Morgunblaðið - 28.10.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 37
Við bjóðum fram aðstoð við að komast á kjörstað.
Hringdu í síma 858 5914 og 858 5900.
Guðlaugur Þór
Í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐISMANNA
Í REYKJAVÍK
www.gudlaugurthor.is gudlaugurthor@gudlaugurthor.is
Akstur á kjörstað
hússins er stiginn upp á loftið. Að
öðru leyti skyggir ekkert á stofuna
sem er þremur þrepum neðar en eld-
hús og borðstofa. Við blasir garð-
urinn þar sem endaveggur hússins er
einn samfelldur gluggi, frá gólfi upp í
loft. Handan garðsins er óbyggt land
og fjær þéttur barrskógur.
Hannaði garðinn í smáatriðum
Draumur Jörgs um land hefur
ræst og nú ætlar hann að búa til lysti-
garð. Í byrjun hannaði hann garðinn
nákvæmlega og keypti svo 14 risastór
tré og gróðursetti á fyrirfram
ákveðnum stöðum. Tvö risastór tré
voru þarna fyrir, grenitré og eik-
artré. Grenitréð var höggvið, enda
stóð það þar sem nú er stofa hússins
en hins vegar var teikningunum
breytt svo eikartréð þyrfti ekki að
víkja fyrir bókaherbergi. Jörg sagði
að a.m.k. eitt almennilegt tré yrði að
vera á landinu.
„Hann hefur óskaplega gaman af
garðræktinni og er með stórkostlegar
hugmyndir. Ég vissi ekki að ég hefði
áhuga á garðyrkju og hélt að ég
myndi ég bara sitja og láta fara vel
um mig og lesa blöðin en mér fannst
æðislegt þegar ég fór að vinna í garð-
inum.“
Kannski er ekki að undra að garð-
yrkjuáhugi leynist með Rítu því Nils
Einar faðir hennar átti lengi heið-
urinn af fallegum garði dvalar- og
hjúkrunarheimilisins Grundar þar
sem vann hann sem garðyrkjumaður
í áratugi.
Ætlunin var að Ríta og Jörg flytt-
ust í nýja húsið en hún segist ekki
geta hugsað sér að aka þessa 70 km
milli Berlínar og Buchholz kvölds og
morgna á veturna.
Þess í stað eru þau öllum stundum í
húsinu þegar þau eru ekki að vinna
og það er eiginlega orðið að sum-
arhúsi. Uppkomin börn þeirra hafa
líka mikla ánægju af að dveljast
þarna og njóta yndislegs umhverfis,
dýralífs og fallegs gróðurs.
Tímafrekt að innrétta
Bygging hússins hófst 2003 og 23.
desember 2004 var reisugillið. Þá
reiknuðu eigendurnir með að geta
flutt inn eftir svo sem þrjá mánuði.
Raunin varð önnur og þau fluttu inn í
janúar sl. Þótt búið væri að reisa hús-
ið var vinnan innandyra ótrúlega
tímafrek og að mörgu að hyggja. Ríta
vildi til dæmis hafa gluggana þannig
að sem minnst bæri á römmunum ut-
an um glerið. Þegar hún nefndi þetta
við gluggasmiðina var svarið einfald-
lega: „Það er ekki hægt.“ Sama svar
fékk hún við ýmsu öðru en gafst ekki
upp fyrr en hún fann einhvern sem
gat uppfyllt óskir hennar. Hurðirnar í
húsinu og opnanlegu gluggarnir, sem
eru öllu heldur hurðir út í garðinn,
eru líka miklu hærri en venja er og
Ríta þurfti að berjast hatramlega fyr-
ir þessu öllu. Þegar komið er upp
stigann er gengið beint inn í hjóna-
herbergið sem er yfir stofunni. Allur
útveggurinn er gluggi og rúmið er
beint á móti honum. Það hlýtur að
vera ólýsanlegt að vakna á morgnana
með breytilega náttúruna eins og
leikmynd fyrir framan sig því Ríta
segir að landslagið og útsýnið sé sí-
breytilegt.
Á efri hæðinni er bókaherbergi
húsbóndans, herbergi dótturinnar og
annars sonarins en þau búa í Berlín.
Þar er líka risastórt baðherbergi.
Húsið er að mestu málað í gráum lit
en Ríta fór til Kaupmannahafnar á
meðan á byggingarframkvæmdum
stóð og skoðaði Thorvaldsenssafnið
og kirkjuna og sá gráu litina sem ein-
kenna verk listamannsins og um-
hverfi þeirra. Hún varð svo hrifin að
hún ákvað að hafa húsið allt grátt að
innan. Loftin eru þó hvít á neðri hæð-
inni og hvítur rammi efst á veggj-
unum uppi undir lofti. „Ég lærði það í
ensku blöðunum að hafa kontrastinn
uppi hvítan annars halda menn ein-
faldlega að grái liturinn sé skuggi af
loftinu.“
Halda að loftið sé óklárað
Loftið á efri hæðinni er klætt furu.
Í fyrstu var ekki ákveðið hvernig ætti
að meðhöndla hana svo að hún guln-
aði ekki. Endirinn varð sá að loft-
klæðningin var hvítmáluð og máln-
ingin síðan slípuð af að mestu. „Sumir
spyrja hvort ekki sé búið að klára
loftið og halda að það sé ekki full-
málað. Svona á það að vera og svona
verður það. Á gólfum efri hæðarinnar
eru breið furuborð og venjulegir þi-
lofnar til upphitunar. Hitinn er í gólf-
unum niðri en þau prýðir sérstaklega
hert eik.
Ýmsar reglur gilda í Buchholz,
ekki bara varðandi útlit húsanna. Til
dæmis eru öll götuljós slökkt kl. 12 á
miðnætti og enginn er með óþarfa
útiljós. Myrkrið grúfir sig yfir þorpið
og Ríta og Jörg eru líka með mjög lít-
ið af ljósum umhverfis húsið. „Hér er
ekkert „ljósasjó“ eða Hollywood-
stemmning, enda ekki við hæfi í þess-
ari kyrrð og friðsæld.“
Friðurinn ríkir reyndar líka um há-
bjartan dag í glaðasólskini þegar ekið
er eftir hlykkjóttum veginum sem
liggur af þjóðveginum og inn í þorpið.
Vegurinn minnir einna helst á ís-
lenskan malarveg, þótt hann sé mal-
bikaður en þónokkuð holóttur og með
malbiksbætur hér og þar. „Það er
eiginlega nauðsynlegt að eiga hér
jeppa eins og á Íslandi. Hér er oft
snjór á veturna þótt hann sé kannski
ekki eins mikill og heima,“ segir Ríta
Duppler að lokum. dansa og stíga oft dans á eikargólfinu í félagsskap fólksins á myndinni.
Risatómatar Eiginmaðurinn á
mestan heiður af garðræktinni
Risastórt Baðherbergið á annari hæð er jafn stórt og önnur herbergi á
hæðinni. Það er allt í gráum tónum eins og annað í húsinu.
Einfalt Úr eldhúsinu eru innrétting og tæki frá Miele
Inngangur Húsið séð frá þessari hlið líkist
sannarlega hefðbundnum þýskum húsum.
Bjart Borðstofuhornið. Til hægri átti bókaherbergi að vera en var fórnað fyrir tré.