Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 61

Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 61 FRÉTTIR Snjósleðar til sölu Vegna endurnýjunar hefur Björgunarsveit Hafnarfjarðar til sölu fjóra Yamaha Rx1 Mtn. snjósleða, árg. 2003, tekna í notkun í jan. 2004, 151" belti, ekna um 2.000 km. Um er að ræða vel útbúna og vel með farna sleða. Sleðarnir eru ríkulega útbúnir aukahlutum, s.s. rafstarti, bakkgír, púðurskíðum, aukakæl- um, stýrishækkun, stýrishornum, tanktösku, brúsagrindum, farangurskassa, aukarafkerfi, negldu belti, festingu fyrir gps, vhf loftnet, dráttarkrók o.fl. Um er að ræða góða ferða- sleða. Verð á sleða 690.000 stgr. Upplýsingar í síma 898 8773 Pálmi eða 660 1566 Júlli. Til sölu Raðauglýsingar 569 1100 Deildakeppnin – seinni lotan um helgina Síðari helgi SHELL-deildakeppn- innar fer fram um helgina. Tímaáætlun verður eins og fyrri helgina, byrjað klukkan 11:00 á laug- ardag og 10:00 á sunnudag. Keppnisstjóri verður Kristján Hauksson. Hörkukeppni hjá Bridsfélagi Kópavogs Heimir og Árni eru sennilega byrjaðir að hugsa um hvernig þeir ætla að ráðstafa verðlaunafénu sem í boði er í Bergplaststvímenningnum, en Steini og Jenni eru samt ekki al- veg á því að gefa það allt frá sér, enda fengu þeir góða aðstoð frá for- manninum til þess. Staðan eftir tvö kvöld: Heimir Tryggvason – Árni M. Björnss. 491 Jens Jensson – Þorsteinn Berg 487 Alda Guðnadóttir – Esther Jakobsdóttir 462 Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 462 Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 455 Hæsta skor NS: Heimir Tryggvason – Árni M. Björnss. 248 Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 241 Elín Jóhannsd. – Hertha Þorsteinsd. 237 AV: Alda Guðnadóttir – Esther Jakobsdóttir 237 Bernódus Kristins. – Hróðmar Sigurbjss. 232 Jens Jensson – Þorsteinn Berg 230 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudagskvöldið 22.10. var þriðja kvöldið í fjögurra kvölda tví- menningskeppni. Spilað var á tíu borðum. Meðalskor var 216. Þær Ingibjörg Halldórsdóttir og Sigríður Pálsdóttir eru enn langefstar. Staða efstu para eftir þrjú kvöld er þessi: Ingibjörg Halldórsd. – Sigríður Pálsd. 787 Unnar Guðmss. – Jóhannes Guðmarss. 753 Sturlaugur Eyjólfs. – Helga Sturlaugsd. 733 Hæsta skor kvöldsins í N/S: Ingibjörg Halldórsd. – Sigríður Pálsd. 256 Gunnar Guðmss. – Sveinn Sveinsson 236 Sturlaugur Eyjólfss. – Helga Sturld. 229 A/V: Unnar Guðmss. – Jóhannes Guðmarss. 260 Garðar Jónss. – Guttormur Vik 256 Haukur Guðbjarts. – Sveinn V. Krist. 248 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Bridsdeild FEBK Gullsmára Bridsdeild FEBK spilaði tvímenn- ing á 14 borðum fimmtudaginn 16.10. sl. Miðlungur 264. Beztum árangri náðu í NS Dagný Gunnarsd. – Steindór Árnason 303 Tómas Sigurðsson – Ernst Backman 301 Gréta Finnbogad. – Trausti Eyjólfsson 288 Auðunn Bergsv. – Sigurður Björnss. 285 AV Elís Kristjánsson – Páll Ólason 363 Gróa Guðnadóttir – Unnar Guðmss. 320 Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 316 Helga Helgad. – Ásgrímur Aðalsteinss. 302 Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 26. október sl. hófst spilamennska í aðaltvímenn- ingi félagsins. Mótið heitir Sigfúsar- mótið, í höfuðið á Sigfúsi Þórðarsyni, heiðursfélaga Bridsfélags Selfoss, en hann gaf verðlaunagripinn sem spil- að er um. Í mótinu spila 16 pör, og stendur mótið yfir í fjögur kvöld. Úrslit fyrsta kvöldið: Þröstur Árnason – Ríkharður Sverriss. 37 Guðm. Gunnarsson – Þórður Sigurðss. 36 Björn Snorrason – Guðjón Einarsson 31 Gísli Hauksson – Magnús Guðmss. 25 Helgi Helgas. – Kristján M. Gunnarss. 24 Gunnar B. Helgas. – Daníel M. Sigurðss. 21 Nánar má finna um gang mála á heimasíðu félagsins www.bridge.is/ bsel. Áfram verður spilað í mótinu 2., 9. og 16. nóvember. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is BJÖRGUM Óðni, sögunnar vegna, eru einkunnarorð Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins en stofnfundur þeirra var haldinn á fimmtudag í Víkinni, sjóminjasafni Reykjavíkur. Hollvinasamtökin voru stofnuð að frumkvæði sjómannadagsráðs eftir að Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og formaður ráðs- ins, lagði fram tillögu þess efnis. Hugmyndin er að gera varðskipið Óðinn að sögusafni þorskastríð- anna og þar verði einnig varðveitt björgunarsaga íslenskra varðskipa. Á fundinum fluttu ávörp Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Stefán Jón Haf- stein, stjórnarformaður Vík- urinnar, sjóminjasafns Reykjavík- ur. Húsfyllir var á fundinum. Óðinn er nánast óbreyttur frá því skipið var smíðað árið 1959 og talið er að aðalvélar skipsins, sem eru frá Burmeister & Wain, séu þær einu sinnar gerðar, sem enn eru gangfærar. Hollvinasamtök varð- skipsins Óðins leggja til að því verði komið fyrir við Víkina. Sögusafn þorska- stríðanna verði í Óðni þar við Systrafoss gróðursetti fjöl- skyldan á Klaustri mikið af trjám sem í dag prýða staðinn. Þetta tré mun hafa verið gróðursett um eða upp úr 1950, en þurfti nú að víkja vegna útsýnis að Systrafossi. Í stað- inn verður komið upp áningarstað fyrir ferðamenn í þessum fagra lundi fyrir andvirði trésins, segir í fréttatilkynningu. JÓLATRÉÐ sem búið er að reisa við Blómaval í Skútuvogi er stærsta íslenska jólatréð sem fellt hefur ver- ið hér á landi að sögn Hreins Ósk- arssonar, skógarvarðar á Suður- landi, sem sá um að velja og fella tréð. Þetta tré sem er sitkagreni, um 16,80 metrar að hæð, var fellt í skóg- arlundi við Kirkjubæjarklaustur, en Hár baðmur Jólatréð við Blómaval er næstum 17 m hátt og óx á Klaustri. Hærra torgtré hefur aldrei verið fellt áður á Íslandi Stærsta íslenska jólatréð við Blómaval UM HELGINA frumsýnir Bílabúð Benna Chevrolet Captiva, nýjan sportjeppa, þann fyrsta sem Chevr- olet markaðssetur í Evrópu. Sýn- ingin verður í Chevrolet Salnum að Tangarhöfða 8-12. Opið verður á laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl 13-16. Captiva er með stærri sport- jeppum og fáanlegur með sætum fyrir 5 eða 7 manns. Búnaðarstig Captiva er einnig mjög hátt. Captiva er með nýrri dieselvél með forþjöppu og forðagrein (com- mon rail), sem skilar 320 Nm / togi og 5 hraða sjálfskiptingu sem stað- albúnað Captiva verður líka frumsýndur hjá Bílahorninu hjá Sissa í Reykja- nesbæ, Bílasölunni Ós á Akureyri og Bílasölu Austurlands á Egils- stöðum. Frumsýning hjá Bílabúð Benna F-listinn varar við yfirvofandi um- hverfisslysi við Laugaveg, eins og það er orðað í frétt frá F-listanum. Svokallaður Frakkastígsreitur er kominn í hefðbundið auglýs- ingaferli hjá Reykjavíkurborg á vegum skipulagsfulltrúa. F-listinn vill vekja sérstaka athygli borg- arbúa á þeim róttæku breytingum, sem fyrirhugaðar eru á götumynd á horni Laugavegar og Frakkastígs. F-listinn leggur áherslu á að hús- in við Laugaveg 41 og 45 verði ekki rifin, enda er heimiluð umfangs- mikil uppbygging á svæðinu þó svo þau fái að standa. Varað er við yf- irvofandi umhverfisslysi á þessum stað og hvetur F-listinn borgarbúa til að gera athugasemdir til skipu- lagsfulltrúa fyrir 10. nóvember. Sjá www.skipbygg.is og sýningarskála skipulagssviðs, Borgartúni 3. Varar við umhverfisslysi við Laugaveg 97 kandídatar verða í dag, laug- ardaginn 28. október, brautskráðir frá Kennaraháskóla Íslands. Alls verða brautskráðir 32 úr grunn- deild og 65 úr framhaldsdeild. Við athöfnina verða veitt verðlaun vís- indaráðs Kennaraháskóla Íslands fyrir besta meistaraprófsverkefnið árið 2006. Brautskráningin fer fram í Skriðu, fyrirlestrarsal í Hamri, og hefst athöfnin kl. 14.00 með tónlist- arflutningi. Síðan ávarpar rektor kandídata og að því loknu hefst brautskráningin. Að brautskrán- ingu lokinni ávarpar fulltrúi kandí- data samkomugesti og athöfninni lýkur með því að kór Kennarahá- skólans og samkomugestir syngja Ísland ögrum skorið. Brautskráðir verða 6 með meist- aragráðu í uppeldis- og mennt- unarfræði: Kristín Eiríksdóttir – Hefur leik- skólastjóri það í hendi sér hvernig leikskólastarfið gengur?; María Hildiþórsdóttir – Möguleikar fatl- aðs fólks til náms að loknum fram- haldsskóla; Kristín Valsdóttir – Einhver svona Alí Baba – Rannsókn á viðhorfum og starfsumhverfi far- sælla tónmenntakennara; Sigrún Þórisdóttir – Hvernig telja kenn- arar að grunnskólinn mæti nem- endum með athyglisbrest með of- virkni; Jónína Lárusdóttir – Skilgreining leikskólakennara á ár- angursríku leikskólastarfi; og Guð- mundur Ó. Ásmundsson – Hug- myndir skólanefnda grunnskóla um völd sín og áhrif. Brautskráning frá Kennara- háskólanum Jagúar eru ekki Hjálmar! Þau leiðu mistök urðu í Morg- unblaðinu í gær að á bls. 30 þar sem mælt var með miðnæturtónleikum hljómsveitarinnar Jagúar sem fram fara í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, var birt mynd af hljómsveitinni Hjálmum. Beðist er velvirðingar á þessu og mynd af þeim félögum í Jagúar birt hér í staðinn. LEIÐRÉTT LJÓSMÆÐRAFÉLAG Íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mótmæla því, að leggja eigi niður áhættumeðgönguvernd á vegum Miðstöðvar mæðraverndar sem rek- in er af Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. Í ályktun frá félögunum segir m.a.: Miðstöð mæðraverndar sinnir nú um 700 konum árlega, sem lang- flestar eru í áhættumeðgöngu, auk þess að sinna ráðgjafarþjónustu fyr- ir heilsugæslustöðvar. Á vegum Mið- stöðvarinnar fer einnig fram fæðing- arfræðsla, gerð fræðsluefnis, símaráðgjöf og kennsla ljósmæðra- og læknanema. Fram kom á fundi sem ljósmæður höfðu óskað eftir með framkvæmdastjórn Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins, að fyr- irhugað væri að stofna nýja deild innan LSH fyrir konur í áhættumeð- göngu. Þegar einungis þrjár vikur eru til stefnu liggur ekki ljóst fyrir hvar sú starfsemi verður eða hvernig henni verður háttað. Ljósmæðrafélag Íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vilja fá svör við því hvaða fagleg rök búi að baki breytingunum og hvort þær samræmist stefnu heilbrigðisráð- herra. Áhyggjur vegna Mið- stöðvar mæðraverndar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.