Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 65
Jólasendingin komin
Gjafavara, kommóður, bókaskápar, langborð.
Ótrúlegt verð
Skólavörðustíg 21, s: 552 2419
Airwaves var slitið síðastasunnudag eftir fimm dagatónlistarlega alsælu. Ég
skemmti mér stórkostlega á hátíð-
inni og er þegar farinn að hlakka
til þeirrar næstu. Það er eitthvað
við vélavirki þessarar hátíðar sem
ljær henni ákveðna töfra, eft-
irsóknarverðir eiginleikar sem
hafa náð út fyrir strendur lands-
ins og vakið áhuga hundraða er-
lendra tónlistaráhugamanna – og
atvinnumanna – á tónlistarlífi
landans. Það er allt með þessari
hátíð; hið andlega, listræna gildi
er í hávegum og öll þessi leiðinda
tölfræði (sem skiptir víst máli
líka), eins og ferðamannastraumur
og fjármagnsstreymi dansar
sömuleiðis í takt við hátíðina.
Ég rakst á nokkur starfssystkinmín á hátíðinni eins og geng-
ur, og stundum var sest niður til
skrafs og ráðagerða. Einn Þjóð-
verjinn byrjaði að tala um álfa og
langþreyttur ég nánast hreytti í
hann til baka. „Á ég að segja þér
hvar álfarnir búa? Þeir búa í
hausnum á þýsku fólki.“ Bless-
unarlega var þó mest rætt um
tónlist og blaðamennirnir áttu að
sjálfsögðu ekki til orð yfir
gróskunni, orkunni og æðinu í ís-
lensku tónlistarlífi. Svo mikið var
um þetta rætt að maður var orð-
inn dauðleiður á þessu, þetta var
eins og biluð plata. Maður fór hjá
sér yfir oflofinu, en var auðvitað
ekkert að draga úr því. Jú, það er
gróska og líf og allt það en Sigur
Rós fæddist ekki í heitum hver og
það er ekki annar hver maður
skáld.
Ég var beðinn um skýringar og
það var ekki ferð til fjár fyrir
blaðamennina. Hvað er það sem
gerir tónlistarlífið hérna svona
öflugt? Það engin einhlít skýring,
eitthvað í samfélagsuppbyggingu
og sameiginlegri þjóðarvitund er
ástæðan en hvaða þættir og
punktar það eru nákvæmlega er
erfitt að segja til um. Það er
a.m.k. ekkert pláss fyrir slíka
rannsókn hér.
Sumir stjórnmálamenn eiga til
að gera sig breiða á tyllidögum og
fullyrða að það eigi að fjárfesta
fyrir alvöru í íslensku tónlist-
arsenunni. Hræsni. Í stað þess að
vera með innantómt atkvæða-
veiðablaður ættu ráðamenn frekar
að líta til þess að í þessu ótrúlega
gróskumikla tónlistarumhverfi er
varla til staður lengur til að spila
á. Grand Rokk er hætt að styðja
við grasrótina og Gaukurinn í
limbói. Það er hjákátlegt að
hreykja sér yfir allri orkunni þeg-
ar hvergi er staður til að hleypa
henni út.
En hey, nýja tónlistarhúsið!
Hvað var ég að hugsa … það er
hægt að hýsa þessa fjöldamörgu
tugi af efnilegum dægurtónlist-
armönnum þar. Er það ekki mál-
ið? Eða á að keyra húsið á bull-
andi ríkisstyrkjum og halda illa
sótta blokkflaututónleika trekk í
trekk? Jú, ætli það verði ekki bara
málið frekar.
Í einni af fyrstu fræðilegu út-tektunum á meistaraverkinu
The Simpsons, sem birt var 1993,
reit Tad Friend þessi orð: „Gott
listaverk sem nær til þrjátíu millj-
óna manna og lætur þeim líða eins
og þeir eigi eitthvað sameiginlegt
kann að hafa meira fram að færa
en stórkostlegt listaverk sem nær
til þrjú þúsund manns en skilur
eftir sig lítið annað en einmana-
kennd. Á okkar tímum hafa staðl-
ar listarinnar breyst, víkkað út.
Framtíðin tilheyrir Bart Simp-
son.“
Nú er ég alls ekki að segja að
ég sé sammála þessari fullyrðingu.
En pælum samt aðeins í þessu.
Eftirþankar í boði Airwaves
Iceland Airwaves Pétur Ben var meðal þeirra fjölmörgu tónlistarmanna
sem komu fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves þetta árið.
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
» Jú, það er gróska og líf og allt það en
Sigur Rós fæddist ekki
í heitum hver og það
er ekki annar hver
maður skáld.
arnart@mbl.is
Ljósmynd/Árni Torfason
ÞEGAR gengið er inn í Gallerí Tur-
pentine í Ingólfsstrætinu mæta
manni gríðarlegar drunur sem ber-
ast úr nýopnuðu sýningarrými í kjall-
aranum. Í samhengi sýningarinnar
sem nú stendur yfir á jarðhæðinni
(þar sem við blasa beinagrindur og
hauskúpur) mætti ætla að sjálfur
myrkrahöfðinginn væri þar að kynda
undir salnum. Þar reynist hins vegar
vera á ferð ný kvikmynd eftir Húbert
Nóa sem ber heitið 50 Megawatts og
sýnir borholu á Hellisheiðinni sem
spýr gufu í tæpa klukkustund. Verk-
ið er framlag til Sequences-
myndlistarviðburðarins.
Fjölmargir hátalarar miðla hávað-
anum sem berst frá holunni, svo hátt
að sýningargesturinn verður fyrir
líkamlegum áhrifum af hljóðbylgj-
unum. Sjónræn áhrif af við-
stöðulausu uppstreymi gufubólstra
eru dáleiðandi. Bólstrarnir þenjast
út og mynda ýmis form sem leysast
upp jafnóðum og önnur verða til og
þannig myndast spenna milli tví-
víðrar blekkingarmyndarinnar og
þrívíðrar skynjunar gufu – sem jafn-
framt er í eðli sínu óáþreifanleg en
virðist nánast snertanleg. Titring-
urinn sem berst um líkamann (vegna
hljóðsins) ýtir undir slíka efnislega
upplifun.
Borholan er úti í náttúrunni, í bak-
sýn sést fjallsbrún og nokkuð
þungbúinn himinn. Kvikmyndin skír-
skotar þannig til landslagsmálverks-
ins og felur í sér óvænt og skemmti-
legt framlag til þeirrar hefðar,
einkum til mynda þar sem „gufa“ eða
þoka hefur verið myndgerð í fjalls-
hlíðum og dölum.
Verkið byggist á einfaldri hug-
mynd og endurspeglar jafnframt
hugleiðingar um spor mannsins í
náttúrunni og stefnu hans í ríki henn-
ar. Stendur náttúrunni ógn af áform-
um hans eða felur hvæsandi aflið í
iðrum jarðarinnar í sér viðvörun til
menningarinnar?
Ógnaröfl
Morgunblaðið/Kristinn
50 Megawatts Sjónræn áhrif af [...] uppstreymi gufubólstra eru dáleiðandi.
MYNDLIST
Gallery Turpentine
Til 28. október
Opið þri.–fö. kl. 12–18, lau. kl. 12–16.
Ókeypis aðgangur.
50 Megawatts – Húbert Nói Jóhannesson
Anna Jóa
TÖKUR á bandarísku hryllings-
myndinni Hostel: Part II fara fram
hérlendis í næstu viku. Að sögn Ey-
þórs Guðjónssonar, sem lék eitt aðal-
hlutverkanna í fyrri myndinni og
skipuleggur verkefnið hér á landi, er
von á um það bil 30 manna hópi til
landsins á mánudaginn vegna þessa.
Tökur fara fram í Bláa lóninu, í lík-
amsræktarstöðinni World Class í
Laugardal og á Ingólfshvoli fyrir
austan fjall. Að sögn Eyþórs verður
einungis um „fallegar tökur“ að
ræða, en fyrri myndin þótti ofbeldis-
full í meira lagi.
Hópurinn kemur hingað frá Prag.
Hér heldur hann til fram á föstudag,
en samkvæmt Eyþóri hafa einhverj-
ir ákveðið að framlengja dvöl sína.
Ástæðan ku vera að fagna að því að
tökum sé lokið.
Fyrirtækið True North kemur
einnig að skipulagningu Íslands-
hluta verkefnisins.
Ógnvekjandi Mörg atriði í Hostel þóttu í meira lagi hrottaleg.
Íslandstökur framhalds-
myndar Hostel að hefjast