Morgunblaðið - 28.10.2006, Síða 50

Morgunblaðið - 28.10.2006, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ ArngrímurSveinsson fædd- ist á Svarfhóli í Svínadal í Borg- arfirði 8. mars 1949. Hann lést af slysför- um 21. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Lína Arn- grímsdóttir, f. 13. ágúst 1912, d. 8. apr- íl 2001, og Sveinn Hjálmarsson, f. 29. september 1901, d. 27. febrúar 1985. Systkini Arngríms eru: Guðríður, f. 6. júní 1936, maki Kristján Þorsteinsson; Guðfinna Soffía, f. 22. desember 1944, maki Brandur Jónsson; Sóley Guðrún, f. 22. desember 1944, maki Jóhann Gunnar Jóhannesson; Friðrik Ax- el, f. 8. júní 1947, maki Lovísa Sig- urðardóttir, d 18. október 2001; Hjálmar, f. 8. mars 1949, tvíburi á móti Arngrími, maki Ásta Har- aldsdóttir; Þórður, f. 30. október 1951, d. 29. apríl 1990, maki Mar- grét Samson- ardóttir; og óskírð stúlka, f. 30. október 1951, dó daginn eftir fæðingu. Arngrímur var í sambúð með Valdísi Heiðarsdóttur og eignuðust þau einn son, Óla Heiðar, f. 21. janúar 1981. Þau slitu samvistir. Arngrímur bjó fyrst í nokkur ár á Akranesi en fluttist þaðan til Reykjavík- ur og hefur búið þar síðan. Hann vann ýmis störf framan af ævinni en lengst af stundaði hann akstur fólksflutningabifreiða, fyrst hjá Sæmundi Sigmundssyni í Borg- arnesi og síðan hjá Guðmundi Jón- assyni en þar starfaði hann yfir 20 ár eða allt til dauðadags. Útför Arngríms verður gerð frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Lítil frétt á annarri síðu, „maður á sextugsaldri lést í bílslysi á fáförnum hálendisslóða“. Ekki datt mér í huga að þetta kæmi mér við, en stuttu seinna var hringt í mig með þá frétt að hinn látni væri Arngrímur frændi. Þrátt fyrir að leiðir okkar hafi varla legið saman síðan við komumst til fullorðinsára þá hvarf hugurinn aftur til bernskuáranna og minning- arnar urðu ljóslifandi á ný. En ég var í sveit fjögur heil sumur á heimili for- eldra Arngríms á Svarfhóli í Svínadal og var þar meira og minna þar fyrir utan og okkar samskipti voru mikil fram yfir unglingsárin. Við sem töld- umst til þeirra yngri brölluðum ým- islegt saman eins og drengja er siður en við, þeir yngri, töldumst Arngrím- ur og Hjálmar tvíburabróðir hans, Þórður yngri bróðir þeirra sem lést langt fyrir aldur fram og ég. Einhverju sinni ákváðum við að ganga á Þúfufjall sem er langt austur af Svarfhóli eða rétt á móts við Hval- stöðina. Skemmst er frá að segja að við Þórður sem vorum yngstir klár- uðum alla okkar orku og Arngrímur og Hjálmar toguðu okkur síðasta spölinn heim að Svarfhóli. Einhverju sinni datt einhverjum í hug að koma fyrir reipi í súrheysgryfjunni þannig að við skutluðum okkur inn um gatið, gripum um reipið og klifruðum eins og Tarzan niður á botn gryfjunnar. Þessi leikur var vinsæll og aldrei kom neitt fyrir þó ekkert væri öryggisnet- ið. Á sumrin, á meðan Sveinn bóndi lagði sig, var það daglegur siður að fara niður í Gráneshyl og synda í hon- um. Stundum var býsna kalt í ánni en við létum okkur hafa það. Einu sinni er við hófum sund efst í hylnum og syntum niður eftir skeði það að skyndilega kraumaði öll grynningin fyrir neðan hylinn af löxum sem höfðu lagt á flótta undan þessum fjór- um „mannselum“ sem voru komnir í hylinn þeirra. Þetta kom okkur ger- samlega á óvart en þegar við náðum áttum reyndum við að hafa hönd á löxunum en alltaf runnu þeir úr greipum okkar, enda sleipir. Einn stóran höfðum við þó undir og það voru gríðarstoltir drengir sem færðu Línu húsmóður þann feng. Snemma kom í ljós að Arngrímur hafði gaman af bílum og sérstaklega jeppum og snemma fékk hann áhuga á hálendisferðum. Það varð svo seinna bæði hans aðalvinna að keyra ferðamenn um hálendið og áhugamál að ferðast á eigin bíl um hina ýmsu slóða. Ég hitti Arngrím síðast fyrir þremur árum uppi við Kárahnjúka á rútu frá Guðmundi Jónassyni fullri af útlendingum. Arngrímur var fáskiptinn maður og tranaði sér ekki fram, en þar fór vandaður maður með gott hugarfar og vinur vina sinna. Hann vann sín verk af alúð og trúmennsku. Ég votta syni hans og öðrum aðstandendum samúð mína. Dagþór Haraldsson. Árið 1987 hófum við undirrituð rekstur ferðaþjónustu í Versölum á Sprengisandi. Að mörgu þurfti að huga á þessum bernskuárum ferða- þjónustunnar á hálendi Íslands. Við leituðum til fyrirtækis Guðmundar Jónassonar um aðstoð við flutning á daglegum nauðsynjum með áætlun- arbílunum sem óku Sprengisand á þeim árum. Var það ljúfmannlega af- greitt og um 14 ára skeið var farang- ur ætlaður ferðaþjónustunni fluttur með þessum bifreiðum. Af öllum þeim sem þar komu við sögu tókum við fljótlega eftir Grími, en hann var bílstjóri hjá Guðmundi Jónassyni og ók áætlunarbílnum yfir Sprengisand um margra ára skeið. Grímur varð strax mjög jákvæður og hjálplegur okkur á alla lund, það var hægt að treysta því að það gleymdist ekki sending niðri í byggð ef hann var á áætlunarbílnum. Sprengisandsleið er erfið rútubíl- stjórunum sem hana aka, það skap- aðist því oft góð stemmning í eldhús- inu í Versölum þegar áð var þar til að drekka kakó og fá sér vöfflu með. Fljótlega myndaðist ákveðinn kjarni bílstjóra og leiðsögumanna sem segja má að hafi tekið Versali í fóstur, stóðu þétt við bakið á okkur í rekstrinum. Þar fór Grímur fremstur í flokki. Grímur ferðaðist mjög mikið um landið, gjörþekkti orðið stór svæði á hálendi Íslands, fór oft margsinnis á sömu staðina. Grímur bauð okkur hjónum eitt sinn í ferð með sér á bíln- um sínum, förinni var heitið á Eyja- fjallajökul, en þangað hafði mig alltaf langað að koma. Þetta var mikið æv- intýri, ekki sá út úr augum eftir að upp á jökul kom, en Grímur var ætíð á mjög vel útbúnum bíl og ók hiklaust eftir staðsetningarpunktum, en hann var gætinn og athugull, vissi að hann var á hættulegum stað og maður fann að bílstjóranum var hægt að treysta. Seinna fórum við á eigin bíl í stórum hópi ferðaþjónustufólks sem var á ferð í Hrauneyjum og ætlaði svo í Landmannalaugar og í Hrafntinnu- sker. Grímur var þar á meðal. Það var stafalogn, heiðríkja og mjög kalt. Ég gleymi aldrei þessari ferð þar sem snjórinn glitraði í sólskininu og í Reykjadölum stigu gufubólstrarnir til himins upp úr snjónum. Mér opn- aðist sannarlega nýr heimur, vetur- inn á hálendinu í sínu fegursta skarti. Ég fór að skilja það fólk sem sækir til fjalla og vill helst hvergi annars stað- ar dvelja í frítímanum, sama hver árstíðin er, – þannig maður var Grím- ur. Á laugardaginn var ætlaðir þú, Grímur, einu sinni sem oftar að rétta okkur hjálparhönd við framkvæmdir á Hrauneyjum, við byggingu tilgátu- húss af Eyvindarkofa í Eyvindarveri. Sveinn átt símtal við þig á föstudags- kvöld, þú varst mættur tímanlega á svæðið, sagðir þá, sjálfum þér sam- kvæmur, að þú værir að horfa á norð- urljósin, sem væru sérlega falleg þar uppfrá þá stundina. Þú ókst síðan einn út í nóttina og áttir ekki afturkvæmt. Grímur, þú varst sannarlega ekki allra. Við hjónin þökkum þér sam- fylgdina, hjálpsemi þína og trygg- lyndi. Blessuð sé minningin um Grímsa, hann tók ástfóstri við íslenska há- lendið í vinnu sinni sem og í frítíma, hann var sannur sonur óbyggðanna. Vinum hans og syni vottum við Sveinn okkar dýpstu samúð. Jórunn Eggertsdóttir, Lækjartúni. Ég vil með þessum orðum minnast manns sem var mér sérstaklega kær. Kynni okkar hófust þegar ég fór mína fyrstu hálendisferð sem leiðsögumaður fyrir ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Skrifstofan hafði lofað nýliðanum góðum og reyndum bílstjóra og ég var svo lán- söm að fá Grím. Grímur reyndist frábær ferða- félagi og gæddur miklum mannkost- um. Hann leiðbeindi mér með ýmiss konar praktísk atriði, sýndi mér skemmtilegar gönguleiðir og skoð- unarverða staði. Þetta gerði hann á einstakan hátt. Hann gekk jafnan aðeins fyrir aftan mig og hvíslaði t.d. að eftir tíu metra myndi göngustíg- urinn greinast í tvennt og þá ætti ég að fara til hægri. Þannig að í stað þess að stika á undan og sýna ferða- mönnunum að það væri í rauninni hann sem þekkti landið og vissi hvert ætti að fara þá lét hann græningjann halda forystuhlutiverki sínu og reisn í starfi. Þetta er eiginleiki sem er ekki mörgum gefinn. Síðar, þegar Grímur og ég vorum búin að fara margar ferðir saman, sumar eftir sumar settum við okkur nýtt markmið. Það fólst í því að finna nýja gönguleið eða ganga á fjall sem við hefðum ekki gengið á áður, í hverri ferð sem við færum saman. Þessi ákvörðun leiddi okkur oft á vit nýrra ævintýra og uppgötvun nýrra „leynistaða“ í náttúru Íslands. Grímur hafði marga aðra kosti til að bera. Hann var elskulegur og hjálpsamur við þá erlendu ferða- menn sem fóru með honum í ferðir. Hann leiddi gamalmenni um erfiða göngustíga og studdi farþegana þeg- ar þeir þurftu að stökkva á milli steina til að komast yfir lækjar- sprænur. Fyrir þessa hjálpsemi sína og traust sem hann vakti meðal gest- anna var hann oft útnefndur „Is- lands beste Busfahrer“ í lok ferðar. Margur atvinnubílstjórinn kveið fyrir deginum sem fór í að keyra Sprengisandsleið. Vondur vegur og löng akleið olli því. Þetta átti hins vegar ekki við um Grím. Hann lék á als oddi daginn sem átti að keyra Sandinn. Hann þekki ógrynni ör- nefna á leiðinni, bæði þau sem eru á kortum sem og hin óopinberu sem aðeins vel kunnugir ferðalangar nota. Hann kunni einnig margar ferðasögur af ferðum sínum og ann- arra um Sprengisand. Elsku Grímur, ég þakka þér fyrir allar yndislegu samverustundirnar á ferðum okkar um landið. Takk fyrir að kenna mér að meta öræfi Íslands að verðleikum. Anna Dóra. Fjöllin hafa misst góðan málsvara og nú fækkar á fjöllum, svo oft var Arngrímur Sveinsson þar, kom strax upp í huga minn þegar ég frétti af andláti Grímsa vinar og vinnufélaga til margra ára hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Ég veit að það skarð sem varð til með fráfalli Grímsa verður erfitt að fylla af mörgum ástæðum, því hann var ákaflega velviljaður náttúru landsins og þá sérstaklega hálend- inu. Hann bar mikla virðingu fyrir því og reyndi sífellt að hefja það til vegs og virðingar við okkur kollega hans og aðra samferðamenn sína hvar sem því varð við komið. Þvílíkur náttúruunnandi var hann að hann tolldi helst ekki í henni Reykjavík þegar hann átti frí og var þá jafnan kominn á fjöll um leið og hann gat, oft nú í seinni tíð með öðrum kærum vini, honum Binna. Þeir félagar áttu það svo sannar- lega sameiginlegt að vera hálfgerðir fjallafíklar enda vel til vina þar sem áhugamálið var svona sterkt hjá þeim báðum og ómögulegir menn þegar vinnan raðaðist þannig að mal- bik, já, malbik! var undir hjólum rútubíla þeirra svo dögum skipti en ekki torfarnir hálendisvegir okkar hrjóstruga lands. En þessir víkingar bættu sér það bara upp, með því að grípa jeppann sinn og aka til fjalla þar sem þeim leið best og komu endurnærðir og fullir orku í slaginn á ný, þessir sönnu fjalla-reynsluboltar. Grímsi var mér ákaflega kær eftir að ég náði að kynnast honum al- mennilega, en það tók nokkurn tíma því hann gleypti ekki við hverjum sem var á augabragði, enda ekki hans stíll því hann var ákaflega var- færinn að eðlisfari. Mig langar sérstaklega að minnast nokkurra atriða sem einkenndu Grímsa að mínum dómi, t.d. hve illa hann þoldi þegar hallað var á ein- hvern, þá tók hann ávallt hanskann upp fyrir viðkomandi og varði hann fram í rauðan dauðann. Hann kærði sig kollóttan um álit annarra á öðr- um, því hann vildi sjálfur meta stöð- una í því eins og svo mörgu öðru, enda fastur fyrir og ákaflega orðvar, sanngjarn maður, sem alltaf var tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar einhverjir lentu í vandræðum eða bil- eríi á ferðum sínum. Minningin um góðan dreng lifir um ókomin ár í mínum huga. Því langar mig að þakka Grímsa fyrir samstarfið og trygglyndið sem hann sýndi mér í gegnum árin og þá sér- staklega eftir að ég lenti í þeim erfiðu veikindum sem ég hef átt við að stríða, en reglulega hafði hann sam- band til að athuga hvort karlinn væri ekki að braggast, telja í hann kjark og sagði þá stundum: „Komdu bara með á fjöll,“ en því miður taldi ég mér ekki fært að gera það heilsunnar vegna, en gaman hefði það áreiðan- lega verið, ekki spurning. Að endingu vil ég senda börnum Grímsa og öðrum ættingjum mína innilegustu samúðarkveðju og votta þeim innilega hluttekningu. Úlfar Hillerz. Látinn er um aldur fram Arngrím- ur Sveinsson frá Svarfhóli í Svínadal. Leiðir okkar Gríms lágu fyrst saman snemma á 8. áratug síðustu aldar, er hann ók skólabifreið á Akra- nesi. Hann var mikill barnakall og hafði einstakt lag á að hafa stjórn á okkur krakkaskaranum sem iðulega fyllti bílinn. Hann átti flottan átta gata Pontiac og einnig mótorhjól. Líkt og nú höfðu slík farartæki í þá daga mikið aðdráttarafl fyrir okkur drengina sem sóttum mjög í að fylgj- ast með þessum spennandi farar- skjótum. Grímur hafði líka alltaf tíma til að spjalla við okkur og útskýra flest það sem okkur datt í hug að spyrja um. Þegar barnaskólaárin voru að baki hittumst við æ sjaldnar, þó einna helst ef hann ók rútunni á skólaferðalögum eða á sveitaböll. Eftir að við Salvör mín kynntumst og við fórum að leggja leið okkar saman til ömmu Línu, hittumst við Grímur á ný, en þau mæðginin bjuggu þá saman í Vesturberginu. Grímsi var mikið náttúrubarn, unni landinu og bar virðingu fyrir því. Við deildum síðustu 15 árin sam- eiginlegu áhugamáli, jeppaferðum um hálendi Íslands. Þar naut Grímur sín vel, enda þrautreyndur ferða- maður, hann þekkti landið og kenni- leiti betur en flestir aðrir. Hann var ekki allra, en vinur vina sinna, hjálp- samur og úrræðagóður. Grímur flík- aði ekki tilfinningum sínum en var mjög fastur fyrir ef því var að skipta og hafði ríka réttlætiskennd. Lífið er ekki sjálfgefið og slysin gera ekki boð á undan sér. Einföld fjallaferð við bestu aðstæður varð síðasta ferð þessa reynda ferðamanns. Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd. (Stephan G. Stephansson) Blessuð sé minning Arngríms Sveinssonar. Björn Þorri. Sumarið 1995 fóru tveir vinir sam- an í ferðalag inn á gömlu Sprengi- sandsleiðina. Þetta var ekki frægð- arför í venjulegum skilningi þess orðs, en frækileg samt. Þarna var Grímur á ferð með vini sínum Gunn- laugi sem háð hafði stranga og harða baráttu um veturinn. En nú var stund milli stríða. Sest var á græna mosató, skyggnst til fjalla og skeggrætt á síð- kvöldum. Hvað þeir vinir ræddu veit enginn nema þeir og nú eru þeir báðir horfnir úr heimi hér. Víst er að Grím- ur var mikill vinur vina sinna. Þegar Gunnlaugi versnaði þetta sama haust kom Grímur ævinlega á fimmtudög- um og sótti vin sinn svo hann gæti notið samveru með vinahópnum sem kallaði sig Jöklasnyrta. Síðar breyttust fimmtudagarnir í heimsóknardaga, en það er önnur saga. Öll kynni okkar af Grími voru á eina lund. Trúr og tryggur, vinur í raun. Þegar ákveðið var á útmánuðum 1996 að uppfylla draum Gunnlaugs um að komast aftur á fjöll var Grímur einn af þeim sem hélt á sjúkrakörfu vinar síns og ásamt glöðum og góðum vinum tókst hið ómögulega. Við nut- um þess að vera saman á fjöllum, vin- ir og fjölskylda. Þrjár urðu ferðirnar. Sú síðasta á Eyjafjallajökul og aldrei vantaði Grím til að taka í sjúkrabörur. Grím- ur var ekki maður orðanna, en vin- arþelið auðfundið. Við sjáum Grím fyrir okkur brosa hægu brosi, slá aðeins í pípuna og leggja orði í belg. Ekki með neinum hávaða, heldur svona í rólegheitum. Þökk fyrir allt, Grímur minn, frá hinum fyrsta fimmtudegi til hins síð- asta og allar stundirnar þar á milli. Tindrar úr Tungnajökli, Tómasarhagi þar algrænn á eyðisöndum er einn til fróunar. Veit ég áður hér áði einkavinurinn minn. Aldrei ríður hann aftur upp í fjallhagann sinn. Spordrjúgur Sprengisandur – og spölur er út í haf. Hálfa leið hugurinn ber mig. Það hallar norður af. (Jónas Hallgr.) Sigríður og Sigurbjörn. Í dag verður til grafar borinn vinnufélagi okkar Arngrímur Sveins- son, sem flestir þekktu einfaldlega sem Grím. Grímur starfaði sem bifreiðastjóri hjá Guðmundi Jónassyni ehf. í rúm 20 ár. Hann var þekktur fjallamaður og undi sér best á fjöllum enda fór ekki framhjá neinum tilhlökkun hans þeg- ar voraði og það styttist í að fjalla- ferðir sumarsins hæfust. Það eru ófáir ferðamennirnir sem nutu fagmennsku Gríms þegar hann ók með ferðahópa um öræfi Íslands og oft mátti sjá óreyndari bifreiða- stjóra bíða við ár og læki, væri Gríms von, til þess að sjá hvar hann fyndi vað og fylgja síðan í slóð hans. Það voru fallegar umsagnir sem ferðamenn gáfu Grími að lokinni vel heppnaðri Íslandsferð og ófáar slíkar sem til eru á skrifstofu Guðmundar Jónassonar ehf. Leiðsögumönnum og matráðskonum þótti líka fengur í að fara í ferðir með Grími því hann var með eindæmum hjálplegur og fróður og kunni að miðla af þekkingu sinni. Grími nægði þó ekki að sinna vinnu sinni á fjöllum. Hann leitaði þangað hvenær sem færi gafst og átti vel útbúinn fjallabíl til slíkra ferða. Það var svo í einni slíkri ferð sem Grímur lést í faðmi öræfanna. Við kveðjum nú fallinn félaga, þökkum honum góð kynni og óskum honum alls hins besta á nýrri vegferð. Starfsfólk og stjórn Guðmundar Jónassonar ehf. Þegar ég hóf störf sem leiðsögu- maður hjá Guðmundi Jónassyni vorið 2001 eignaðist ég góðan vin. Það var bílstjórinn Arngrímur Sveinsson. Hann kom úr stórum systkinahópi, var alinn upp í faðmi fjalla í Svínadal, sveitamaður í eðli sínu. Grímur vann ýmis störf um dagana en byrjaði fyrir rúmum 20 árum að keyra ferðamenn hjá G. J. Travel. Hann var skarpleit- ur maður með einstaklega sterka og góða nærveru, hæverskur og fámáll en þá hann mælti var hann mælskur Arngrímur Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.