Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 29
SUÐURNES
Keflavíkurflugvöllur | „Þetta er
stórt skref fyrir Fylgifiska. Með
þessu erum við að stækka upp á við,
ekki til hliðar,“ segir
Guðbjörg Glóð Loga-
dóttir, framkvæmda-
stjóri Fylgifiska. Fyr-
irtækið hefur samið við
Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar hf. um að opna
sjávarréttabar að er-
lendri fyrirmynd í flug-
stöðinni.
Fylgifiskar reka tvær
fiskbúðir í Reykjavík þar
sem áhersla er lögð á
sölu tilbúinna fiskrétta
og boðið er upp á heita
fiskrétti og súpu í há-
deginu. Guðbjörg Glóð
segir að starfsmenn fyr-
irtækisins muni nýta sér
þá þekkingu sem aflað hefur verið
við uppbyggingu sjávarréttabars-
ins í flugstöðinni, auk fyrirmynda
að utan.
Fiskurinn verður eldaður hjá
Fylgifiskum í Reykjavík en settur
saman á diska á sjávarréttabarnum
í flugstöðinni. Á boðstólum verða
íslenskir sjávarréttir, reyktur og
grafinn lax, ostrur, kavíar, sushi og
súpur. Þá verður léttvín til sölu og
nýjungar eins og fiskibökur og
sjávarréttasalöt. Lögð er
áhersla á skjóta af-
greiðslu og að viðskipta-
vinirnir geti tekið matinn
með sér, jafnvel út í flug-
vélar. Sjávarréttabarinn
verður opnaður með vor-
inu.
Sjávarréttabar Fylgi-
fiska verður í nýrri mat-
armiðstöð flugstöðv-
arinnar sem nú er verið
að endurnýja, við hliðina
á Kaffitári sem komin er
á sinn endanlega stað.
Fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Flugstöð
Leifs Eiríkssonar að
þetta er í fyrsta skipti
sem íslenskir sjávarréttir eru seldir
með þessum hætti í flugstöðinni og
Guðbjörg Glóð bætir því við að hún
viti ekki til þess að slíkur staður
hafi verið rekinn hér á landi. Samn-
ingurinn er liður í viðleitni FLE til
að bæta þjónustu við flugfarþega
og auka hlut einkaaðila í rekstri
þar.
Fylgifiskar Þrír af fjórum starfandi eigendum Fylgifiska, Sveinn Kjart-
ansson, Guðbjörg Glóð Logadóttir og Gunnar Logason.
Sjávarréttabar
verður í flugstöðinni
Keflavíkurflugvöllur | Björgvin G.
Sigurðsson alþingismaður telur að
neðri hluti fyrrum varnarliðssvæðis
á Keflavíkurflugvelli sé upplagður
fyrir háskólaþorp með nemenda-
görðum. Telur hann vel koma til
greina að flytja þangað háskóladeild.
Þingmenn Suðurkjördæmis fund-
uðu í fyrradag á fyrrum varnarsvæð-
inu með nokkrum bæjarstjórum á
Suðurnesjum, sýslumanninum á
Keflavíkurflugvelli og fleirum.
Fram kemur í pistli á heimasíðu
Björgvins að það hafi verið hress-
andi upplifun að fara um svæðið og
koma auga á þá gífurlegu kosti sem
fyrir hendi séu við nýtingu þess.
Vekur hann sérstaka athygli á að
þarna sé mikið af góðu íbúðarhús-
næði auk annars vel nýtilegs hús-
næðis, sem sumt sé í háum gæða-
flokki.
Björgvin segir í samtali við Morg-
unblaðið að sér þyki vert að fara vel
ofan í það hvort ekki mætti byggja
þarna upp háskólastarfsemi af ein-
hverjum toga. Nefnir hann til dæmis
flutning á einhverri deild eða skor
Háskóla Íslands, Kennaraháskólans
eða annarra háskóla. Með því mætti
efla menntun í landinu um leið og
þessi miklu mannvirki yrðu nýtt og
samfélagið suður með sjó eflt.
Ráðherra spurður
Telur hann að nýskipuð stjórn
fasteignafélagsins sem hefur umsjón
með svæðinu hljóti að skoða þessa
hugmynd. Sjálfur ætlar Björgvin að
leggja fram fyrirspurn til mennta-
málaráðherra eftir helgi um það
hvort hann telji koma til greina að
hefja skoðun á flutningi starfsemi
háskóla á þetta svæði.
Völlurinn upplagður
fyrir háskólaþorp
HAFURSEY á Mýrdals-sandi er ein af perlunum ínáttúru Íslands, læturekki svo mikið yfir sér úr
fjarlægð en því meir sem nær dreg-
ur. Hún er dýrmætur hluti hinnar
fornu bújarðar Hjörleifshöfða, án
hennar hefði ekki verið rekinn líf-
vænn búskapur þar.
Eyjan er nánast heimaland býlis,
ekki afréttur. Þar var allur búsmali í
sumargöngu og vetrarbeit ætíð ein-
hver. Bændur úti í Mýrdal fengu þar
oft leigða hagagöngu og fyrir kom að
sú hagaganga forðaði þeim frá fjár-
missi á hörðum úrmánuðum. Búsmali
í Hjörleifshöfða var nytkaður að
sumri uppi í Hafursey um aldaraðir,
lok í þeim búhætti eftir 1850. Síðasti
selsmali í Hafursey var Sigurður
Loftsson, dáinn 1919, bróðir Mark-
úsar Loftssonar bónda og fræði-
manns í Hjörleifshöfða.
Selið í Hafursey er ein af hinum
merku söguminjum Íslands. Það er
sunnan í Eynni, nokkuð vestur frá
fjárréttinni gömlu. Aðkoma að því er
einkar fögur.
Það er í bóli, frekar en helli og neð-
an við brött brekka, gamla selgatan
enn vel sýnileg í brekkunni. Sellæk-
urinn, lítill og tær niðar jafnt og þétt
rétt vestan við Selið. Hlaðnir kampar
eru í bólmunnanum og stendur sá
eystri enn vel. Lítill hellisskúti, svo-
nefnd Stúka, er rétt neðan við Selið.
Björguðust undan Kötlugosi
Selið á sér merkilega sögu í
eldgosasögu Íslands. Hinn 17. októ-
ber 1755 hófst öflugt Kötlugos. Í Haf-
ursey voru þá fjórir menn í viðar-
skógi, segir í heimild um gosið, og
hlutu að bíða af sér. Nesti þeirra var
þrotið og þeim varð það til happs að
tveir útróðramenn á
leið til Vestmannaeyja
björguðust undan gos-
hlaupinu upp í Hafurs-
ey. Þeir höfðu mötu
sína meðferðis, smálka
(kæfu) og smjör, við
það fæddust þeir fé-
lagar næstu sex daga.
Fyrst hugðu þeir á að-
setur í Stúkunni en
þótti ótryggt og fluttu
sig svo upp í Selið.
Einn þeirra hjó dag-
setningu, ártal og
fangamörk þeirra
skýru letri í bergvegg-
inn inni í Selinu. Nú, ár-
ið 2006, var svo komið að rétt mark-
aði fyrir inngangi í Stúkuna og Selið
var orðið hálffullt af aðfoki moldar og
Kötluösku. Áletranir frá 1755 sá eng-
inn en beint á móti selsdyrum horfðu
við nokkur krossmörk höggvin í
bergið, eitt þeirra sýnu stærst og
býsna fornlegt.
Áletranir komnar í ljós
Núverandi eigendur Hjörleifs-
höfða og þar með Hafurseyjar, Þórir
N. Kjartansson í Vík og systur hans
Áslaug og Halla, láta sér mjög annt
um arfleifð sína. Ætt þeirra sat að búi
í Hjörleifshöfða frá 1832 og bóndinn
Ólafur Ólafsson, sem síðastur hélt bú
í hinu forna bæjarstæði, Bæjarstað í
Hjörleifshöfða, sem Kötlugosið 1721
afmáði með öllu, var einnig forfaðir
þeirra.
Sumarið 2005 gerðu Þórir Kjart-
ansson, Brandur Guðjónsson í Vík og
Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi
tvær atrennur að því að hreinsa út úr
Stúkunni og í dag er sem best hægt
að leggjast þar til svefns, raki þó í
meira lagi. Hún reynd-
ist rúmir 5 m á lengd og
mest 1,70 m á hæð.
Hinn 5. október sl.
fór Þórir svo enn á vett-
vang til að grafa út Sel-
ið og hafði sér til að-
stoðar þá Hörð
Harðarson hópferðabíl-
stjóra, Reyni Ragnars-
son frá Höfðabrekku og
Sigþór Sigurðsson í
Litla-Hvammi. Þeir
unnu í senn sem sögu-
sinnar og náttúru-
verndarsinnar því út-
mokstur var allur látinn
renna niður selbrekk-
una á plastdúk.
Árangur verks varð sá að nú blasa
hinar fornu áletranir frá 1755 við
hverjum sem inn lítur. Þetta var eins
og að endurheimta á föstu bergi
markvert, glatað heimildaskjal.
Norðurkampur Sels er hruninn og
enn mun nokkuð ómokað niður að
hinu forna gólfi. Hér er því enn end-
urbóta þörf.
Góður minjastaður selsögunnar
Selsaga landsins á þarna firna góð-
an minjastað til umfjöllunar þegar að
því kemur að hún verði rituð. Selstöð-
ur Mýrdælinga eru víða undir slút-
andi bergi, eins og í Hafurseyjarseli.
Svona rétt í lokin er gagnlegt að
geta þess að á móbergshamar neðan
við Stúkuna hefur Markús í Hjör-
leifshöfða höggvið áletrun innan fer-
hyrndrar umgerðar með stóru og
skýru latínuletri upphafsstafa:
MARKÚS LOFTSSON 1850. Hún
er líkt og innsigli þeirrar staðreyndar
að þetta er land sem fræðabóndinn
merki vissi sig eiga með öllum rétti.
Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson
Eyja á sandinum Myndin er tekin af norðurhlíðum Hafurseyjar, séð frá jaðri Kötlujökuls.
Fangamörkin frá 1755
nú orðin sýnileg í Selinu
Sex menn björguðust
upp í Hafursey í Kötlu-
gosinu 1755 og höfðust
þar við í hellisskúta í
sex daga. Einn þeirra
risti fangamörk þeirra
og ártalið í bergvegg-
inn en þau hafa lengi
verið hulin jarðvegi. Í
frásögn Þórðar Tóm-
assonar, safnvarðar í
Skógum, kemur fram
að grafið hefur verið út
úr hellinum og fanga-
mörkin komin í ljós. Fangamörk Risturnar frá 1755 eru nú greinilegar á bergveggnum í Selinu.
Þórður Tómasson
LANDIÐ
VINJETTUDAGUR verður á Suð-
urnesjum í dag, í tilefni af útkomu
sjöttu vinjettubókar Ármanns Reyn-
issonar. Lesið verður upp úr bókinni
í kaffihúsi Kaffitárs í Njarðvík og
síðan útgáfuteiti í Kaffi Grindavík.
Bókin tengist Suðurnesjum nokk-
uð því ein sagan, Þriðja hjartað,
fjallar um Helga Einar Harðarson
hjartaþega sem rekur Kaffi Grinda-
vík og önnur sagan heitir Reykjanes.
Upplesturinn í Kaffitári hefst kl.
14.30 og lesa þrjár konur með Ár-
manni. Þá er tónlist og tilboð á kaffi.
Útgáfuteitið í Kaffi Grindavík verð-
ur milli 17.30 og 19.30.
Vinjettur á Suðurnesjum