Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 28

Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 28
28 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ JÓN Arnþórsson, fyrrverandi safn- stjóri Iðnaðarsafnsins á Akureyri, hvetur til þess að Gefjunarhúsið á Gleráreyrum verði varðveitt. Nið- urrif gömlu Sambandsverksmiðj- anna á svæðinu hefst eftir fáeina daga og verður verslunarmiðstöðin Glerártorg stækkuð um helming. Jón segir í grein í blaðinu Viku- degi á fimmtudaginn að Gefj- unarhúsið hafi þótt sérstakt afrek vegna stærðar á þeim tíma sem það var byggt, 1907, auk þess að vera nýjung í byggingatækni. Jón vitnar í greinargerð frá Hús- friðunarnefnd ríkisins þar sem segir m.a.: „Gefjunarhúsið hefir mikið varðveislugildi vegna fágætis, menn- ingarsögu og byggingarlistar.“ Jón segir að hvergi á Norðurlandi hafi sama iðngreinin verið stunduð jafn lengi á einum stað og ull- arvinnslan í Gefjunarhúsinu, sam- fellt í 90 ár. „Á þessum tíma hafa því þúsundir Akureyringa þegið laun á þessum vinnustað og oftar en ekki jafnvel þrjár kynslóðir úr sömu fjöl- skyldu verið þar að verki samtímis. Athygli er vakin á þessum stað- reyndum m.a. vegna þess að fram- undan eru miklar bygging- arframkvæmdir áætlaðar á Gleráreyrum, sem m.a. hafa það í för með sér að flestöll hús gamla sam- bandsiðnaðarins, þ.á m. Gefjunar, Iðunnar og Heklu, verði rifin til að rýma fyrir bílastæðum og götum.“ Jón segir að nú um stundir sé gjarnan rætt um að ekki megi tefja við liðna tíð, en horfa frekar fram á veginn. „Ágæt rök eru færð fyrir þessu og ekki við neinn að sakast. Hins vegar er full ástæða til að minnast þess að okkar blómlegi bær væri ekki svona stór og fallegur ef ekki hefði notið við þess fjölda fólks sem vann við iðnaðinn á Gler- áreyrum og varð til þess að Ak- ureyri var á landsvísu þekkt sem iðnaðarbærinn Akureyri.“ Hann segir ennfremur að það sé vænlegt að byggja upp versl- unarrekstur í bænum vegna þess m.a. „að um áratugaskeið unnu menn hörðum höndum við að byggja upp bæinn sinn með atvinnuöryggi sem tryggan förunaut í því verki“. Því væri verðugt minnismerki um mikilvægi liðinnar tíðar á þessum vettvangi að Gefjunarhúsið yrði varðveitt „til að minnast þúsund- anna sem unnu að iðnaði á Gler- áreyrum á liðinni öld“. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sérstakt afrek Séð yfir gamla verksmiðjusvæðið. Gamla Gefjunarhúsið er hið ljósbrúna fyrir miðri mynd. Í fjarska verslunarmiðstöðin Glerártorg. Vill varðveita Gefjunarhúsið Í HNOTSKURN »Gefjunarhúsið þótti sér-stakt afrek þegar það var byggt, árið 1907. » Jón Arnþórsson segir aðþað yrði verðugt minn- ismerki um mikilvægi liðinnar tíðar á þessum vettvangi að Gefjunarhúsið yrði varðveitt „til að minnast þúsundanna sem unnu að iðnaði á Gler- áreyrum á liðinni öld“. » „Gefjunarhúsið hefir mikiðvarðveislugildi vegna fá- gætis, menningarsögu og byggingarlistar,“ segir í grein- argerð húsafriðunarnefndar. Yfirlitssýning á grafíklistaverkum Drafnar Friðfinnsdóttur verður opnuð í dag í Listasafninu á Ak- ureyri. Dröfn lést árið 2000, aðeins 54 ára að aldri, og hefði orðið sextug á árinu. Að- alsteinn Ingólfs- son listfræð- ingur, sem ritar grein í bók sem gefin er út um Dröfn í tilefni sýningarinnar, segir að það hryggilegasta við feril Drafnar sé hve seint hún byrjaði á því sem hún gerði best, sem voru tréristurnar. „Það er kom- ið fram á níunda áratuginn þegar hún er orðin þroskaður listamaður á því sviði. Hún á um tíu ár á þessu sviði en töluvert mikið liggur samt eftir hana. Hún var forkur til vinnu og dró ekkert af sér,“ segir Að- alsteinn í bókinni.    Herra Norðurland verður krýnd- ur í Sjallanum í kvöld. Níu piltar taka þátt í keppninni en þremur efstu sætunum fylgir þátttökuréttur í keppninni um herra Ísland í næsta mánuði.    Vörður, félag ungra Sjálfstæð- ismanna á Akureyri, fagnar þeim áformum Iceland Express að hefja innanlandsflug til og frá Akureyri næsta vor. „Samkeppni á þessum markaði er gífurlegt fagnaðarefni í ferðamálum og fyrir almenning enda er Akureyri einn vinsælasti áfanga- staður íslenskra ferðamanna. Með auknu framboði og lægri flugfar- gjöldum kemur Akureyri til með að styrkja stöðu sína sem góður kostur fyrir erlenda ferðamenn,“ segir m.a. í ályktun Varðar. Verk Drafnar í Listasafninu Dröfn Friðfinnsdóttir AKUREYRI Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | Endurhönnun nýbygging- ar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi er lokið og eru fram- kvæmdir hafnar að nýju eftir að hafa legið niðri í sex mánuði. Gert er ráð fyrir verklokum fyrsta áfanga 1. október 2007 sem er bygg- ing hússins og frágangur lóðar, ásamt innréttingum á 2. hæð húss- ins. Í þessum áfanga er ekki gert ráð fyrir að ljúka við innréttingu 1. hæð- ar þar sem heilsugæslan verður til húsa né kjallara þar sem gert er ráð fyrir sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og fleiru. Ekki er heldur komin fjárveit- ing til innréttinga 3. hæðarinnar sem bættist við þar sem gert er ráð fyrir hjúkrunardeild. Samfella verði í framkvæmdum Fyrirliggjandi er að gerðar verða breytingar á fyrstu hæðinni í eldri byggingu Heilbrigðisstofnunar Suð- urlands vegna tilfærslna á starfsemi innanhúss en ekki er fjárveiting til þess. Að sögn Magnúsar Skúlasonar framkvæmdastjóra er lögð áhersla á það af hálfu Heilbrigðisstofnunar- innar að fjármagn fáist til fram- kvæmdanna þannig að samfella verði í framkvæmdum við nýbygg- inguna þar til hún verður tekin í notkun og við þær breytingar sem gera þarf, þannig að það trufli sem minnst starfsemi stofnunarinnar. Með tilkomu 2. og 3. hæðar ný- byggingarinnar verða til 40 hjúkr- unarrými en gert er ráð fyrir að hjúkrunardeild HSu á Ljósheimum á Selfossi þar sem eru 24 hjúkrunar- rými flytjist á 2. hæð nýbyggingar- innar. Með tilkomu aðstöðunnar á þriðju hæð byggingarinnar verður unnt að mæta mikilli þörf sem er fyr- ir hjúkrunarrými á Selfossi og ná- grenni. Rekstrarhalli verði bættur Á heimasíðu stofnunarinnar er sagt frá nýlegri heimsókn Árna Mat- hiesen fjármálaráðherra og aðstoð- armanns hans til Heilbrigðisstofnun- ar Suðurlands og því að hann hafi farið yfir starfsemi og rekstur stofn- unarinnar með framkvæmdastjórn hennar sem lagði sérstaka áherslu á, að sú leiðrétting á fjárveitingu til stofnunarinnar, sem viðurkennd er í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007, yrði einnig viðurkennd við uppgjör á rekstrarhalla síðustu ára. Ennfrem- ur var lögð mikil áhersla á, að sem fyrst lægi fyrir áætlun um næstu áfanga við að ljúka viðbyggingu við húsnæði Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Nýbygging aftur af stað Framkvæmt á ný Nýbygging Heilbrigðisstofnunar Suðurlands mun líta þannig út, eftir endurhönnun. Í HNOTSKURN »Fyrsta áfanga viðbygg-ingar HSu á Selfossi lýkur að ári. Frágangi að utan verð- ur lokið sem og lóð og 2. hæðin innréttuð. »Þá verður eftir að ljúka viðinnréttingu aðstöðu heilsugæslu á 1. hæð og kjall- ara fyrir sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Ekki er heldur komin fjárveiting til innrétt- ingar hjúkrunardeildar á 3. hæð hússins. Selfoss | „Þessi samn- ingur skapar mikilvægt tækifæri fyrir fatlað fólk til að reyna fyrir sér á almennum vinnu- stað,“ sagði Ragnheiður Hergeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi, en svæðisskrifstofan gerði nýlega sam- komulag um verkefni hjá Mjólkursamsölunni á Selfossi (MS) fyrir þrjá fatlaða starfsmenn. VISS, fyrir hönd svæð- isskrifstofunnar, ber ábyrgð á að verkefnin séu unnin og veitir fötl- uðum starfsmönnum stuðning til þess. Í samningnum er tryggt ákveðið lágmark verk- efna til eins árs. „Vinnuframlag fatl- aðs fólks er alltof oft vanmetið, það er þjóð- hagslega hagkvæmt að veita fötluðu fólki vinnu á almennum vinnu- markaði. Ég vonast til þess að þetta samstarf okkar við MS verði öðrum fyrirtækjum og stofnunum á svæð- inu hvatning til þess að veita fötl- uðu fólki atvinnu, það liggur mikill mannauður hjá þeim hópi og ég hvet atvinnurekendur til að hafa það í huga við skipulagningu verk- efna á sínum vinnustöðum,“ sagði Ragnheiður. Gott samstarf við fyrirtæki „Við höfum átt mikið samstarf og Mjólkurbú Flóamanna og Mjólk- ursamsalan hafa sýnt mikinn áhuga á að skapa fötluðu fólki á Suður- landi atvinnutækifæri í gegnum tíð- ina. Það eru líka ýmis fyrirtæki önnur á svæðinu sem við höfum átt mjög gott samstarf við og tækifæri fatlaðra til vinnu á almennum vinnumarkaði hafa verið að aukast. Það þarf þó að gera miklu betur og ég trúi því að möguleikarnir liggi víða, við þurfum bara að koma auga á þá,“ sagði Ragnheiður Her- geirsdóttir, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofunnar. Fatlaðir fá tækifæri til almennra starfa Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Samvinna Ragnhildur Jónsdóttir hjá VISS og Ragnheiður Hergeirsdóttir semja við Guðmund Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóra hjá MS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.