Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR sem á austanverðu Norðurlandi. Við kröfugerðina hafi lögmenn ríkisins horft fram hjá fordæmum Hæstarétt- ar í þjóðlendumálum og vísar Ólafur sérstaklega í hæstaréttardóm sem varðar land í eigu Úthlíðar í Biskups- tungum sem ríkið gerði tilkall til í þjóðlendumáli. Dómur verður álitsgerð Tilkall Reykjahlíðar til öræfanna sunnan Mývatns byggir sem fyrr seg- ir m.a. á dómi frá 1506 sem í sátu sex manns. Ólafur segir að lögmenn rík- isins geri lítið úr þýðingu hans, að því er virðist vegna þess að þeir telji sig ekki sjá að dómurinn hafi verið kveð- inn upp til að leysa úr ágreiningi. Lögmennirnir hafi því ákveðið að kalla dóminn álitsgerð en Ólafur segir að það sé ekkert annað en fölsun. Rök ríkisins fyrir þessu séu haldlaus og það hafi engan rétt eða forsendur til að breyta dómi í álitsgerð 500 árum eftir að hann var kveðinn upp. Það sé ekki síður alvarlegt að lögmenn rík- isins hunsi einnig þinglýsta landa- merkjabréfið frá 1891. Ólafur bendir Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FORMAÐUR Landeigenda Reykja- hlíðar ehf. í Mývatnssveit telur að við- ræður við ríkið um þjóðgarð norðan Vatnajökuls séu í algjöru uppnámi eftir að ríkið lagði fram kröfur um þjóðlendumörk í landi Reykjahlíðar. Landeigendur vísi kröfum ríkisins al- farið á bug og það sé furðulegt að á sama tíma og ríkisstjórnin einkavæði á flestum sviðum standi hún í þjóð- lendumálinu jafnframt fyrir mesta eigna- og hlunnindaráni sem um geti hér á landi. Reykjahlíð hefur löngum verið tal- in stærsta jörð í einkaeigu hér á landi en landeigendur segja að þinglýst skjöl séu til fyrir eignarhaldi Reykja- hlíðar á landi sem nái allt frá Mývatni og að Jökulsá á Fjöllum og síðan suð- ur í miðjan Vatnajökul. Í kröfulýsingu ríkisins um þjóðlendumörk á austan- verðu Norðurlandi er gerð krafa til 80–90% þessa lands. Getgátur og rangfærslur Ólafur H. Jónsson, formaður Land- eigenda Reykjahlíðar ehf., segir kröf- ur ríkisins með miklum ólíkindum og að í þeim séu bæði ótrúlegar getgátur og rangfærslur. Tilgangur þjóðlendu- laganna hafi verið að skrá eign á landi sem enginn átti en í tilfelli Reykja- hlíðar sé verið að ganga á eignarrétt sem hafi verið staðfestur með dómi árið 1506 og aftur með þinglýstu landamerkjabréfi árið 1891. „Eignar- réttur manna langt aftur í aldir, hjá okkur í 500 ár, er ekki virtur, heldur veður þessi ríkisgæs alveg niður í bæjarhlaðið hjá fjölda landeiganda á Íslandi og heimtar meira,“ segir Ólaf- ur. Landeigendur stefni á fullnaðar- sigur í þessu máli og takist það ekki fyrir íslenskum dómstólum verði leit- að til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann bendir einnig á að landeigendur hafi í árhundruð greitt eigna- og fast- eignaskatta til ríkis og sveitarfélaga af þessum eignum. Ólafur segir að hvergi á landinu hafi ríkið gert svo óbilgjarnar kröfur á að í 500 ár hafi ríkið aldrei véfengt landamörk Reykjahlíðar og hann spyr hvað valdi þessari stefnubreyt- ingu og hvort ríkið eigi rétt á 500 ára áfrýjunarfresti. „Þetta er í raun og veru rán um hábjartan dag,“ segir hann og bætir við að landeigendur hafi fleiri skjöl sem styrki kröfur þeirra. Krafla er innan þess landssvæðis sem landeigendur telja til eignar- lands Reykjahlíðar en ríkið gerir nú kröfu til. Ólafur bendir á að þegar virkjað hafi verið í Kröflu hafi ríkið greitt fyrir með vatni og því að leggja hitaveitu í Reykjahlíð. Þá hafi aldrei komið til álita að Krafla tilheyrði ekki Reykjahlíð. Stefnt að opnum fundi Það er fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, sem setur fram kröfugerð fyrir hönd ríkisins í þjóðlendumálum. Ólafur kallar eftir ábyrgð ráðherrans og spyr hvort hann geti ekki komið því til leiðar að lögmenn hans taki mark á aldagömlum dómum og þing- lýstum skjölum eins og gert sé hjá siðmenntuðum þjóðum. Ólafur segir að stefnt sé að því að halda opinn fund í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit 30. nóvember á vegum sveitarfélaga og landeigenda á aust- anverðu Norðurlandi. Fundurinn verði opinn öllum og þingmönnum kjördæmisins, fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen og fjölmiðlum verði sérstaklega boðið á hann. Viðræður um þjóðgarð í upp- námi vegna þjóðlendumála Í HNOTSKURN » Reykjahlíð hefur löngumverið talin stærsta jörð í einkaeigu hér á landi en verði farið að kröfum ríkisins munu um 80–90% landsins tilheyra ríkinu sem þjóðlenda. » Landeigendur ætla aðverja sinn rétt fyrir dómi. » Formaður landeigend-afélagsins segir að við- ræður um þjóðgarð norðan Vatnajökuls séu í uppnámi.                                                    Morgunblaðið/RAX Eiga Eigendur Reykjahlíðar segjast hafa þinglýst skjöl sem sanni eign- arrétt þeirra á víðáttumiklum öræfum. Þar er m.a. Herðubreið. FRJÁLSLYNDA flokknum tókst svo sannarlega í vikunni að beina umræðunni að málefnum innflytj- enda. Líklega fyrst með ummælum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingflokksformanns Frjálslynda flokksins, í Silfri Egils á Stöð 2 sl. sunnudag. Þar sagði hann m.a. að stemma yrði stigu við straumi inn- flytjenda til Íslands. Magnús sagði á heimasíðu sinni, þann sama dag, að stuðningsyfirlýs- ingum hefði rignt yfir hann í kjölfar umræðunnar í Silfri Egils. „Íslenska þjóðin er ekki nema 300.000 manns og við verðum að stjórna flæði út- lendinga inn í landið,“ skrifar hann m.a. á síðuna sína. Þingmaðurinn tók málið upp í fyr- irspurnartíma á Alþingi á mánudag og síðan aftur í utandagskrárum- ræðu degi síðar. Fréttablaðið birti á fimmtudag skoðanakönnun, sem framkvæmd var á þriðjudag, um fylgi flokkanna og kom þar í ljós að fylgi Frjálslynda flokksins hafði tæplega fimmfaldast frá könnun blaðsins í ágúst. Yrðu niðurstöður kosninganna í samræmi við þá út- komu fengi flokkurinn 7 þingmenn, en fékk fjóra í síðustu kosningum. Varla er hægt að draga aðra álykt- un en þá að fylgisaukninguna megi rekja beint til afstöðu Frjálslyndra til málefna innflytjenda. Hvort sú aukning er tímabundin eða ekki á tíminn einn eftir að leiða í ljós. Magnús er þó ekki fyrst nú að tjá sig um þessi mál. Í apríl sl. mælti fé- lagsmálaráðherra fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um frjálst flæði vinnuafls frá átta nýjum aðildarríkj- um Evrópusambandsins. Miðað var við að lögin tækju gildi 1. maí. Í um- ræðum um frumvarpið gagnrýndi Magnús ríkisstjórnina fyrir að fresta ekki gildistöku laganna, um þrjú ár, til þess að búa vinnumark- aðinn betur undir breytingarnar. Þingflokkur Frjálslyndra greiddi síðan einn atkvæði gegn frumvarp- inu. Gunnar Örlygsson, sem gekk úr Frjálslynda flokknum í Sjálfstæð- isflokkinn vorið 2005 átaldi hins vegar sína gömlu félaga á Alþingi í vikunni. Hann taldi, eins og fleiri, að þeir hefðu farið of geyst í um- ræðuna um þessi mál – á stundum með öfgafullum hætti. Hann fullyrti að flokkurinn hefði breytt stefnu sinni gagnvart útlendingum. Frjálslyndir stela senunni ÞINGBRÉF Arna Schram Í KRÖFUGERÐ ríkisins segir m.a. að af heimildum um landnám verði ekki ráðið að öræfin og heiðar norð- an, austan og sunnan Mývatns hafi verið numin í öndverðu, heldur hafi landnámið, að því er talið sé, ein- ungis tekið til Mývatns og und- irlendis þar í kring. Um annað hafi orðið til samnotaréttur. Í kröfugerðinni er þetta sagt styðjast við lýsingu máldaga Auð- unar rauða Hólabiskups frá árinu 1318, þar sem var tiltekið að kirkju í Reykjahlíð hafi tilheyrt hálft heima- land, og sama komi fram í máldaga Péturs Nikulássonar Hólabiskups árið 1394. Þá er sérstaklega tekið fram að ekki sé fallist á að vitn- isburðir Þórólfs Hranasonar og Finnboga lögmanns Jónssonar frá 1506 eða dómur frá sama ári geti talist grundvöllur beins eignarréttar Reykjahlíðar á „auræfi oll fyrir aust- a[n] myvatn“. Sonurinn var eigandi Í kröfugerðinni segir að svo virð- ist sem af tilteknu tilefni hafi verið aflað vitnisburða um meint eign- arhald á umræddum öræfum, án þess að séð verði að þeir vitnisburðir hafi átt sér nokkra stoð í eldri heim- ildum. Þá er bent á að einn þeirra sem bar vitni var fyrrnefndur Finn- bogi Jónsson sem síðan tilnefndi sex manna dóm sem svo virðist hafa lagt vitnisburði hans og Þórólfs Hrana- sonar til grundvallar. Að lokum hafi Finnbogi staðfest dóminn sjálfur, eins og réttarskipun þess tíma hafi gert ráð fyrir. Í kröfugerðinni er einnig vakin sérstök athygli á því að eigandi Reykjahlíðar á þessum tíma var Þorsteinn Finnbogason, sonur Finnboga lögmanns. „Ekki verður séð af umræddum „dómi“ að um tiltekinn ágreining hafi verið að ræða milli tveggja að- ila, heldur hafi dómurinn fremur verið álitsgerð. Þá er hann einnig að öðru leyti í verulegu ósamræmi við þágildandi reglur svo að ekki verður á honum byggt,“ segir í kröfugerð ríkisins. Bar vitni, til- nefndi dóm og staðfesti hann svo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.