Morgunblaðið - 28.10.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 28.10.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 45 RÍKISENDURSKOÐUN kynnti nýlega umfangsmikla stjórnsýslu- úttekt á embætti ríkislög- reglustjóra. Niðurstöður hennar eru jákvæðar fyrir embættið og gefa góða mynd af þróun þess. Þar koma fram ágætar ábendingar um atriði sem eru starfsemi embættis- ins til framdráttar. Í fréttatilkynn- ingu Ríkisendurskoðunar segir meðal annars að embætti ríkislög- reglustjóra hafi stuðlað að marg- víslegum framförum innan lögregl- unnar og beitt sér fyrir ýmsum nýjungum til að bregðast við breyttu eðli og umfangi afbrota. Staðið undir væntingum Fram kemur að þau markmið sem að var stefnt með stofnun embættis ríkislögreglustjóra hafi náð fram að ganga. Embættið hafi skilað góðum árangri fyrir lögregl- una og eflt réttaröryggi borg- aranna. Aukin fjárframlög til lög- gæslumála hafi skilað samfélaginu umtalsverðum ávinningi. Ríkisend- urskoðun áréttar nauðsyn þess að tryggja að skipulag og starfshættir lögreglunnar séu jafnan með þeim hætti að nýting fjármuna sé sem best. Meginhlutverk ríkislögreglustjóra Eitt meginhlutverka ríkislög- reglustjóra er að miðla ákvörð- unum og boðum æðstu handhafa ríkisvaldsins til lögreglustjóra landsins. Fram kemur hjá Rík- isendurskoðun að frá stofnun emb- ættisins hafi það tekið virkan þátt í að útfæra og framkvæma áherslur ráðherra á sviði löggæslu í sam- vinnu við lögregluembættin. Í við- horfskönnun Rík- isendurskoðunar meðal lögreglustjóra kemur fram að um 90% svarenda telja að embættið hafi sinnt meginhlutverki sínu. Aukin viðfangsefni Ríkisendurskoðun rekur hvernig Alþingi og ráðuneyti hafa fal- ið embætti ríkislög- reglustjóra ný og aukin viðfangsefni sem áður voru á ábyrgð ráðuneyta og annarra rík- isstofnana. Að hluta til hafi ný við- fangsefni á forræði embættisins leitt til lægri kostnaðar hjá lög- regluembættum landsins og dæmi séu um að ný viðfangsefni hafi skapað möguleika á hagræðingu í rekstri þeirra. Efnahagsbrotadeild Það er mat Ríkisendurskoðunar að í samanburði árabilsins 2001– 2005 séu vísbendingar um að máls- meðferðartími sé almennt lengri hjá efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra en hjá systurstofnunum í Svíþjóð og Noregi. Fram kemur að sakfellingarhlutfall sé hærra hjá deildinni en í samanburðarlöndum. Sakfellingarhlutfall efnahags- brotadeildar var að meðaltali 96% á árunum 2004–2005 sem er töluvert hærra en í samanburðarlöndum; 90% í Svíþjóð og 81,5% í Noregi. Árangursstjórnunarsamningar Ríkisendurskoðun leggur til að embætti ríkislögreglustjóra verði falin frekari verkefni á sviði stjórn- sýslu og nefnir gerð samninga við lögreglu- embættin um árang- ursstjórnun. Ríkisend- urskoðun telur að frumkvæðis- og þróun- arstarf og rannsóknir embættis ríkislög- reglustjóra og annarra embætta á und- anförnum árum, svo sem viðamikil söfnun upplýsinga um afbrot og afbrotatölfræði, hafi skapað forsendur til að halda áfram þróun árangursstjórn- unarsamninga innan lögreglunnar. Eðlilegt sé að slíkar upplýsingar verði nýttar við markmiðssetningu í framtíðinni bæði fyrir einstök lög- regluembætti og lögregluna í heild. Um þessar mundir er unnið að gerð árangursstjórnunarsamnings milli dómsmálaráðherra og rík- islögreglustjóra. Styrk fjármálastjórn og fækkun afbrota Sú ályktun verður dregin af stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoð- unar að fjármálastjórn hjá embætti ríkislögreglustjóra sé styrk og að starfsemin sé bæði skilvirk og markviss. Fram kemur að emb- ættið hafi ávallt verið rekið innan fjárheimilda, að árinu 2000 und- anskildu vegna endurnýjunar á bílaflota lögreglunnar í landinu. Ríkisendurskoðun getur þess að framlög til lögreglunnar hafi tvö- faldast í krónum talið. Velt er upp þeirri spurningu hverju þessi aukn- ing hafi skilað og tekið fram að nærtækt sé að benda á tölur um fækkun afbrota. Í úttektinni segir um þetta: „Aukin framlög til lög- reglunnar hafa án efa orðið til að efla löggæslu í landinu og má í því samhengi nefna að á tímabilinu 2001–2004 fækkaði skráðum hegn- ingarlagabrotum um tæplega 11% á landinu öllu. Þótt erfitt sé að meta nákvæmlega hvaða áhrif stofnun og starfsemi RLS hafa haft á þessa þróun er ljóst að embættið hefur stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar og beitt sér fyrir ýmsum nýjungum til að bregðast við breyttu eðli og um- fangi afbrota. Embættið hefur þannig m.a. unnið að því að sam- ræma og bæta skipulag og fram- kvæmd löggæslu í takt við breyttar aðstæður og kröfur.“ Embætti ríkislögreglustjóra í ljósi úttektar Ríkisendurskoðunar Haraldur Johannessen skýrir frá niðurstöðu úttektar Rík- isendurskoðunar »Niðurstöður hennareru jákvæðar fyrir embættið og gefa góða mynd af þróun þess. Haraldur Johannessen Höfundur er ríkislögreglustjóri. MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýtt móttöku- kerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins www.mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í um- ræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir um að nota þetta kerfi. Nánari upplýs- ingar eru gefnar í síma 569 1210. Nýtt mót- tökukerfi aðsendra greina Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.