Morgunblaðið - 28.10.2006, Síða 76

Morgunblaðið - 28.10.2006, Síða 76
Hart undir fyrstu skóflustungunni HÁTÍÐARMESSA var í Hallgrímskirkju í gærkvöldi þar sem sungin var messa með svip- uðum messusöng og tíðkaðist á tímum Hall- gríms Péturssonar, en 27. október er dán- ardagur Hallgríms. Hefur hans verið minnst með slíkri messu allt frá stofnun Hallgríms- safnaðar, en frumkvæðið áttu séra Jakob Jónsson og séra Sigurbjörn Einarsson sem voru fyrstu prestar Hallgrímssafnaðar. Jafn- framt var minnst 20 ára vígsluafmælis kirkj- unnar. Biskup Íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt prestum og djákna kirkjunnar og mörg- um öðrum sem komið hafa að prestsþjónustu við kirkjuna s.l. áratugi. Meðal þeirra sem tóku þátt í messunni í gær voru bræðurnir Þór og Jón Einar Jakobssynir, synir séra Jakobs Jónssonar. Lásu þeir úr ritningunni en tengsl þeirra við kirkjuna ná áratugi aftur í tímann. Tóku þeir m.a. þátt í fyrstu skóflustungunni að Hallgrímskirkju um miðjan fimmta áratug- inn. „Við vorum þarna, við bræðurnir þegar fyrsta skóflustungan var stungin. Þetta var at- höfn sem ekkert hafði verið tilkynnt. Ég man að við vorum þarna ásamt föður okkar,“ segir Þór, en þeir bræður voru þá 8 og 9 ára. „Við bræðurnir komum við skófluna og ég man að það var ákaflega hart undir. Ég man einnig að það var nokkuð hvasst.“ Áður en Hallgríms- kirkja reis voru prestarnir með messur í Aust- urbæjarskóla og rámar Þór í það. „Þá voru hermannabraggar á Skólavörðuholtinu,“ rifj- ar Þór upp. „Eftir stríðið þegar losnaði um svæðið, þá var byrjað á Hallgrímskirkju.“ Á 200 afmæli Reykjavíkurborgar árið 1986, var lokið við byggingu kirkjunnar, sem Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði. Fremst til hægri á myndinni má sjá bræðurna Jón Einar og Þór í Hallgrímskirkju í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 301. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Austlæg átt 8- 15 m/s, rigning norðan og aust- anlands en suðv. 3-8 m/s suðvestan og vest- anlands. » 8 Heitast Kaldast 8°C 2°C GJÖLD sem lögð eru á nýjar, erlendar bækur, sem keyptar eru á netversluninni Amazon, geta meira en tvöfaldað verð bókanna hingað kominna. Bók sem kostar 1.000 kr. á Amazon kostar hingað komin 2.308 kr. eftir að búið er að greiða 14% virðisaukaskatt, sending- arkostnað og 450 kr. þjónustugjald sem tekið er vegna umsýslu við virðisauka- skattinn. Lækkun virðisaukaskattsins í 7% næsta vor mun ekki hafa mikil áhrif á verð er- lendra bóka sem keyptar eru með þessum hætti vegna þess að þjónustugjaldið verð- ur eftir sem áður 450 kr. Áætla má að tekjur ríkissjóðs vegna er- lendra bókapantana árið 2005 hafi numið 22 milljónum króna. | Lesbók Gjöld tvöfalda verð bóka HEIMSFERÐIR munu hefja reglulegt flug til kanadísku borgarinnar Montreal í maí á næsta ári og verður meðal annars boðið upp á tengiflug til Winnipeg. Sala á farmiðum til borgarinnar mun hefj- ast nú um helgina. Andri Már Ingólfs- son, forstjóri Heims- ferða, segir að með þessu sé verið að opna Kanada fyrir Íslendingum, en þetta sé í fyrsta sinn sem flogið sé frá Íslandi til kan- adískrar stórborgar á borð við Montreal. Flogið verður vikulega á fimmtudögum, klukkan sjö síðdegis, í sumar, frá og með 17. maí næstkomandi. „Þá munum við bjóða upp á tengiflug í samstarfi við kanadískt flugfélag milli Montreal og Winnipeg og er mikill áhugi meðal Vestur-Íslendinga þar á ferðum til Íslands, sem og meðal Íslendinga sem vilja heimsækja Íslendingaslóðir í Kanada,“ segir Andri. |18 Heimsferðir hefja flug til Kanada Andri Már Ingólfsson ÁGÚST Guðmundsson, forstjóri Bakka- varar Group, segir hvalveiðar í atvinnu- skyni mikil mistök og að með þeim sé verið að fórna miklum hagsmunum fyrir litla. Þetta kom fram í máli Ágústs á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í gær. Ágúst sagðist eiga mjög erfitt með að skilja þá ákvörðun stjórnvalda að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni. Sagðist hann ósáttur við þá málsmeðferð að Hvalur hf. hefði fengið góðan tíma til undirbúnings, en stór íslensk útrásarfyrirtæki hefðu fyrst fengið fréttirnar í erlendum fjöl- miðlum. Þeim hefði ekki verið gert kleift að búa sig undir þau harkalegu viðbrögð sem hefðu orðið við veiðunum. Íslendingar gætu ekki litið á það sem sitt einkamál að veiða hvali. | 16 Mistök að veiða hvali í atvinnuskyni Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is AÐALFUNDUR Landssambands smábátaeigenda veitti í gær sam- tökunum umboð til að leita eftir samningum um kaup og kjör á smábátum fyrir hönd félagsmanna sinna, sem yrðu lagðir fyrir aðild- arfélög til afgreiðslu. Lengst af hefur ekki verið þörf fyrir slíka kjarasamninga þar sem eigendur hafa þá róið einir á bátum sínum, en við annan mann. Nú hafa þær breytingar orðið að margir bátar geta verið í eigu sama aðila og eig- andinn ekki um borð. Því hefur þurft að semja um hlut hvers og eins sérstaklega. Fleira hefur kom- ið til eins og að bann við þátttöku sjómanna í kvótakaupum hefur ekki náð til smábátanna. Þetta hef- ur í raun þýtt að samningar geta verið mjög mismunandi milli báta, Sjómannasamtökin hafa fyrir nokkru óskað sameiginlega eftir viðræðum við LS um kjarasamn- inga. LS varð við því og hafa þegar nokkrar viðræður átt sér stað. „Það er trú mín, eftir að hafa komið með beinum hætti að kjara- málunum með því að rýna í upp- gjör frá ykkur, að fastari grunnur verði byggður undir reksturinn þegar kjarasamningur hefur verið gerður. Við gerð hans er þó að mörgu að hyggja. Við komum inn í umhverfi sem er okkur að mörgu leyti framandi,“ sagði Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS á fundinum. LS veitt umboð til þess að gera kjarasamning Engir kjarasamningar hafa verið í gildi á smábátunum fram til þessa Í HNOTSKURN » Til þessa hafa engir op-inberir samningar verið í gildi á smábátum. » Stuðst hefur verið viðtvo óopinbera samninga. » Landssamtök sjómannasegja að mörgu að hyggja við gerð kjarasamn- inganna.  Fagna breytingu |16 Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is RÓTTÆKAR tillögur um breytingar á skipulagi Alþýðusambands Íslands (ASÍ) voru felldar á ársfundi sambandsins í gær. Aukinn meirihluta, 2⁄3 hluta atkvæða, þurfti til að samþykkja tillög- urnar. Þegar atkvæði höfðu verið talin kom í ljós að 61,5% samþykktu en 38% voru andvíg og til- lagan var því felld. „Þetta þýðir væntanlega það að æðistór hluti af okkar samfélagi er tiltölulega sáttur við það skipulag sem við búum við,“ segir Grétar Þor- steinsson, sem endurkjörinn var forseti ASÍ á fundinum í gær. Hann sagði það þó alltaf von- brigði þegar vel undirbúnar tillögur væru felldar. „Það breytir því hins vegar ekki í mínum huga, að miðað við þær miklu breytingar sem hafa orð- ið á okkar umhverfi á síðustu árum – og eru fyr- irséðar í næstu framtíð – þá hljóta þær að kalla á það að umræða um skipulagsmálin verði ágeng,“ sagði Grétar. Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Verka- lýðsfélags Húsavíkur, sagðist ánægður með nið- urstöðuna. „Skoðanir eru skiptar um þetta en það er ljóst að andstaðan var til staðar á lands- byggðinni og þetta var fellt, sem betur fer,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að landsbyggðarfólk hafi almennt verið andsnúið tillögunum. „Okkur hef- ur fundist á síðustu árum að okkar rödd ætti erf- itt uppdráttar gagnvart höfuðborgarvaldinu.“ Einnig bendir Aðalsteinn á að jafnréttinu hefði ekki verið gert hátt undir höfði með 9–11 manna framkvæmdastjórn með 1–2 konum innanborðs.  Landsbyggðin | 6 Felldu tillögur um breytt skipulag Róttækar tillögur sem lagðar voru fram á ársfundi ASÍ hlutu ekki brautargengi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.