Morgunblaðið - 28.10.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.10.2006, Qupperneq 31
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 31 Haustið hefur um margt verið veðragott því aldrei hríðaði í september eins og í fyrra og reyndar var mánuðurinn að hluta til töluverð- ur sumarauki. Gott veður hélst svo fram í miðj- an október og voru kýr víðast hvar lengur úti en vanalega. Mörgum tókst að láta gripina klára grænfóður og engir tugir hektara af káli og korni fóru undir snjó. Segja má að skemmtilegir útivinnudagar hafi verið margir og bændur komu ýmsu í verk, sérstaklega þeir sem staðið hafa í fram- kvæmdum. Illviðrin hafa enn ekki látið á sér kræla þó svo að vetur konungur hafi sýnt að hann er enn til, enda jörðin hvít.    Hrafnar eru meira á flugi yfir byggðum bólum en oft áður og sumir segja að þeir hafa sjaldan verið fleiri. Líkleg skýring á hrafnaganginum er sú að gorgryfjur sunnan Húsavíkur eru oft góður staður fyrir fugla í ætisleit og þar hefur safnast ótrúlegur fjöldi máfa og annarra fugla sem þykir gorið gott. Hrafnar ollu miklu tjóni á mófugli sl. sumar og átu egg úr hreiðrum meira en oft áður enda eru þeir mun fleiri en þeir hafa verið um ára- bil.    Rjúpur eiga í vök að verjast á þessum árstíma eins og raunar allt árið og ekki er langt síðan tveir hrafnar réðust á rjúpu á flugi uppi í Reykjahverfi og hökkuðu hana í sig. Margir sækjast eftir rjúpunum og á síðustu árum hafa útlendir veiðihundar gert veiðimönnum kleift að ná mun fleiri fuglum en áður var. Þá er ref- urinn einnig stórtækur en sl. sumar fundust nokkur ný greni í héraðinu þar sem yrðlingar komust á legg, sem sýnir að fjölgun tófunnar heldur áfram þrátt fyrir veiðarnar.    Veðurspár eru bændum hugleiknar og nú velta menn fyrir sér hvernig veturinn verður. Sumir skoða útlendar tölvuspár en enn eru til nokkrir sem fara eftir gömlum aðferðum eins og t.d. hvernig músaholurnar snúa að hausti þegar mýsnar hafa safnað sér forða. Þá fylgj- ast sumir bændur með atferli forystukinda, hlusta á hljóðin í hrafninum eða fylgjast með því hvenær litlu fuglarnir koma í moðin. Og enn eru til draumamenn sem vita meira en aðrir og heydraumar geta gefið ákveðna vís- bendingu um tíðarfar vetrarins. LAXAMÝRI Eftir Atla Vigfússon fréttaritara Jón Ingvar Jónsson kveður sérhljóðs vegna skilnaðar bítilsins Pauls McCartneys og tekur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem lostakríunnar Mills sé getið í íslensku kvæði: Ýmsir sem elska víf átt hafa torvelt líf, hlaupið í hjónaband hiklaust og siglt í strand. Verður það oft til ills, einkum með Heather Mills. Björn Ingólfsson leggur út af orðum Jóns Ingvars: Þar kom auga á enn eitt pils Íslands kvennaljómi Við það hefur Heather Mills hlotnast mikill sómi. Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir: Haustfagnaður í hönd nú fer hefst þá fjör og gaman. Drengir glaðir gamna sér glösum lyfta saman. VÍSUHORNIÐ Af Mills og McCartney pebl@mbl.is Hófleg langtíma líkamsþjálfun getur dregið úr kvefpestum meðal eldri kvenna, að því er nýleg bandarísk rannsókn staðfestir og frá var greint í netmiðli NBC í vikunni. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem klínískt eru könnuð áhrif líkams- þjálfunar á algengar kvefpestir, en að baki rannsókninni stóðu rannsak- endur frá Fred Hutchinson krabba- meinsrannsóknastöðinni. Þeir fundu það út að konur, sem höfðu haft tíða- hvörf og stunduðu reglulega líkams- rækt, voru í helmingi minni áhættu á að fá kvefpestir en þær sem slepptu því að stunda ræktina. „Það hefur alltaf verið grunur um að þetta gæti verið staðreyndin og hafa nokkrar litlar rannsóknir ýtt undir þann grun að hófleg æfing gæti bætt ónæmiskerfið,“ sagði Cor- nelia Ulrich, einn aðalrannsakenda, en rannsókn þessi hefur nú þegar verið birt í bandaríska læknablaðinu. Rannsóknin náði til 115 kvenna á breytingaskeiðinu og í yfirvigt sem ekki höfðu stundað æfingar fyrr en kom að rannsókninni. Konunum var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn var látinn stunda reglulega þjálfun í 45 mínútur á dag, fimm daga vikunnar, á meðan hinn hópurinn iðkaði aðeins teygjuæf- ingar vikulega, 45 mínútur í senn. Fyrri hópnum var uppálagt að stunda þjálfun á borð við göngur, kraftgöngur eða hjólreiðar og skrá svo reglulega hjá sér hve oft upp komu kvefpestir á tímabilinu. Líkams- þjálfun og ekkert kvef
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.