj- unum eða nokkru bandalagsríki þeirra.“ Kim er að gera umbætur Wall hefur talsvert aðra sýn á Norður-Kóreu en venjulega má finna í vestrænum fjölmiðlum í hvert sinn sem fjallað er um Norður- Kóreu og leiðtoga landsins, Kim Jong-Il. Meðal annars segir Wall – sem hefur tvívegis komið til N- Kóreu og dregur enga dul á þá skoð- un sína að um vondan stað sé að ræða – að Kim Jong-Il sé bráðgáf- aður og að N-Kórea sé langt frá því að vera jafnlokað ríki og um sé talað. Wall segir að Kim hafi verið að hrinda í framkvæmd efnahags- umbótum á liðnum árum sem minni mjög á þróunina í Kína. „Hann hefur sent 1.600 manns til að læra vest- rænar hagfræðikenningar og hann er sannfærður um að kínverska leið- in sé sú rétta,“ segir Wall. Morgunblaðið/Árni Sæberg Umbótaþróun í N-Kóreu David Wall er sérfróður um málefni Austur-Asíu. Bandaríkin ekki lengur stórveldi Stuðningsmenn Björns Bjarnasonar bjóða alla sjálfstæðismenn velkomna í kosningakaffi í dag, laugardag, frá kl. 12 í kosningamiðstöð Björns. Einnig er boðið er upp á akstur á kjörstað. Tekið er við beiðnum í síma 551 6300. Samstaða til sigurs! Stuðningsmenn Kosningakaffi og akstur á kjörstað Kosningamiðstöð Björns Bjarnasonar / Skúlagötu 51 / 551-6300 Opið í dag frá kl. 12.00 / www.bjorn.is Síðari dagur prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík fer fram í dag, 28. október. Kjörstaðir eru opnir frá kl. 10.00 til 18.00. Björn Bjarnason í 2. sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.