Morgunblaðið - 28.10.2006, Page 56
56 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Hátíð alla helgina í
Hallgrímskirkju
ÞESSA dagana er verið að halda
upp á 20 ára vígsluafmæli Hall-
grímskirkju, en hún var vígð 26.
okt. 1986 af þáverandi biskupi Ís-
lands hr. Pétri Sigurgeirssyni. Í
gærkvöldi var hin árlega Hall-
grímsmessa, sem jafnan er haldin
á dánardegi Hallgríms 27. okt.
hvert ár.
Í dag verður málþing um Hall-
grím Pétursson og samtíð hans. 12
fyrirlesarar taka til máls bæði inn-
lendir og erlendir (en útdráttur á
íslensku hefur verið gerður af er-
indum þeirra). Málþingið stendur
frá kl. 10.00 – 15.40. Dr. Margrét
Eggertsdóttir og Þórunn Sigurð-
ardóttir hafa undirbúið málþingið.
KL. 17.00 verður sunginn aftan-
söngur í Hallgrímskirkju undir
stjórn Harðar Áskelssonar, kant-
ors og sr. Jóns D. Hróbjartssonar.
Schola cantorum syngur, en aftan-
söngurinn er eftir enskri fyr-
irmynd. Evensong ensku kirkj-
unnar hefur verið sunginn nánast
óbreyttur frá 1549.
Sunnudaginn 29. okt. verður há-
tíðarmessa og barnastarf kl. 11.00
Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni
D. Hróbjartssyni. Hópur úr Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngur
undir stjórn Harðar Áskelssonar.
Hulda Björk Garðarsdóttir syngur
einsöng með kórnum, en flutt
verður Laudate Dominum eftir
W.A. Mozart. Messuþjónar verða
úr röðum Listvinafélagsins, en
söfnun dagsins rennur til lista-
starfsins í kirkjunni. Barnastarfið
verður undir stjórn Magneu Sverr-
isdóttur, djákna.
Ensk messa
í Hallgrímskirkju
Á morgun, sunnudag, 29. október
nk. kl. 14:00 verður haldin ensk
messa í
Hallgrímskirkju. Prestur verður
sr. Bjarni Þór Bjarnason. Org-
anisti verður Hörður Áskelsson.
Jónína Kristinsdóttir mun leiða al-
mennan safnaðarsöng. Fimmta ár-
ið í röð er boðið upp á enska
messu í Hallgrímskirkju síðasta
sunnudag hvers mánaðar. Messu-
kaffi.
Service in English
Service in English at the Church
of Hallgrímur (Hallgrímskirkja)
29th of October, at 2 pm. Holy
Communion. The Twenty-First
Sunday after Pentecost. Celebrant
and Preacher: The Revd Bjarni
Thor Bjarnson. Organist: Hörður
Áskelsson. Leading singer: Jónína
Kristinsdóttir. Refreshments after
the Service.
Fyrirlestur í Áskirkju
FYRIRLESTUR verður í Áskirkju
á Siðarbótadaginn 31. október. Sr.
Frank M. Halldórsson flytur erindi
um Katarínu frá Bora eftir bæna-
stund og súpu kl. 13. Allir vel-
komnir.
Áhrif áfalla
á hjónabönd
Á vorönn 2006 var boðið upp á
nýtt helgihald í Garðaprestakalli.
En það voru kvöldmessur síðasta
sunnudagskvöld í mánuði kl. 20:00
í Garðakirkju og Bessastaðakirkju
til skiptis. Þema helgihaldsins var
hjónaband og sambúð. Margir góð-
ir fyrirlesarar komu og þjónuðu í
messunum.
Í október og nóvember munu
tvær kraftmiklar konur sjá um
hjóna- og sambúðarráðgjöfina en
þær heita Erla Grétarsdóttir sál-
fræðingur og Berglind Guðmunds-
dóttir sem er nýkomin úr dokt-
orsnámi í Bandaríkjunum. Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir og Nanna Guð-
rún Zöega þjóna fyrir altari.
Þriðja messa haustsins verður
haldin sunnudaginn 29. október kl.
20:00 í Garðakirkju. Á sunnudags-
kvöldið munu Erla og Berglind
fjalla um áhrif áfalla á hjónabönd.
Tónlistin verður í þetta skipti í
umsjá Gunnars Gunnarssonar org-
anista og djassista og með honum
verða Gunnar Hrafnsson sem spil-
ar á kontrabassa og Þorvaldur
Þorvaldsson sem leiðir sönginn.
Þessar messur eru góð leið til að
rækta undirstöður hjónabands og
sambúðar sem eru ástin, trúfestin
og virðingin. Allt fólk er velkomið,
óháð aldri og kynhneigð. Sjá
www.gardasokn.is.
Stefan Engels
á orgeltónleikum
Í tilefni af 80 ára afmæli orgelsins
okkar, ásamt 55 ára afmælis Fé-
lags Íslenskra organista, kemur
hinn virti organisti og prófessor
frá Leipzig, Stefan Engels og leik-
ur á tónleikum í kirkjunni. Org-
elið, sem er af gerðinni Sauer er
eitt elsta hljóðfæri landsins, sem
enn er í fullri notkun.
Tónleikarnir eru klukkan 17:00
og eru öllum opnir. Aðgangur er
ókeypis.
Færeyskur kór
í Tómasarmessu
Í Breiðholtskirkju
ÖNNUR Tómasarmessan á þessu
hausti verður í Breiðholtskirkju í
Mjódd sunnudagskvöldið 29. októ-
ber, kl. 20.
Tómasarmessan hefur unnið sér
fastan sess í kirkjulífi borgarinnar,
en slík messa hefur verið haldin í
Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta
sunnudag í mánuði, frá hausti til
vors, síðustu níu árin og verður
sami háttur hafður á ívetur. Fram-
kvæmdaaðilar að þessu messuhaldi
eru Breiðholtskirkja, Kristilega
skólahreyfingin, Félag guð-
fræðinema og hópur presta og
djákna. Og að þessu sinni fáum við
einnig góða heimsókn frá Fær-
eyjum, þar sem Betestakórinn frá
Klakksvík mun syngja í messunni.
Tómasarmessan einkennist af
fjölbreytilegum söng og tónlist,
mikil áhersla er lögð á fyrirbæn-
arþjónustu og sömuleiðis á virka
þátttöku leikmanna. Stór hópur
fólks tekur jafnan þátt í undirbún-
ingi og framkvæmd messunnar,
bæði leikmenn, djáknar og prest-
ar.
Æðruleysismessa
í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði
ANNAÐ kvöld sunnudagskvöldið
29. október verður æðruleys-
ismessa í Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði og hefst hún kl.20. Æðru-
leysismessur hafa veriðhaldnar
mánaðarlega í kirkjunni síðustu
tvö árin en þær hafa jafnan verið
vel sóttar. Í æðruleysismessum eru
sporin 12 lesin og flutt persónuleg
hugleiðing frá einstaklingi sem
unnið hefur með sporin 12.
Að lokinni góðri stund í kirkj-
unni bjóða þau sem að þessu helgi-
haldi standa upp á kaffiveitingar í
safnaðarheimilinu. Prestar Frí-
kirkjunnar hafa leitt helgihaldið
og hljómsveit kirkjunnar séð um
hressilega tónlist auk þess sem
góðir gestir hafa komið fram.
Æðruleysismessa í
Hafnarfjarðarkirkju
ÆÐRULEYSISMESSA í fer fram í
Hafnarfjarðarkirkju sunnudags-
kvöldið 29. okt. kl. 20. Prestar eru
sr. Ólafur Jens Sigurðsson og sr.
Gunnþór Þ. Ingason.
Reynslusaga verður sögð. Tón-
listarflutningur verður á léttum og
björtum nótum hljómsveitarinnar
Gleðigjafa.
Æðruleysismessur eru sniðnar
að þörfum þeirra sem stunda 12
sporakerfi AA samtakanna þótt
þær séu auðvitað öllum opnar og
öllum hollar.
Þrír AA hópar sækja nú viku-
lega fundi í Vonarhöfn safn-
aðarheimilisins Strandbergs og
eru mjög ánægðir og þakklátir
fyrir þá aðstöðu og allan stuðning
kirkjunnar við þýðingarmikið
mannræktarstarf samtakanna. AA-
menn, fjölskyldur þeirra og vel-
unnarar og allir þeir sem telja sig
eiga samleið með 12 spora kerfinu
eru hvattir til að sækja æðruleys-
ismessuna á sunnudagskvöldið í
Hafnarfjarðarkirkju. Eftir mess-
una er boðið upp á kvöldhressingu
í safnaðarheimilinu Strandbergi.
Kyrrðarstund og opið
hús í Grafarvogskirkju
Kyrrðarstund kl. 12:00 alla mið-
vikudaga. Altarisganga og fyr-
irbænir. Hörður Bragason org-
anisti kirkjunnar leikur á orgel.
Að lokinni stundinni frammi fyrir
altarinu, er boðið upp á léttan há-
degisverð og gott samfélag. Allir
eru velkomnir. „Opið hús“ fyrir
eldri borgara kl. 13:30-16 alla
þriðjudaga. Hefst með helgistund,
síðan er unnið við handavinnu
undir leiðsögn, einnig er spilað og
spjallað. Kaffiveitingar eru í boði
og alltaf eitthvað gott með kaffinu.
Grafarvogskirkja.
Helgihald
í Kolaportinu.
Helgihald verður sunnudaginn 29.
okt. kl. 14 í Kolaportinu í „Kaffi
Port“. Þess má geta að þennan
dag er haldið upp á 210 ára af-
mæli Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Frá kl. 13.30 syngur og spilar Þor-
valdur Halldórsson ýmis þekkt lög
bæði eigin og annarra. Hann ann-
ast einnig tónlistina í helgihaldinu.
Sr. Þorvaldur Víðisson prédikar
og Ragnheiður Sverrisdóttir
djákni leiðir samveruna. Að venju
er boðið upp á að koma með fyri-
bænarefni og munu Margrét
Scheving og Ragnheiður Sverr-
isdóttir biðja með og fyrir fólki.
Í gegnum tíðina hefur skapast
andrúmsloft tilbeiðslu í þessu
helgihaldi. Þó margt sé um að
vera í Kolaportinu eru ávallt
margir þátttakendur sem gjarnan
fá sér kaffisopa, syngja, biðja og
hlusta. Í lok stundarinnar er geng-
ið um með olíu og krossmark gert
í lófa þeirra sem vilja. Um leið eru
flutt blessunarorðin: „Drottinn
blessi þig og varðveiti þig“.
Allir velkomnir,
Miðborgarstarfið.
Kyrrðardagur
í Neskirkju
„Mig langar á kyrrðardaga, en ég
hef ekki tíma til að ganga í klaust-
ur í þrjá daga!“ En nú efnir Nes-
kirkja til kyrrðardags laugardag-
inn 4. nóvember. Dagskráin hefst
kl. 10 árdegis og lýkur um 17.
Fjöldi fólks hefur uppgötvað
hversu þögn og róleg hrynjandi
kyrrðardaga hafa góð áhrif. Hinn
innri maður fær allt í einu næði til
að vera, hugsa djúpu spurning-
arnar og lífsmynstrið. Dagskrá
kyrrðardags er flétta íhugana,
bænagerðar, gönguferða og slök-
unar. Máltíðir verða á kaffitorgi
Neskirkju. Prestarnir Halldór
Reynisson og Sigurður Árni Þórð-
arson sjá um hugleiðingar og Ás-
laug Höskuldsdóttir stýrir slökun.
Kyrrðardagur hentar öllum, sem
hafa áhuga á tilgangi eigin lífs,
slökun og trú.
Skráning er í Neskirkju. Kyrrð-
ardagur er dekurdagur fyrir sál-
ina.
Árleg fjársöfnun ferm-
ingarbarna á Selfossi
Mánudaginn 6. nóvember næst
komandi kl. 18-19.30 ganga ferm-
ingarbörn á Selfossi í hús og safna
fé til styrktar ungmennum í Afr-
íku.
Eins og á undanförnum árum er
söfnunin á vegum Hjálparstarfs
þjóðkirkjunnar og rennur afrakst-
urinn allur til verkefna, sem hjálp-
arstarfið hefur á hendi suður þar.
Ég þakka Selfyssingum drengi-
legar undirtektir á liðnum árum,
og bið þá enn á ný að taka vel á
móti börnunum og hafa framlag
tilbúið, þegar þau knýja dyra.
Ekki þarf háa upphæð, til þess að
góðu gagni komi. Og munum líka,
að margt smátt gerir eitt stórt.
Með bestu kveðjum og fyrirfram
þakklæti,
Gunnar Björnsson, sókn-
arprestur.
Steina, Ellu, Lalla og fjölskyldur
þeirra á þessum erfiðu tímum.
Guð veri með þér, Sigrún mín.
Kærar kveðjur.
Aðalbjörg Guðgeirsdóttir
og fjölskylda.
Í dag verður Sigrún Bjarnadóttir
fyrverandi kennari við Grunnskólann
á Hellu jarðsungin.
Sigrún hóf störf við Grunnskólann
á Hellu haustið 1976 og starfaði þar
við hannyrðakennslu og tónmennta-
kennslu allt fram til ársloka 2001.
Framganga Sigrúnar í starfi ein-
kenndist af miklum dugnaði, glað-
værð og kærleika. Nemendum og
starfsmönnum skólans ber saman
um þann mikla áhuga sem hún náði
fram hjá nemendum sínum og þann
árangur sem starf hennar skilaði.
Segja má með sanni að Sigrún hafi
náði að kveikja áhuga nemenda sinna
við hannyrðir og saumaskap, svo ekki
sé talað um tónlist og söngáhuga. Í
kennaratíð Sigrúnar voru nemendur
skólans þekktir fyrir góðan og glað-
væran söng hvar sem þeir komu.
Skemmtilegir söngtextar og íslensk
alþýðulög einkenndu tónlistar-
kennslu hennar.
Um leið og við þökkum Sigrúnu
fyrir samfylgd liðinna ára, sendum
við eftirlifandi eiginmanni hennar
Vali Haraldssyni, börnum þeirra
hjóna og barnabörnum innilegar
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Sigrúnar
Bjarnadóttur.
Nemendur og starfsfólk
Grunnskólans á Hellu.
Í dag fylgi ég Sigrúnu síðasta spöl-
inn. Þó mig væri farið að gruna að
hún ætti ekki langt eftir var ég alls
ekki viðbúin þegar ég fékk fréttirnar.
Hvenær er maður svo sem viðbúinn
þegar einhver, sem maður hefur
þekkt lengi, fellur frá?
Hún var mamma bestu vinkonu
minnar, sem sat við hliðina á mér all-
an grunnskólann frá því við vorum í
3. bekk. Sigrún kenndi okkur handa-
vinnu þegar við vorum í skólanum og
man ég eftir því að hún gat auðveld-
lega sýnt þeim sem voru örvhentir
„réttu“ handtökin. Seinna fór hún í
réttindanám og útskrifaðist með
kennararéttindi sama vor og dóttir
hennar, 1992.
Á tímabili á unglingsárunum vor-
um við vinkonurnar algerar samlok-
ur og var ég mikið hjá henni. Alltaf
var mér tekið opnum örmum. Það má
segja að Sigrún hafi eignast mikið í
mér og þegar tvíburarnir mínir
fæddust voru myndirnar sem ég
sendi þeim Val settar á barnabarna-
vegginn.
Sigrún var alltaf kát og yfirleitt
alltaf með eitthvað í höndunum. Ef
hún sat ekki við saumavélina eða var
með heklunál eða prjóna voru það
hljóðfærin, píanóið, gítarinn og síðast
en ekki síst harmonikkan.
Orðin eru fátækleg og aðeins tæpt
á örfáum af fjöldamörgum minning-
um. Elsku Valur, Ella, Steini, Lalli,
fjölskyldur og aðrir ættingjar og vin-
ir, innilegar samúðarkveðjur. Guð
blessi ykkur öll og styrki ykkur í
sorginni.
Anna Sigríður Hjaltadóttir.
Vantar nú í vinahóp,
völt er lífsins glíma,
þann sem yndi og unað skóp
oss fyrir skemmstum tíma.
(M. Joch.)
Þannig er okkur innanbrjósts fé-
lögunum í Harmonikufélagi Rang-
æinga þegar við sjáum á bak góðum
félaga okkar, Sigrúnu Bjarnadóttur.
Hún var ein af stofnfélögum og mátt-
arstoð félagsins alla tíð. Hún var for-
maður félagsins um árabil og einnig
gegndi hún formennsku í Landsam-
bandi harmonikuunnenda. Þessum
störfum sem og öðrum, sem hún tók
að sér, gegndi hún af stakri sam-
viskusemi, smekkvísi og landsfræg-
um dugnaði. Sigrún var góður harm-
onikuleikari og lagði sig fram um að
mennta sig í tónlistinni. Hún var af-
kastamikill lagasmiður og hafa lög
hennar verið mikið leikin af félögum
hennar. Ótalin eru þau skipti sem æf-
ingar fóru fram á Heiðvangi 10,
heimili Sigrúnar og Vals. Þá lék Sig-
rún við hvern sinn fingur en Valur sá
um veisluborðið. Í því sem og öðru,
sem þau hjón tóku sér fyrir hendur,
voru þau samhent svo af bar. Sigrún
og Valur voru ómissandi ferðafélag-
ar, hvort sem farið var í félagsferðir
eða á harmonikumót vítt og breitt um
landið. Margir munu sakna morgun-
tónleika Sigrúnar í þessum ferðum
en hún var duglegust allra að drífa
upp spilerí eftir hæfilegan svefn að
hennar mati, enda var hún morgun-
hress með afbrigðum. Þegar við sem
eftir stöndum hugsum til Sigrúnar er
okkur efst í huga þakklæti og stolt yf-
ir að hafa átt slíkan félaga. Við biðj-
um öllum ástvinum Sigrúnar bless-
unar og huggunar í sárum harmi.
Stjórn Harmonikufélags
Rangæinga.
Það var mér þungbært að heyra af
andláti Sigrúnar. Hún og Valur hafa
um langt skeið verið mér og fjöl-
skyldu minni innan handar. Þau hafa
með stuðningi sínum og ráðlegging-
um gert líf mitt auðugra.
Sigrún var lengi búin að berjast við
erfiðan sjúkdóm, en aldrei bar hún
erfiðleika sína á torg, var ávallt bros-
andi, boðin og búin til aðstoðar þrátt
fyrir miklar annir.
Ég minnist þeirra stunda sem við
áttum á ferð um nágrennið og þess að
njóta tónlistarhæfileika hennar.
Ég sendi þér, Valur minn, og fjöl-
skyldu þinni mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur og bið Guð að gefa ykk-
ur öllum styrk.
Erla Stolzenwald Ólafsdóttir.
Kveðja frá Harmonikufélagi
Reykjavíkur
Sigrún Bjarnadóttir er látin langt
um aldur fram. Ég kynntist Sigrúnu
fyrst og fremst sem harmonikuleik-
ara. Hún kom mér fyrir sjónir eins og
ein af þessum skörulegu söguper-
sónum fyrri tíðar, hjartahlý, ákveðin
og úrlausnagóð enda kom það sér vel
þegar hún tók að sér formennsku í
Sambandi íslenskra harmonikuunn-
enda en hún er fyrsta og eina konan
sem gegnt hefur því embætti. Hver
man ekki eftir Sigrúnu á hinum fjöl-
mörgu harmonikuhátíðum á lands-
byggðinni. Alltaf fyrst út með harm-
onikuna á morgnana og spilaði af
hjartans lyst, síðan bættust fleiri og
fleiri í hópinn og úr urðu hinir bestu
tónleikar. Fleyg eru orð Sigrúnar
sem hún lét eitt sinn falla á Lands-
móti S.Í.H.U. en þar sagði hún að
harmonikufólk væri eins og ein stór
fjölskylda. Þessi orð Sigrúnar munu
lifa með okkur um ókomna tíð og ekki
þætti mér ólíklegt að harmonikufólki
fyndist að Sigrún hefði sómt sér vel
sem ættmóðir þessarar stórfjöl-
skyldu.
Sigrún var búin að stríða við alvar-
leg veikindi um langt árabil og eitt
sinn var hún spurð að því hvort hún
ætti ekki erfitt með að spila. Var hún
fljót til svars og sagði: ,,Harmonikan
verður það síðasta sem tekið verður
frá mér.“ Þetta voru orð að sönnu því
Sigrún og Valur eiginmaður hennar
voru heiðursgestir á afmælishátíð
Harmonikufélags Reykjavíkur og
Harmonikufélags Selfoss á Hótel
Örk hinn 29. september síðastliðinn.
Þar spilaði Sigrún með félögum sín-
um fyrir dansi og þar fengum við
tækifæri til að sýna henni smá virð-
ingarvott fyrir allt það sem hún hefur
lagt til í heimi okkar, sem heillast
höfum af harmonikutónlistinni og
sem veitt hefur svo mörgum gleði og
ánægju.
Við þökkum Sigrúnu fyrir alla þá
góðu samvinnu og vináttu sem hún
hefur sýnt okkur í H.R. Ég mun
ávallt minnast Sigrúnar sem fyrir-
myndar annarra kvenna. Sigrún stóð
aldrei ein, Valur eiginmaður hennar
stóð við bak hennar eins og klettur í
hverju því sem hún tók sér fyrir
hendur. Við sendum Vali og afkom-
endum hans og Sigrúnar okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Blessuð
veri minning Sigrúnar Bjarnadóttur.
Guðrún Guðjónsdóttir.
Sigrún Bjarnadóttir
MINNINGAR