Morgunblaðið - 28.10.2006, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LOKSINS
FÁANLEG
AFTUR Á
ÍSLANDI
BÓKIN SEM BREYTT HEFUR
LÍFI MARGRA TIL HINS BETRA
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
ÞING Mið-Ameríukuríkisins Ník-
aragva hefur samþykkt lög sem
kveða á um að fóstureyðingar skuli
vera með öllu óheimilar í landinu.
Skiptir þá engu þótt viðkomandi
kona hafi orðið fyrir nauðgun eða líf
hennar teljist í hættu.
Þingheimur lagði blessun sína yfir
frumvarpið á fimmtudag. Stuðning-
ur við það reyndist yfirgnæfandi, 52
þingmenn studdu bannið en enginn
greiddi atkvæði gegn því. Enrique
Bolanos forseti studdi frumvarpið
sem fram er komið eftir þrýsting af
hálfu katólsku kirkjunnar.
Samkvæmt frumvarpinu eiga
læknar þeir sem framkvæma fóstur-
eyðingu fjögurra til átta ára fangels-
isdóm yfir höfði sér. Breytir þá engu
þótt viðkomandi kona hafi orðið fyrir
nauðgun eða líf móður teljist í hættu.
Sama refsing bíður þeirra kvenna
sem gangast undir fóstureyðingu.
Vildi þyngri refsingar
Bolanos forseti hafði ákaft hvatt
til þess að kveðið yrði á um þyngri
refsingar. Lagði hann til að þeir sem
framkvæmdu fóstureyðingar yrðu
dæmdir til 10 til 20 ára vistar innan
fangelsismúra. Forsetinn var og
talsmaður þess að refsingin yrði allt
að 30 ár í þeim tilfellum sem kona
yrði fyrir tilfinningalegum skaða eft-
ir að hafa gengist undir fóstureyð-
ingu. Sömu refsingu vildi forsetinn
innleiða kostaði fóstureyðing við-
komandi konu lífið.
Kvennasamtök efndu til mótmæla
við þinghúsið í höfuðborginni, Mana-
gua, er nýju lögin voru rædd. Banda-
rískir kvenréttindahópar hafa og
fordæmt nýju lögin. Segja talsmenn
þeirra þau brjóta gegn mannréttind-
um kvenna í Níkaragva. Þá bjóði lög-
in þeirri hættu heim að margar kon-
ur grípi til þess úrræðis að gangast
undir ólöglega og hættulega fóstur-
eyðingu. Slíkt er nú þegar afar al-
gengt í Níkaragva enda er dánar-
tíðni ófrískra kvenna þar í landi
mikil. Málsvarar kvennahópa segja
firringu þingheims því algjöra.
Fóstureyðingabann
leitt í lög í Níkaragva
AP
Mótmæli Kvennasamtök efndu til mótmæla við þinghúsið í Managua er
nýju lögin voru rædd. Gerðu konurnar hróp að þingheimi.
TVEIR þýskir hermenn hafa verið
leystir tímabundið frá skyldustörf-
um í Afganistan þar eð grunur leikur
á um að þeir hafi raskað grafarró
með því að leika sér að hauskúpum
látinna Afgana. Myndir af fíflalátum
mannanna hafa verið birtar í Þýska-
landi og vakið þar almenna hneyksl-
an og viðbjóð.
Franz Josef Jung, varnarmálaráð-
herra Þýskalands, greindi frá því í
gær að mennirnir tveir hefðu verið
leystir frá störfum. Rannsókn færi
fram á því hvort þeir hefðu gerst
sekir um að raska grafarró. Í Þýska-
landi liggur allt að þriggja ára fang-
elsisvist við slíku athæfi.
Dagblaðið Bild birti á miðvikudag
myndir af þýskum hermönnum sem
komið höfðu fyrir hauskúpu á bryn-
vagni sínum. Daginn eftir birti sjón-
varpsstöðin RTL fleiri myndir af
þýskum hermönnum þar sem þeir
höfðu brugðið á leik með hauskúpur.
Ein þeirra sýnir hermann kyssa
hauskúpu og önnur er af hauskúpum
sem raðað hefur verið upp í bing.
Bild hyggst birta fleiri myndir um
helgina og er hermt að á einni þeirra
geti að líta hermann sem beinir
byssu sinni að hauskúpu. Myndirnar
voru teknar árið 2004 og í fyrra.
Jung varnarmálaráðherra sagði
flesta þá sem lægju undir grun um
að hafa tekið þátt í þessu athæfi hafa
lokið skyldustörfum sínum og kvatt
þýska herinn. Þeir sem enn væru í
Afganistan undir merkjum þýska
ríkisins yrðu reknir úr hernum.
Bild birti í gær viðtal við ónefndan
hermann sem viðurkennir að hann
sé einn þeirra sem brá á leik fyrir
myndavélina skammt frá Kabúl, höf-
uðborg Afganistans. Hermaðurinn
segist hafa sætt þrýstingi um að taka
þátt í „leiknum“ og að þeir sem þrá-
ast hafi við hafi verið úthrópaðir sem
skræfur. Hann kveður hermennina
hafa fundið hauskúpurnar í gryfju
einni og segist þekkja mörg dæmi
þess að viðlíka hafi átt sér stað í Afg-
anistan. Hinir lægra settu í hernum
telji slíka „leiki“ hina bestu skemmt-
un.
Hauskúpumynd-
ir vekja viðbjóð
Þýskir hermenn leystir frá störfum
Reuters
Þýski varnarmálaráðherrann á
blaðamannafundi í Berlín í gær.
TVEIR slökkviliðsmenn reyna að
koma í veg fyrir að skógareldar í
Banning í Kaliforníu breiðist út til
íbúðarhverfa í nágrenninu í gær-
morgun. Allt tiltækt slökkvilið hef-
ur unnið að því hörðum höndum að
stöðva útbreiðslu skógareldanna í
Kaliforníu síðustu daga en þeir
hafa þegar kostað fjóra slökkviliðs-
menn lífið nálægt Palm Springs.
Hundruð manna hafa þurft að yf-
irgefa heimili sín vegna skógareld-
anna en þeir hafa breiðst hratt út,
m.a. fyrir tilstilli heitra vinda á
svæðinu.
Yfirvöld fullyrða að brennuv-
argar hafi upphaflega kveikt eld-
ana og hafa fyrirskipað morðrann-
sókn vegna dauða slökkviliðs-
mannanna fjögurra. Þau segja að
eldurinn hafi verið kveiktur vísvit-
andi og í því skyni að valda sem
mestum skaða. Er hverjum þeim,
sem veitt getur upplýsingar um
hina ábyrgu, heitið 100.000 dollara
verðlaunafé. Sem fyrr segir létust
fjórir slökkviliðsmenn og sá fimmti
liggur þungt haldinn á spítala.
Brennuvarga leitað í Kaliforníu
AP
Kabúl. AFP. | Talsmenn Atlantshafs-
bandalagsins staðfestu í gær að
a.m.k. tólf óbreyttir borgarar hefðu
týnt lífi í loftárásum NATO í suður-
hluta Afganistans á þriðjudag, en
skotmarkið voru vopnaðar sveitir
talibana sem átt höfðu í bardögum
við hersveitir NATO á svæðinu. 48
talibanar eru sagðir hafa verið
drepnir í árásunum.
Hamid Karzai, forseti Afganist-
ans, hafði áður skipað nefnd til að
rannsaka mannfall í röðum
óbreyttra borgara í aðgerðum
NATO í Panjwayi í Kandahar á
þriðjudag. ISAF-sveitir NATO í
landinu hafa þegar harmað dauða
óbreyttra borgara en bardagarnir
brutust út eftir að um 40 talibanar
réðust að sveitum NATO í Panjwayi.
Fjórtán óbreyttir borgarar til við-
bótar – mest gamalmenni og börn –
týndu lífi í gær þegar vegsprengja
grandaði bifreið þeirra í Uruzgan-
héraði. Ekki var ljóst hver kom
sprengjunni fyrir.
Staðfesta
mannfall
Lilongwe. AP. | Sú ákvörðun söngkon-
unnar Madonnu að ættleiða barn frá
Malaví hefur orðið til þess að al-
þjóðleg umræða hefur kviknað um
það hvernig best megi hjálpa öllum
þeim milljónum barna í Afríku sem
skilin hafa verið eftir munaðarlaus
af skaðvaldinum mikla, AIDS.
Ástæða þess að málið er svo mjög
í sviðsljósinu er sú ákvörðun 67
mannréttindahópa í Malaví að fara
með það fyrir dómstóla en þeir segja
yfirvöld hafa brotið lögin þegar þau
heimiluðu að Madonna færi með
David Banda, sem er 13 mánaða, úr
landi, aðeins örfáum dögum eftir að
hún bað um að fá að ættleiða hann.
Venjan er sú í Malaví að hjón sem
vilja ættleiða barn fara í gegnum
átján mánaða langt athugunarferli.
Dómarinn sem veitti Madonnu og
Guy Ritchie, manni hennar, yfirráð
yfir barninu, David Banda, 12. októ-
ber sl. sagði hins vegar að engu máli
skipti hvar þau væru búsett. Þau
gætu því farið með drenginn til
London þar sem Madonna heldur
heimili og þar sem félagsráðgjafi
getur séð til með barninu næstu
átján mánuðina. Sjálf segist Ma-
donna engin lög hafa brotið og hún
neitar því að hún hafi nýtt frægð
sína og auðæfi til að fá með hraði til-
skilin leyfi til að ættleiða barnið.
Bresku samtökin ActionAid fagna
því að Madonna hafi vakið athygli
umheimsins á hlutskipti barna í
Malaví og þau segjast ekki efast um
að Madonna muni veita David
Banda gott heimili. Ýmsar aðrar
leiðir séu þó gagnlegri þegar til
lengri tíma sé litið til að bæta hlut-
skipti munaðarlausra barna í Afríku.
Ættleiðingarmál Madonnu
vekja miklar umræður
Í HNOTSKURN
»Móðir Davids Banda dóskömmu eftir fæðinguna
en faðir hans, Yohane Banda,
er á lífi og er samþykkur ætt-
leiðingunni. Yohane hefur
misst tvö börn til viðbótar af
völdum malaríu.
»Malaví er meðal fátækusturíkja heims. Um 14% íbúa
eru smituð af HIV-veirunni
sem veldur alnæmi. Ein millj-
ón barna er munaðarlaus.